Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Page 14
14
Spumingin
FÖSTUDAGUR 18, JANÚAR 1991.
Viðskiptasið-
m : - jmt m m ■ : ay .
ferði i lagi!
Páll Pálsson skrifar:
Sagt er aö nýbyggðar íbuðir
seljist treglega og verðlækkun
verði viðvarandi um einhvern
óákveðinn tíma. Ég las einkemt-
ilega frétt nýlega um verðlækkun
á íbúöum og álit fasteignasala
eins sem sagöi verðlækkunina
viöbrögð við markaðnum. Ég er
mjög sammála um þetta atriði. -
Að á meðan markaðurinn ekki
ieyfir hátt verð og full affóll þarf
að bregðast við því eins og þegar
verið er að selja hverja aðra vöru.
Svo sagði fasteignasaiinn að er
þetta sveiflaðist yfir á einhvern
annan veg í framtíðinni og lítiö
framboö væri og mikil eftisspurn
þá „tækju menn hærra verð og
full affóÚ“. - Sem sé, þegar útséö
er aö menn hafa eitthvað meira
á milli handanna þá á að keyra
verðið aftur upp í topp. Þetta er
nú viðskiptasiðferði í lagi!
Sérernú hvert
öryggið
Anna Guðmundsdóttir hringdi:
í skoðanakönnun, sem nýlega
hefur veriö birt, fer Ríkisútvarpið
heldur betur halloka fyrir hinum
frjálsu fjölmiðlum. Meirihluti að-
spurðra vill ráða sjálfur hvort
hann greiðir fyrir sjónvarp. Það
er því ekki nokkur forsenda fyrir
ríkið að halda úti ríkisútvarpi -
og alls ekki sjónvarpi.
í neyðartilvikunum sem RÚV
klifar sífellt á þegar það á í vök
að verjast um tilverurétt sinn er
ekkert á aö byggja, þ.e. að útvarp
náist til landsbyggðarinnar allr-
ar. Nýlega tilkynnti RÚV í sífellu
að hvorki sendingar útvarps eða
sjónvarps RÚV næðust til Norð-
urlands eða Austurlands vegna
truflana. - Þetta er auðvitað óþol-
andi og eins gott að láta af þessum
fáránlega og rándýra rekstri eins
fljótt og verða má.
Flautiðerbara
plat?
Gísli Ólafsson hringdi:
Ég trúi ekki öðru en viö hér í
höfuðborginni a.m.k. séum orðin
hvekkt á að heyra sífellt í flautum
Almannavarna og vera jafnoft til-
kynnt aö hér sé um bilun að ræða.
- Ýmist fer flautan í gang af sjálfs-
dáðum eða það er verið að prófa
hana og kanna hvort hún virkar
rétt. Hvenær vitum .við þegar
flautað er í alvöru, og hvaö gerum
við þá?
Ég hef ekki séð neinar leiðbein-
ingar um það hvert við eigum að
flýja þegar og ef stóra stundin
rennur upp, að við verðum að
yfirgefa heimili eða vinnustaði
okkar. - í alvöru talað: Er ekki
kominn tími til að ábyrgir aðilar
boði til allsheijarfundar almetm-
ings gegnum sjónvarp til að leið-
beina fólki um fyrstu aðgerðir
Almannavarna í neyðartilvikum?
Ekkivantar
hortugheitin
Sigurður Kristinsson skrifar:
Þær ríða ekki við einteyming
kröfugerðirnar á hendur hinu
opinbera hér á landi. Nú hefur
14 manna hópur fólks sem kallar
sig „ættingja og vini‘' íslendinga
sem búa á hugsanlegum átaka-
svæðum við Persaflóa sent öllum
ráðherrum íslensku ríkisstjórn-
arinnar bréf þar sem ráðherrarn-
ir eru gerðir persónulega ábyrgir
vegna afleiðinganna sem stríð
kann að hafa á ættingjana.
Skyldi þetta vera ný baráttuað-
ferö kosningamaskínu Alþýðu-
bandalagsins þar sem bréfiö er
svo sent á póstfaxi til allra fjöl-
miðlanna til að ýta frekar á ráð-
herrana? En m.ö.o: Hefur einhver
beðið íslendinga að fara til dvalar
í Austurlöndum nær? - Ekki
vantar samt hortugheitin!
Lesendur
Baldur Ólafsson deildarstjóri: Nei, ég
hef ekki haft aðstæður til þess.
Váleg tíðindi frá
tryggingafélögum
Hækkun iðgjalda aðeins 15% - og rör í veggjum undanskilin!
Anna Kristjánsdóttir skrifar:
Ég er ein þeirra sem staldra við er
ég heyri þau válegu tíðindi sem nú
berast frá tryggingafélögunum. Það
er búið að ákveða hækkun'á iðgjaldi
fasteignatrygginga á bilinu 40-48,5%.
Þetta nær náttúrlega engri átt þótt
Tryggingaeftirlitið sé búið að fara
yfir útreikninga tryggingafélaganna.
