Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991. Afmæli Guðmundur Torfason Guömundur Torfason, fyrrv. efnis- vöröur, Njálsgötu 36, Reykjavík, er níræöurídag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Kollsvík í Rauöasandshreppi og ólst þar upp hjá móður sinni og systkinum en hann var á fjórða árinu er faðir hans drukknaði í Kollsvíkurlend- ingunni. Guðmundur kynntist því snemma öllum almennum störfum sem þá tíðkuðust á sveitabæjum við sjávar- síðuna. Hann sat yfir fé og fór ungur í sjóróðra á opnum bátum. Guðmundur stundaði nám einn vetur á Hvítárbakkaskóla. Hann flutti til Reykjavík 1927 og hefur búið þar síðan. Þar hóf hann nám í jámsmíði hjá Vélsmiðjunni Héðni og við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í járnsmíði 1930. Þá lauk hann Vélskólaprófi 1932. Guðmundur vann um tíma sem vélstjóri á togurum og var þá vél- stjóri á Hauganesinu en hóf síðan störf sem efnisvörður hjá Stálsmiðj- unni hf. þar sem hann starfaði til ársins 1978. Hann var ásamt bræðr- um sínum; Guðbjarti, Samúel og fleirum einn af stofnendum Ofna- smiðjunnar. Fjölskylda Guömundur kvæntist 10.7.1938 Þórhildi Ingibjörgu Jakobsdóttur, f. 29.2.1912, húsmóður. Foreldrar Þór- hildar voru Jakob Frímannsson, kennari, b. og skáld í Vindhælis- hreppi, og Hallfríður Sigurðardóttir en Þórhildur ólst upp á Árbakka á Skagaströnd hjá Ólafi Björnssyni, b. þar, og Sigurlaugu Sigurðardótt- ur. Guðmundur og Þórhildur eiga þijú böm. Þau em Sigurlaug Olöf, f. 2.8.1939, húsmóðir og ekkja í Kópavogi eftir Jón Þór Þórhallsson húsasmið en synir þeirra em Guð- mundu'r Þór og Ingvar Páll; Torfi Guðbjartur, f. 12.12.1945, járnsmið- ur í Kópavogi, kvæntur Ellen And- erson húsmóður og eru synir þeirra Guðmundur Rúdolf og Sigurbjörn Hlöðver; Jakob, f. 27.4.1947, h. og trésmíðameistari á Árbakka á Skagaströnd, kvæntur Helgu Ingi- björgu Hermannsdóttur húsfreyju og em dætur þeirra Þórhildur Björg og Herdís Þórunn. Auk þess eru langafahöm Guðmundar þrjú, Fanney Ósk, Helga Dögg og Hallfríð- urSigurbjörg. Guðmundur átti tólf systkini og komust tíu þeirra á legg en hann er nú einn systkinanna á lífi. Systkini Guðmundar: Halldóra Guðbjört, f. 3.9.1884, d. 31.8.1928, húsfreyja á Lambavatni á Rauðasandi; Valgerð- ur, f. 29.10.1885, d. 7.11. sama ár; Guðrún, f. 29.3.1887, d. 29.11. sama ár; Guðrún Sólborg, f. 23.11.1888, d. 7.12.1924; Lovísa, f. 27.9.1890, húsmóðir í Kanada; Jón, f. 21.1.1892, b. í Kolsvík og í Vatnsdal en síðar á Patreksfirði; María, f. 2.7.1893, d. 9.3.1930, húsmóðir á Patreksfirði; Anna Guðrún, f. 6.12.1894, húsfreyja í Stekkadal; Vilborg, f. 5.6.1896, húsfreyja á Lambavatni; Guðbjart- ur Ingimundur, f. 13.10.1897, d. 31.8. 