Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 18.JANÚAR1991. 17'1 Sú spurning veröur æ áleitnari hvort stjórnmálamönnum sé treystandi til aö ráða stjórnskipunarmálum til lykta. Formenn ræða stjórnskipunarlög í þættinum Kastljósi, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 8. janúar sl., ræddu formenn þingflokkanna ásamt forseta sameinaðs Alþingis um nokkrar fyrirhugaðar breyt- ingar á stjórnarskránni: að afnema deildarskiptingu þingsins, þrengja eða afnema heimild til útgáfu bráðabirgðalaga og færa þingrofs- rétt til þingsins sjálfs. í umræðunum var margendur- tekið að ríkisstjórn setti bráða- birgðalög og með heimild til útgáfu þeirra væri verið að framselja lög- . gjafarvald til framkvæmdarvalds. - Óneitanlega vekur það undrun þegar helstu oddvitar þingsins, þ. á m. þeir sem sérstaklega sinna stjómskipunarmálum, virðast ekki átta sig á grundvallaratriðum stjómskipunarinnar, nema þeir viti betur og séu sammála um að sveigja stjórnlög að þeim geðþótta sem hentar hverju sinni. Til upprifjunar Óhjákvæmilega sýnist vera að rifja upp enn einu sinni hver sé hlutdeild forseta í löggjafarvaldinu. í 2. grein stjómarskrárinnar segir að Alþingi og forseti íslands fari saman með löggjafarvaldið. Þátt- taka forseta er takmörkuð við synj- un eða neitun sem m.a. má ráða af 13. gr. þar sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. Sem annar handhafi löggjafar- valds getur forseti neitað að staö- festa lög, sbr. 19. og 26. gr. og hafn- að að gefa út bráöabirgðalög skv. 28. gr. Ef forseti hefði ekki þetta vald væru framangreind ákvæði merkingarlaus. KjaUaiinn Sigurður Líndal prófessor Endurskoðun stjórnarskrár Eins og fyrr segir er heimild til útgáfu bráðabirgðalaga meðal þess sem verið er að endurskoða. Flestir erir á því máli að hana beri að þrengja, nokkrir að hana beri að afnema með öllu. Þeir sem vilja ekki ganga svo langt hljóta þá að skoða hvort þess sé þörf að breyta 28. gr., hvort forseta sé ekki treyst- andi til að beita henni í samræmi við þær grundvallarhugmyndir sem stjómskipun landsins er reist á. Ef þeir bera ekki það traust til forseta að þeir vilji fela honum þetta vald eða telja heimOd til að setja bráðabirgðalög alfarið í hönd- um ráðherra og ríkisstjórnar, sýn- ist rétt að þeir beiti sér fyrir því að ákvæði 28. gr. verði orðað í sam- ræmi við það. Með því er forseti formlega sviptur þessari hlutdeild í löggjafarvaldinu og þá sýnist nauðsynlegt að huga að 2. gr. stjórnarskrárinnar og þá væntan- lega einnig 19. og 26. gr. - Afleiðing- in yrði sú að óhjákvæmilegt yrði að skoða í heild stjórnskipulega stöðu forseta. - Hér er því margs að gæta. Stjórnmálamenn og stjórnskipunarlög Sú spurning verður reyndar æ áleitnari hvort stjórnmálamönnum sé treystandi til að ráða stjórnskip- unarmálum til lykta. Stjórnlög rík- isins varða vissulega alla þegna þess, en stjómmálamenn þó sér- staklega því að þar eru þeim settar starfsreglur og valdi þeirra reistar skorður. Með því að setja stjómlög em stjómmálamenn að setja sjálf- um sér reglur. Hætt er við að sameiginlegir hagsmunir þeirra sem þjóðfélags- hóps ráði of miklu og því er þessi háttur ekki eðlilegur. Stjórnskip- unarlög eiga aðrir að setja - menn sem sérstaklega eru til þess