Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991
31
Erlend myndsjá
Tveir félagar i hinum nýja Lýðræðisflokki i Albaníu sjást hér haida á
brjóstmynd af fyrrum leiðtoga Albana, Enver Hoxha. Hoxha var stalínisti
og þykir persónugervingur kúgunar þeirrar og innilokunar sem Albanar
hafa mátt þola í fjóra áratugi. Lýðræðisflokkurinn hélt mikinn fund í Tirana
um áramótin og þótti alls ekki við hæfi að láta hausinn á Hoxha gina fyrir
fundarmönnum. Því var fyrrum leiðtogi landsins settur í geymslu frammi á
gangi. Simamyndir Reuter
Þessi kona hafði ástæðu til að brosa sínu breiðasta á nýju ári. Þetta er
Sharon Pratt Dixon sem sór eið sem borgarstjóri Washingtonborgar í Banda-
rikjunum 2. janúar. Hún er fyrsta blökkukonan til að gegna embætti borgar-
stjóra í stórborg í Bandarikjunum.
Vörður alþýðulögreglunnar í Peking stendur vörð utan við sendiráð Svía i
borginni eftir að Kínverjar höfðu rekið menningarfulltrúa sendiráðsins úr
landi. Sú aðgerð kom i kjölfar brottvisunar þriggja Kinverja frá Sviþjóð en
þar voru þeir grunaðir um njósnir gegn löndum sínum.
■
.
Kúbanski fáninn blakti hressilega þegar þessi yngismær prófaði nýja hjólið sitt á götum Havana á fyrstu dögum
nýja ársins. Kúbumenn flytja inn reiðinnar býsn af kínverskum reiðhjólum og mun tilgangurinn vera sá að spara
bensín og olíu.
Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta, sést hér
biðjast fyrir eftir að hafa leitt 50 þús-
und manna friðargöngu í bænum
Sarnath á Norður-lndlandi í fyrra-
dag. Gangan var farin fyrir friði i
heiminum og sáttum í indlandi þar
sem miskunnarlaust ofbeldi hefur
sett svip sinn á daglegt líf manna
undanfarið.
■
1
Þessi gamli maður lifði af skæðan bruna i gistihúsi i Ipswich i Englandi
um áramótin. Fimm manns fórust í brunanum en hann slapp á brókinni
einni saman. Aðrar föggur hans urðu eldinum að bráð, nema göngustafur-
Stuðningsmenn Yassers Arafat bera fallna félaga sína til grafar i fyrradag. Þeir féllu í loftárás ísraela i bækistöðv-
um þeirra í libönsku hafnarborginni Sidon á sunnudag.