Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1981. 39 e>v Viðtalið Nafn: Bergsveinn Sampsted Aldur: 24 ára Starf: Markaösstjóri ls- lenskrar getspár Bergsveinn Sampsted var ráð- inn markaðsstjóri Islenskrar get- spár um áramótin. Bergsveinn tekur við því staríi af Skúla Unn- ari Sveinssyni. Bergsveinn er fæddur í Reykja- vik en alinn upp i Kópavogi. Ætt- ir sínar á hann að rekja vestur í Dali og til Skotlands. „Forfaðir minn var skoskur og þaðan kem- ur eftirnafnið. Það er hins vegar dálítið langt aftur í ættir og er dálítið á huldu.“ Eftir hefðbundna skólagöngu fór Bergsveinn í Verslunarskól- ann. „Ég var þar fjögur ár og út- skrífaðist 1986. Þá fór ég beint til Bandaríkjanna í nám í markaðs- fræðum. Skólinn, sem ég var í heitir University of South-Caro- Iina í Suður-Carolinufylki.*' Markaðsfræöi er áhuga- vert nám Nám í markaðsfræði felst aðal- lega í mannlegum samskiptum, auglýsingum og öðru því sem markaðnum tengist „Samhliða þessu lærír maður ýmislegttengt viðskiptum, eins og hagfræði og stæröfræði. Þetta er mjög áhuga- vert nám fyrir þá sem hafa gaman af þessari hlið mannlífsins. Það er mikið spáð í mannlega hegðun og það þykir mér miög spenn- andi." Bergsveinn lauk markaðs- fræðináminu 1989. Eftir það hóf hann störf hjá Vísa-Íslandi við greiðslumiðlun. Sem markaðsstjóri íslenskrar getspár mun Bergsveinn sjá um auglýsingar og kynningar á lottó- inu. „Þetta er náttúrlega viöam- ikið starf. Ég sé um auglýsingar i blöðum, timaritum, hljóðvarpi og sjónvarpi. Mér líst miög vel á að taka við þessu starfi og það leggst vel í mig. Við fyrstu sýn virðist mér þetta vera skemmti- legt fyrirtæki. Lottó er orðiö stór þáttur i lífi margra og það er gam- an að takast á við þetta. En það sem mér finnst best við þetta er að málstaðurinn er góður. Pen- ingarnir renna beint í íþrótta- hreyfmguna og þvi sem henni tengist." Bergsveinn segist sjálf- ur alltaf spila í lottóinu. Ólst upp á knattspyrnuvöll- um Áhugamál Bergsveins eru úti- vist af öllu tagi. „Ég ólst nú upp á knattspyrnuvöUunum og spil- aði meðal annars fótbolta i meist- araflokki Vals áður en ég fór út til Bandaríkjanna. Svo spilaði ég með skólaliðinu úti. En fyrir utan fótboltann eru það golfiö og skíö- in og þessi almeima útivist sem ég hefáhuga á.“ Helsta mottó Bergsveins í lífinu er að standa sig í því sem hann tekur sér fyrir hendur og gera það vel. Bergsveirm er bamlaus en sam- býhskona hans er Hrönn Sveins- dóttir, nemi í Háskóla íslands. -ns Fréttir Prófkjör Alþýöuflokksins í Reykjavík verður 2. og 3. febrúar: Þröstur og Össur ætlaíslaginn - Þorlákur Helgason býður sig fram í 1. til 3. sæti „Ég sé enga ástæðu til þess að ein- hverjir geti setið í vemduöum sætum á lista Alþýðuflokksins. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 1. til 3. sæti í prófkjörinu í Reykjavík," sagði Þorlákur Helgason, fyrrverandi skólastjóri Fjölbrautaskóla Selfoss, en nú blaðamaður á Alþýðublaðinu, í samtali við DV. Þorlákur er sá fyrsti sem lýsir því yfir að hann æth að keppa við þau Jón Baldvin formann og Jóhönnu Sigurðardóttur vara- formann um efstu sætin á hstanum. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykja- vík fer fram dagana 2. og 3. febrúar næstkomandi. Ekki er annaö vitað en að um opið prófkjör verði að ræða. Frestur til að tilkynna þátttöku renn- ur út 21. janúar. Meðal þeirra sem DV hefur vissu fyrir að em að hugsa um að gefa kost á sér í 3. sætið má nefna Össur Skarphéðinsson og Þröst Ólafsson, en þeir eru báðir fyrrum alþýðu- bandalagsmenn, Sjöfn Sigurbjöms- dóttur, fyrrum borgarfíúltrúa, og Lám V. Júhusdóttur, en hún skipaði 4. sætið á hsta flokksins við síðustu kosningar. Að sögn Þorláks Helgasonar hefur hann enn ekki fengið að vita hvernig prófkjörsreglumar verða. Þó er talað um að menn verði að fá 25 prósent af því fylgi sem flokkurinn fékk í síð- ustu alþingiskosningum til þess