En það er líka ekki sama hver hækk-
unin er. Það er t.d. munur á 5-10%,
og 40-50% hækkun. Sú síðari er ekki
í neinu samræmi við aíkomu al-
mennings í landinu.
Það er jú almenningur sem á hús
eða íbúðir, a.m.k. að nafninu til. Og
hver vill ekki verja sig áfóllum ef
eitthvað fer úrskeiðis og óhapp hend-
ir og viðgerðar er þörf? Og það gerir
maður með því að tryggja eign sína.
Nú segja tryggingafélögin sem svo
að maður þurfi ekki að sæta 40-48,5%
hækkun ef maður tekur á sig 28 þús.
króna eigin áhættu, þá sé „boðið"
upp á 15% iögjaldshækkun. - Eða ef
maður undanskilji vatnstjón af völd-
um röra í veggjum, þá verði hækkun-
in sömuleiðis ekki nema 15%. Það
er lítil trygging í því.
Þrátt fyrir þessar gífurlegu hækk-
anir segjast tryggingafélögin ekki
notfæra sér alla þá útreiknuðu
hækkunarþörf, sem þau hafi rætt um
að fá samþykkta hjá Tryggingaeftir-
litinu og tekið tillit til „ríkjandi að-
stæðna" í þjóðfélaginu. - Hvað skyldi
þá Hafliði allur hafa orðið dýr ef
„ríkjandi aðstæður" hefðu ekki ríkt?
En nú ríkir „sátt" í djúpum dal,
„þjóðarsátt" og ég get engan veginn
séð að þessum tíðindum frá trygg-
ingafélögunum sé ætlað að koma til
móts við það ímyndaða hugtak. Það
er auðvitaö ekkert annað en ímynd-
un í fyrsta lagi, að hér sé einhver
þjóðarsátt ríkjandi, og í öðru lagi er
það ekkert annað en ímyndun, að
fólk geti almennt tekið þessa ið-
gjaldahækkun fasteignatryggingar á
sig. En hvað segja nú forystumenn
launþegasamtakanna sem hafa verið
að kæra lúsarhækkun á einhverjum
kornflexpökkum eða öðrum óþarfa
gerviþörfum sem seldar eru í mat-
vöruverslunum?
Halldóra Matthíasdóttir mötuneytis-
mær: Nei, ég sef á næturnar og vinn
á daginn.
Sjómenn og útgerðarmenn örvænta:
Verða að taka sönsum
Kristján Ólafsson skrifar:
Nú er komin ákvöröun um að
framlengja loðnuveiðibannið. Lík-
legast er þó að ekki verði um frekari
loðnuveiði að ræða á þessari vertíð.
Mér hefur fundist einkennilegt aö
það skuli þurfa sérstaka fundi með
sjómönnum og útgerðarmönnum
þótt svo fari að loðnuveiði verði ekki
leyfð í bih. Enginn útgerðarmaður
getur verið svo grunnhygginn aö
reikna fyrirfram með svo og svo mik-
illi loðnuveiði eða veiði á nokkurri
annarri tegund fiskjar. Sjávarafli
hefur alltaf verið svipull og hann er
aldrei mælanlegur fyrirfram. -
Það eru því heldur kaldar kveðjur
til almennings þegar útgerðarmenn
segja sem svo að úthluta verði þeim
flokki fiskiskipa sem stunda loðnu-
veiðar öðrum veiðiheimildum. Þetta
þýðir nefnilega þaö að þau skip sem
stunda aðrar veiðar en loðnu eigi þá
að láta af sínum kvóta, og þannig
verður ekki bara loðnubrestur, held-
ur líka brestur í öðrum tegundum
veiða og þar með tekjumissir fyrir
mun fleiri sjómenn. - Fiskifræðingar
verða að fá að eiga síðasta orðið í
þessum málum.
Þótt erfitt sé að segja til um ná-
kvæmar stofnstærðir á loðnu og öör-
um fisktegunum eru þessar fiski-
rannsóknir nú það eina sem viö höf-
um sem haldreipi gegn því að ekki
sé gengið blint í hvern fiskstofninn á
fætur öörum og hann svo til „þurrk-
aöur upp“. - Sjómenn og útgerðar-
menn verða einfaldlega að taka söns-
um og sætta sig við stjórnun á fisk-
veiðum eins og hverium öðrum at-
vinnuvegi landsmanna.
Fundað um niðurstöður rannsókna á loðnustofni.
Kristján Sigurðsson rafvirki: Nei, ég
er ekki með myndlykil.
Hallfríður Stefánsdöttir ökukennari:
Já. Mér finnst alveg sjálfsagt að leyfa
þessar útsendingar.
Ólafía Thorlacius húsmóðir: Nei. En
þetta er hræðilegt ástand í heiminum
og ég vona að það gangi yfir sem allra
fyrst.
Einar Gunnarsson bílstjóri: Ég kíkti
aðeins á þær fyrsta kvöldiö.