Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. Viðskipti Eigendaskipti að meirihlutanum 1 Amarflugi innanlands: Gunnar Þorvaldsson og Ómar Benediktsson eiga 80% - Ómar nýr stjómarformaður félagsins Ómar Benediktsson, þrítugur við- skiptafræðingur og einn eigenda ferðaskrifstofunnar Island Tours í Þýsklandi, keypti ásamt Gunnari Þorvaldssyni, en hann starfaði lengi sem ílugstjóri hjá Amarflugi, meiri- hlutann í Arnarflugi innanlands hf. um helgina. Þeir eiga nú 80 prósent í félaginu. Ómar 40 prósent, Gunnar 40 prósent og starfsfólkið 20 prósent. Hlutaféð er 60 milljónir króna. Þeir Ómar og Gunnar keyptu hlutaféð um helgina af þeim Jóhanni G. Bergþórssyni, Gísla J. Friðjóns- syni, Óttari Yngvasyni, Herði Ein- arssyni og Sveini R. Eyjólfssyni en þeir fimmmenningar áttu meirihlut- ann. Á hluthafafundi í Amarflugi inn- anlands á laugardaginn var kjörin ný stjórn í fyrirtækinu. Hana skipa þeir Ömar, Gunnar og Ellert Eggerts- son, yfirflugvirki félagsins. Ellert sit- ur fyrir hönd starfsmanna fyrirtæk- isins. Ómar var einnig kjörinn nýr stjórnarformaður félagsins. Fyrir áramótin var ákveðið að auka hlutaféð í Arnarflugi innan- lands hf. í 60 milljónir króna úr 36 milljónum. Fyrir hlutafjáraukning- una áttu þeir Jóhann, Gísli, Óttar, Hörður og Sveinn hlutaféð að fullu. Eftir hlutafjáraukninguna áttu þeir hins vegar 60 prósent. Þeir Omar og Gunnar tóku þátt í hlutafjáraukningunni um áramótin og eignuðust þá um 20 prósent í fyrir- tækinu á móti 20 prósentum starfs- manna..Við kaupin um helgina eiga þeir félagar orðið 80 prósent í fyrir- tækinu. Ómar hefur búið í Þýskalandi síð- ustu sex árin. Hann tók þar í upp- hafi viö skrifstofu Ferðamálaráðs en stofnaði síðan eigin ferðaskrifstofu, Island Tours, með Skúla Þorvalds- syni, Hótel Holti, og Böðvari Val- geirssyni, Ferðaskrifstofunni Atlant- ik. Ómar flytur til íslands næsta haust og tekur þá við stjórn Arnarflugs innanlands sem stjórnarformaður í starfi. Þess má geta að Gunnar Þorvalds- son flugstjóri stofnaði fyrir skömmu Gunnar Þorvaldsson, fyrrum flug- stjóri Arnarflugs, hefur staðið í stór- ræðum að undanförnu. Hann keypti hlut i Arnarflugi innanlands um helgina en nýlega stofnaði hann fé- lagið Evrópuflug. Nýr stjórnarformaður Arnarflugs innanlands, Ómar Benediktsson. Hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Island Tours í Þýskalandi. Hann keypti meirihlutann í Arnarflugi innanlands um helgina í félagi við Gunnar Þor- valdsson, fyrrum flugstjóra hjá félaginu. HLUTFALL LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA - af íbúafjölda í prósentum - ÍRLAND BRETLAND GÍBRALTARl LÚXEMB. ÍTALÍA BELGÍA ÞÝSKAL. HOLLAND FRAKKL. | AUSTURR. | danmörk| SVISS | ÍSLAND 0,0 0,12 0,24 0,36 0,48 0,60 Fáir endurskoðendur Fáir löggiltir endurskoðendur eru á íslandi og Norðurlöndum miðað við það sem gerist í öðrum löndum í Evrópu. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá írska fyrirtækinu Lafferty Publications sem hefur gert úttekt á þessu í hveiju landi. Fundið er út hlutfall löggiltra end- urskoðenda af íbúafjölda, (böm og unglingar undanskildir). Flestir eru i írlandi og Englandi. Áðumefnt hlutfall endurskoðenda er 0,207 prósent að jafnaði í Evrópu. Á ’íslandi er það 0,074 prósent. Af Norðurlöndunum er Finnland lægst með 0,0125 en Danmörk hæst með 0,082. Noregur, Svíþjóð og Finnland em öll með lægra hlutfall en ísland. Þess má geta að löggiltir endur- skoðendur eru mjög lokuð stétt á ís- landi. Til áð geta orðið löggiltur end- urskoðandi þarf viðskiptafræði- menntun, starfsnám á endurskoðun- arskrifstofu og síðast en ekki síst sérstakt próf í löggiltri endurskoðun. Það próf hefur reynst mörgum erfitt og haldið mönnum utan stéttarinnar. -JGH Regína Thorarensen, DV, Selfossi; Fyrirhugaðar era breytingar á veitingastað Hótel Selfoss. Þar verð- ur settur upp flottur veitingasalur með koníaksstofu í hlýlegu og þægi- legu umhverfi á þeim stað þar sem kaffiterían er núna, staðsett í and- dyri hótelsins. Þar verða ýmsir sér- réttir á boðstólum og þjónustan á staðnum hefur alltaf verið góð. Bykó á leið vestur í bæ Ákveðið hefur verið að Bykó opni verslun í gamla Steindórshúsinu við Hringbraut 120 þar sem Bygginga- markaður Vesturbæjar hefur verið með verslun í um tvö ár. Hjá Byggingamarkaði Vesturbæjar hafa verið reknar þrjár deildir við Hringbrautina, teppadeild, pípulagn- ingadeild og smávörudeild. Steindórshúsið