Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJÚDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. Fréttir Hús splundraðist í Austur-Landeyjum Við erum allslaus nema trygging- arnar bæti tjónið - segir Eygló Birgisdósttir a Leifsstöðum „Það var hryllilegt að horfa upp á húslö fara. Það kom öflug vindhviða rétt fyrir klukkan tólf og húsiö sprakk upp af grunninum í einu vet- fangi og brakiö úr því dreifðist í um kílómetra fjarlægð frá grunninum," segir Eygló Birgisdóttir, húsfreyja á Leifsstöðum í Austur-Landeyjum, en hún og eiginmaður hennar, Auðunn Leifsson, urðu fyrir stjórtjóni í óveðrinu á sunnudag er íbúðarhús þeirra fauk. „Þetta var gamalt viðlagasjóðshús sem við fluttum hingað frá Vest- mannaeyjum. Við höfum verið að gera húsið upp í allan vetur og það var nánast tilbúið. Við vorum búin að setja ný gólfefni, kaupa okkur nýtt sófasett og hillusamstæðu, þvottavél og fleira og það var allt í húsinu. Það eina sem við áttum eftir að gera var að setja dúk á eitt gólf. Sem betur fór vorum við ekki flutt inn því þá veit ég ekki hvernig hefði fariö. Brakið úr húsinu lenti á rúllubögg- um sem stóðu úti á túni og þeir tætt- ust allir upp og eru ónýtir. Það fuku einnig nokkrar járnplötur af fjós- þakinu. Heyvagn fauk um koll og lenti á sláttuþyrlu og er hún mikið skemmd. Svo eru allar girðingar, sem brak úr húsinu lenti á, ónýtar. Húsið var tryggt og á kvittuninni sem við fengum þegar við keyptum trygginguna stendur: smíðatrygging, íbúðahús í smíöum en mér skilst eft- ir að hafa talað viö tryggingafélagið aö sú trygging taki ekki yfir þetta tjón. Maður er kannski svona vitlaus en við héldum aö þessar tryggingar myndu duga, sérstaklega þar sem við höfðum beðið umboðsmann trygg- ingafélagsins um að hðsinna okkur og benda okkur á hvaða tryggingar væru bestar fyrir okkur. Ég veit ekki hvað maður getur gert, hvort við reynum að byggja upp aft- ur. Það fer allt eftir því hvort við fáum tjón okkar bætt. Ef við fáum engar bætur erum við ahslaus. -J.Mar Andlát Sveinn Ágústsson frá Ásum andaðist 2. febrúar. Stefán Kristjánsson, Faxabraut 13, Keflavík, lést sunnudaginn 3. febrú- ar. Lovisa Margrét Eyþórsdóttir, Háa- leitisbraut 42, Reykjavík, andaðist á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 2. fe- brúar. Magnús Kristjánsson, Hvolsvegi 28, Hvolsvelh, lést í Tromsö, Noregi, föstudaginn 1. febrúar. Sveinbjörg Hallvarðsdóttir, frá Reynisholti í Mýrdal, lést á dvalar- heimilinu Hjallatúni, Vík, laugar- daginn 2. febrúar. Svanlaug Pétursdóttir, dvalarheim- ilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Landspítalanum 3. febrúar. Jarðarfarir Magnús Már Björnsson, sem lést þann 28. janúar, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 5. febrú- ar kl. 13.30. Sigrún Björnsdóttir, frá Berunesi við Reyðarfjörð, Skálagerði 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Helga Illugadóttir frá Laugalandi er látin. Hún fæddist í Ólafsvík 7. októb- er 1901. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Jón Jónsson og eignuö- ust þau tvær dætur. Þau slitu sam- vistum. Síðari eiginmaöur hennar var Theodór Þorláksson en hann lést árið 1978. Þau eignuðust tvo syni. Útför Helgu verður gerð frá Nýju Fossvogskapellunni í dag kl. 13.30. Ingi Hallbjörnsson lést 28. janúar. Hann fæddist á Seyðisfirði 9. apríl 1919, sonur hjónanna Hahbjörns Þór- arinssonar og Halldóru Sigmjóns- dóttur. Eftirlifandi eiginkona hans er Rósa Eyjólfsdóttir. Þau hjónin eignuöust tvö börn. Ingi var í mörg ár til sjós en síðustu árin vann hann hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Fundir Kvennadeild Barðstrend- ingafélagsins heldur fund í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 að Hallveigarstöðum. ITCdeildinSeljur heldur kynningarfund í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20.30 á Hótel Selfossi. Fjöl- breytt fræðslu- og skemmtidagskrá. Upp- lýsingar gefa Guðrún s. 21332 og Þorbjörg s. 22002. Kvenfélag Hallgrímskirkju Aðalfundur félagsins verður haldinn i safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudag- inn 7. