Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991.
13
Geðshræring og kjaramál:
Kryddí
tilveruna
Aö gefnu tilefni sé ég mig undirrit-
aöan tilknúinn að gera athugasemd
í DV vegna kjallaragreinar Hann-
esar H. Garðarssonar er birtist
þann 25. janúar 1991. Áöur en
lengra verður haldið verður að
koma fram að mér er það óljúft að
gera tiltekið innanhússmál SVR að
miklu fjölmiðlamáli. Að minnsta
kosti á því afar viðkvæma stigi, svo
notað sé orðalag stjórnmálamanna,
eins og málið er í dag.
Raunar trúi ég ekki, sannast
sagna, að mál af þessu tagi verði
leyst í fjölmiðlum. Hvað sem aðrir
kunna að halda, hef ég m.a. af þeim
ástæðum hafnað viðtölum við fjöl-
miðla um þetta mál oftar en ekki,
með undantekningu þó, samanber
frétt DV 19. janúar 1991. Frétt sú
virðist vera tilefni móðursýkis-
skrifa Hannesar, aöaltrúnaðar-
manns SVR.
Rétt er að komi fram á þessu stigi
að Hannes aðaltrúnaðarmaður er
ekki vagnstjóri eins og margir virð-
ast halda, heldur yfirmaður á
þvottastöð SVR. Snúum okkur aft-
ur að geðshræringarlegum skrifum
aðaltrúnarmanns í DV 25. janúar
1991. Þar má lesa eftirfarandi og
virðist vera aðaltilefni hugarverks-
ins: „Ég veit ekki hvað viðmælanda
DV gengur til þegar hann lýsir því
yfir að vagnstjórar SVR séu nær
því óhæfir til aksturs vegna þreytu
og svefnleysis."
Byggt á rangfærslum
Svo mörg voru þau orð, það verð
ég að segja. Þegar ég las þetta fyrst
krossaði ég mig og hugsaði hvort
veriö gæti að ég hefði talað upp úr
svefni eða jafnvel, sem verra væri,
hugsað upphátt. Hvað sagði þá við-
mælandi, sem er undirritaður, í
frétt DV þann 19. janúar 1991?
„Að sögn Jónasar Engilbertsson-
ar vagnstjóra er mjög brýnt að
vaktafyrirkomulagi hjá SVR verði
breytt. Hann segir ástæðuna ekki
einungis vera þá að vernda vagn-
stjóra. Einnig vegi þungt að mikið
vinnuálag og þreyta hjá vagnstjór-
um skapi umtalsverða hættu fyrir
aðra vegfarendur. Máli sínu til
stuðnings bendir hann á að í um-
ferðarlögum sé kveðið skýrt á um
að ökumenn skuh vera allsgáðir
og óþreyttir þegar haldið er út í
umferðina.“
Þannig er nú það. Hvergi er í frétt
DV að finna þá tilvitnun sem er
tilefni skrifa aðaltrúnaðarmanns
og hann leggur mér í munn. Er það
drengilegt! að byggja heila blaða-
grein á tilbúinni tilvitnun eða er
það heiðarlegt! og hvað eru þá
vönduð vinnubrögð?! Því svara les-
endur DV.
Þar sem hugverk Hannesar er
byggt á rangfærslum, útúrsnúningi
og leiðinlegum misskilningi, jafn-
vel leiðinlegri en leiðinlegur leið-
ari, er augljóst aö brostnar eru all-
ar forsendur til vitsmunalegrar
umfjöllunar eða svars af minni
hálfu. Hins vegar má þess geta að
ritsmíð þvottastöðvarmannsins
hefur þótt gott krydd í tilveruna
hjá vagnstjórum SVR og ókeypis,
fyrir það vil ég þakka.
Bjarni Jónsson vinur minn, sá
trausti vagnstjóri, sagði mér að
honum hefði dottið í hug ræsting-
arkona í hlutverki blaðafulltrúa
þegar hann las greinina. Hjalti
Skaftason vagnstjóri taldi að skap-
KjáUarinn
Jónas Engilbertsson
vagnstjóri
lægingu og þá auðmýkingu sem
henni fylgir. Ósvífni er þetta í
mönnum, ójú, ójú - guö minn góð-
ur! En staðreyndir samt sem áður.
Góður húsbóndi niðurlægir ekki
hjú sín, það ættu menn að hafa í
huga.
Svo segir máltækið að deigt járn
megi svo brýna að bíti um síðir.
Annars bíða margir vagnstjórar
eftir að Kjartan Þórólfsson, 2. aðal-
fulltrúi, geri ítarlega grein fyrir
afrekum sínum í kjaramálum
vagnstjóra á undanfórnum árum,
jafnframt því að kynna kjaramála-
punkta þá sem hann hefur verið
að ræða á síðustu mánuðum og
geri grein fyrir því hvernig hann
ætlár að koma þeim í framkvæmd.