1948, sjómaður og smiður á Patreks- firði og síðar í Reykjavík; Dagbjörg Guðrún, f. 27.9.1899, húsfreyjaá Grundum; Samúel, f. 19.12.1902, jám- og vélsmiður í Hafnarfirði og Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Torfi Jónsson, f. 1.7.1857, d. 5.4.1904, út- vegsb. í Kollsvík, og kona hans, Guðbjörg Ólína Guðbjartsdóttir, f. 6.8.1862, d. 9.3.1954, húsfreyja í Kollsvík. Ætt og frændgarður Systursonur Guðmundar er Magnús Torfi Ólafsson, fyrrv. menntamálaráðherra. Annar syst- ursonur Guðmundar er Torfi Ólafs- son, formaður Félags kaþólskra leikmanna, faðir Ólafs, ritstjóra Þjóðviljans. Þriðji systursonur Guð- mundar er Gunnar Guömundsson, hafnarstjóri í Reykjavík. Torfi, faðir Guðmundar, var sonur Jóns, b. á Hnjóti, Torfasonar, og konu hans, Valgerðar yngri Guð- mundsdóttur, b. á Geitagili, Hákon- arsonar. Guðbjörg var dóttir Guðbjarts, b. í Kollsvík, Ólafssonar, b. í Hænuvík, Halldórssonar. Móðir Guðbjarts var Guðbjörg Brandsdóttir, b. á Hofs- stöðum í Þorskafirði, Ámasonar. Móðir Guðbjargar var Guðrún Guðmundur Torfason. Magdalena, systir Halldóm, langömmu Þórs, sparisjóðsstjóra í Hafnarfirði. Guðrún var dóttir Hall- dórs Kolvig, skipherra í Stykkis- hólmi, Einarssonar, b. og hrepp- stjóra í Kollsvík og ættföður Kolls- vikurættarinnar, Jónssonar. Móöir Guðrúnar Magdalenu var Halldóra Tómasdóttir, b. í Hvammi á Ingj- aldssandi, Eiríkssonar. Móðir Halldóru var Þuríður Pálsdóttir, b. í Álfadal, Hákonarsonar, prests í Álftamýri, Mála-Snæhjömssonar, bróður Markúsar, langafa Jóns for- seta. Karl Hjaltason Karl Hjaltason kennari, Kambsmýri 12, Akureyri, er sjötugur í dag. Starfsferill Karl fæddist á Litla-Hamri í Öng- ulsstaðahreppi en flutti tveggja ára meö foreldrum sínum til Akureyrar þar sem hann hefur lengst af búið síðan. Hann lærði húsgagnasmíði hjá fóður sínum og stundaði jafn- framt nám við Iðnskólann á Akur- eyri en sveinsprófi lauk hann 1941 og öðlaðist meistararéttindi 1944. Karl starfaði við sína iðngrein fyrst með fóður sínum og síðan einn til ársins 1964 en hóf þá kennslu við Bamaskólann á Akureyri þar sem hann hefur kennt síðan. Auk þess tók hann þátt í viðhaldi skólans í nokkur sumur. Karl sat í stjórn Ferðafélags Akur- eyrar og hefur setið í stjórn siglinga- félagsins Nökkva á Akureyri. Hann hefur starfaö mikið fyrir það félag og m.a. smíðað skútur fyrir börnin ífélaginu. Fjölskylda Kona Karls er Guðlaug Péturs- dóttir, f. 6.6.1930, húsmóðir, dóttir Péturs Jónssonar frá Þuríðarstöð- um á Héraði, skósmiðs á Eskifirði og síðar á Akureyri, og Sigurbjargar Pétursdóttur. Sonur Karls frá fyrra hjónabandi er Haraldur, f. 22.12.1945, stöðvar- stjóri í Grindavík, kvæntur Aldísi Jónsdóttur og eiga þau tvö börn en móðir Haraldar er Álfheiður Margr- ét Jónsdóttir. Karl og Guðlaug eiga fimm böm. Þau era Sverrir, f. 10.6.1948,,verka- maður á Akureyri; Anna, f. 28.11. 1949, skrifstofustúlka og háskóla- nemi, gift Antoni Valgarðssyni, pípulagningamanni og vélstjóra, og á hún tvær dætur; Sigurbjörg, f. 8.12. 