Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 28
36 Fréttir Akureyri-Reykjavik: Ekki fflogid í morgun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Ekki gaf enn til flugs á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur í morgun en veðurútlit var þó heldur skárra. Hins vegar gæti þaö hindrað flug að aflir vitar, sem flogið er eftir í Eyjafirði, eru rafmagnslausir og þangað tfl hægt verður að koma þeim í lag verða að vera skilyrði til sjón- flugs til þess að hægt verði að fljúga á þessari leið. Ekki hefur verið flogið mifli Akur- eyrar og Reykjavíkur síðan á gaml- ársdag. Á Akureyri bíða yfir 700 manns yfir flugi og á þriðja hundrað manns eftir flugi frá Reykjavík og norður. Norðurland: Enn víða raff magnslaust Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Veðrið er skaplegra núna og ég tel að nú í dag fáum við fyrst svigrúm til að meta stöðuna og sjá hvemig ástandið er,“ sagði Héðinn Stefáns- son, stöðvarstjóri Laxárvirkjunar, í samtali við DV í morgun. Héðinn sagði að ástandið hvað varöar rafmagnsleysi væri enn eins og í gær. Segja má að í Eyjafirði sé víðast rafmagnslaust, ef Akureyri og Dalvík eru undanskilin, og austan Akureyrar er meira og minna raf- magnslaust aflt austur á firði. Við- gerðarmenn, sem unnu þrotlaust frá í fyrrinótt við erfiöar aöstæður, lögðu sig í nótt en í morgun átti að halda af stað að nýju og reyna að meta ástandið. Tugir rafmagnsstaura eru brotnir eða að sligast undan snjófargi sem sest hefur á línumar. Héðinn sagði að í gær heföu línur, sem komið hefði verið upp, sligast jafnóðum aftur undan snjó en aflt benti til þess að hægt yrði að kanna málin og hefja viðgeröir í dag. Þeir staðir, sem lengst hafa verið án rafmagns, eru Húsavík og sveit- imar þar í kring, en þar hefur verið rafmagnslaust síðan í fyrrinótt. Ekki er vitað um nein óhöpp á Norður- landi, sem rekja má beint til raf- magnsleysisins, en á sveitabæjum hafa þó skapast miklir erfiðleikar. Reynt að ryðja Starfsmenn Vegagerðarinnar ráð- gera að ryðja snjó af vegum á Norð- urlandi og aflt til Austfjarða í dag. Þá er einnig ætlunin að opna leiðir á norðanverðum Vestfjörðum en þar hefur allt verði ófært frá þvi milli jóla og nýárs. „Það er töluverð ófærð allt frá Húnavatnssýslum og austur í Þing- eyjarsýslur. Við höfum þó óljósar fréttir af þessu svæði vegna bilana á símanum en það er ætlunin að ryðja þessa leið í dag ef mögulegt er. Þá á að reyna að opna Breiðadalsheiði og Botnsheiði í dag en það er óvíst hvort það tekst,“ sagði Sigurður Hauksson vegaeftirlitsmaður. Greiðfært er um allt sunnanvert landið og aflt til Austfjarða. Þá eru leiöir milli fjarða fyrir austan opnar þrátt fyrir töluverðan snjó. -GK Akureyri: Heita vatnið að verða búið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekkert rafmagn á okkar kerfi og ef það kemst ekki í lag getur komið til vandræða í bænum,“ sagði Franz Ámason, hitaveitustjóri á Akureyri, í morgun. Hiti var enn á húsum í bænum í morgun en allt vatn að verða búið úr tönkum hitaveitunnar. „Þetta gæti lagast um hádegið ef viðgerð getur farið fram fljótlega," sagði Franz. FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. Svidsljós Joan Collins sló 20% af húsinu sínu en allt kemur fyrir ekki. Áfall hjá stórstjömunum: Verðhnm fasteigna í Beverly Hills Fyrir þá sem hafa áhuga á fasteign- um í Beverley Hills hverfinu fræga í Bandaríkjunum gæti nú verið rétti tíminn til að láta til skarar skríða. Nú er svo komið að húseignir ríka og fræga fólksins hafa hrunið í verði og stjórstjömumar þykjast góðar ef þær geta losnað við þær. Það má því kannski segja að efnahagskreppan hafi haldið innreiö sína í þennan heim fræga fólksins. Kreppan er svo mikil aö hægt er aö fá afslátt upp á jafnvel nokkrar mifljónir af hverri fasteign. T.d. gerði rokkarinn Bmce Springsteen góð kaup í fyrra þegar hann fékk tæpar tveir mifljónir dala slegið af húsi sem honum leist vel á. Þrátt fyrir þetta ástand er hlægilegt verð sett á sum hús en þó sennilega ekkert eins fár- ánlegt og slot Zsa Zsa Gabor en kerl- ingin vill fá 15 mifljónir dollara fyrir heimfli sitt. Verðið er alveg út í hött og húsið hefur nú verið 8 ár á sölu- Ustanum og verður önnur átta í við- bót ef verðið lækkar ekki. Joan CoUins hefur slegið 20% af sínu húsi en allt kemur fyrir ekki, enginn vUl kaupa. Svipaða sögu er að segja af tónUstarmanninum Kenny Loggins og leikaranum Ricky Schroder. Zsa Zsa Gabor vill fá litlar 15 milljónir dollara fyrir heimili sitt. Andlát Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Elli- og hjúkrunarheimUinu Grund, lést þann 