Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991.
25
DV
LífsstOl
Leiga á íþróttasölum í Reykjavík:
Verulegur verðmunur
miðað við stærð
Þeir eru margir sem stunda bolta-
íþróttir áriö um kring. Á sumrin er
hægt að stunda slíkar íþróttir utan-
húss en nauðsynlegt er að hafa þak
yfir höfuðið á vetuma. Margir svala
hreyfingarþörfinni með því að
stunda viðkomandi íþrótt innan
íþróttafélaga. Aðrir vilja ekki vera
neinum háðir og verða þá að leigja
sér sjálfir íþróttasal.
Framboð á íþróttasölum á Reykja-
víkursvæðinu er töluvert, en stærri
salir sem geta nýst í knattspyrmu
handknattleik eða körfubolta fylla
tuginn. Þrátt fyrir það er eftirspurn
oftast meiri en framboð. Salimir eru
yfirleitt fullbókaðir á veturna, fyrir
þá tíma sem eru lausir. Neytendasíða
DV gerði verðkönnun á þeim íþrótta-
sölum sem leigðir em út til einkaað-
ila. Niðurstöðuna má sjá á töflunni
hér til hhðar.
Stærri salir
-betraverð
Miðað er við að leigan á hverjum
íþróttatíma sé 50 mínútur og gildir
það um alla sahna í könnuninni
nema sal Kennaraháskólans. Þar er
miðað við 45 mínútur. Fjórir fyrst-
nefndu sahrnir eru á vegum íþrótta-
bandalags Reykjavíkur. Það eru
Laugardalshöllin, Seljaskóh, Haga-
Neytendur
skóh og Hhðaskóh. íþróttabandalag
Reykjavikur er með fleiri minni sali
th útleigu en þeir eru það smáir að
þeir henta ekki til iðkunar bolta-
íþrótta.
Á töflunni sést að verðið er æði
misjafnt. Sumum hentar stór salur,
öðrum hentar lítill svo erfitt er að
gera sér grein fyrir hver er með hag-
stæðasta verðið.
Til að glöggva sig' á verðinu er
hægt að reikna út ákveðinn stuðul.
Tekið er fermetramál salarins og
upphæð leigunnar deilt í það. Þeim
mun hærri tala sem fæst út úr því
dæmi, þeim mun hagstæðari er leig-
Leiga á íþróttasölum
Salur Leiga Stærð
Laugardalshöllin 3.800 45x35 m
Seljaskóli 3.000 20x40 m
Hagaskóli 2.100 17x34m
Hlíðaskóli 1.800 14x28 m
KR, iítill 2.700 16x32m
KR, stór 3.200 20,4x42 m
Valur, lítili 2.300 16x30 m
Valur.stór 3.400 24x43m
Kennaraháskólinn 2.250 18x33m
Gullsport 2.400 10x20 m
Báðir iþróttasalirnir i KR-heimilinu eru leigðir út til einkaaðila.
an. Leiga á Laugardalshölhnni kem-
ur þannig hagstæðast út. Salurinn,
45x35 m, er 1575 fermetrar. 1575 deilt
með 3.800 kr. er um það bil 0,4. Sá
salur sem kemur næsthagstæðast út
í leigu er stóri salurinn í Valsheimil-
inu með stuðulinn 0,3. Salurinn í
GuUsporti er með lægsta stuðulinn,
0,08 (200 fermetrar deht með 2.400).
Þar verður að taka með í reikninginn
að innifalið í leigunni á salnum er
aðgangur að líkamsræktarsal og
gufu. Næstóhagstæðasta leigan er á
htla salnum í KR-heimilinu en stuð-
uhinn þar er 0,19. Litli salurinn í
ValsheimUinu fylgir fast á eftir með
stuðuhnn 2,1. Verðlagningin viröist
þannig uppbyggö að þeim mun
stærri sem salurinn er, þeim-mun
hagkvæmari er leigan.
Yfir tíu þúsund
krónur á mann
Ef 10 manns leigja sér stóra salinn
hjá KR í 8 mánuði á vetri þá kostar
salurinn 102.400 krónur eða 10.240
krónur á mann. Leiga á stóra salnum
í Valsheimihnu í 8 mánuöi myndi
kosta 10.880 á mann og 12.160 fyrir
Laugardalshöllina. Ef 10 manns
myndu láta sér nægja að leigja tíma
í íþróttahúsi Hagaskólans myndi það
kosta 6.720 krónur á mann yfir vetur-
inn. Augljóst er af þessum tölum að
þetta er ekki gefin skemmtun.
