Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. 3 Fréttir Óveðrið sem geisaði á Húsavík í fyrrinótt: Vorum að drekka kvöldkaffi þegar rúðan splundraðist - segir Guðrún Svavarsdóttir en synir hennar skárust á glerbrotunum „Þetta var svolítið sjokk þegar ósköpin dundu yfir. Öll fjölskyldan sat við borðkrók í eldhúsinu um mið- nættið og var að drekka kvöldkaffi, svona rétt fyrir svefninn, þegár rúð- an splundraðist. Ég hef grun um að eitthvað haíi fokið á hana en veit það þó ekki fyrir víst. Manni fannst skrít- ið að það skyldi skyndilega verða opið út. Synir okkar fengu glerbrot „Byssumálið“: Rajmsóknarlögregla ríkisins mun hráðlega senda ríkissak- sóknara mál sem tengist mannin- um sem sérsveit lögreglunnar í Reykjavík handtók í húsi við Laugaveg á nýársdag. Honum var sleppt lausum á miðvikudag. Að sögn talsmanns RLR gaf maðurinn þá skýriningu við yfir- heyrslu að hann hefði verið mjög ölvaður umræddan morgun þeg- ar kvartað var undan hávaða og lögreglan kom á staðinn. Hann gat ekki gefið skýringu á hvers vegna hann hefði sagst hafa byssu undir höndum. Ekkert vopn fannst eftir að lögreglan hafðí handtekið manninn og leit- að á heimili hans. -ÓTT Akureyri: Slökkviliðið fékk 76 útköll Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyri: Slökkvihð Akureyrar var kall- að út 76 sinnum á síðasta ári sem var þremur útköllum fleira en árið á undan. í þessum 76 útköllum var um bruna að ræða i 32 tilfellum en í 44 tilfellum var um að ræða grun um eld sem átti ekki við rök aö styðjast, hilun í brunaboða eða að slökkvfliðið var platað. Þrir eldsvoðar voru áberandi stærstír, í Smáralílíð 1 í janúar, Lundargötu 10 í febrúar og Aöal- stræti 86a í nóvember, en í lang- flestum tilfellum var mn litið tjón að ræða eða ekkert. Slökkviliðið fór í 1145 sjúkraút- köll á árinu eða rúmlega 100 fleiri en árið áður, Af þessumútkölium var 231 bráðatilfelU á móti 175 árið áður. Regína Thorarensíin, DV, Selfossi • Að sögn Magnúsar Sigurðsson- ar, yfiriæknis á Heilsugæslustöð- inni, var óvenjulega rólegt um jólin og nýárið hér á Sehossi. Aftur á móti var talsvert mikið að gera á gamlárskvöld en þá leit- uðu margir á sjúkrahúsið vegna smávægiiegra meiðsla. Sjúkrahúsið á Selfossi á góða og fjölhæfa iækna. í höfuðið og hendurnar," sagði Guð- rún Svavarsdóttir, sem býr í ein- býlishúsi við Heiðvang á Húsavík, í samtaU við DV í gær. í óveðrinu, sem geisaði á Norður- landi á miðvikudagskvöld og í fyrri- nótt, upplifði fjölskylda Guðrúnar þá lífsreynslu að rúða brotnaði og skyndiiega var opið út í óveðrið frá eldhúsinu. Guðrún ók í skyndi meö syni sína á heilsugæslustöðina þar sem gert var að sárum þeirra en pilt- amir fengu glerbrot í sig sem þeytt- ust inn í eldhúsið þegar rúðan splundraðist. Þeir meiddust ekki al- varlega en sauma varö nokkur spor í hönd annars þeirra. „Meiðslin voru ekki neitt miðað við það sem hefði getað orðið. Björgun- arsveitarmenn og lögregla komu síð- an og hjálpuðu ókkur við að setja hlera fyrir gluggann. Mér leið ekkert vei eftir þetta og ég svaf lítið um nóttina. En við erum búin að jafna okkur núna,“ sagði Guðrún. Rafmagnslaust var í Húsavíkurbæ í gær. Guðrún var að taka til í húsinu eftir nóttina þegar DV ræddi við hana: „Það tvístruðust náttúrulega glerbrot um allt, inn í skápa og ann- að. Það er hleri ennþá fyrir gluggan- um og ég reikna með að það taki ein- hvern tíma að fá nýja rúðu,“ sagði Guðrún. Hún sagði að eldhúsboröið hefði skemmst lítillega en tjón hefði ekki orðið að öðru leyti. -ÓTT Hafrannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson eru farin til loðnuleitar ásamt sex stærstu loðnuveiðiskipunum. Byrjað verður að leita við Stokksnes og haldið síðan með Austfjörðum og norður fyrir land allt til Vestfjarða. Það eru fiskifræðingarnir Hjálmar Vilhjálmsson og Sveinn Sveinbjörnsson sem eru leiðangursstjórar. Á myndinni er verið að leysa