Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Síða 32
Hafit þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjorn - Augiýséngar - Ás ikrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,oháð dagblað FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. Rafmagnsbilanimar: Tjónið skiptir tugum milljóna - segir Kristján Jónsson „Kerfið hefur ekki orðið fyrir svona áhlaupi í áratugi. Þetta er það versta sem getur komið fyrir; hitastig í kringum núll og mikið rok. Þá myndast gifurleg ísing og þá lætur allt undan. Það er ljóst að tjónið skiptir tugum milljóna," segir Krist- ján Jónsson, rafmagnsveitustjóri ríkisins, við DV í morgun. Mikið tjón varð á rafveitukerfinu á Noröurlandi og Vesturlandi vegna ísingar og roks í gær og fyrradag og víða var rafmagnslaust. Hundruð staura í háspennulínum brotnuðu, aðallega vegna mikillar ísingar sem myndaðist á línum. Voru sumar lín- urnar orðnar hátt í metra á þykkt þegar þær brutu staura niður vegna þess hve þær voru þungar. Kristján segir að reynt verði aö koma á rafmagni á sem flestum stöð- um í dag en segist ekki geta sagt hvenær viðgerðum ljúki. Víðs vegar á Norðurlandi vestra getur það tekið langan tínia og jafnvel nokkra daga. Hann segir að línurnar við Blöndu- ós, um Skagaströnd, Langadal, Skagafjörð, Hofsós, á Skaganum og í Fljótunum séu meira og minna slitn- ar. Svipaða sögu er aö segja í Suður- Þingeyjarsýslu. Ástandið þar er mjög slæmt. -kaa Raflínurliggja niðuraðvegum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þjóðvegirnir innan og utan við Akureyri voru lokaðir í morgun vegna þess að rafmagnslínur, sem voru orðnar sligaðar undan snjó- fargi, lágu alveg niður að vegunum. Nærri Hrafnagih og við Freyjulund á Ólafsfjarðarvegi lágu rafmagnslín- ur niður að vegunum vegna snjó- fargs og hafði lögreglan brugðið á það ráð að loka þeim þar til viðgerð hefði farið fram, en í morgun var ekki vit- að hvenær það yrði. Á þriðja þúsund bíðaeftirflugi „Það bíða um 2400 manns eftir flugi hjá okkur í dag og útlitið er satt að segja ekki of gott. Það er fært til Vest- mannaeyja, Egilsstaða og Horna- fjarðar en ófært enn um allt norðan- og vestanvert landið,“ sagði Kristinn Stefánsson hjá Flugleiðum í morgun. Veðurspáin bendir ekki til að fært verði vestur í dag. Til staða á Norður- landi taldi Kristinn ekki útilokað að komist yrði í dag ef veður gengur niður eins og spáð er. Svipuð staða er hjá Arnarflugi. -GK LOKI Finnurhlýturaö finna fyrir þessu! Framsóknarmenn í Reykjavík: inii J w VIIJ313 Steingrím í efsta sætið - „tel þetta fráleitt,“ segir Steingrímur Hermannsson Áhrifamenn í Framsóknar- að af þessu verði. Guðmundur G. flokknum í Reykjavík hafa rættþað Þórarinsson alþingismaöur hefur við Steingrím Hermannsson, for- ákveðið aö bjóða fram sérlista í sætisráðherra og formann flokks- Reykjavík, eins og annars staðar ins, að hann færi sig um set úr efsta er skýrt frá í DV í dag. Guðmundur sætinu á Reykjanesi og taki efsta óskar eftir því að fá listabókstafina sætiðálistaflokksinsíReykjavík. BB. Talið er víst að fulltrúaráð fé- „Ég get ekki neitað því að þetta laganna í Reykjavik hafni því hefur verið nefnt, Ég get hins vegar vegna þess hve mikill hiti er kom- ekki úttalað mig um þetta. Það vita inn í þetta mál. Guðmundur ætlar allir hvernig þessi mál standa hjá þá fram með lista undir