Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 26
34
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991.
Afmæli_________________
Pétur Þorsteinsson
Pétur Þorsteinsson sýslumaöur,
Búðarbraut 12 í Búðardal, er sjötug-
urídag,4.janúar.
Pétur er fæddur á Óseyri í Stöðv:
arfirði og lauk lögfræðiprófi frá HÍ
1950.
Starfsferill
Pétur vann við sjómennsku á
Stöðvarfirði á unglingsárunum og
húsbyggingavinnu og þingritara-
störf í Rvík samhliða námi. Pétur
vann við málafærslustörf í Rvík
1950-1963, var kennari í Gagnfræða-
skóla Kópavogs og Mosfellshrepps
1963-1967 og gegndi jafnframt starfi
lögreglufulltrúa á Seyðisfirði á
sumrin 1965 og 1966. Hann var full-
trúi sýslumannsins í Gullbringu- og
Kjósarsýslu og bæjarfógetans í
Hafnarfirði 1967-1974 og hefur verið
sýslumaður í Dalasýslu frá 1974.
Pétur var formaður Umf. Stöðfirö-
inga og átti hlut í stofnun UÍA1940.
Hann var formaður Austfirðingafé-
lagsins í Rvík og í Stúdentaráði HÍ
1948-1949. Pétur hefur verið í stjóm
Dvalarheimilis aldraðra á Fellsenda
í Miðdölum frá 1974 og í skólanefnd
Staðarfellsskóla frá 1981.
Fjölskylda
Fyrri kona Péturs, 14. október
1943, var Margrét Steinunn Jóns-
dóttir, f. 18. september 1918, d. 8.
október 1947. Foreldrar Margrétar
voru Jón Jónsson, trésmiður á Fá-
skrúðsfirði, og kona hans, Lára
Bjömsdóttir. Dóttir Péturs og
Margrétar er Jóna Lára, f. 14. ágúst
1944, skrifstofustjóri á Heilsuvernd-
arstöð Rvíkur. Fyrri maður hennar
var Baldur Bjartmarsson mat-
reiðslumaður og dætur þeirra em
Margrét Steinunn og Guðný. Seinni
maður hennar er Hreiðar Jónsson
múrari og dóttir þeirra eÆilja Mar-
grét. Seinni kona Péturs, 17. júní
1950, er Björg Sóley Ríkarðsdóttir,
f. 27. október 1918. Foreldrar Bjargar
voru Ríkarður Jónsson mynd-
höggvari og kona hans, María Ólafs-
dóttir. Börn Péturs og Bjargar eru
Ríkarður Már, f. 9. maí 1952, rafiðn-
fræðingur í Narssarssuaq á Græn-
landi; Þorsteinn, f. 11. ágúst 1953,
fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík, og
Þórhildur, f. 24. júlí 1960, húsmóðir
og háskólanemi, sambýlismaður
Þorlákur Magnússon, vélaverk-
fræðingur hjá SKÝRR. Börn hennar
eru Hjalti Haraldsson og Sólrún Una
Þorláksdóttir.
Systkini Péturs eru: Skúli, f. 24.
desember 1906, d. 1964, námsstjóri
og skólastjóri á Eskifirði, kvæntur
Önnu Sigurðardóttur, forstöðukonu
Kvennasögusafnsins; Pálina f. 28.
janúar 1908, gift Guðmundi Björns-
syni, sem er látinn, kennara, Akra-
nesi; Friðgeir, f. 15. febrúar 1910,
fyrrv. útibússtjóri Samvinnubank-
ans á Stöðvarfirði, kvæntur Elsu
Sveinsdóttur sem er látin; Halldór,
f. 23. júlí 1912, er látinn, vélvirki á
Akranesi, kvæntur Rut Guðmunds-
dóttur; Anna, f. 15. apríl 1915, gift
Kristni Hóseassyni, fyrrv. prófasti í
Heydölum, og Björn, f. 20. maí 1916,
lést1939.
Ætt
Foreldrar Péturs voru Þorsteinn
Þorsteinsson Mýrmann, b. á Óseyri
í Stöðvarfirði, og kona hans, Guðríð-
ur Guttormsdóttir. Faðir Þorsteins
var Þorsteinn, b. í Slindurholti á
Mýmm í Austur-Skaftafellssýslu,
Þorsteinsson. Móðir Þorsteins var
Sigríður, systir Stefáns, afa Stefáns,
afa Heimis Steinssonar, prests á
Þingvöllum. Sigríður var dóttir
Jóns, prests á Kálfafellsstað, Þor-
steinssonar, bróður Guðnýjar,
langömmu Jóns, föður Eysteins,
fyrrv. ráðherra. Móðir Þorsteins
Mýrmanns var Valgerður Sigurðar-
dóttir, Eiríkssonar, Einarssonar.
Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns
Eiríkssonar konferensráðs. Móðir
Valgerðar var Valgerður Þórðar-
dóttir, systir Steins, afa Þórbergs
Þórðarsonar og langafa Gunnars
Benediktssonar rithöfundar.
Móðursystir Péturs er Guðlaug,
móðir Einars Þorsteinssonar, pró-
fasts á Eiðum í Eiðahreppi. Guðríð-
ur var dóttir Guttorms, prófasts á
Stöð, bróður Páls, afa Hjörleifs Gutt-
ormssonar alþingismanns og Sig-
urðar Blöndal, fyrrv. skógræktar-
stjóra. Annar bróðir Guttorms var
Björgvin, afi Helga Þorlákssonar
sagnfræðings. Guttormur var sonur
Vigfúsar, prests á Ási, Guttorms-
sonar, prófasts í Vallanesi, Pálsson-
ar. Móðir Guttorms á Stöð var Björg
Stefánsdóttir, prófasts á Valþjófs-
stað, Árnasonar, prests í Kirkjubæ
í Tungu, Þorsteinssonar. Móðir
Stefáns var Björg Pétursdóttir,
sýslumanns á Ketilsstöðum á Völl-
um, Þorsteinssonar. Móðir Vigfúsar
var Margrét Vigfúsdóttir, systir
Guttorms, langafa Maríu, ömmu
Hrafns Gunnlaugssonar. Systir
Margrétar var Ingunn, langamma
Þorsteins, skálds og ritstjóra, föður
Gylfa, fv. menntamálaráðherra.
Móðir Margrétar var Bergljót Þor-
steinsdóttir, systir Hjörleifs, langafa
Einars Kvaran. Bróðir Bergljótar
Magnús Guðbrandsson
Magnús Guöbrandsson, fyrrv.
fulltrúi, Dalbraut27, Reykjavík, er
níutíu og fimm ára í dag.
Magnús fæddist í Reykjavík og
lauk bamaskólaprófi þar 1910.
Starfsferill
Magnús var sendill hjá danska
olíufélaginu DDPA í Rvík en var
jafnframt í námi í Kvöldskóla Ás-
gríms Magnússonar og í einkatím-
um í tungumálum, stærðfræði og
bókhaldsgerð. Magnús var skrif-
stofumaður hjá Hinu íslenska stein-
olíu-hlutafélagi 1914-1923, Lands-
verslun íslands 1924-1927 og Ohu-
verslun íslands hf. 1928-1965.
Hann var í íþróttum á yngri áram,
aðallega knattspyrnu, fyrst í Val,
síðan Fram. Magnús var einn af
stofnendum Karlakórs KFUM1916
(síðar Karlakórinn Fóstbræður) og
í stjórn Taflfélags Reykjavíkur
1918-1919. Hann var í stjóm Knatt-
spyrnufélagsins Vals 1918-1920 og í
knattspyrnuráði Reyjavíkur 1919-
1922. Magnús var í stjóm Karlakórs
KFUM1926-1931, einn af stofnend-
um félagsins Gamlir Fóstbræður
1959 og í stjóm 1960-1962. Hann var
í sjóm Reykvíkingafélagsins 1964-
1969 og varð heiðursfélagi Karla-
kórsins Fóstbræðra 1986. Magnús
hefur samið: Gamanyrði, frásagnir
af mönnum og málefnum í bundnu
máh, 1980, og í léttum dúr, Sjón-
varpsrevíu, nokkur ljóð og horft um
Öxl, 1986.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 1927 Júhönu
Oddsdóttur, f. 26. júní 1904, d. 19.
mars 1980. Foreldrar Júhönu voru:
Oddur Valentínusson, hafnsögu-
maður í Stykkishólmi, og kona
hans, Guðrún Hallgrímsdóttir. Börn
Magnúsar era: Kristinn Gísh, f. 2.
júní 1922, prentari í Rvík, kvæntur
Til hamingju með
afmælið 4. janúar
70 ára
PéturB. Georgsson,
Bulandi 2, Reykjavík.
50 ára____________________
Árni Alexandersson,
Ljósafossi I, Grímsneshreppi,
Bjöm Pálmason,
Álfhóisvegi 131, Kópavogi.
Guðjón örn Jóhannesson,
Hverfisgötu 32, Reykjavík.
Ásta Salvör Þórðardóttir,
Meistaravöhum 9, Reykjavík.