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf, myndasýning og kaffi. Að lokum flytur sr. Karl Sigurbjömsson hugvekju. Kvenfélag Seljasóknar heldur aðalfund í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í Kirkjumiðstöðinni. Á dagskrá verður stjómarkjör og myndasýning. ITC deildin Irpa heldur deildarfund í kvöld kl. 20.30 í Brautarholti 30. Upplýsingar í síma 656121 Guðrún og 656373 Ágústa. Félagsfundur JC Reykjavíkur verður haldinn í kvöld, þriðjudagskvöld, á Holiday Inn (Háteigi) og hefst kl. 20. Gestur fundarins verður Guðlaugur Bergmann. Tilkyimingar Skrá um friðlýstar forn- leifar á íslandi Fomleifaskrá, skrá um friðlýstar forn- ■ leifar á íslandi, er nú í fyrsta sinn komin út á prenti. Er það í samræmi við ný þjóð- minjalög. Ágúst Ó. Georgsson tók skrána saman en fomleifanefnd og Þjóðminja- safn íslands annast útgáfuna. Fomleifar og minjastaðir hafa verið friðlýstir á ís- landi hátt á aðra öld. Ritið hefur að geyma upplýsingar um friðlýstar minjar í öUum sýslum landsins og nokkrum helstu kaupstöðum samkvæmt meira en fimm hundruð friðlýsingarskjölum. Það er 78 blaðsíður að stærð með formála og rit- skrá. Stofnfundur Tölvutækni- félags íslands Lagnafélag Islands í samvinnu við Há- skóla íslands, Arkitektafélag íslands, Verkfræðingafélag íslands og Tækni- fræðingafélag íslands boðar til stofnfund- ar Tölvutæknifélags íslands fóstudaginn 8. febrúar nk. kl. 15 að Hótel Loftleiðum. Félagiö hyggst vinna að markmiðum sín- um, m.a. eð því að stuðla að þróun tölvu- tækni (Hönnun eða aðstoð tölva) - (Tölvuteiknun) og gagnkvæmum skiln- ingi milli þeirra sem að tölvutækni vinna. Kristniboðssamkomur I Hafnarfirðl Þessa dagana stendur yfir kristniboðs- vika í húsi KFUM og KFUK við Hverfis- götu í Hafnarfirði. Almennar samkomur eru á hverju kvöldi og hefjast þær kl. 20.30. Fluttir eru þættir í niáli og myndum um kristniboðsstarfið svo og hugvekja. Einnig er mikið sungið. í kvöld, þriðju- dag, sýnir Benedikt Amkelsson myndir frá Eþíópíu og Keníu en Gunnar J. Gunn- arsson flytur ræðu. Þrjár systur úr Reykjavík syngja. Meðal ræöumanna kristniboðsvikunnar eru sr. Gísli Jónas- son, sr. Jón Dalbú Þorsteinsson og sr. Ólafur Jóhannsson. Á flestum samkom- imurn er einsöngur og kórsöngur. Tvenn hjón eru nú á vegum Kristniboðssam- bandsins í Afríku. Kristniboðssamkom- umar hefjast eins og fyrr segir kl. 20.30 og era allir velkomnir. Upplýsingabæklingur um fullorðinsfræðslu Menntamálaráðuneytið hefur gefið út upplýsingabækling um fullorðins- fræðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðu- neytið safnar saman upplýsingum í slík- an bækling. í bæklingnum era upplýsing- ar um nám sem fullorðnum stendur til boða á vegum ýmissa aðila. Um er að ræða bæði almennt nám og starfstengt. Tilgangur bæklingsins er að hafa tiltækt á einum stað yfirlit yfir þá aðila sem bjóða upp á fullorðinsfræðslu og hvers eðlis sú fræðsla er. Upplýsingabækling- urinn verður væntanlega hægt að fá hjá bókasöfnum, heilsugæslustöðvum, fyrir- tækjum, stéttarfélögum, ýmsum fræðslu- aðilum, menntamálaráðuneytinu og fleiram. Kennarar Umhverfisdagskráin hefst í dag kl. 16 í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar. Snæfellingar og Hnappdælir I Reykjavík Árshátíðin verður í Goðheimum, Sigtúni 3, laugardaginn 9. febrúar kl. 18.30. Heit- ur veislumatur. Söngur grín og gaman. Miðasala í Goöheimum fimmtudag og föstudag, 7. og 8., kl. 16-18. Miðaverð kr. 3.750. Upplýsingar gefa Erna í síma 611421, Emma í síma 40308 og Kristín í síma 672295. Tombóla Nýlega héldu þessir strákar, sem heita Oddur Eysteinn Friðriksson, Ásbjöm Amar Jónsson og Gunnar Sigurðsson, tombólu til styrktar Hjálparsjóði Rauða krossins. Alls söfnuðu þeir kr. 377. Tónleikar Háskólatónleikar Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 12.30 verða háskólatónleikar í Norræna húsinu. Á tónleikunum mun Gunnar