Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 7
7 FÖSTIÍDÁGUR 18. ÍANúÁá T99Í. DV Ástandið við Persaflóa: Fréttir Margir felmtri slegnir Margir urðu felmtri slegnir þegar skríða við Persaflóa. Fjöldi fólks yrði hægt að koma írökum frá Kúvæt vegfarendur að máli og spurði þá og hvort þeir teldu að stríðið myndi þær fréttir bárust að bandamenn hafði vonað í lengstu lög að ekki yrði nema beita vopnavaldi. hvað þeim fyndist um þá atburði sem hafa einhver áhrif hér á landi. hefðu ákveðið að láta til skarar af stríði, á meðan aðrir töldu að ekki DV fór á stúfana og hitti nokkra hefðu átt sér stað viö Persaflóa svo -J.Mar/DV-myndir Hanna Kristín Hraundal: Ástandið er hræðilegt „Mér finnst ástandið við Persaflóa vera hræðilegt. Ég var á móti því að farið yrði út í stríð og ég óttast afleið- ingar þess. írakar búa yfir miklu af hættulegum sýklavopnum og ég er hrædd um að þeim kunni að verða beitt,“ segir Kristín Hraundal. „í kjölfar ófriðarins má búast við óðaverðbólgu hér á landi vegna hækkunar á olíu og bensíni. Maður vonar bara að stríðið standi stutt og Hussein endurskoði afstöðu sína þegar hann finnur yfirburði banda- manna. Aö vísu hafði hann 19 klukkustundir eftir að fresturinn rann út til að semja við bandamenn um lausn deilunnar svo maður óttast að hann geflst ekki upp við svo búið.“ -J.Mar Ingvi Þór Bjömsson: Þetta er ekki glæsilegt „Ástandið við Persaflóa er ekki glæsilegt. Hins vegar virðist sá ár- angur sem bandamenn náðu með loftárásum sínum í nótt hafa verið góður. Ef stríðsreksturinn gengur svona vel á næstu dögum tel ég að það hafi verið rétt að ráðast á ír- aka,“ segir Ingvi Þór Björnsson. „Ég held að stríðið verði stutt og mitt mat er að það muni ekki hafa mikil áhrif hér á íslandi nema þá fjárhagslega því það er viðbúið að olíu- og bensínverð hækki í verði. Ég óttast ekki hryðjuverk íraka hér á landi því ég held að þeir muni beina spjótum sínum á aðra staði ef þeir fara út í hefndaraðgerðir í öðrum löndum á annað borð.“ J.Mar Eyjólfur Guðmundsson: Hörmulegt ástand „Mér fmnst ástandið hörmulegt. Maður vonaði fram á síðustu stund að það kæmi ekki til stríðsrekstrar við Persaflóa," segir Eyjólfur Guð- mundsson. „Ég er ekki hræddur við hryðju- verk hér á landi því við erum svo fiarri átakasvæðunum. Að öllum hk- indum verður þetta langt stríð og það mun hafa áhrif víða um heim þó að ég telji að það muni ekki hafa nema óbein áhrif hér á íslandi." -J.Mar Hrafnhildur Ólafsdóttir: Hræðilegur harmleikur „Mér frnnst það hræðilegur harm- leikur sem á sér staö við Persaflóann núna. Ég var á móti því að það yrði farið út í stríð það hefði átt að leysa vandamálin eftir öðrum leiðum,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir. „Stríðið hefur eflaust áhrif á ísland því að olía og bensín eiga eftir að hækka í verði. Á hinn bóginn óttast ég ekki að írakar muni fremja hryðjuverk hér á landi, alla vega ekki strax hvað sem verður ef stríðið dregst á langinn." -J.Mar Agnar Logi Axelsson: Hryllilegt ástand „Ástandið við Persaflóa er hryllf legt. Ég var á móti því að það yrði farið út í stríð því ég tel að það hefði verið hægt að leysa þennan vanda með því að fara samningaleiöina," segir Agnar Logi Axelsson. . „Eftir fréttir næturinnar er maður bjarsýnn á að þetta verði stutt stríð og írakar gefist fljótlega upp. Það I virðist ekki blasa neitt annað við hjá þeim. Ef stríðið dregst á langinn mun það hafa áhrif hér á íslandi því bensín og olía mun hækka í verði.“ -J.Mar Femando Sabido: Vona að stríð- ið verði stutt „Ég vona bara að þetta verði stutt stríð,“ sagði Fernando Sabido. „Ég óttast stríðið og áhrif þess. Það hljóta allir að vera hræddir við stríð og ég er engin undantekning frá því. Hins vegar sýna bandamenn mikla samstöðu og meðan hún varir held ég að það verði hægt að hafa stjórn á stríðinu. *’ Ég á ekki von á að ástandið við Persaflóa hafi mikil áhrif á daglegt líf íslendinga en stríðið gæti vissu- lega farið að hafa áhrif á líf fólks hér ef það stendur lengi.“. -J.Mar ISÉRTII lböðI FLORIDA 1 1 8 nætur, 4.-12. febrúar 1 ■ Langford Resort Hotel kr. 48.200. ■ ■ Sheraton Plaza kr. 56.160. ■ Verð miðað við 2 í gistingu BEMIL )ORM 1 8. febrúar, 21 dagur, kr. 50.395. 1 1 1. mars, 28 dagar, kr. 59.080. 1 Verð miðað við 2 í gistingu AMSTE RDAM I 4 nætur frá k ■ Miðað við 2 í I „ FERÐASK 1^1 REYKJ/ 1 Aðalstræti 16 j. 31.810. I gistingu RIFSTOFA ám^k \víkur7»| - sími 62-14-90 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.