Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. Utlönd Breytingar í frjálsræðisátt á írlandi: Samkynhneigð verði ekki ref siverð - lagabreytingar um hjónaskilnaöi og notkun getnaöarvama boðaðar Ríkisstjórn írska lýðveldisins hef- ur tilkynnt umtalsverðar breytingar á lögum landsins er varða félagsleg málefni. Breyting á lögum um sam- kynhneigð hefur þar vakið sérstaka athygli en einnig standa breytingar á lögum um hjónaskilnaði og notkun getnaðarvarna fyrir dyrum. Eftir breytingu þeirra verður samkyn- hneigð ekki lengur refsiverð á ír- landi eins og hún hefur verið frá örófi alda. Þessar breytingar þykja ekki síst merkilegar þar sem á írlandi hefur íhaldssemi og kaþólska haldist í hendur um að lita alla lagasetningu. í dag er hægt aö dæma samkyn- hneigða einstakhnga í lífstíðarfang- elsi á grundvelli htið notaðra laga- greina frá síðustu öld. Lifstíðarfang- elsi þykir hins vegar ekki mikið í samanburði við viðurlög þau er giltu fyrir 1861. Þá voru samkynhneigðir írar hreinlega hengdir. Mannréttindabrot James Burke dómsmálaráöherra vakti máls á breytingum laga um samkynhneigða í írska þinginu í des- ember. Ræða þessi kom í kjölfar 20 ára baráttu samkynhneigðs þing- manns fyrir rétti sínum. Sá var studdur dyggilega af lögfræðingi nokkrum, Mary Robinson. Hún hlaut kosningu sem fyrsti kvenfor- seti íra á síðasta ári og því er ekki undarlegt að lagabreytingar þessar skuli standa fyrir dyrum. Búist er við að lagafrumvarp um breytta stööu samkynhneigðra muni I forsetakosningunum i fyrra lagði Mary Robinson forseti írska lýðveld- isins áherslu á að lög um getnaðar- varnir og réttindi samkynhneigðra yrðu færð til nútimalegs horfs á ír- landi. Simamynd Reuter vinna hljómgrunn í öhum flokkum á þinginu. Því hefur verið fagnað sér- staklega af samkynhneigðum þing- manni, David Norris, en hann fór með stööu samkynhneigðra á írlandi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg 1988. Dómstóllinn stað- festi að írsk lög er vörðuðu samkyn- hneigð væru brot á mannréttindum. Tveimur árum síðar tekur ríkis- stjórn íra síðan undir þennan úr- skurð mannréttindadómstólsins. Ekki hundsvit á hommum En jarðvegurinn fyrir slík viðhorf hefur löngum verið grýttur. Hæsti- réttur írlands úrskurðaði 1982 að samkynhneigð væri fordæmd í kristnum fræðum og írska stjórnar- skráin yrði að vera í samræmi við við kristnina. Fyrir ári olli erkibis- kup Dublinar, dr. Desmond Connel, fjaðrafoki er hann fullyrti að sam- kynhneigð væri sjúkdómur. Norris þingmaður dró gildi erkibiskupsins í málinu stórlega í efa og sagði: „Það getur verið að biskupinn viti allt umn engla en hann hefur ekki hundsvit á hommum.“ Reyndar höfðu samkynhneigðir ír- ar náð miklvægum áfanga á leið sinni til réttlætis þegar írska þingið bætti samkynhneigðum á lista yfir þjóðfélagshópa sem vemdaðir em af lagaákvæðum er banna ofsóknir á hendur fólki vegna htarháttar þess, trúar og þjóðemis. Burke segir að án lagasetningar fyrir samkyn- hneigða væri stöðug hætta á að ófyr- irleitnar persónur notfærðu sér hættuna á eyðnismiti í ósanngjarnri hatursherferð gegn samkynhneigð- um. Auk Sovétríkjanna, Kýpur og Rúmeniu er írland eina landið í Evr- ópu þar sem enn er refsivert að vera samkynhneigður. Reuter ísraelar opnuðu i gær ræðismannsskrifstofu í Moskvu í fyrsta skipti frá því Sovétmenn slitu stjórnmálasambandi við ísraela árið 1967. Af þessu tilefni söfnuðust sovéskir gyðingar saman framan við hina nýju ræðismannsskrif- stofu þar sem ísraelski fáninn var dreginn að húni. Símamynd Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Bauganes 1, þingl. eig. Guðríður Björk Einarsdóttir, mánud. 