Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. 15 Deilan um vextina Guðni Ágústsson, alþingismaöur og formaður bankaráðs Búnaðarbank- ans. „Hann hefur svarað ádeilum karlmannlega, að hann láti ummæli forsætisráðherra sem vind um eyru þjóta.“ EkM er langt síðan upphófst hörð deila vegna vaxtahækkunar ís- landsbanka. Launþegasamtök drógu fé sitt út úr bankanum í mótmælaskyni. íslandsbanki hafði hækkað nafn- vexti óverðtryggðra út- og innlána í samræmi við verðbólguspá í vinnuplaggi Seðlabankans. Verð- bólgan varð svo lægri en vinnu- plaggið spáöi, aðallega vegna þess að olíuhækkun varð minni en bankinn hafði gert ráð fyrir. Út af fyrir sig held ég að deilan hafi ekki staðið um það að eðlilegt væri að hækka nafnvexti meö vaxandi verðbólgu, heldur hitt að farið var eftir verðbólguspá sem síðan reyndist röng. Nú hefur á ný risið deila vegna vaxtahækkunar í Búnaðarbanka. Um þá hækkun hefur forsætisráð- herra látið falla stór orð. Hann hef- ur sagt að þessi hækkun sé alvar- legasta aðfórin að þjóðarsáttinni, hækkunin sé lögbrot og bankaráðs- menn séu ekki trausts verðir, þá ætti ekki að endurkjósa. Stór orð sem þarfnast rökstuðn- ings. Þjóðarsátt I fylgiskjah með þeim samning- um, sem nefndir eru þjóðarsátt, er kveðið á um að ávöxtun óverð- tryggðra og- verðtryggðra íjár- skuldbindinga skuli vera sem jöfn- ust. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að nafnvextir óverðtryggðra fjár- skuldbindinga sveiflast með verð- bólgustigi að því gefnu að raun- vextir haldist. Vaxtabreytingar óverðtryggðra fjárskuldbindinga eiga því ekki að koma neinum á óvart. Svo sem allir vita eru útlána- og innlánaform banka bæði verð- tryggð og óverðtryggð. í vaxandi verðbólgu lækka raunvextir óverð- tryggðra fjárskuldbindinga ef nafn- vextir eru óbreyttir. Þetta þýðir ósamræmi milli út- Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður lánaforma. Það þýðir aftur t.d. að vaxtabyrði lána yrði mjög misjöfn eftir því hvers konar lán menn hafa. Shkt ósamræmi gæti leitt til skömmtunar á lánum hagstæðustu lánaflokkanna, einungis gæðingar fengju slík lán. Þannig kerfi viljum við ekki hafa. Eðlilega hljóta því vextir að breytast nokkuð með verðbólgu- stigi. Svo er og kveðið á um í fylgi- skjali með þjóðarsáttarsamning- um. Breyting nafnvaxta getur því ekki talist aðfór að þjóðarsátt. Raunvextir Raunvextir hafa lækkað nokkuð í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þó eru þeir enn hærri en víðast hvar í okkar viðskiptalöndum. Raunvextir ákvarðast mjög í okk- ar þjóðfélagi af framboði og eftir- spum eftir peningum. Bankaráðin ráða mestu um vaxtaákvarðanir, þó getur Seðlabankinn gripið inn í ef raunvextir eru mjög úr takt við það sem gerist í okkar helstu við- skiptalöndum. Eðlilegt væri að forsætisráðherra sneri sér fremur að umræðunni um raunvexti en aðlögun nafnvaxta að verðbólgustigi. Þar er auðvitað kjarni málsins fahnn. En það er ekki langt síðan ríkis- stjórnin hækkaði raimvexti á hús- bréfum. Af hverju skyldi það hafa verið gert? Auðvitað til að örva sölu bréfanna. Ríkisstjórnin viðurkenndi þann- ig áhrif markaðsaflanna á raun- vexti, áhrif framboðs og eftirspurn- ar. Það alvarlega við raunvaxta- hækkun húsbréfanna er auðvitað að þau ná th 25 ára og hafa því áhrif á vaxtastigið í langan tíma. Því var þessi