svonefnda er um 1.400 fermetrar að stærð og í eigu Kristjáns Steindórssonar, sonar Steindórs Einarssonar, bílakóngs í Reykjavíkáárumáður. -JGH Steindórshúsiö við Hringbraut. Bykó hyggst opna þar verslun á næstunni. Aðstoöarbankastjóri Seðlabankans: Rekstrarkostnaður banka meiri hér en erlendis Eiríkur Guönason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, segir að rekstrarkostnaður íslenskra banka sé talinn meiri en samsvarandi banka erlendis; ennfremur að vaxta- munur hjá íslenskum bönkum sé talinn eitthvað meiri en hjá erlend- um. „Það eru eflaust til ýmsar skýring- ar á þessu. Aðalskýringuna tel ég vera lítinn markað og stórt land,“ segir Eiríkur. Nokkrar umræður hafa veriö um vaxtamál bankanna síðustu mánuði. Fræg er sú ákvörðun Guömundar J. Guðmundssonar, formanns Dags- brúnar, að taka'út innstæðu félagsins í íslandsbanka þegar bankinn hækk- aði nafnvexti í nóvember á síðasta ári. Fyrir helgi kom síðan til rifrildis í bankaráði Landsbankans þar sem bankaráðsmennirnir Lúðvík Jóseps- son, fulltrúi Alþýðubandalagsins, og 111111111iiiíi i' i í i Kristinn Finnbogason, fulltrúi Framsóknarflokksins, greiddu at- kvæði gegn 1,5 prósenta hækkun á óverðtryggðum útlánum. Lúðvík taldi ekki þörf á hækkuninni. Lands- bankinn var þó fyrir með lægstu út- lánsvexti allra banka. Svonefndur vaxtamunur er mun- urinn á útláns- og innlánsvöxtum. Hann er hreinar tekjur bankanna og fer í að mæta rekstrarkostnaði og töpuðum útlánum. Sá afgangur, sem þá er eftir, er hagnaður bankanna. Eiríkur Guðnason sagði hægt að mæla vaxtamun á marga vegu en vildi ekki gefa upp neina eina tölu fyrir vaxtamun í íslenskum bönkum; aðeins að hann væri heldur meiri en erlendis. „Vaxtamunurinn tekur breyting- um. Hann var mikill um áramótin 1989 og 1990 en lækkaði mjög þegar leið á síöasta ár.“ -JGH flugfélagið Evrópuflug ásamt Birki Baldvinssyni í Lúxemborg. Magnús Bjarnason, núverandi framkvæmdastjóri Amarflugs inn- anlands, verður áfram í starfi hjá félaginu. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3-3,5 Lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-4 Lb.Sp 6 mán. uppsögn 4-4,5 Sp 12mán. uppsögn 5 Lb.lb 18mán.uppsögn 10 ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb,Lb,Sp Sértékkareikningar 3-3,5 Lb Innlan verðtryggð Sparireiknirigar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn. 2,5-3,0 Allirnema ib Innlánmeð sérkjörum 3-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,25 Bb Sterlingspund 12-12,6 Sp Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Bb.Sp Danskarkrónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 13.5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5 Allir Utlán verötryggð . Skuldabréf 7,75-8,75 Lb Útlán til framleiðslu isl. krónur 13,25-14 Lb SDR - 10,5-11,0 Lb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb Sterlingspund 15,5-15,7 Allir nema Sp Vestur-þýsk mörk 10,75-11,1 Lb.jb Húsnæðislán 4.0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. jan. 91 13,5 Verðtr. jan. 91 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalafeb. 3003 stig Lánskjaravisitalajan. 2969 stig Byggingavísitala feb. 565 stig Byggingavísitala feb. 176,5 stig Framfærsluvísitala jan. 149,5 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,344 Einingabréf 2 2,891 Einingabréf 3 3,511 Skammtímabréf 1,792 Kjarabréf 5,247 Markbréf 2,788 Tekjubréf 2,042 Skyndibréf 1,556 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,564 Sjóðsbréf 2 1,819 Sjóðsbréf 3 1,779 Sjóðsbréf 4 1,536 Sjóðsbréf 5 1,072 Vaxtarbréf 1.8070 Valbréf 1,6937 islandsbréf 1,108 Fjórðungsbréf 1,061 Þingbréf 1,107 Öndvegisbréf 1,097 Sýslubréf 1,115 Reiðubréf 1,087 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun Tl.V. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88 Eimskip 5,60 5,88 Flugleiðir 2,43 2,55 Hampiðjan 179 1,81 Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84 Eignfél. Iðnaðarb. 1.91 2,00 Eignfél. Alþýðub. 1,40 1.47 Skagstrendingur hf. 4,00 4,20 islandsbanki hf. 1,38 1,45 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Olíufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2.20 2,30 Tollvörugeymslan hf. 1,07 1,12 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3,50 3.68 Olís 2.12 2,25 Hlutabréfasjóður ViB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað viö sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.