Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Milljarður í hlutabréf Fátt vakti meiri athygli nú um áramótin en gífurleg sala á hlutabréfum á verðbréfamarkaðnum. Sala hluta- bréfa nam um níu hundruð milljónum króna milli jóla og nýárs og á árinu öllu er áætlað að hlutabréfasalan hafi farið í sex milljarða króna. Þetta eru auðvitað gleðileg tíðindi. Almenningur er farinn að leggja fé sitt í atvinnurekstur í stað þess að geyma það á sparireikningum. Fyrirtækin hafa boðið hlutabréf til kaups og almenningshlutafélög eiga vax- andi fylgi að fagna. Fjármagn í fyrirtækjarekstur styrk- ir undirstöður atvinnulífsins og skilar vonandi arði, bæði fyrir fyrirtækin og þá sem leggja fé sitt í áhættuna. Ekki liggja fyrir neinar tölur um fjölda þeirra sem keypt hafa hlutabréf á árinu. Að einhverju leyti er hér um að ræða fyrri hluthafa, lífeyrissjóði og aðra þá sem hafa það fyrir atvinnu að spekúlera með fé. Engu að síður er ástæða til að halda að hinn almenni borgari hafi séð sér leik á borði og nýir hluthafar skipti þúsund- um. Það er af hinu góða ef hlutabréfaeign eykst og dreif- ist á marga, enda verður þetta sama fólk sér meira meðvitandi um hagsmuni atvinnureksturs og minnkar bilið milli auðsöfnunar og almennings. Rétt er sömuleiðis að horfast í augu við þá staðreynd að forsendan fyrir kaupæðinu um áramótin var góð kynning á þeim skattaívilnunum sem hlutabréfakaupin hafa í fór með sér. Því.er jafnvel spáð að þessi sömu hlutabréf og seldust fyrir áramót verði boðin til kaups strax eftir áramótin. Fólk hafi eingöngu verið að nýta sér lagaheimildina til skattaafsláttar en ekki að fjárfesta til lengri tíma í atvinnurekstrinum. Offramboð getur leitt til verðfalls á bréfunum og skapað öngþveiti. Það kemur í ljós. Tilgangurinn með skattaafslætti vegna kaupa á hluta- bréfum er sá að örva fjármagnsstreymi og fjárfestingar í atvinnufyrirtækjum. Hvetja fólk til að leggja fé sitt 1 arðbæra ávöxtun og styrkja höfuðstólana á bak við veik- burða rekstur. Sá tilgangur er af hinu góða og ekkert við því að segja þótt fjöldinn færi sér skattaafsláttinn í nyt. Stjórnvöld eiga ekki að láta hræða sig frá þessum ívilnunum þótt eitthvert fé sé tapað skattheimtumönn- um. Hugsanlegt er að laga regluna til þannig að lengri tími hði þangað til heimilt sé að selja aftur. En aðalatrið- ið er að almenningi sé gert kleift að eignast hlut í fyrir- tækjum og beina fjármagninu í áhættuna og arðinn í stað þess að hafa lánastofnanir sem milliliði. Þessi þró- un dregur jafnframt úr þörf ríkisvaldsins til að sölsa undir sig skatta sem aftur er dreift af skömmtunarstjór- um hins opinbera, ýmist til tapreksturs í atvinnulífmu eða gæluverkefna. Með auknum hlutabréfakaupum streymir fjármagnið til þeirra sem líklegastir eru að spjara sig. Nú er það fólkið sjálft, eigendur peninganna, sem tekur ákvörðun um notkun þeirra, nú kemur fjármagn- ið fram í dagsljósið í stað þess að liggja óhreyft og bund- ið á bankareikningum og nú renna peningarnir í þann farveg sem skilar mestu af sér. Það vekur furðu hversu mikið flármagn leysist úr læðingi varðandi hlutabréfakaupin um áramótin. En það sýnir að hér eru ekki allir blankir og möguleikarn- ir eru fyrir hendi til að stuðla að almenningshlutafélög- um og auðsöfnun almennings. Peningarnir eru afl þeirra verka sem gera skal. Þetta er byrjunin og hún lofar góðu. Ellert B. Schram „Striðsvélin er nú komin af stað við Persaflóa og óvíst hvort enn eru tök á að stöðva hana áður en hún kemst á óstöðvandi skrið.