ákvöröun ríkisstjórn- arinnar mikið álitamál. Hún hefði e.t.v. sjálf getað lækkað raunvaxtastigið með því að draga úr eftirspurn á lánsfjármarkaði. Það gerði hún ekki heldur fór vaxtahækkunarleiðina. Síðustu daga hafa landsmenn orðið vitni pö thlögum forsætisráð- herra um vaxtahækkun á hús- næðislánum er íbúðir skipta um eigendur. Það miðar að því að að- laga vexti húsnæðislána að raun- vaxtastiginu. Þetta er enn á ný ekki gert með því að lækka raunvexti, heldur með hækkun vaxta. Menn veröa að gera sér grein fyr- ir því að í þessum tilvikum snýst málið um raunvexti, ekki vaxtaað- lögun nafnvaxta. Þessar vaxtahækkanir snúast um aðalatriði, vaxtaaðlögunin snýst um aukaatriði. Rikisstjómin á sjálf mikinn þátt í aukinni eftirspurn á lánsfjár- markaði innanfands. Ríkisstjórnin hefur góðu heihi fjármagnað haha sinn og húsbréf á innanlandsmark- aði. En hvort tveggja eru upphæðir sem hafa veruleg áhrif. Halli ríkissjóðs 1990 er um 5.000 m.kr. og líklega aðrar 5.000 m.kr. 1991. Árið 1990 vom húsbréf seld fyrir 2.400 m.kr. og áætlað er að selja fyrir 10.000 m.kr. 1991. Þessi eftirspum mun halda raunvaxta- stiginu háu. Raunar ætti opnun lánamarkað- arins inn á evrópska efnahags- svæðið að aðlaga okkar raunvexti raunvöxtum EB-landanna í fram- tíðinni en því fylgja önnur vanda- mál. Óumflýjanlegt er að draga úr rík- isbákninu, skera upp ríkiskerfið. Jafnvægi í ríkisfjármálum er lykil- orð þegar rætt er um lækkun raun- vaxta. Tímamunur milli ákvarðana um vaxtabreytingar hjá bönkunum bendir ekki til samráðs hjá þeim. Mér hefur þótt í deilunni um vaxtahækkun ómaklega veist að formanni bankaráðs Búnaðar- bankans, Guðna Ágústssyni. Guðni er án vafa einn af efnhegustu ungu mönnum Framsóknarflokksins. Hann hefur sett sig vel inn í vaxta- máhn og rekstur bankans. Hann hefur svarað ádeilum karlmann- lega, að hann láti ummæh forsætis- ráðherra sem vind um eyru þjóta. Aðalatriðiö í umræðunni um vextina er að menn haldi sig við kjamann, þ.e. lækkun raunvaxta, og beiti til þess réttum aðferðum. Guðmundur G. Þórarinsson „Óumflýjanlegt er að draga úr ríkis- bákninu, skera upp ríkiskerfið. Jafn- vægi í ríkisfjármálum er lykilorð þegar rætt er um lækkun raunvaxta.“ Tónlistin og lífið Ég fékk mér kaffi nýlega á Blús barnum við Laugaveginn. Þar er leikin blús- og djasstónlist af plöt- um, svo hátt að menn geta hlustað af athygli. Er það ánægjuleg viðbót við hinn lifandi tónlistarflutning sem nú þrífst í auknum mæh í borginni, væntanlega í skjóli bjórs- ins. Þóttist ég nú heyra betur en áður hvernig Louis Armstrong beitti trompeti sínum hkt og söngrödd og söngrödd sinni líkt og trompet- inum. En ég er einmitt sjálfur að ghma við að líkja eftir söngröddum með trompeti og þverflautu, er ég spila íslensk þjóðlög fyrir gesti í Þjóð- minjasafninu á helgum. Þannig reyni ég að endurvekja mörg af gömlu þjóðlögunum okkar. Þar við bætist að ég er að gera' mannfræðilega athugun á gömlum barnaþulum og söngvum í sam- bandi við skólastarf mitt, auk þess sem ég skrifa ljóð í blöð og tímarit og gef því gaum að orðsins hljómi. ‘ En sem ég sat þarna fór ég að hugleiða tónhstarlíf okkar fyrr og nú. Þolendur og gerendur Flestir eru núorðið fremur þol- endur en gerendur í tónhstarþátt- töku sinni: hlusta á upptökur ann- arra. Að vísu eru fjölmargir í kórum einhvem tíma