Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. 11 Fjodor Dostojevski. Dostojevskí og Karamazové Höfundur sálgreiningarinnar, Sigmund Freud, skrif- aöi eitt sinn grein um fóöurmorðiö í „Karamazov bræðrunum“ þar sem hann sagði meðal annars: „Sem skapandi listamaður er Dostojevskí ekki langt á eftir Shakespeare. „Karamazov bræðurnir“ er magnaðasta skáldsaga sem nokkurn tíma hefur verið skrifuð; kaflinn um rannsóknardómarann mikla er einn af hápunktunum í heimsbókmenntasögunni og verður seint fullmetinn.“ Nú er þessi saga komin út á íslensku (fyrri hluti) í vandaðri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og aðdá- endur Dostojevskís hér á landi bíða óþreyjufullir eftir síðara bindinu sem koma á út um næstu jól. Dostcjevskí og sálarfræðin Ekki er öllum jafnhlýtt til Dostojevskís sem rithöf- undar og Freud var. Þeir sem hrífast af sálfræðilegri djúpköfun elska verk Dostojevskís en þeim sem síður eru fyrir slíkar dýfmgar þykir minna til hans koma, finnst stíll hans langdreginn og margorður. Margir telja Shakespeare hafa verið mesta sálfræðing bók- menntasögunnar og að Dostojevskí komi fast á hæla honum. Það er því merkileg athugasemd hjá rithöfund- inum Nabokov, sem hataði Dostojevskí og stíl hans, þegar hann telur að Dostojevskí hafi ekki átt að skrifa skáldsögur heldur leikrit. Ef svo hefði verið væru tveir mestu sálfræðingar bókmenntasögunnar leikrita- skáld. Hversu mikla virðingu sálfræðingar bera fyrir innsæi Dostojevskís sem sálfræðings má merkja af því að þegar einn af kennurunum hóf kennslu hjá fyrsta árgangi sálfræðinema við Háskóla íslands sagði hann að fólk mætti ekki búast við því í sálfræðinámi að vera sífellt 'að fá svör við erfiðum sálfræðilegum vandamálum; ef menn vildu kafa djúpt í sálfræðileg mál gæti verið heillavænlegra að lesa Dostojevskí en að nema sálarfræði við háskóla. Dostojevskí og bræðurnir í „Karamazov bræörunum" segir frá feðgum og föð- urmorði. Synirnir þrír eru mjög ólíkir. Hetjan er Alex- ei, trúfíflið, sem reynir að koma á sáttum milli bræðra sinna og fóður; ívan er gáfumaðurinn og Dmítrí er jarðarandinn og nautnabelgurinn. í bræðrunum þrem- ur sjáum við mismunandi hliðar á Dostojevskí sjálfum. Föður þeirra gaf höfundurinn sitt eigið fornafn (Fjod- or); hetjan í sögunni, Alexei, er skírð í höfuðið á syni Dostojevskís, en hann dó úr flogurn þriggja ára að aldri, ári áður en Dostojevskí skrifaði „Karamazov bræðurna"; fvan hefur rithöfundahæfileika eins og Dostojevskí og Dmítrí er breyskur eins og höfundur- inn. Faðir Dostojevskís var drepinn og margir hafa talið að það hafi haft sitt að segja í sambandi við efnis- vahð í „Karamazov bræðrunum" og landið, sem hann átti, Tsjermashnja, kemur fyrir í sögunni. Eins og í öllum góðum sálfræðilegum sögum gengur höfundur- inn því af miklu hugrekki afar nálægt sjálfum sér. Rannsóknardómarinn mikli Það er ekki einungis sálfræðilega þenkjandi fólk sem hrífst af snilld Dostojevskís heldur einnig heimspek- ingar og trúarbragðafræðingar. Sá kafli, sem rís hæst í Ust Dostojevskís, þar sem hann sameinar áhuga sinn á þessum þremur sviðum, er kaflinn um rannsóknar- dómarann mikla. Þar er það efasemdamaðurinn ívan sem flytur frumsamið „ljóð“ eða smásögu fyrir Alex- ei. Sagan segir frá endurkomu Krists á Spáni á dögum rannsóknarréttarins. Rannsóknardómarinn mikli læt- ur handtaka Krist og flytur langa ræðu yfir honum. Hann gagnrýnir Krist fyrir að hafa ofmetið mennina, talið þá sterkari en þeir eru; þeir kunni ekki að fara Bókmenntir Árni Blandon með frelsið sem Kristur gaf þeim. Kirkjan í Róm hefur því orðið að aðlaga kenningar Krists að ófullkomleika mannsins. Dómarinn segir að Kristi hefði verið nær að falla fyrir freistingunum í eyðimörkinni forðum, því þá hefði hann náð betri