“ Hitler og íslam Eitt af því sem dregur úr trausti á forystu Bush Bandaríkjaforseta í deilunni við Persaflóa er að hann talar ævinlega eins og hann eigi í persónulegum illdeilum við Sadd- am Hussein íraksforseta. Saddam sé verri en Hitler, engar viðræður við shka menn komi til greina. Það er engu líkara en þessi eini maður sé andstæðingurinn. Málið er ein- faldað fram úr öllu hófi. Bush er hvorki sá fyrsti né eini sem persónugerir allt sem Banda- ríkjamenn eiga við að glíma utan- lands. Manúel Noriega var ásjóna eiturlyfjavandans, Gaddaffí er ásjóna alþjóðlegra hryðjuverka, Khómeini heitinn, ajatolla í íran, var ásjóna íslams. Það er ekki að sjá á ummælum Bush' eða annarra forystumanna Bandaríkjastjómar að þeir geri sér raunhæfa grein fyrir ástandi mála í arabaheimin- um. Þess sér engin merki í stefnu- mótun Bandaríkjanna á þessum slóöum að þau hafi nokkurn hug á að vinna að breyttu ástandi þar, nema þá helst til að tryggja öryggi ísraels. fnnri vandamál og innbyrðis vandamál arabaríkja eru neðar- lega í forgangsröðinni í bandarískri utanríkispólitík. Arabar og íslam eru líka í litlu áhti meðal almenn- ings í Bandaríkjunum. Sú hug- mynd, sem fólk þar hefur um araba, er um hermdarverkamenn sem myrða gyðinga og sprengja flugvélar í loft upp og ef fólk hugs- ar yfirleitt um múslíma sér það fyrir sér ólman múg í Teheran að hertaka bandaríska sendiráðið eða mannræningja í Líbanon. Bandarískir gíslar í Líbanon eiga mikinn þátt í andúð Bandaríkja- manna á aröbum, andúðin á hermdarverkum, sem mannræn- ingjar hafa vakið upp, gerir betur en vega upp vaxandi samúð með Palestínumönnum. Sú samúð er nú tæpast tii staðar lengur eftir að Palestínumenn gerðu Saddam Hus- sein aö hetju sinni. Bush veit vel hvað hann gerir þegar hann hamr- ar á einni persónu í málflutningi sírnun. Það er miklu einfaldara en að reyna að skýra máhð. Með því að líkja Saddam við Hitler nær hann til almennings sem engan áhuga hefur á innri málefnum Mið- austurlanda. Hitler upprisinn Það er eitt að haga þannig áróðri sínum, hitt er verra að ekki er ann- að sýnna en Bush trúi þessu sjálfur bókstaflega. Hann virðist í raun og veru halda að vandamáhð sé Sadd- am, aht falli í ljúfa löð þegar Sadd- am Hussein persónulega hafi verið rassskehtur og rekinn með skömm frá Kúvæt. Fyrir það markmið sé réttlætanlegt að fóma tugþúsund- um eða hundruðum þúsunda mannslífa. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Það er rétt eins og Adolf Hitler sé raunverulega upprisinn og nú sé loksins-tækifærið til að koma í veg fyrir síðari heimsstyrjöldina sem kostaði yfir 50 mihjónir mannslífa. Bush tók sjálfur þátt í þeirri styijöld og virðist ærið fastur í hugarheimi þessara ára. Miðaust- urlönd em ekki Evrópa, írak er ekki Þýskaland nasismans, engin heimsstyrjöld blasir við, jafnvel þótt Saddam kæmist upp með að sameina allan arabaheiminn undir sinni stjórn, markaðurinn mundi eftir sem áður ráða verði á olíu. Það sem við blasir aftur á móti, eftir stríð gegn írak út af Kúvæt, er fjandskapur arabaríkja og ríkja íslams við Vesturlönd sein mundi vara miklu lengur en nokkur hern- aðarsigur gegn vígvél Saddams, ólga um öll Miðausturlönd sem mundi óhjákvæmilega breiðast út til Evrópu og Afríku og skipting heimsins í nýjar fylkingar nú þegar kommúnisminn er dauður. Hinn nýi kommúnismi Með stríðsrekstri í Miðaustur- löndum nú gætu Vesturlönd komið sér upp andstæðingi í stað komm- únismans sem engin hagfræðhög- mál dygðu th að kveða niður. Sú upplausn, heift og hatur, sem ósigur eins ríkis íslams fyrir her- valdi sem beitt væri undir forystu Bandaríkjanna, mundi kveikja hat- ursbál meðal múslíma um allan heim, ekki aðeins í arabaríkjum heldur aht th Pakistans og Indónes- íu, að ógleymdum hinum músl- ímsku ríkjum Sovétríkjanna. Sigur yfir Saddam Hussein yrði ekkert í líkingu við þá réttlátu refs- ingu sem Bush ímyndar sér, rétt eins og Bandaríkjamenn séu lög- regla sem taki ofbeldismann úr umferð. Sá sigur yrði Pyrrusarsig- ur. Þótt Bandaríkin ynnu hernað- arsigur mundu þau óhjákvæmilega bíða pólitískan ósigur þegar lengra er litið. Trúarvakning íslam er sá þáttur þessa máls sem Bandaríkjamenn virðast gefa minnstan gaum enda þótt trúin sameini araba jafnvel enn frekar en sameiginleg tunga, menningar- arfleifð eða kynstofn. Enda þótt forystumenn flestra arabaríkja vilji koma írökum frá Kúvæt er ekki þar með sagt að þeir eða þegn- ar þeirra séu reiðubúnir th stríðs gegn öðru ríki múslíma undir bandarískri stjórn. Bandaríkin eru forysturíki og tákn Vesturlanda og þar með þeirrar niðurlægingar sem arabar telja sig hafa orðið að þola, trúarlega og pólitískt, af Vestur- landamönnum. Þegar bresk-indverski rithöfund- urinn Salman RuShdie móðgar múshma í bók sinni bregðast þeir við með því að ráðast á bandarísk sendiráð. Sú trúarvakning, sem nú fer sívaxandi meðal múslíma, er fyrst og fremst höfnun á vestræn- um og einkum og sér í lagi banda- rískum ghdum og hugsunarhætti. Þetta mun koma enn skýrar í Ijós ef til stríðs kemur, þá verða skýrar hnur milli fylgjenda og fjand- manna íslams. Allt mun þetta styrkja Saddam Hussein. Stríðsvél- in er nú komin af stað við Persaflóa og óvíst hvort enn eru tök á að stöðva hana áður en hún kemst á óstöðvandi skrið. Bush forseti harðneitar að gefa Saddam nokkur færi á að draga her sinn frá Kúvæt án auðmýkingar eða veita honum tryggingu fyrir því að ekki yrði ráðist á írak ef hann færi frá Kúvæt. Markmið Bush er að refsa Saddam persónu- lega. En hér er ekki við Saddam einan að eiga, stríð yrði barátta tveggja ólíkra heima. Með því að einblína á Saddam Hussein gcðti Bush forseti tryggt það að bihð mihi þessara heima yrði óbrúan- legt um langa framtíð. Hemaðar- legur stundarsigur myndi breytast í varanlegan póhtískan ósigur. Gunnar Eyþórsson „Markmið Bush er að refsa Saddam persónulega. En hér er ekki við Sadd- am einan að eiga, stríð yrði barátta tveggja ólíkra heima.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.