Sigurbjðm Finnbogason,
Flúðaseli77, Reykjavík.
Johannes Klaus Schmieder,
Grænuhhð 5, Reykjavík.
40ára
Stefán Þorkeil Evertsson,
Raftahhð 30, Sauðárkróki.
Sigurjóna Björgvinsdóttir,
Yrsufehi 38, Reykjavik.
Erna BjörkFriðriksdóttir,
Borgarhhö 2E, Akureyri.
Gerður Kristjónsdóttir,
Glaumbæ, Reykdælahreppi.
Sveinbjöm Kristmundsson,
Yrsufelh l,Reykjavík.
Sigurbjörg Magnúsdóttir,
Þ.verholti23, Keflavík.
Hermann Sævar Ástvaldsson,
Dvergabakka 34, Reykjavik.
Sveinn Gunnarsson,
Njálsgötu 50, Reykjavík.
Jóna Guðbjörg Samsonardóttir,
Miðtúni 7, Tálknafirðí.
Endurskinsmerki
stórauka öryggi í
umferðinni.
IUMFERÐAR
Iráð
Ingibjörgu Stefánsdóttur; Kjartan
Guðbrandur, f. 17. nóvember 1927,
læknir í Rvík, kvæntur Snjólaugu
Sveinsdóttur, d. 1985, tannlækni, og
Katrín Guðrún, f. 5. september 1934,
gift Þorsteini Baldurssyni, fram-
kvæmdastjóra í Reykjavik. Bróðir
Magnúsar er Þórður, f. 26. desember
1900, bifreiðarstjóri í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Maríu Guðjóns-
dóttur.
Ætt
Foreldrar Magnúsar eru: Guð-
brandur Þórðarson, skósmiður i
Reykjavík, og kona hans, Katrín
Magnúsdóttir. Guðbrandur var son-
ur Þórðar, b. á Brannstöðum, Er-
lendssonar, og konu hans, Katrínar
Hrólfsdóttur. Móðurbróðir Magnús-
ar var Helgi sem var um árabil með
þekktustu stórkaupmönnum í
Reykjavík. Katrín var dóttir Magn-
úsar, b. í Syðra-Langholti og í
Stöðlakoti við Reykjavík, bróður
Andrésar, föður Magnúsar, prófasts
og alþingismanns á Gilsbakka í
Hvítársíðu, föður Péturs ráðherra,
föður Ásgeirs, bæjarfógeta í Kópa-
vogi, og Stefáns, aðstoðarbanka-
stjóra Landsbankans, en systir Pét-
urs ráðherra var Ragnheiður,
amma Jakobs Magnússonar tónhst-
armanns. Magnús í Stöðlakoti var
sonur Magnúsar, alþingismanns í
Syðra-Langholti, Andréssonar,
langafa Ásmundar Guðmundssonar
biskups og Sigríðar, mpður Ólafs
Skúlasonar biskups. Móðir Magn-
úsar, alþingismanns í Syðra-Lang-
holti, var Margrét Ólafsdóttir, b. á
Efra-Seli, Magnússonar, ogkonu
hans, Marínar Guðmundsdóttur, b.
á Kópsvatni, Þorsteinssonar, ætt-
föður Kópsvatnsættarinnar.
-Móðir Magnúsar í Stöölakoti var
Katrín Eiríksdóttir, dbrm. á Reykj-
um á Skeiöum, Vigfússonar, ætt-
Ingi Þór Jóhannsson
Ingi Þór Jóhannsson skipstjóri,
Tjamargötu 22, Keflavík, er sjötíu
og fimmáraídag.
Starfsferill
Ingi Þór fæddist á Snæfoksstöðum
í Grímsnesi og ólst þar upp til fjög-
urra ára aldurs en flutti þá með for-
eldram sínum og bræðram til Kefla-
víkur þar sem hann ólst upp síðan.
Ingi Þór stundaði sjómennsku frá
fimmtán ára aldri og þar til hann
varð sjötíu og tveggja ára. Hann var
á togaranum Braga frá Reykjavík
frá tvítugsaldri og næstu fjögur árin
en í byrjun stríðsins fór Ingi Þór í
Stýrimannaskólann. Það var hon-
um sennilega til lifs en í næstu ferð
eftir að hann kom í land var togar-
inn Bragi keyrður niður þar sem
hann lá við festar úti fyrir höfninni
í Fleetwood og drakknuðu þá tíu
skipsfélagar Inga Þórs en þrír þeirra
komustaf.