Kvaran selló- leikari flytja Svitu no. 3 í C-dúr eftir J.C. Bach. Námskeiö Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í almennri skyndihjálp. Það hefst þriðju- daginn 5. febrúar kl. 20 aö Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar: 5., 7., 11. og 12. febr. Þetta námskeið verður 16 kennslu- st. Öllum 15 ára og eldri heimil þátttaka. Á þessu námskeiði verður m.a. kennd endurlífgun, meðferð sára, skyndihjálp Guðlaugur Bergmann óskar konu sinni, Guðrúnu Bergmann, til ham- ingju með Sportstyttuna og afreksbikar kvenna með góðum kossi. DV-myndir G.Bender Gull og silfurflugan: Metin á annað hundrað þús- und og veitt í ellefta sinn - níu verðlaun veitt fyrir væna laxa „Það var gaman að fá þessa tvo bikara fyrir þennan 14,5 punda flugufisk úr Noröurá í Borgarfirði en laxinn tók Gunnu special túbu,“ sagði Guðrún G. Bergmann á föstu- dagskvöldið er verðlaunaafhend- ingin á árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavikur hafði farið fram. Þarna voru veitt níu verðlaun fyrir væna laxa á vatnasvæðum Stangaveiöifélags Reykjavíkur. En Guðrún hlaut Sportstyttuna og af- reksbikar kvenna. Sportstyttan er veitt fyrir stærsta lax konu og af- reksbikar kvenna er eignarbikar frá Stangaveiðiárbókinni fyrir stærsta flugulax konu. Norðurár- flugubikarinn er veittur fyrir stærsta flugulaxinn í Norðurá og hlaut Ingólfur Arnarson hann fyrir 18 punda lax á Lepp túbu á Eyrinni. Utilífsbikarinn er veittur fyrir stærsta flugulaxinn i Elliðánum og veiddi Guðrún Nordal 13,5 punda lax í Fljótinu á White wing nr. 8. Hafnarfjarðarbikarinn er veittur fyrir stærsta flugulaxinn í Stóru Laxá í Hreppum og veiddi Halldór Þóröarson 20,5 punda lax í Sveins- keri á Dolhe dog. Pétur Guðmundsson fékk svo fyrir 24,5 punda lax í Soginu veidd- an á rauða Franses nr. 4 á Klöpp- inni, Vesturrastarstyttuna, ABU- bikarinn, Veiðivonarbikarinn og Gull og silfurfluguna fyrir þennan lax. En Gull og silfurflugan er met- in á á annað hundrað þúsund og var gefin í ellefta sinn. En það á allavega að gefa hana fjórum sinn- um í viðbót. „Skemmtunin gekk feiknalega vel og allir virtust skemmta sér vel. Maturinn var góður og skemmtiatriðin vel heppnuð,“ sagði Stefán A. Magnússon, for- maður skemmtinefndar, í lok há- tíðarinnar. Veislustjórinn var Sverrir Her- mannsson bankastjóri og var hann óspar að segja magnaðar veiðisög- ur sem féllu gestum vel í geð. -G.Bender Sverrir Hermannsson bankastjóri var veislustjóri og hér segir góða veiðisögu úr Laxá i Aðaldal. við bruna og beinbrotum auk margs ann- ars. Lögð verður áhersla á verklega þjálf- un, sérstaklega í hjartahnoði. Sýnd verða myndbönd um helstu slys. Þar á meðal verður ný mynd sem Rauði kross íslands hefur látið gera. Þeir sem hafa áhuga á að koma á þetta námskeið geta skráð sig í síma 688188. Vakin skal athygh á því að RKI útvegar leiðbeinendur tÚ að halda námskeið í skyndihjálp fyrir skóla, fyrir- tæki og aðra sem þess óska. Bamfóstra- námskeiðin hefjast 3. apríl. Safnaðarstarf Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma á framfæri við sóknarprest í viðtalstím- um hans þriðjudaga til föstudaga kl. 17-18. Dómkirkjan: Opið hús fyrir aldraða í safnaðarheimilinu í dag kl. 14-17. Kaffi, spil, hugleiðing og söngur. Fótsnyrting á sama tíma. Pantanir hjá Ásdísi. Eldri- barnastarf (10-12 ára) í safnaðarheimil-. inu í dag kl. 17. Mömmumorgnar í safnaö- arheimilinu miðvikudaga kl. 10-12. Grensáskirkja: Bibhulestur í dag ki. 14 í umsjón sr. Halldórs S. Gröndal. Síðdeg- iskaffi. Hallgrimskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Opið hús fyrir aldraða á morgun, mið- vikudag, kl. 14.30. Langholtskirkja: Starf fyrir 10- ára og eldri miðvikudag 16. janúar kl. 17. Óskar Ingi Óskarsson og Þór Hauksson leiða starfið. Seltjarnarneskirkja: Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 15-17. Sr. Bern- harður Guðmundsson kemur í heimsókn og ræðir um börn og ofbeldi. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.