7. janúar ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Trygginga- stofiiun ríkisins. Bárugata 16, þingl. eig. Valdemar Guðmundsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Þórður S. Gunnarsson hrl. Bíldshöfði 12, hluti B, þingl. eig. Stein- tak h£, mánud. 7. janúar ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru tollstjórinn í Reykjavík, Gjaldheimtan í Reykjavík og Fjárheimtan hf. Blesugróf 38, þingl. eig. Guðbergur Sipurpálsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Brynjólfur Kjartansson hrl. BlómvaUagata 11, 3. hæð t.v., þingl. eig. Ragnar Thoroddsen, mánud. 7. janúar ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðenduf eru Steingrímur Eiríksson hdl., Gjald- heimtan í Reykjavík og Ásdís J. Rafii- ar hdl. Bræðraborgarstígur 41,1. hæð, þingl. eig. Sigríður Guðmundsdóttir, mánud. 7. janúar ’91 kl. 11.45. Uppboðsbeið- andi er Tryggingastofiiun ríkisins. Efstaland 14, 2.t.v., tal. eig. Hjörtur G. Sigurðsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Veð- deild Landsbanka íslands, Lands- banki íslands, Ólafur Gústafsson hrl. og Ámi Einarsson hdl. Eldshöfði 6, þingl. eig. Vaka hf., mánud. 7. janúar ’91 kl. 13.30. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Ferjubakki 14, íb. 02-01, þingl. eig. Elín S. Gunnarsdóttir, mánud. 7. jan- úar ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Lögmenn Hamraborg 12, Veðdeild Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Hróbjartur Jónatansson hrl. Feríubakki 16, 2. hæð t.h., þingl. eig. Hafdís Hauksdóttir, mánud. 7. janúar ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Gaukshólar 2, hluti, þingl. eig. Bryn- dís Guðmundsdóttir, mánud. 7. janúar ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Baldur Guðlaugsson hrl. og Óskar Magnússon hdl. Grettisgata 13, hluti, þingl. eig. Plús- inn sf., mánud. 7. janúar ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ár- mann Jónsson hdl., Magnús Norðdahl hdl. og Lögfræðiþjónustan hf. Grettisgata 46, hluti, þingl. eig. Einar Guðjónsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Axelsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Gyðufell 2,3. hæð t.h., þingl. eig. Rósa Hugrún Aðalbjömsdóttir, mánud. 7. janúar ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og íslandsbanki hf. Háberg 10, hluti, þingl. eig. Stefán Hallgrímsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. Háberg 22, hluti, þingl. eig. Guðmund- ur Hjaltason, mánud. 7. janúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Hátún 4, 3. hæð í norðurálmu, þingl. eig. Sveinn Guðmundsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er íslandsbanki. Hverfisgata 49, 3. hæð, þingl. eig. Haraldur Jóhannsson, mánud. 7. jan- úar ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Iðnlánasjóður og Gjaldheimtan í Reykjavík. Jafiiasel 6, hluti, talinn eig. Alhús hf. og Magnús Kristjánsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Hallgrímur B. Geirsson hrl., Einar Gautur Stein- grímsson hdl., Islandsbanki hf., Gjald- heimtan í Reykjavík og Láms L. Blön- dal hdl. Kambasel 31, íb. 01-01, þingl. eig. Guð- laugur J. Guðlaugsson, mánud. 7. jan- úar ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Reynir Karlsson hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl., Skúh J. Pálmason hrl., Búnaðarbanki íslands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Ámi Einarsson hdl.og Jón Egilsson hdl. Laufásvegur 46, þingl. eig. Bjami Stef- ánsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 49, hluti, þingl. eig. Sig- urður Einarsson og Sigrún Unn- steinsd., mánud. 