að niðurstaða prófkjörsins verði bind- andi. Flokkurinn fékk 9.527 atkvæði í síðustu alþingiskosningum. -S.dór Nú eru ný kvótalög gengin i gildi og menn geta farið að huga að vetrarvertíð með nýja kvótann sinn. Hvað er þá eðlilegra en að byrja á því að skoða hvort trollið er i lagi? DV-mynd GVA Selfoss: Hungur þekkist ekki hjá bæjarbúum Umsvif bæjarins aukast á hveiju ári enda hefur fólk jafnar tekjur og fátækt þekkist ekki hjá Selfoss- búum né matarleysi og hungur veit enginn hvað er í þessum fjöl- menna bæ. Það er eitthvaö ahnað en maður heyrir í fjölmiðlum um borg Daviðs. Hér búa allir í glæsi- legum húsum með ódýran hita og rafmagn. Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Að sögn Karls Björnssonar, bæj- arstjóra á Selfossi, eru 120 fastráðn- ir menn allt áriö þjá bænum, þar af er hluti í hálfs dags starfi. Auk þess hafa á annað hundrað manns vinnu hjá bænum yfir sumarmán- uðina. Á Selfossi er jöfn og góð vinna árið um kring og engar sveiflur í atvinnumálum. Miklar fram- kvæmdir hafa verið hjá bæjarfé- laginu á undanfornum árum og árið í ár verður engin undantekn- ing frá því. Nú er til dæmis verið að breyta KÁ-húsinu gamla í bóka- safn og verður þar hýst stór bóka- gjöf frá heiðurshjónunum Kristínu Jónsdóttur og Eiríki Eiríkssyni. Á döfinni er svo að byggja við grunn- skólann ásamt mörgum öðrum smáframkvæmdum sem eiga að klárast í vetur. Vedur Norðaustan- og norðanátt, viða hvasst um noröan- og vestanvert landið en lægir heldur er líður á dag- inn. Öllu hægari vindur suðaustanlands, Norðan- lands og á Vestfjörðum verður snjókoma eða élja- gangur, skúrireða slydduél á Norðaustur- og Austur- landi en úrkomulaust að mestu og jafnvel nokkuð bjart veður suðvestantil á landinu. Lítið eitt kólnar i veðri, einkum um norðanvert landið. Akureyri slydda 1 Hjaröarnes alskýjað 2 Galtarviti snjókoma -2 Keflavíkurflugvöllur hálfskýjað 1 Kirkjubæjarklaustur skýjaö 2 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavik hálfskýjað 1 Vestmannaeyjar skýjað 2 Bergen haglél 2 Helsinki snjókoma -1 Kaupmannahöfn rigning 5 Osló alskýjað -2 Stokkhólmur skýjað -1 Þórshöfn hálfskýjað 5 Amsterdam skýjaö 6 Berlín rigning 7 Feneyjar þokumóða 5 Frankfurt rigning 9 Glasgow skúr 6 Hamborg skýjaö 7 London léttskýjað 4 LosAngeles rigning 12 Lúxemborg rigning 5 Malaga léttskýjað 12 Mallorca þokuruðn. 5 Montreal alskýjað -6 New York léttskýjað 2 Nuuk alskýjað -9 Orlando mistur 19 París skýjað 7 Róm þokumóða 8 Valencia léttskýjað 9 Vin þoka -1 Winnipeg skafrenning -18 Gengið Gengisskráning nr. 2. - 4.. janúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,820 54,980 55,880 Pund 106,721 107,032 106,004 Kan. dollar 47.589 47.728 48,104 Dönskkr. 9,5364 9,5642 9,5236 Norsk kr. 9,3725 9,3999 9,3758 Sænsk kr. 9,7797 9,8082 9,7992 Fi. mark 15,1961 15,2405 15,2282 Fra. franki 10,8030 10,8346 10,8132 Belg.franki 1,7793 1,7845 1,7791 Sviss. franki 43,3582 43,4848 43,0757 Holl. gyliini 32,5197 32,6146 32,5926 Þýskt mark 36,6775 36,7845 36,7753 it. líra 0,04878 0,04893 0,04874 Aust. sch. 5,2135 5,2287 5,2266 Port. escudo 0,4112 0,4124 0,4122 Spá. peseti 0,5787 0,6804 0,5750 Jap. yen 0,41125 0,41245 0,41149 irskt pund 97,983 98,269 97,748 SDR 78,3581 78,5868 78,8774 ECU 75,4789 75,6992 75,3821 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 3. janúar seldust alls 4,329 tonn. Magní Verðíkrónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Keila 1,254 50.00 50,00 50,00 Ufsi.ósl. 0,017 34,00 34,00 34,00 Steinbítur, ósl. 0,136 89,00 89,00 89,00 Langa.ósl. 0,015 30,00 30,00 30,00 Keila, ósl. 0,311 25,00 25,00 25,00 Karfi 0,023 42,00 42,00 42,00 Langlúra 0,612 25,00 25,00 25,00 Ufsi - 0,062 37,00 37,00 37,00 Þorskur 1,277 149,00 149,00 149,00 Steinbítur 0,060 86,00 86,00 86,00 Skata 0,053 82,21 5,00 98,00 Langa 0,509 65,00 65,00 65,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.