landfestar Bjarna Sæmundssonar. DV-mynd BG Boðið upp á lax- og silungsveiðiferðir til Rússlands: Tveggja vikna ferðáum 190 þúsund krónur - Ameríkumenn skipuleggja laxveiðiferðir til Síberíu I smáauglýsingum DV á miðviku- dag voru auglýstar lax- og silungs- veiðiferðir frá íslandi til Rússlands næsta sumar. Við nánari könnun kom í ljós að það er Lúkas D. Karls- son sem auglýsir ferðirnar fyrir þýska ferðaskrifstofu. Lúkas dvelur erlendis um þessar mundir en sonur hans, Udo Lúkas, sagði í samtali við DV að hér væri um að ræða tveggja vikna ferðir. Um væri að ræða sex daga í laxveiði og sex daga í silungs- veiði. Ferðimar kosta frá Þýskalandi 150 þúsund krónur og er þá allt inn- ifalið. Fargjöld, hótel, fæði og veiði- leyfi. Frá Islandi til Frankfurt eru ódýmstu fargjöld tæpar 40 þúsund krónur. Þannig myndi svona tveggja vikna veiðiferð kosta 190 þúsund krónur. Þeim sem greiða alit upp í 130 þúsund krónur á dag fyrir stöng- ina í íslenskri laxveiðiá þykir þetta sennilega ekki hátt verð. Þá era Ameríkanar famir að skipuleggja laxveiðiferðir til Síberíu og Rússlands. í bandarísku sport- blaði er greint frá því að næsta sum- ar verði á boðstólum 11 daga veiði- ferðir frá Bandaríkjunum til Rúss- lands. Þær munu kosta með öllu sex þúsund dollara eða 330 þúsund krón- ur. í þessu sama blaði er gerður verð- samanburður við Island og sagt að sex daga laxveiðiferð tii íslands kosti sjö-þúsund dollara eða um 385 þús- und krónur. í blaðinu er líka lýsing á laxveið- inni í Rússlandi og sagt að laxinn sé að jafnaði 20 til 28 pund að þyngd. Mjög mikið væri af svona stórum laxi í þeim ám sem seld eru veiði- leyfi í. Þá er silungur i rússnesku ánum mun stærri en almennt gerist hér á landi. Kunnur laxveiðimaður og aðstoð- armaður bandarískra laxveiði- manna, sem komið hafa til íslands í mörg ár, sagði í samtali við DV að hópur bandarískra laxveiðimanna, sem hann heföi aðstoðað árlega á annan áratug, hefði kvatt sig í fyrra með þeim orðum að þeir kæmu ekki í bráð til laxveiða á íslandi. Þeir sögðu verðið á laxveiðiánum hér komið upp úr öliu valdi og það gerð- ist á sama tíma sem samdráttur væri í veiðinni í þessum sömu ám. Ef þessar veiðiferðir til Rússlands heppnast er hætt við að eigendur veiðileyfa í laxveiðiár á íslandi geti lent í erfiðleikum með að selja þau verði þau jafn dýr áfram eins og nú. -S.dór Svisslendingar f lykktust til íslands um áramótin „Svissneska ferðaskrifstofan Im- holz auglýsti í dagblaði seint í nóv- ember 1989 áramótaferð til íslands og þátttakan varð mjög góð því á milli 70 og 80 ákváðu að eyða ára- mótunum hér, þá. Svo auglýstu þeir einu sinni í dagblaði í septemb- er sams konar ferð til íslands og það fylltist í ferðina á svipstundu og 40 manns voru á biðlista en kom- ust ekki til íslands að þessu sinni,“ segir Jónas Hvanndal, hótelstjóri á Hótel Sögu. Alls komu 154 Svisslendingar hingað til lands í áramótaferðina og bjó hópurinn á Sögu. Það var mikið um að vera hjá hópnum. Fyrsta kvöldið í Reykjavík þann 28. desember var boðið upp á kvöld- vöku, á laugardaginn var farið í skoðunarferð um Reykjavík og ná- grenni, á sunnudag var haldið til Vestmannaeyja. Gullfoss-Geysis hringurinn var ekinn á gamlársdag og um kvöldið borðaði hópurinn saman í Súlnasal. Þegar nýja árið var að ganga í garð var boðið upp á kampavín í Grillinu þar sem gest- irnir gátu virt fyrir sér flugelda- dýrð borgarinnar og á nýársdag var ekið til Víkur í Mýrdal og til baka. Hópurinn hélt svo heimleiðis í gær. „Fyrir fjórum árum hóf ferða- skrifstofan að skipuleggja ferðir um áramótin til Síberíu og fólk virtist hafa mikinn áhuga á að fara þangað. Þá datt mönnum í hug að fyrst fólk vildi fara til Síberíu um áramótin væri eins hægt að bjóða upp á íslandsferðir um áramótin og viðtökurnar við þeim hafa verið mjög góðar sem sjá má,“ segir Jón- as. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.