Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1991.
5
Frétdr
Hægt að bjarga tveggja
til þriggja metra trjám
„Það er hægt að rétta tveggja til
þriggja metra tré við og sjá hvort þau
ná sér ekki aftur. En það þarf að stífa
þau vel til. Gömul tré er hins vegar
illmögulegt að reisa við á nýjan leik,“
segir Snorri Sigurðsson hjá Skóg-
ræktarfélagi íslands.
Mikill fjöldi trjáa um allt land rifn-
aði upp með rótum í áhlaupinu á
sunnudag. Suðvestanlands má meðal
annars kenna því um að jörð var
mjög rök og lítið frost í henni. Trén
voru því óvarðari en ella. Ef jörð
hefði á hinn bóginn verið frosin
heíðu mun fleiri tré staðið af sér
áhlaupið.
„Það er hægt að bjarga öspum með
því að gróðursetja þær á nýjan leik
en fólk verður að gera það hið fyrsta
og á meðan enn er frostlaust, því
annars þoma rætumar. Það er hins
vegar verra með barrtrén, það þarf
meira til að þau nái sér á strik á
nýjan leik.
Fólk er yfirleitt óviðbúið áhlaupum
sem þessum en það getur varið tré
sem standa á berangri með því að
stífa þau niöur á móti rokinu.“
J.Mar
Mörg tré fóru illa
sunnudag.
i áhiaupinu á
DV-mynd GVA
ísland í A - flokk /
Tré sem rifna upp með rótum:
Bláfjöll:
Viðgerðir
taka
minnst viku
„Vírinn á stóru lyftunni í Kóngs-
gili fauk út af staurunum frá staur
tvö og upp úr og liggur hann á jörð-
inni og það sama gerðist í Kóngs-
borgargili nema þar fauk vírinn frá
staur 1 og alla leið upp úr. Stólalyftan
hefur einnig eitthvað skemmst,"
sagði Guðmundur Svavarsson, verk-
stjóri í Bláíjöllum, í samtali við DV
um miðjan dag í gær.
„Auk þess brotnaði einn rafmagns-
staur í línunni hér upp eftir og annar
sem lýsir upp göngubrautina. Skál-
arnir sluppu hins vegar vel, það
brotnaði ein rúða í skála Breiðabliks
og svalahurð fauk upp og út í'busk-
ann. Það fauk upp skemmuhurð á
vélaskemmunni og inn á gólf en okk-
ur tókst á milli hryðja að koma henni
á sinn stað aftur. Það tókst einn skúr
á loft og flettist af honum klæðning.
Við erum rétt að byrja að kanna
skemmdir hér efra svo viö vitum
ekki nákvæmlega hvað gerst hefur.
Það er hins vegar ljóst að viðgerðir
á lyftunum munu taka minnst viku.“
-J.Mar
ALÞÝÐUFLOKKURINN
• /
/i •
AKRANES ÍSAFJÖRÐUR SIGLUFJORÐUR
Þriðjudagur 5. febrúar:
Ströndin kl. 20.30
Miðvikudagur 6. febrúar:
Frummælendur:
Jón Baldvin Hannibalsson
. 20.30
.
Frummælendur:
Jón Sigurðsson
Eiður Guðnason
Fundarstjóri:
Hervar Gunnarsson
Jón Sigurðsson
Sunnudagur 10. febrúar:
Hótel Höfn kl. 15.00
Frummælendur:
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Sæmundur Sigurjónsson
Fundarstjóri:
Kristjón Möller
Á Landspítalanum brotnuðu nokkrar
rúður I veðurofsanum og fauk ýmis-
legt lauslegt i kjölfarið inn gangana.
Þykir mildi að ekki urðu slys á fólki.
Sárabindi litla drengsins, er litur út
um gluggann, má eflaust rekja til
annars ep óveðursins en honum
hefur varla staðið á sama meðan
lætin gengu yfir á sunnudag.
DV-mynd GVA