Best væri að sú greinargerð færi
fram í DV. Þá er Kjartan líka beð-
„Bjarni Jónsson vinur minn, sá trausti
vagnstjóri; sagði mér að honum hefði
dottið í hug ræstingarkona í hlutverki
blaðafulltrúa þegar hann las greinina.“
vonska Hannesar stafaði af því aö
honum þætti sækjast seint sinn
pólitíski frami. Ef það væri rétt,
gæti greinin verið viðleitni drengs-
ins til að sanna sig fyrir æðri mátt-
arvöldum; vonandi að hún virki
ekki öfugt. Þannig hefur greinin
orðið til þess að létta fólki lund í
skammdeginu og hafa skrif hans
því ekki orðið til einskis. Jafnvel
er það sviðið sem Hannes ætti að
snúa sér að í framtíðinni og óska
ég honum alls hins besta.
Hugvit og hagvöxtur
Að Hannesar þætti Garðarssonar
loknum hafði ég hugsað mér að
gera grein fyrir nokkrum stað-
reyndum þessa dularfulla máls, en
vegna óska og tilmæla aöilja, sem
ég ber traust til og tengjast lausn
þess, ætla ég aö bíða með það. Hins
vegar get ég sagt að málið snýst að
hluta til um aukavaktaráðningar,
sem hvorki standast lög nr. 46/1980
eöa eru greiddar skv. gr. 2.4.3. í
kjarasamningi ST.RV.
Aldrei hefur mér dottið annað í
hug en að mál þetta verði leyst á
farsælan hátt af öryggisfulltrúum
og hæfileikaríkum yfirmönnum
SVR, er hafa mikla stjórnunar- og
skipulagshæfileika ásamt því að
búa yfir hágæða fagþekkingu á
sviði almannasamgangna, sem ég
hef lengi talið ástæðu til að mark-
aðssetja og koma á framfæri er-
lendis og auka þannig þjóðartekjur.
Hugvitið er eina auðlindin er getur
tryggt hagvöxt í framtíðinni.
Um kjaramál vagnstjóra er það
að segja að þrátt fyrir kjaramálaaf-
rek yfirmannanna tveggja og
starfsmannafulltrúanna og eru af-
rek þeirra Hannesar H. Garðars-
sonar og Kjartans Þórólfssonar,
þrátt fyrir árangursríka baráttu
stéttarfélagsins öfluga ST.RV.,
þrátt fyrir að lögbrot heiti smá-
hnökrar, þrátt fyrir að vagnstjórar
á hæstu launum hafi kr. 58.000 á
mánuði, þrátt fyrir allar þessar
ástæður, en að sjálfsögðu ekki
vegna þeirra: telur stærstur hluti
vagnstjóra sig búa við launaniður-
inn að gera grein fyrir störfum sín-
um í umferðarnefnd Reykjavíkur,
þar sem hann situr fyrir hönd
vagnstjóra. Flestum er ljóst, sem
til þekkja, að Kjartan hefur gott vit
á umferðarmálum, því er mörgum
forvitni á að vita hverju hann hefur
fengið áorkaö í umferðarnefnd.
Lýk ég hér með skrifum þessum.
Jónas Engilbertsson
Prófkjörsskrifstofa
ÞRASTAR ÓLAFSSONAR
er í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10, 5. hæð. Símar
620655, 620657, 620659. Heitt kaffi er á könnunni
og bílar á staðnum.
Stuðningsmenn
1931
1991
60 ára
ÁRSHÁTÍÐ
verður haldin laugardaginn 9. febr. nk. í Félags-
heimili Seltjarnarness og hefst kl. 19.00. Miðar seld-
ir á skrifstofunni. Félagsmenn, fjölmennið. Fyrrver-
andi
félagar velkomnir.
Skemmtinefnd
LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI
Við embætti ríkisskattstjóra hefur verið stofnuð ný
deild, endurskoðunardeild, er hafa skal með höndum
eftirlit og umsjón meö endurskoðun atvinnurekstrar-
framtala í landinu, auk þess að vera stefnumótandi
aðili í endurskoðunaraðferðum og gerð samræmds
ársreiknings.
Ríkisskattstjóri leitar að forstöðumanni endurskoð-
unardeildar sem skal vera löggiltur endurskoðandi
og uppfylla að öðru leyti skilyrði 86. gr. laga nr.
75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt.
Nánari upplýsingar veitir Skúli Eggert Þórðarson,
vararíkisskattstjóri, í síma 631100. Umsóknir er greini
aldur, menntun og fyrri störf ásamt öðrum upplýsing-
um, er máli kunna að skipta, sendist ríkisskattstjóra
fyrir 20. febrúar nk.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
IM INGSMENN
HELGA DANÍELSS0NAR
minna á prófkjör
Alþýðuflokksins í
kvöíd í Ármúla-
skóla frá kl. 17.00
til 23.00.
Tryggjum
Helga
góða
Studningsmenn