Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 23
í’pSTy^ApUR 18.JANÚAR ,1991.
Fréttir
Landsvirkjim:
Raforkuverin I lítilli hættu
- svart öskulag yfir öllu við Hrauneyjafoss
Starfsmenn Landsvirkjunar viö
Búrfell, Sigöldu og Hrauneyjaföss
urðu lítið varir við eldsumbrotin í
Heklu í gærkvöldi. Við upphaf goss-
ins varð þó vart við nokkurt ösku-
fall og á ellefta tímanum í gærkvöldi
hafði myndast um tveggja sentímetra
gjóskulag við Hrauneyjafoss. Ekki
er talin hætta á að gjóskan truíli raf-
orkuframleiðsluna, enda ís á öllum
lónum.
„Hér er allt svart en að öðru leyti
hef ég lítið orðið var við eldgosið,“
sagði Þrándur Rögnvaldsson, vél-
stjóri í Hrauneyjafossstöðinni. Hann
kvaðst ekki halda að gjóskan hefði
truflandi áhrif á starfsemi virkjunar-
innar en tók þó fram aö hann hefði
aldrei áður unnið undir svona kring-
umstæðum. Því gæti hann ekki sagt
neitt með vissu í þessum efnum.
Hann sagði þó hugsanlegt að gjóskan
ásamt bleytu gæti valdið útleiðslu í.
einangrun á línum og þá væri mögu-
leiki á útslætti.
Að sögn Jóns Sigurbjörnssonar,
vélstjóra á Sigöldu, sást lítið tii eld-
gossins frá virkjuninni í gærkvöldi.
Hann kvaðst hins vegar hafa orðið
var við lítils háttar öskufall við upp-
haf eldsumbrotanna en það hefði
hætt mjög fljótlega.
Á Búrfelli var svipaða sögu að
segja. Ólafur Árnason vélstjóri, sem
þar var á vakt í gærkvöldi, kvaðst
ekki hafa séð eldsumbrotin í Heklu
frá virkjuninni. Hann sagðist hins
vegar hafa brugðið sér að Asólfsstöð-
um, sem er innsti bærinn í Þjórsárd-
al, og þaðan heföi hann séð gosið.
„Það var mjög tilkomumikið að sjá
það úr ekki meiri fjarlægð en þetta,“
sagði hann.
Aðspurður sagði Jón að þó Búr-
Hekla og Heklugos:
Eitt kunnasta eldfiall í heimi
Eitt þekktasta eldfjall i heimi er óneitanlega ógnvekjandi í sinum mesta ham og ekki að undra að miðaldamönn-
um hafi stafað ógn af. Hekla var þó glæsileg og heillandi í skammdegismyrkrinu í nótt. Kraftar elds og lofts mættust
og runnu saman þegar norðurljósin lýstu upp himininn ofar gosmekkinum. DV-mynd GVA
í bókinni Landið þitt ísland er sam-
antekt um Heklu og þau Heklugos
sem heimildir eru til um. í kaflanum
segir eftirfarandi: Eldfjallið Hekla er
hlaöið upp á gossprungu og því ílangt
frá suðvestri til norðausturs. Alls er
Heklusprungan um 40 km á lengd en
Heklugjá sjálf var í gosinu 1947 um
5 km á lengd. Saga Heklu nær aö
minnsta kosti 6.600 ár aftur í tímann.
Á sögulegum tíma eru Heklugos
sennilega 16 en auk þess hefur gosið
5-8 sinnum í nágrenni fjallsins.
Hekla er eitt af kunnustu eldfjöll-
um í heimi og höföu rithöfundar
miðalda snemma hugmynd um hana.
Var hún löngum talin inngangur að
helvíti og trúðu menn því að þar log-
uðu sálir fordæmdra í eilífum eldi.
Gengu um fjallið hinar mestu furðu-
sagnir.
Elsta gos sem sögur greina frá var
árið 1104. í því gosi tók af byggð í
Þjórsárdal og Hrunamannaafrétt.
Eitt af stórfelldustu gosum, sem
sagnir eru til um, er goS er varð árið
1300. Þá segja heimildir að fjallið
hafi rifnað að endilöngu og muni
merki þess sjást meðan ísland er í
byggð. Drunur og brestir heyrðust
alla leið norður í land. Heil björg
flugu í gegnum loftið. Myrkur varð
um miðjan dag svo svart sem á nið-
dimmri nótt og náði það norður yfir
allt landið. Þorðu menn ekki einu
sinni að fara á sjó sökum myrkurs.
Landskjálftar fylgdu gosinú og bæir
féllu. Hallæri hlaust af og mannd-
auði. Þetta gos stóö samfellt í heilt ár.
Steinflug í Heklugosi 1510 banaði
manni í 45 km fjarlægð. Árið 1693
varð eitt af mestu Heklugosum,
steinar á stærð við hús þeyttust óra-
hátt til lofts og féllu niöur mílu vegar
frá fjallinu, eftir því sem heimildir
herma. í 15 km íjarlægð féll steinn
sem var nokkrir faðmar að ummáli.