7. janúar ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Miðtún 86, hluti, þingl. eig. Leonard Haraldsson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Helgi V. Jónsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Reykás 22, íb. 0201, þingl. eig. Gylfi Einarsson og Katrín Björgvinsd., mánud. 7. janúar ’91 kl. 11.30. Upp- boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Skeljagrandi 3, hluti, þingl. eig. Alma Jenný Guðmundsdóttir, mánud. 7. janúar ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Skipholt 16, hluti, þingl. eig. Anna Lise Jansen og Ólafur F. Marinósson, mánud. 7. janúar ’91 kl. 10.45. Upp- boðsbeiðendur em Gjaldheimtan, í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka Is- lands, Ólafur Axelsson hrl., Lands- banki Islands og Islandsbanki hf. Stíflusel 3, 1. hæð t.h., þingl. eig. Margrét Hjartardóttir, mánud. 7. jan- úar ’91 kl. 10.30. yppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Sigurberg Guðjónsson hdl., Ólafur Sigurgeirsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Strandasel 7,1. hæð hægri, þingl. eig. Ingibjörg Gunnarsdóttir, mánud. 7. jahúar ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur erú Skúli Fjéldsted hdl, Ámi Pálsson hdl, Landsbanki íslands, Veðdeild Landsbanka íslands og Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. Strandasel 7, 2. hæð t.h., þingl. eig. Salóme Kristinsdóttir, mánud. 7. jan- úar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Suðurhólar 22, íb. 02-01, tal. eig. Maggý Kristín Aspelund, mánud. 7. janúar ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Vagnhöfði 7, þingl. eig. Blikksmiðja Gylfa hf., mánud. 7. janúar ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Fjárheimt- an hf. BORGARFÓGETAEMBÆTnS í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Bíldshöfði 16, 4. hæð, austurendi, þingl. eig. Steintak hf., fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 7. janúar ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Ámi Einarsson hdl, Hafsteinn Hafsteins- son hrl, Ævar Guðmundsson hdl, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Bryhjólfur Kjartansson hrl. Langholtsvegur 90, hluti, þingl. eig. Elías Rúnar Sveinsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 7. janúar ’91 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Ari Is- berg hdl. Laugavegur 54b, kjallari, tal. eig. Axel J. Einarsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 7. janúar ’91 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík og Þórólfur Kr. Beck hrl. Laugavegur 81,2. hæð suðaust., þingl. eig. Ess hf., fer ffarn á eigninni sjálfii mánud. 7. janúar ’91 kl. 16.30. Upp- boðsbeiðendur em Eggert B. Ólafsson hdl, Gjaldheimtan í Reykjavík og Hafsteinn Hafsteinsson hrl. Njarðargata 39, neðri hæð, þingl. eig. Axel S. Axelsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 7. janúar ’91 kl. 15.30. Úppboðsbeiðendm- em Eggert B. Ól- afsson hdl, Gjaldheimtan í Reykjavík, Fjárheimtan h£, Reynir Karlsson hdl. og tollstjórinn í Reykjavík._____ Rauðalækur 16, hluti, þingl. eig. Steinunn Pétursdóttir, fer fram á eign- inni sjálfrí mánud. 7. janúar ’91 kl. 17.30. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Thoroddsen hrl. Rauðarárstígur 22, hluti, þingl. eig. Hafþór Guðmundsson, fer fram á eign- inni sjálfrí mánud. 7. janúar ’91 kl. 18.00. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________ Vatnagarðar 8, þingl. eig. BúrfeO hf., fer fram á eigninni sjálfrí mánud. 7. janúar ’91 kl. 18.30. Uppboðsbeiðendur em Búnaðarbanki íslands, Elvar Öm Unnsteinsson hdl, Bjöm Jónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Jónas Að- alsteinsson hrl. og Guðmundur Krist- jánsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTO) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.