1956, húsmóðir í Reykjavík, gift Ómari Sigurðssyni, verkfræðingi hjá Orkustofnum og á hún tvö börn; Elísabet, f. 26.8.1959, deildarstjóri hjá Hagkaupi á Akureyri, gift Sig- urði Þengilssyni vélstjóra og á hún þrjú börn, og Þóra, f. 9.7.1962, hár- greiðslukona og húsmóðir á Grand- arfirði, gift Rúnari Russel vélstjóra og á hún fjögur böm. Karl er elstur sex systkina en einn bróðir hans er látinn: Systkini Karls: Rósa, f. 1923, húsmóðir á Akureyri, gift Huga Kristinssyni verslunarmanni; Reynir, f. 1925, nú látinn, verslunarmaður á Akureyri, var giftur Önnu Friðriksdóttur; Anna, f. 1932, húsmóðir á Akureyri, gift Sverri Valdimarssyni skip- stjóra; Hjalti, f. 1935, iðnverkamaður á Akureyri, kvæntur Vilhelmínu Norðfjörð Sigurðardóttur. Hálfsyst- ir Karls samfeðra er Guðrún, f. 1938, húsmóðir og kaupmaður ó Akur- eyri, gift Friðrik Vestmann kaup- manni. Foreldrar Karls: Hjalti Sigurðs- son, f. 22.3.1891, d. 3.10.1979, hús- gagnasmiður á Akureyri, og kona Karl Hjaltason. hans, Anna Jónatansdóttir, f. 6.8. 1899, d. 12.1.1957, húsmóðir. Ætt Hjalti var sonur Sigurðar Sigurðs- sonar, b. á Merkigili, bróöur Ólafar á Hlöðum skáldkonu. Móðir Hjalta var Guðrún Rósa Pálsdóttir, b. á Kjartansstöðum, Pálssonar, b. í Pottagili, Þorsteinssonar. Anna var dóttir Jónatans, b. á Uppsölum og síðar að Litla-Hamri, Guðmundssonar, b. á Uppsölum, Jónatanssonar. Móðir Jónatans á Uppsölum var Anna Mikaelsdóttir frá Skútum í Glæsibæjarhreppi. Móðir Önnu Jónatansdóttur var Rósa Júlíana Jónsdóttir, b. í Garði, Guðlaugssonar.. 75 ára Helga Jónsdóttir, Háaleitisbraut 52, Reykjavík. Þorbjörg Jónsdóttir, Hringbraut 83, Reylgavík. Sveinbjörg Sveinsdóttir, Bleiksárhlið 56, Eskifiröi. Guðbjörg Halldóra Sveinsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. 60ára Helga Eðvaldsdóttir, Aðalgötu33, ÓlafsfiröL 50ára__________________ Ástvaldur Valtýsson, Hrauntúni 37, Vestmannaeyjum. Anna Maria Einarsdóttir, Borgarholtsbraut 70, Kópavogi. 40 ára EvangelineR. Cisneros, Brúarlandi, Öngulsstaðahreppi. Sigurður U. Kristjánsson, Birkihvammi 3, Kópavogi. Hanna Lilja Guðleifsdóttir, Sörlaskjóli 44, Reykjavík. Agnes Björk Magnúsdóttir, Hlíðarvegj 11, Hvammstanga. Óla Björg Magnúsdóttir, Botnahlið 13, Seyðisfiröi. Elin Einarsdóttir, Jörundarholti 154, Akranesi. Merming Óbó- tónleikar Eydís Franzdóttir óbóleikari hélt tónleika í Norræna húsinu í gær- kvöldi ásamt Brynhildi Ásgeirsdóttur píanóleikara, Elínu Guðmunds- dóttur semballeikara og Rúnari Vilbergssyni fagottleikara. Á efnis- skránni voru verk fyrir óbó eftir Marin Marais, Robert Schumann, Benj- amin Britten, J.Ed.Barat og Henri Dutilleux. Stööugt bætast við ný andlit í hóp íslenskra tónhstarmanna og gerist það orðið býsna reglulega að nýtt fólk kveður sér hljóðs. Þó er sjaldgæft að heyra í nýjum óbóleikúrum og þeir eru yfirleitt heldur fágæt mannteg- und sem