Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. 35 Skák Jón L. Árnason Gata Kamsky, undrabamiö 16 ára, tefldi ekki með Bandaríkjamönnum á ólympíumótinu í Novi Sad, vegna þess að hann vildi vera á fyrsta borði. Banda- rikjamenn buðu honum þriðja borð. Gata og faðir hans, Rustam, eru umtalaðir í skákheiminum vegna einkennilegra við- tala sem birst hafa í skáktímaritum að undanfomu. Þeim feðgum finnst tilveran öfugsnúin og allir vera á móti sér. Hér er staða frá Tilburg í fyrra, þar sem Kamsky deildi efsta sæti ásamt Ivant- sjúk. Kamsky, með hvitt í stöðunni, missti af einfóldum mögpleika gegn Seirawan: Kamsky lék 22. Kfl? og fljótlega lauk skákinrti með jafntefli. Hann sá ekki 22. Hxg7! Dxg7 23. Rxe6 Dxg2 24. Rxc7 + Kd7 25. Rxa8 Dhl+ 26. Ke2 Dh5+ 27. DÍ3 og hvitur vinmn-. Eftir skákina vildi hann ekki viður- kenna að hann hefði misst af þessum möguleika. „Hrókurinn var á c8,“ sagði hann í fyrstu en lét sér svo segjast. Bridge ísak Sigurðsson Einhver frægasti 'spilari heims, Peter Pender frá Bandaríkjunum, lést 18. nóv- émber síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við sjúkdóminn skæða, AIDS. Hann var einungis 54 ára þegac hann lést. Hann náði þvi einu sinni að verða heimsmeist- ari í sveitakeppni árið 1985 en árin 1989 tapaði hann í úrshtaleik um þennan eftir- sótta titil og í Genf síðastliðið haust komst sveit hans í flórðungsúrshtin. Pender þótti afburðagreindur maður en sem ungur maður útskrifaðist hann úr Harvard sem konsertpíanisti. Hugur hans snerist þó fljótt til bridgeíþróttar- innar og á hann að baki þriggja áratuga viðburðaríka sögu í þeirri íþrótt. Skoðum snilli Peters Pender úr heimsmeistara- einvíginu 1985 á móti ekki ómerkari mönnvun en Branco bræðrunum frá Brasilíu. Samningurinn var þijú grönd í vestur en Pender sat í suður. Útspil norð- urs, Hugh Ross, var tígulljarki: ♦ 1065 ¥ 54 ♦ K10642 + DG6 * K984 ¥ D ♦ ÁG853 + 952 N V A S ♦ G2 ¥ KG962 ♦ D + ÁK1043 * ÁD73 ¥ Á10873 ♦ 97 + 87 Tíguldrottningin í blindum átti slaginn og sagnhafi spilaði hjarta á drottninguna sem fékk að halda slag. Síðan kom lauf á kóng og hjartakóngur sem Pender drap á ás. Pender skipti nú yfir í spaðadrottn- ingu. Sagnhafi drap á kóng og gaf slag á lauf. Vömin tók tvo spaðaslagi og festi síðan blindan inni á lauf. Sagntiafi gat ekki komið í veg fyrir að gefa fimmta slaginn á hjarta í lokastöðinni. Krossgáta Lárétt: 1 skegg, 8 rækta, 9 tæki, 10 stara, 11 öðlast, 12 gort, 14 bindi, 16 píla, 17 stækkaða, 19 nagli, 21 kraftar, 23 sáðland, 24 hryðja. Lóðrétt: 1 lykkju, 2 gramur, 3 grönn, 4 veð, 5 fjær, 6 halinn, 7 stöng, 13 kássa, 15 hrap, 16 Ðs, 18 ellihrumleiki, 20 sam- tök, 22 peningar. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 frítt, 6 gá, 8 læsi, 9 ólm, 10 ókunnu, 13 ást, 14 dofi, 16 nn, 17 askar, 19 inna, 20 óð, 21 iðn, 22 ærni. Lóðrétt: 1 fló, 2 ræksnið, 3 ís, 4 tind, 5 tón, 6 glufa, 7 ám, 11 utan, 12 eirði, 13 ánni, 15 okar, 18 snæ, 20 ón. ©KFS/Distr. BULLS 2-17 Litla konan hún Lína er orðhvöss... svo þú skalt láta mig um það að hlusta. Lalli og Lína 1 2 3 v ó" J I 8 n j J i " /2 ”1 15- )C, J r 18 /9 i J 22 II 23 J 2^ Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan SÍmi- 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavlk 4. janúar til 10. janúar, að báðum dögrnn meðtöldum, verður í Ing- ólfsapóteki. Auk þess verður kvöldvarsla í Lyfjabergi, Hraunbergi 4, gegnt Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 tii 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virká daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sina vikuna livort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í sima 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, simi 11955, Akureyri, simi 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravákt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartíim Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspitalinn: Mánud.-fóstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvitabandið: Frjáls heimsóknartími: Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: AUa daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Föstudagur 4. janúar: Slysavarnarfélagið: Deildirnar eru nú 102 og meðlimir um 12000. Árið 1940 eitt mesta mann- skaðaár síðan félagið var stofnað. ___________Spakmæli______________ Meðaumkunin og fyrirgefningin eru æðstu og göfugustu tilfinningar mannsins. A. Dumas. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi fyrir hópa í okt.- maí. Safnkennari tek- ur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7: eropiðdagleganemamánud.kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og Iaugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga nema mánudaga 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjarnarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnartjöröur, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími*- 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál aö stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Liflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 5. janúar Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú hefur tilhneigingu til þess að horfa fram hjá því sem er skemmtilegt. Ákveðið samband lofar góðu. Happatölur eru 7, 19 og 30. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú mátt reikna með miklum sveiflum í fjármálunum. Reyndu að halda útgjöldunum í jafnvægi. Það getur reynst erfitt fýrir þig að ná samkomulagi. Hrúturinn (21. mars-19. april): Meðalvegurinn er vandrataður og þér finnst þú ekki ná árangri í samvinnu við aðra. Ef þú segir of lítíð ertu sakaður um afskipta- leysi en ef þú tekur stjórnina í þínar hendur sýnirðu yfirgang. Nautið (20. aprxl-20. maí): Það er htið á aðra að treysta þvi fólk er mjög upptekið af sjálfu sér og sínum málefnum. Láttu þó aðra taka þátt í verkefnum. Tviburarnir (21. maí-21. júni): Athugaðu hvort þú getír ekki á einhvem hátt snúið hlutunum þér í hag. Með smáútsjónarsemi getur þú svo auðveldlega gert mikið úr htlu. Krabbinn (22. júni-22. júli): Þú verður að sætta þig við ákveðna staðreynd í skipulagsmálum. Þú getur snúið ýmsu þér í hag með rólegum skapsmunum og æsingalaust. Ljóniö (23. júlí-22. ágúst): Vandamál, sem upp kunna að koma, em smávægileg og ástæðu- laust að gera úlfalda úr mýflugu. Ferðalag getur reynst erfitt. Happatölur era 9,16 og 33. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Ákveðin mál gera þig varkáran og gætinn. Þú nýtur þín best og verður mest ágegnt í tómstundum þínum. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú ættír að þjálfa hæfileika þína til aö hugsa hratt og ákveðið. í deilumálum skaltu vera yfirvegaður og skjóta fóstum, hugsuðum skotum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú getur notfært þér samkeppnisstöðu, sem þú lendir í, þér í hag. Þú hefur engan tíma tíl þess að hugsa. Máhð er að fram- kvæma. Félagslífið getur kostað þig meira en þú bjóst við. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Beiskja getur haft erfiðleika í fór með sér. Gefðu þér tíma til að hugsa og ræða málin. Reyndu að skapa rólegt andrúmsloft í kring- um þig. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Ósamkomulag vegna einhvers kemur þér á óvart. Áthugaðu vel þinn gang áður en þú sýnir fram á hver það er sem hefur rangt fyrir sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.