og hópsöngur er hluti af daglegu lífi bamaheimila. En flestir þeir sem læra á hljóðfæri á unga aldir hætta þvi er þeir kom- ast af táningsaldri; virðast vaxa burt frá því. Sumir fuhorðnir læra á hljóðfæri en halda því lítt við. Ástæðumar em eflaust margar. Kjallariim Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur Þessu var öðruvísi farið í gamla daga. Þar var tónlistin nánast sjálf- sprottin. Þaö var til dæmis freist- andi að raula eitthvað fyrir munni sér meðan menn réru eða rökuðu eða unnu aðra reglubundna vinnu þar sem færi gafst á að dreifa hug- anum. Og enn í dag má heyra smiði eða menn við vélar raula eða bhstra í takt við vinnuhljóðin. Eða þá að fólk hummi í takt við göngu sína. Og hjá börnum er leikurinn fullur af taktfostum hreyfingum, rauh, orðaleikjum og hrópum, sem em undirstaða tónhstar og almenns þroska. Fyrr og nú Við hlustum á formlega tónlist meira og minna allan daginn. Ætla mæíti að við væmm hætt að tengja tónlist okkar persónulega um- hverfi, óhkt íslensku þjóðlögunum, sem virðast oft endurspegla ein- manaleika sveitamannsins og hvininn í vindinum. En ef að er gáð raular fólk lagastúfa úr fjölmiðlum sem tengjast hugarástandi þess þá stundina. Og fólk gefur gaum hljóð- um í umhverfinu út frá fegurðar- skyninu: ekki bara fuglasöngnum og skrjáfinu í trjánum og dropun- um í þakrennunni. Þar við bætast hljóðin í sjónvarpsmyndum þar sem tónhst er látin tengjast tak- fóstu máh manna og ýmiss konar hljóðum og þögnum. Einnig er fólk meira og minna talandi og hlustandi allan daginn og er því meðvitað um hvemig það beitir málrómnum. Þetta getur leitt til smekks fyrir skáldskap og prósa hjá mörgum. Og sum taktföst hljóð heyrir enginn nema eigandinn en hafa samt djúpa merkingu á kyrr- um stundum, svo sem andardrátt- urinn og hjartslátturinn. Það getur því verið að sjónvarpið sé miðih þeirrar tónhstar sem er persónulegust og nútímalegust, þrátt fyrir aht, og kenni mönnum að hlusta betur en á einveldistíma hljóðvarpsins. Einnig tengir það hin ýmsu hst- form í huga áhorfandans: mynd- hst, tónhst, bókmenntir og dans sameinast í leikritum þess. Einnig telja sumir að áhrifa frá myndmáh sjónvarps gæti í ljóðum ungra skálda. Og ég er ekki frá þvi að sjónvarpið ýti undir glundurs- lega fjölbreytni ýmissa popplaga síðustu tíma. Algengasta listformið Tónlist virðist vera algengasta hstform nútímans. Mun heiri hlusta á lög daglega en horfa á kvikmyndir. Hvað þá að þeir lesi ljóð eða horfi á málverk. Og trúlega er Qöldi laga í útvarpi meiri en fjöldi málverka í sýningarsölum. Þetta er af því tónhst er svo auð- melt og svo hentar hún svo vel th útvarps. En tónhst gegnir líka svo margvíslegu hlutverki: Hún stuðl- ar aö hreyfiþroska bama, túlkar menningarheim unhnga og er af- þreying við vinnu fuhorðinna. Hlutverk hennar var um margt svipað í gamla bændasamfélaginu okkar, nema þá var textinn ein- göngu á íslensku og skipti oft meira máh en tónhstin. En þá nutu menn þess einnig að vera sjálfir skapandi flytjendur. Þaö gerist síður nú nema menn gefi sér rúman tíma th að rækta sálarblómið sitt. Tryggvi V. Líndal „Tónlist virðist vera algengasta list- form nútímans. Mun fleíri hlusta á lög daglega en horfa á kvikmyndir. Hvað þá að þeir lesi ljóð eða horfi á málverk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.