Ingi Þór var síðan á toguram í
tólf ár, oft sem stýrimaður, og sigldi
hann öh stríðsárin. Árið 1952 keypti
hann bátinn Erhng með öðram og
átti hann th ársins 1977, síðustu tvö
árin með syni sínum, Ágústi. Þá
seldi hann bátinn er Ágúst fór til
Noregs og réð sig á Þorstein KE10
með vini sínum, Guðjóni Jóhannes-
syni, sem var skipstjóri á þeim bát.
Var Ingi Þór þar á netavertíð th 1987
erhannhættitilsjós.
Ingi Þór og kona hans bjuggu sín
fyrstu hjúskaparár í Reykjavík en
árið 1946 byggðu þau sér hús að
Tjarnargötu 22 í Keflavík þar sem
þauhafabúiðsíðan
Fjölskylda
Ingi Þór kvæntist 1943 Sigríði Jó-
hannesdóttur frá Hafnarfirði, f.
20.11.1914, húsmóður en hún er
dóttir Jóhannesar Narfasonar, báts-
manns í Hafnarfirði, og konu hans,
Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóð-
ur.
Ingi Þór og Sigríður eiga fimm
böm. Þau eru Ásrún, f. 28.10.1940,
röntgentæknir í Hafnarfirði, gift
Herði Tryggvasyni frá Keflavík,
byggingameistara, og eignuðust þau
þrjú böm; Ingvi, f. 29.1.1944, tækni-
fræðingur og eigandi verslunarinn-
ar Rafha í Hafnarfirði, þar búsettur,
kvæntur Sigríði Egilsdóttur frá
Keflavík, húsmóður, og eiga þau
þrjú böm; Ágúst, f. 29.1.1944, tækni-
fræðingur og starfsmaður hjá
Electrolux, búsettur í Noregi,
kvæntur Borgnýju Seland frá Nor-
egi og eiga þau þrjú böm; Jóhann,
f. 8.3.1945, blikksmiður, búsettur í
Reykjavík, en sambýliskona hans
er Sigríður Óskarsdóttir frá Hrisey
Pétur Þorsteinsson.
var Guttormur, langafi Þórarins,
föður Kristjáns Eldjárn.
Móðir Guðríðar var Þórhhdur Sig-
urðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu,
Steinssonar, b. á Harðbak, Hákon-
arsonar. Móðir Steins var Þórunn
Stefánsdóttir, prests á Prestshólum,
Scheving, bróður Jórunnar, ömmu
Jónasar Hallgrímssonar. Móðir
Þórhhdar var Friðný Friðriksdóttir,
b. í Klifshaga, Árnasonar og konu
hans, Guönýjar Björnsdóttur, b. í
Haga í Reykjadal. Móðir Guðnýjar
var Sigurlaug Arngrímsdóttir, b. á
Hrafnabjörgum í Hhð, Runólfsson-
ar, b. í Hafrafellstungu, Einarssonar
„galdrameistara“, prests á Skinna-
stað, Nikulássonar. Móðir Am-
gríms var Björg Arngrímsdóttir,
sýslumanns á Stóru-Laugum í
Reykjadal, Hrólfssonar.
Pétur verður heima í dag.
Magnús Guðbrandsson.
föður Reykjaættarinnar, langafa
Sigurgeirs Sigurðssonar biskups,
föður Péturs biskups. Móðir Katrín-
ar var Ingunn Eiríksdóttir, b. í Bol-
holti, Jónssonar, ættföður Bolholts-
ættarinnar.
Magnús tekur á móti ættingjum
og vinum í fóstbræðraheimhinu kl.
17-19 á afmælisdaginn.
Ingi Þór Jóhannsson.
og á hann eina dóttur frá fyrrver-
andi hjónabandi, og Þórir, f. 16.10.
1946, verkstjóri, búsettur í Innri-
Njarðvík, kvæntur Jónínu Jóhanns-
dóttiu- úr Hafnarfirði og eiga þau
fjögurbörn.
Ingvi Þór átti þrjá bræður en tveir
þeirra era látnir. Bræður hans:
Guðmundur, f. 1914, byggingameist-
ari í Reykjavík; Finnbogi, f. 1917, d.
1939, bifreiðastjóri í Keflavík; Hah-
dór, f. 1918, d. 1990, bifreiðastjóri í
Keflavík.
Foreldar Inga Þórs vora Jóhann
Ingvason, f. 1896, d. 1931, oddviti í
Keflavík, og kona hans, Kristín
Guðmundsdóttir, f. 1889, d. 1973,
húsfreyj a og kaupkona.
Ingi Þór og Sigríður taka á móti
gestum að heimhi sínu á afmælis-
daginn eftir klukkan 15.00.