-ÍS
Verð á varahlutum 1 bílvél:
Meira en 900% verómunur
Bíleigandi, sem á Nissan-bifreið,
neyddist til þess fyrir stuttu að
kaupa ventlaþéttingar í 3,3 1 Niss-
an-bílvél. Hann þurfti að verða sér
úti um 12 stykki samtals. Bíleig-
andinn hafði samband við vara-
hlutaverslun Ingvars Helgasonar
tíl að kanna verðið á þessum vara-
hlutum og fékk þá uppgefið verðið
941 króna stykkið. Samtals hefði
það kostað 11,292 krónur að kaupa
þessi tólf stykki.
Honum fannst þetta að vonum
dýrt og athugaði verð á öði>um stöð-
um. Það kom honum á óvart að hjá
H.P.H. dísUvélaviðgerðum í Skeif-
unni gat hann keypt þessi sömu
stykki á 1.220 krónur. Þarna er því
um að ræða 926% verðmun.
Blaðamaður Neytendasíðu hafði
samband við varahlutaverslun
Ingvars Helgasonar og spurði
hveiju þetta sætti. Fyrir svörum
var Ottó Gunnarsson, sölumaður
hjá versluninni. „Stefnan hjá Niss-
an-verksmiðjunum er sú að selja
bifreiðar ódýrt en varahluti á
hærra verði. Við hjá Ingvari Helga-
syni verðum samkvæmt samning-
um að kaupa okkar varahluti hjá
Nissan-umboði í Amsterdam og þar
eru varahlutir mjög dýrir.
Ástæða þess að við megum ekki
versla við aðra aðha er sú að Niss-
an-verksmiðjumar geta ekki tekið
ábyrgð á varahlutum nema tryggt
sé að verslað sé við ákveðna um-
boðsaðila á þeirra vegum. Þannig
sé tryggt frá hendi Nissan-verk-
smiðjanna að aðeins séu seldir há-
gæða varahlutir. Við hjá Ingvari
Helgasyni höfum í engu hvikað frá
þessum reglum og til þess má rekja
þetta háa verð. Hins vegar þegar
um einfalda varahluti er að ræða
vísum viö oft á aðra aðila sem selja
sambærilega varahluti á lægra
veröi,“ sagði Ottó.
Bíleigandinn kannaðist ekki við
að honum hefði verið bent á það
hjá varahlutaverslun Ingvars
Helgasonar að leita annað eftir
lægra verði á umræddum ventla-
þéttum. Hann hefði hins vegar bor-
ið sig eftir björginni sjálfur með
þeim árangri að hann sparaði sér
10.072 krónur.
ÍS
Það getur margborgað sig að bera saman verð á varahlutum í bifreiðar á sem flestum stöðum áður en
tekin er ákvörðun um kaup.
Tölvuskerm-
arogvanfær-
ar konur
í Danmörku er nú verið að gera
út um prófmál fyrir rétti. Málið fjall-
ar um það að kona ein, sem vann hjá
endurskoðunarfyrirtæki við tölvu-
færslu, neitaði að sinna störfum sín-
um við tölvuna þegar hún varð
barnshafandi.
Miklar umræður hafa orðið um það
hvort geislun frá tölvuskermum sé
skaðleg fóstrum í móðurkviði. Rann-
sóknir hafa bent til þess að tíðni fóst-
urláta sé hærri hjá konum sem vinna
við tölvuskerma en þeirra sem gera
það ekki. Þetta þykir þó ekki full-
sannað.
Kona þessi var rekin frá fyrirtæk-
inu eftir að hún neitaði aö sinna
vinnu sinni við tölvuskerminn. Hún
fór fram á háar skaðabætur frá fyrir-
tækinu og fékk rúmar 1,5 milljónir
króna í skaðabætur. Dómsvöld í Hró-
arskeldu, heimabæ fyrirtækisins,
úrskurðuðu á þennan veg. Skaða-
bæturnar varð fyrirtækiseigandinn
að greiða á grundvelli þess að rangt
hefði verið staðið að uppsögninni.
Rétturinn kvað hins vegar upp úr
um það aö konan hefði engan rétt til
þess að neita að vinna við tölvu-
skerm þó hún væri barnshafandi.
Það er fyrirtækiseigandinn sem
hefur látið málið ganga lengra. Hann
vill ekki una því að hafa þurft að
borga þessa háu fjárhæð í skaöabæt-
ur. Málið er nú fyrir dómi í dönskum
landsrétti. Þar verður tekið fyrir
prófmálið - hvort barnshafandi kon-
ur hafi rétt til þess að neita að vinna
fyrir framan tölvuskerm.