14 gígir sáust 'gjósa samtímis. Rúm-
lega 50 bæir spilltust í gosinu og lögð-
ust í eyði um stundarsakir en einn
fyrir fullt og allt, Sandártunga í
Þjórsárdal. Stórgos varð aftur 1766
og stóð með hvíldum í tvö ár. Það
vann ýmisleg spjöll og spillti bæjum.
18 eldstólpar sáust samtímis standa
upp úr fjallinu. Gos í Heklu sjálfri
varð 1845 og stóð í sjö mánuði.
Gos varð aftur 102 árurh síðar eða
árið 1947 og stóð samfleytt í 13 mán-
uði. Þá mældist gosstrókurinn 30 km
fyrstu mínúturnar eftir að gosið
hófst. í þessu gosi kom upp úr fjallinu
um 1 knf1 gosefna og hylur hraunið,
sem þá rann, um 40 km- lands. í gos-
inu varð síðasta banaslys af völdum
eldgoss hér á landi er Steinþór Sig-
urðsson (1903-1947), mag. scient,
fófst við rannsóknarstörf.
Næsta Heklugos varð '1970. Hófst
það 5. maí og stóð fram í júlíbyrjun.
Allmikiö hraun rann og öskufall olli
nokkru tjóni í uppsveitum Rangár-
valla- og Árnessýslna, norður um
Húnavatnssýslu og syðst í Stranda-
sýslu. Spilltust hagar svo að víða
varð að halda fé inni fram á sumar.
Bar nokkuð á sjúkdómum í sauðfé
(flúoreitrun) og hrossum.
Síðasta gos í Heklu hófst 17. ágúst
1980. Fyrsta hrinan stóð í þrjá sólar-
hringa. Heklugjá opnaðist öll, um 6
km, og gaus hrauni og ösku sem
barst til norðurs og olli nokkru tjóni,
einkum í Skagafjarðardölum. Hraun,
sem þá komu upp, þekja um 25 km2
en þau eru þunn og efnismagn lítið
eða um 0,1 km:l. Gosiö tók sig upp
að nýju 10. mars 1981 og stóð þá í
tæpa viku. Þá kom aðeins upp hraun,
fremur lítið að magni, og runnu
taumar niður hlíðarnar norðan há-
tindsins.
Heimild: Landið þitt fsland. Þorsteinn
Jósepsson og Steindór Steindórsson.
-JJ
fellsvirkjun væri tiltölulega nálægt
Heklu væri litil hætta á að hraun
næði alla leiö þangað. „Þetta gos þarf
að verða að meiri háttar hamförum
ef fólki og mannvirkjum á aö stafa
einhver hætta af hraunrennslinu fr^.
í
Reuter:
Mikil eld-
súla gýs
úrHeklu
Inn á milli fréttaskeyta Reuters
af stríðsástandinu við Persaflóa
leyndist lítið skeyti sem skýrði
frá gosinu í Heklu. í lauslegri
þýðingu er það á þessa leið:
Eldfjallið Hekla á íslandi, oft
nefnd fjall helvítis, gaus meö
miklum strók á fimmtudags-
kvöldið, eftir því sem fréttir í út-
varpi hermdu.
„Fjallið logaði allt og eldsúlurn-
ar náðu 1000 metra hæð,“ sagði
Sigurjón Bjarnason í útvarps-
samtali.
Gosið olli' hvorki mannfalli né
tjóni en haft var eftir bændum í
nánd viö fjallið, sem er 110 km
austur af höfuöborginni Reykja-
vík, aö breið hraunelfur rynni
niður eftir suðurhlíðum fjalls-
ins.
Það kom fram í útvarpi aö gos-
strókurinn hefði náð 12 km hæð
upp frá fjallinu. Fjallið er í 1.491
m hæð yfir sjávarmáli austur af
aðallandbúnaðarhéraði íslands.
‘ „Þetta er töluvert gos, eftir
fyrstu fregnum að dæma,“ sagði
Ragnar Stefánsson jaröskjálfta-
fræðingur.
í lok skeytisins var tekið fram
að síðast hefði Hekla gosið árið
1980.
Etna og Hekla
systur?
Margir hafa haft á orði að hin
íslenska Hekla og hin sikileyska
Etna væru systur, aö mhmsta
kosti fylgist eldvirkni þeirra oft
að. Eysteinn Tryggvason hjá Nor-
rænu eldfjallastöðinni taldi þessa
kenningu ekki eiga við nein vís-
indaleg rök að styðjast. Hann
sagði að þar sem Etna værí mjög
virkt eldijall, eitt hiö virkasta í
heimi, ætti hún það einfaldlega
til að gjósa rétt á undan Heklu'
eða rétt á eftir. Önnur rök væri
því ekki hægt að flnna fyrir
skyldleika þessara tveggja eld-
stöðva.
-JJ
Veðurathugunarstöðvar:
Ekkiorðið
vart öskuf alls
Ekki hafði orðið vart við ösku-
fall hjá veðurathugunar8töðvun-
um við Hveravelli, á Staðarhóli í
Aðaldal né á Grímsstöðum á
Fíöllum í gærkvöldi.
Á Grímsstöðum á FjöUum haföi
þó einstaka öskukom fallið í
snjóinn en það var óverulegt.
Ekki sást til gossins frá neinum
þessara staða.