kosnir. Sama er að segja um framkvæmd stjórnskipunarlaga. Stjómmála- menn hafa það allt of mikið í hendi sér hvernig þeim er framfylgt; ummæh þeirra um vald til að setja bráðabirgðalög era til marks um það og ýmis dæmi mætti nefna til viðbótar. Þegar rangar hugmyndir verða nægilega lífseigar og hæpin framkvæmd hefur viðgengist um nokkra hríð er óðara borin fyrir vénja eins og Jón Sveinsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra, gerir í Morgunblaðsgreininni 21. desember sl. Nú geta stjórnarskrárákvæði aldrei orðið mjög nákvæm og því reynir mjög á framkvæmd. Þess vegna er tilgangslítið að endur- skoða stjórnarskrárákvæði ef ekki er séð fyrir því að eftirlit sé haft með henni. Reynslan sýnir að stjórnmálamenn eru furðu sam- taka um að sveigja framkvæmd að því sem sameiginlegir hagsmunir þeirra heimta. Af þeim sökum verður að sjá fyrir óháðri stofnun sem fengið er það hlutverk að láta í té álitsgerðir um vafamál sem rísa af framkvæmd stjórnskipunarlaga án þess að vera bundin af almenn- um reglum um málsmeðferð fyrir dómi. Er þessi háttur á hafður í ýmsum ríkjum. Slík stofnun ætti að koma í stað Landsdóms sem aldrei hefur fengið mál til meðferðar í þau 86 ár sem hann hefur verið við lýði. Fullskip- aður Hæstiréttur gæti sem hægast dæmt í málum sem nú eru undir lögsögu Landsdóms ef á annað borð þykir ástæða til lögfesta sérstak- lega reglur um ráðherraábyrgð. Með slíkri skipan yrði betur tryggt en ella að stjórnskipanin yrði í fóstum skorðum og þróaðist í samræmi við þær hugsjónir sem henni er ætlað að veija. - Sú þjóð sem vill tryggja viðunanlega stjórnarhætti verður að takmarka vald stjórnmálamanna. Sigurður Líndal „Reynslan sýnir að stjórnmálamenii eru furðu samtaka um að sveigja fram- kvæmd að því sem sameiginlegir hags- munir þeirra heimta.“ írak - vopnasala til þróunarlanda Allt frá árinu 1949 hafa vestræn iðnríki ásamt Japan reynt að hindra útflutning háþróaðrar framleiðslu til austurblokkarinn- ar, framleiðslu er nota mætti í hernaði. Árið 1949 var sett á lagg- irnar sérstök nefnd COCOM (Co- ordinating Committee on Multilat- eral Export Controls) til þess að samræma aðgerðir í þessu skyni. 17 gerðust aðilar að þessari sam- þykkt og bannlistinn náði fljótlega yfir um 100.000 vörur og vöru- flokka. Á síðastliönum misserum hefur fremur verið dregið úr hömlum á útflutningi hátæknivara til aust- urblokkarinnar og frá því í sumar hefur veruleg áhersla verið á því að losa um útflutningsbann. Sér- staklega hefur það verið gert gagn- vart Ungverjalandi, Póllandi og ríki Tékka og Slóvaka. Hér er um að ræða tilraunir til að hjálpa ríkjum Austur- og Mið- Evrópu til að endurreisa efnahag sinn í kjölfar hrans hins kommún- iska kerfis og aukinnar viðleitni þessara landa til þess að láta öfl markaðarins ráða meiru. En á sama tíma og hömlur hafa verið lagðar á hátækniviðskipti við Austur-Evrópu hefur útflutningur hergagna og vopna verið gríöarleg- ur til landa þriðja heimsins. Afleið- ingar þessa verða æ skýrari. Dæmið írak Augljósasta dæmi afleiðinga þess að iðnríkin hafa selt þróunarlönd- um gríðarlegar vopnabirgðir er staða mála viö Persaflóa. 