2. janúar. Ólöf Runólfsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi 2. janúar. Haukur Þorsteinsson lést í Ryhov- sjúkrahúsinu í Jönköping í Svíþjóð þann 27. desember. Ragnar Þorvaldsson andaðist aö morgni 3. janúar. Jarðarfarir Sigríður Ingvarsdóttir frá Efri- Reykjum, Biskupstungum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.30. Jarð- sett verður að Torfastöðum. Óskar Pálsson, Dalalandi 2, andaðist 30. desember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 15. Jón Hörður Sigurbjörnsson, Eyja- holti 17, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. janúar kl. llr Sigurður J. Bergmann, Sólvallagötu 6, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Innri-Njarðvík. Þorsteinn Eiríksson, Borgarvegi 11, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardag- inn 5. janúar kl. 14. Anna Kristjánsdóttir frá Arnarholti, Hrísateigi 13, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 8. janúar kl. 15. Erlendur Indriðason andaðist 25. des- ember. Hann var fæddur að Brim- gerði við Fáskrúðsfjörð 11. október 1898. Þegar hann óx upp stundaði hann ýmis störf eins og gengur, sjó- sókn, verkamannavinnu og verslun- arstörf, en hann rak eigin verslun í Hafnarfirði um langt skeið efdr að hann og fjölskylda hans fluttust þangað. Eftirlifandi eiginkona hans er VUhelmína Amgrímsdóttir og varð þeim sjö bama auðið. Útfór Erlends verður gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag kl. 15. Tapað fundið Köttur tapaðist úr Þórufelli Köttur tapaðist frá Þórufelli 14 laugar- daginn 15. desember sl. Hann var ómerkt- ur og er nokkuð stærri en á myndinni. Ef einhver veit um ferðir hans eða hvar hann er niðurkominn er hann vinsam- legast beðinn að hringja í síma 670062. öryggisbelti af bílstól tapaðist Öryggisbelti af bamabílstóll tapaðist laugardaginn 22. desember á Laugavegi eða þar í grennd. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 52854. Tónleikar Tónlistarsamkeppni í Gerðubergi Á tónleikum, sem haldnir verða í Gerðu- bergi mánudagimi 7. janúar kl. 20.30, munu þrír ungir tónlistarmenn keppa um það hver þeirra kemur fram fyrir íslands hönd á Tónlistarhátíð ungra nor- rænna einleikara 1991. Þessi tónlistar- hátíð verður haldinn í hinu glæsilega nýja tónlistarhúsi í Tampere í Finnlandi í byrjun október og mun einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna halda einleiks- tónleika og koma fram með hljómsveit. Það eru samtök sinfóniuhljómsveita á Norðurlöndum sem standa aö þessari hátið með það að markmiöi að kynna unga og upprennandi einleikara og ein- söngvara og koma þeim á framfæri. Listamennirnir, sem valdir voru til keppninnar hér heima, eru Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleikari, Gunnar Guð- bjömsson tenórsöngvari og Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari. Hvert þeirra fyr- ir sig mun flytja 30 minútna sjálfvalda efnisskrá. Meðleikarar á píanó eru Sól- veig Anna Jónsdóttir, Guðbjörg Sigur- jónsdóttir og Kristinn Öm Kristinsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tilkyrmingar Benjamín Eiríksson rit 1938-65 Stofnun Jóns Þorlákssonar hefur gefið út ritsafn dr. Benjamins Eirikssonar, hagfræðings og fyrrverandi bankastjóra Framkvæmdabankans, í tilefni áttræðis- afmælis hans 19. október 1990. Nær rit- safnið frá 1938, er fyrsta bók Benjamíns birtist, til 1965 er hann dró sig í hlé úr bankanum. Ævi Benjamíns spannar flesta stærstu viðburði tuttugustu aldar, tvær heimsstyrjaldir, kreppu, kalt stríð og nú síðast hnignun og fall sósíalism- ans. Er ekki að efa að áhugamönnum um íslensk stjórnmál og efnahagsmál mun þykja fengur að þessu úrvali rita hans frá þeim tíma er hann var sem atkvæðamest- ur sem hagfræðingur og þátttakandi í þjóðmálaumræðum. Málfregnir Síðara tölublað Málfregna 1990, timarits íslenskrar málnefndar, er komið út. Þar er meðal annars sagt frá stefnumarkandi samþykktum háskólaráðs um íðorðasafn í Háskóla íslands. Formaður málnefndar- innar, Kristján Ámason dósent, ritar greinina íslensk málrækt á þvi herrans ári 1990. Þá er birt rækileg umsögn ís- lenskrar málnefndar um frumvarp til laga um mannanöfn sem nú er til með- ferðar á Alþingi. Ámi Páll Kristinsson skrifar grein sem nefnist Skvass eða squash. Nýyrði eða slettur. Loks em í blaðinu ritfregnir og fleira. Málfregnir koma út tvisar á ári. Árgjald er 600 krón- ur. Nýir áskrifendur geta snúið sér til íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9, Reykjavík. Sími: (91) 28530. Ritstjóri Mál- fregna er Baldur Jónsson prófessor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.