maður hittir ekki fyrir víða. Ástæðan er auðvitað sú að hljóð- færið þykir erfitt að læra á og hefur þann aukaböggul umfram ílest önn- ur hljóðfæri að óbóleikarinn verður að smiða blöð sín sjálfur sem er vandasöm nákvæmnisvinna og ekki öllum lagin. Þegar horft er á óbóleik- ara spila taka menn eftir því að hann tekur út úr sér hljóðfærið til að anda frá sér. Það er sérkennileg aðgerð og ekki ósvipuð því að hvalur fari í kaf til að blása en upp á yfirborðið til að halda niðri í sér andanum. Sumir trúa því að hljóðið sé framkallað á óbó með því að sjúga loftið upp Tónlist Finnur Torfi Stefánsson í gegnum hljóðfærið og því sé nauðsynlegt að blása frá sér að því loknu en þetta mun vera misskilningur. Þessi skringilegheit hafa ásamt öðru gefið óbóinu yfirbragð dulúðar sem undirstrikast enn frekar af seiðmögn- uðum tónblæ og yfirnáttúrulegum eiginleika til að berast í gegnum þykkt og þunnt. Stundum á sinfóníutónleikum, þegar hljómsveitarmenn era að spila án þess að draga nokkuð af sér, virðist allt í einu eins og hljómsveit- arhljómurinn víki og hverfi í skuggann fyrir voldugum tóni, ekki mjög háværam. Það kostar óvana oft nokkra athugun að finna hljóðgjafann sem reynist vera pípa, svört og heldur ólíkieg til stórræða. Svona eru óbósóló. Ef einhverjum kann að finnast þessi umræða komin nokkuð frá tónleikunum í gærkvöldi er rétt að taka fram tilganginn sem er sá að undirstrika að góðir óbóleikarar eru ekki á hveiju strái og ástæða er til að fagna þegar þeir koma fram. Efnisskráin á tónleikunum var fjölbreytt þótt áherslan væri á tónhst frá miðbiki tuttugustu aldar. Tuttugu og þrjú tilbrigði eftir Marais jaðra við einhæfni en gefa óbóleikaranum góð tækifæri til að sýna tæknikunn- áttu sína. Ehn Guðmundsdóttir og Rúnar Vilbergsson sáu um undirleik í þessu verki og gerðu það mjög vel, einkum var leikur Rúnars skemmti- legur. Adagio og Allegro eftir Schumann er fahega gert verk þótt ekki sé það sérlega hugmyndaríkt. Það má hins vegar segja um Temporal Variations eftir Britten sem er fjölbreytt og mjög áheyrilegt. Nostalgie eftir Barat, sem samkvæmt upplýsingum Eydísar er illfinnanlegur í upp- sláttarbókum og telst því varla til tónskálda, er laglegt verk og undir greinilegum áhrifum frá Debussy. Tónleikunum lauk meö Sónötu Dutille- ux sem er prýðilega samið verk í nýklassískum anda. Brynhhdur Ásgeirsdóttir lék á píanó í öllum verkunum, að því fyrsta frátöldu. Gerði hún margt fallega. Einkum hljómaði Britten vel hjá henni. Þungi og erfiði kvöldsins hvíldi þó á herðum Eydisar óbóleikara. Eydís hefur augljósa tónlistarhæfileika, góða tilfinningu fyrir hljómfalh og hef- ur náð mjög góðu valdi á sínu erfiða hljóðfæri. Túlkun hennar risti mis- djúpt en var oft stemningarrík. Hún komst frá þessari erfiðu þrekraun með mikihi prýöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.