tökum á lýðnum: Fólk vill frekar brauð en frelsi, það vill sjá kraftaverk og óskar að sameinast undir forystu sterks leiðtoga. Endursögn á þessum kafla nær ekki að gefa á nokk- urn hátt sanngjarna mynd af þeirri innblásnu snilld sem ræða ívans samanstendur af; þó ekki væri nema fyrir þýðinguna á þessum kafla einum á íslensku væri um stóran bókmenntaviöburð aö ræða hér á landi. Mér er til efs að nokkurt annað verk en þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur á „Karamazov bræðrun- um“ (fyrri hluta) sé stærri bókmenntaviðburður hér á landi árið 1990. Þýðing og prófarkalestur Ingibjörg Haraldsdóttir er einn af okkar vönduðustu þýðendum í óbundnu máli. Þýðing hennar á „Kar- amazov bræðrunum" er þriðja verk Dostojevskís sem hún færir okkur á íslensku. Þýðingin er nánast hnökralaus og tekur varla að telja upp nokkra smá- galla eins og að „þvo honum upp úr bala“ (159), „lítið trúíifl" (214) og „mikla dauðasynd" (331). Verið getur að Ingibjörg hafl ákveðið að reyna ekki að koma yfir merkingunni í orðinu Karamazov en það hefði þó ver- ið hægt þar sem bræðurnir eru kallaðir „Cherna- mazov". „Cherni" mun þýða svartur á rússnesku og „Kara(m) þýðir víst svartur á tyrknesku. í stað “Svartamazov" lætur Ingibjörg þá heita „Tsjornomazov" (224) sem hefur enga þýðingu aðra en afbökunina eina hjá persónu þeirri sem kallar þá þessu nafni. Dostojevskí skrifaði oft undir mikilh tímapressu og ekki er allt jafnvandað sem hann skrifaði. En „Kar- amazov bræðurnir" er óumdeilanlegt meistaraverk hans, jafnvel þó hann hafl ekki lokið við framhald sögunnar sem hann hafði á prjónunum er hann dó. Því er mikilvægt að þetta öndvegisverk fái sem besta aðhlynningu og valið á þýðandanum hefði ekki getað verið betra. Hins vegar hefði mátt vanda prófarkalest- ur meira og vona ég að það verði gert þegar síðara bindið kemur út. Mesta handvömmin er setjaravömm þar sem þrjár hnur eru endurteknar á blaðsíðu 345. í efnisyflrliti er kaflinn “Hjartveiki í hreysinu“ sagður byrja á blaðsíðu 215 en hann hefst ekki fyrr en á blað- síðu 218. Tálsvert er af smáorðum þar sem tvö orð slást saman í eitt orð, kommur ern sums staðar í stað punkta og leiðinlegt er að sjá prentvillur í sígildu bók- menntaverki á borð við „fjöldinn allan“ (32), „seraf ‘ (123), „hægi“ (123) í stað „hlægi“, „æðsti dómstóli" (146), „til að stríöið honum“ (199), „heimsókn yður“ (221), „léiðir okkar skildi" (349). Ef vel tekst til með útgáfuna á síðari hluta „Kar- amazov . bræðranna" á íslensku eiga aðdáendur Dostojevskís hér á landi líklega ekki aðra ósk heitari en þá að Ingibjörg Haraldsdóttir taki næst að sér að þýða „Djöflana". Fjodor Dostojevskí: Karamazov bræöurnir (fyrri hluti), 358 bls. Þýöing: Ingibjörg Haraldsdóttir Mál og menning, 1990 ÖLDUFÉLAGAR! ÖLDUFÉLAGAR! Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan heldurfram- haldsaðalfund sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 14.00 að Borgartúni 18, 3. hæð. DAGSKRA: 1. Aðalfundarstörf 2. Reikningar 3. Lagabreytingar 4. Önnur mál Stjórnin URVALS LEIKFIMI Líkamsnudd og andlitsböð. Heitur pottur, heitt kaffi. Innritun og upplýsingar kl. 10-12 í síma 4 53 99 - 4 33 23 - 3 69 66 B L AÐ BURÐARFOLK á öMtvrw aídAA i. /vt^eA^c Austurbrun Noröurbrun Selvogsgrunn Sporðagrunn ***************** ***************** Kambsveg 10 - út Hjallaveg 30 - út Dyngjuveg ***************** Laugarásveg Sunnuveg T- íi rí AFGREIÐSLA 11 11 ÞVERHOLTI 11 1 t Í t SÍMI 27022 r o Veitingastaóur í miðbæ Kópavogs 20 Tilboð vikunnar Rjómalöguð rœkjusúpa Kolgrillað nautafillet m/bakaðri kartöflu, grœnmeti og koníakspiparsósu Kaffi Nauta-, grísa- og lambagrUlsteikur Opið frá kl. 11.30 til 23.30 Hamraborg 11 - sími 42166 Kr. 980,- { s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.