Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991.
9
Utlönd
Bandamenn halda uppi stööugum loftárásum, m.a. frá skipum á Rauðahafi. Talið er að írakar hafi komið upp
varaliði í Súdan til að ráðast gegn skipum á Rauðahafi. Simamynd Reuter
Leynivopn Saddams utan átakasvæða við Persaflóa:
Eiga írakar enn
varalið í Súdan?
- sögur um eldílaugar og flugvélar í geymslu þar
Nýjar fréttir hafa borist um að Ir-
akar eigi bæöi flugvélar og eldflaugar
í Súdan frá því áður en átök hófust
við Persaflóa. Hertól þessi á að nota
gegn Egyptum, Saudi-Aröbum eða
öðrum andstæðingum íraka meðal
araba á síðari stigum stríðsins.
Það er ABC sjónvarpstöðin í
Bandaríkjunum sem hefur þetta eftir
heimildum innan hersins í Súdan og
einnig eru embættismenn í Evrópu
bornir fyrir henni. Þegar Persaflóa-
deilan hófst voru sögusagnir á kreiki
um herflutninga íraka til Súdans.
Ekkert fékkst þó staðfest um máhð.
Sagt er að 20 orrustuþotur íraka
séu í Súdan og einnig óviss fjöldi af
eldflaugum. Flugvélarnar og flaug-
arnar eiga að vera geymdar í bæjum
nærri Rauðahafinu en þaðan er
skammt yflr til Saudi-Arabíu.
Yfirmenn í varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna hafa ekkert viljað
segja um þessar fréttir. Ef rétt reyn-
ist gæti þó verið um alvarlega ógnun
að ræða því bandamenn hafa fjölda
skipa á Rauðahafinu og senda þaðan
flugvélar og eldflaugar til árása á
Irak.
Ekki er þó talið að árás frá Súdan
komi bandamönnum í opna skjöldu
því að lengi hefur verið vitað um vin-
samlegt samband Súdans og íraks.
Einn möguleikinn, sem súdanski
herforinginn nefndi, var að skjóta
eldflaugunum að Aswan stíflunni í
Egyptalandi og valda þannig flóðum
á láglendi auk þess sem helstu orku-
ver Egypta nýta vatn úr stýflunni.
Reuter
Fela f lugvélar í íbúðahverf um
Bandaríkjamenn saka íraka um að
fela herflugvélar í íbúðahverfum til
að forða sem mestu af herafla sínum
frá eyðileggingu í loftárásum. Þeir
tóku þó fram að ekki stæði til að
hefja loftárásir á þá staöi þar sem
herflugvélar eru hafðar í felum.
„Ástæðan fyrir að þeir flytja vél-
arnar út í íbúðahverfin er að þeir
vita að við gerum ekki loftárásir
þar,“ sagði Robert Johnston, yfir-
maður í herliði bandamanna við
Persaflóa.
Bandamenn segjast hafa náð góð-
um árangri í að eyða skriödrekum í
írak síðasta sólarhringinn. Þeir segja
að í síðustu lotu hafi 25 drekar veriö
eyðilagðir. Þá verður þjóðvarðhð ír-
aka í Kúvæt áfram skotmark banda-
manna en það hefur sætt stöðugum
árásum úr lofti og frá skipum á
Persaflóa síðustu daga.
Reuter
Stærsta flotastöð Bandaríkjamanna:
Sex sprengjur
f innast á elds-
neytistönkum
Sex sprengjur, sem festar voru á
stóra eldsneytistaknka, fundust um
11 kílómetra frá stærstu flotastöð
Bandaríkjahers, í bænum Norfolk í
Bandaríkjunum. Sprengjurnar fund-
ust á almennu hafnarsvæði og voru
strax gerðar óvirkar. Neyðarástandi
var lýst yfir á svæðinu meðan verið
var að gera sprengjurnar óvirkar en
tankarnir voru sneisafuhir af metan-
óh.
Talsmenn bandarísku alríkislög-
reglunnar, FBI, sögðu að enginn
heföi lýst sig ábyrgan fyrir sprengj:
unum og engir væru grunaðir enn
sem komið er. Lögreglumennirnir
sögðu of snemmt að fullyrða nokkuð
um gerð sprengjanna eða um tengsl
þeirra við möguleg hryðjuverk í kjöl-
far stríðsins við Persaflóa.
Öryggiseftirht hefur verið hert til
Bandaríkjamenn hafa ærna ástæðu
til að óttast aðgerðir hermdarverka-
manna gegn herafla þeirra.
Símamynd Reuter
muna í Bandaríkjunum í kjölfar
Persaflóastríösins, ekki síst vegna
hótana Saddams Hussein um árásir
á eigur Bandaríkjamanna um víða
veröld. Reuter
Vínningstölur laugardaginn
2. febr. 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 3 1.037.500
2. TSm 4 135.147
3. 4af5 171 5.453
4. 3af 5 5.342 407
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
6.759.745 kr.
UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Erum flutt í múrsteinshúsiö aö Knarrarvogi 4,
jS3 AíFABQRg i
Eigum yfir 100 tegundir af flísum af öllum geröum
og allt efni til flísalagna, frá Þýskalandi, Ítalíu,
Portúgal og Spáni.
ÁiFABORGP
BYGGINGAMARKAÐUR
KNARRARVOGI 4, SÍMI 686755
Sérverslun með flísar og flísalagningaefni
m
PORCELANOSA,'
CERAMICA
W CERAMICHE
IMA
PAVIGRES
DEITERMANN