einhverj- okkur,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, um öörum bókstaf. Þar með myndu borgarfulltrúi Framsóknarflokks- þau atkvæði, sem hann fengi, ekki ins í Reykjavfk. nýtast flokknum eins og þau „Það er rétt að þetta var nefht myndu gera ef hann fengi leyfi til við mig fyrir nokkrum vikum en að nota listabókstafina BB. Fróðir ég tel þetta fráleitt," sagði Stein- menn um pólitík telja að þar með grímur Hermannsson í morgun. myndi Framsóknarflokkurinn Alfreð var spurður hvort málið missa þennan eina þingmann sem væri enn í gangi eða hvort þetta hann hefur í Reykjavík. væri liðin tíö. Framsóknarmenn í Reykjavík „Það er mjög erfltt fyrir mig að hafa áöur gert það aö kalla for- ræða þetta. Framboðsmálin hjá mannsinntilframboðsíReykjavík okkur i Reykjavík eru öll í deigl- þegar illa stóð á. Það var þegar unni og á þéssari stundu get ég eig- Ólafur Jóhannesson flutti sig úr inlega ekki sagt meira en þetta,“ Norðurlandskjördæmi eystra og sagði Alfreð, tók efsta sætið í Reykjavlk árið Samkvæmt heimildum DV er 1979, -S.dór mikill og vaxandi áhugi á þvx hjá _ sjá einnig bls. 2 framsóknarmönnum í Reykjavik Sérfræðingar á Borgarspítala: Hætta í dag að standa vaktir aðstoðarlækna „Við hefðum þurft að taka niður Ijósið ef salan hefði verið meiri,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri íslenskrar getspár, þar sem hann stendur viö súlu sem mælir söluna fyrir síðasta pott sem var fjórfald- ur. Frá upphafi lottósins hafa verið gerðar súlur fyrir sölutölur en eins og sjá má á myndinni nær síðasta súla langt inn á loftið og næstum því að Ijósinu. Landsmenn keyptu lottómiða fyrir 198 milljónir í desember og að sögn Vilhjálms hefur salan aldrei fyrr farið yfir 100 milljónir á mánuði. í siðustu viku var heildarvinningsupphæðin tæpar 48 milljónir. DV-mynd GVA Sérfræðingar á skurðdeild Borgar- spítalans hafa lýst því yfir að frá og með deginum í dag muni þeir ekki standa forvaktir, eða þær vaktir sem þeir hafa staðið fyrir aðstoðarlækna. Tveir sérfræðingar á slysadeild hafa einnig lýst þessu yfir og búist er við að fleiri bæ’tist í hópinn. Örn Smári Arnaldsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, segir að það hafi legið ljóst fyrir undanfama daga að þetta myndi gerast. „Hver deild hefur tiltölulega fáa sérfræð- inga og það verður dregið úr þjón- ustu hjá hverri og einni til að geta Veðriðámorgun: Hvassviðri eða stormur Á morgun verður norðaustan- átt á landinu, hvassviðri eða stormur á Vesturlandi og á vest- anverðu Norðurlandi en hægari í öðrum landshlutum. Á Suður- og Suðausturlandi verður úr- komulaust en annars staðar verður él. Hitinn verður rétt und- ir frostmarki við ströndina en meira frost inn til landsins. sinnt bráðaþjónustu þegar slíkt kem ur upp á. Menn hafa lagt mikið á sþ undanfarið meðan þeir hafa séð ac samningaviðræður eru í gangi en ni hefur deilunni veriö vísað til sátta- semjara. Ég vona bara að málið gang hratt þar svo eðlileg starfsemi kom- ist í gang aftur.“ í gær shtnaði upp úr viðræðuir samninganefnda ríkis og borgar of lækna. I dag verður fundur hjá for- mönnum læknaráða spítalanna o§ einnig verður fundur hjá félagi sér- fræðinga. -ns £ C 72177 \ SMIÐJUKAFFI SBHDOM FRÍTT HCtM OPNUM KL. 18 VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR OTTO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.