2. ágúst sl. réðst írak á Kúvæt og gjörsigraði landið í skyndiárás. í þessum heimshluta er írak stór- veldi hernaðarlega séð. Búnað og vopn til þess að ráðast á Kúvæt KjaHarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður hefur írak fengið frá nær öllum iðnríkjunum sem framleiða þessi tæki. Stofnun Simons Wiesental hefur gefið út skýrslu um vopnasölu til Iraks. Mér vitanlega er þessi skýrsla ekki umdeild. Skýrslan greinir frá því að 207 fyrirtæki frá hinum ýmsu iðnríkjum hafi hjálp- að írak til þess aö framleiða efna- og sýklavopn. Hluti þessara fyrir- tækja hélt shkri sölu og aðstoð áfram jafnvel eftir að írak reyndist uppvíst að beitingu eiturgass í stríðinu gegn íran og gegn eigin þegnum, Kúrdum. Því er haldið fram að með þessari miklu aöstoð geti írak nú framleitt 1500 til 2500 tonn á ári af efnavopnum. Upplýst er að 86 fyrirtækjanna séu frá Þýskalandi, 18 frá Banda- ríkjunum, 18 frá Bretlandi, 17 frá Austurríki, 16 frá Frakklandi, 12 frá Ítalíu og 11 frá Sviss. Eftir að stórveldin hafa í alvöru tekist á við afvopnun hefur þrengt að markaði vopnaframleiðenda og þeir hafa í auknum mæli leitað annarra og nýrra markaða - til þriðja heimsins. Fullkomnasta tækni kafbáta er seld til Suður- Afríku, Pakistan og Brasilía að- stoðuð við að koma sér upp kjarna- vopnum, Egyptaland, írak og Arg- entína fá fullkomnustu eldflauga- vopn, Jórdanía kaupir flugvélar er geta skotið eldflaugum og Iran hrá- efni í efna- og eiturvopn. Þjóðveriar reka málaferli heima fyrir vegna uppbyggingar eiturgasverksmiðju í Rabta í Líbýu. Þannig mætti lengi telja. Hungraður heimur ver tak- mörkuðum fjármunum til kaupa á vítisvélum. Gróðavonin rekur auðug stórfyr- irtæki iðnríkjanna til útflutnings á tortímingarvélum og tækni. Síðan fyllast þeir hinir sömu heilagri vandlætingu yfir því að vopnin skuh notuð. Sundraður heimur andstæðnanna eykur sundur- þykkju sína. Nú er svo komið að hinar Sam- einuðu þjóðir hafa heimilað styrj- öld gegn írak. Við Persaflóann era saman komin fjölmörg iönríki heimsins, grá fyrir járnum, tilbúin að beriast gegn írökum sem eru feikn vel útbúnir efna- og sýkla- vopnum og vítisvélum sem þessi sömu iðnríki hafa útbúið þá með. Alþjóðlegt eftirlit Staðan við Perscdlóa sem og víðar í heiminum sýnir að harðra að- gerða er þörf, COCOM-nefndin starfaði aðeins gegn austurblokk- inni. Nauðsynlegt er að koma á fót alþjóðlegu ráði, t.d. á vegum Sam- einuðu þjóöanna, sem fylgist náið með allri vopnasölu í veröldinni. Komið verði á tilkynningarskyldu um vopnasölu. Allar upplýsingar um slíka sölu verður að birta og gera heyrum kunna, gera þessi við- skipti gagnsæ. Strangar reglur verða að gilda og alvarleg refsing verður að hggja viö brotum. Til setunnar er ekki boðið í þess- um efnum. Velferð mannkyns er í veði, þúsundir almennra borgara víða um heim falla og böm hljóta örkuml og fjármunum er varið til vopna í stað fæðu. Það er í raun ótrúlegt hve gróða- vonin er sterkt afl. Aðilar innan iðnríkjanna, aðilar sem hafa allt til alls í óhófsmæh, eru tilbúnir að fórna öhu á altari Mammons og gjörvöllu mannkyni verður æ ljós- ari uppskeran. Guðmundur G. Þórarinsson „Nauðsynlegt er að koma á fót alþjóð legu ráði, t.d. á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem fylgist náið með allri vopna- sölu í veröldinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.