Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. 7 Sandkom Fréttir Þremenningar Mcnnrekur ; sjálfsagtminni tilþessaðHall- varðurEin- varðsson var setturafsem saksóknari i Hafskipsmál- inuþegarhann vartalinnvan- hæfurvegna skylcUeika sins við einn af bankaráðsmönnum Ut- vegsbankans. Jónatan Þórmundsson tók þá við málinui en sagði af sér þegar fæstar af kröfum hans voru teknar tíl greina S Sakadómi. M tók ViðPáll Amór Pálsson sem lét það verða sitt fyrsta verk aö fella niöut' málarekstur gegn bankastjórum Ót- vcgsbankans, Þar á meðal Halldóri Guðbjamasyni, nýskipuðum banka- stjóraLandshankans. Glöggirmenn hafa bent á að þeir Páll Arnór og Iialldór eru þremenningar. Móður- amma Halldórs hót Dóróthea Þórðar- dóttir. Föðuramma Páls hét Sesselja Þórðardóttir. Þær voru systur. Nú er spurningin sú hvort Páll þurfi ekki að segja af sór saksóknarastaifmu vegna tengsla sinnavið Halldór þegar í Ijós keinur að Páll sérekki ástaðu til að átrýj a máli þessa irænda sins. Biðraðamenning bankanna Virðulegur iögfræðingur varaðbíðaí banka oghitti kunningjasinn þar. Þeirfóru aðræðaum biðraðameim- ingu í bönkum ogfáraðistlög- fræðingurimi mjögyfirhenni og taldi að hún væri ekki af hinu góða. Hér áður fyrr hefðu menn getað skemmt scr við það á meðan þeir biðu að skoöa hversu míklu fólk hefði eytt út á greiöslukortin sín og af hvers konar lánum það væri að borga. í þann tíð hefðu bankaferðirnar af þessmn sökum verið hin hesta skemmtun. Skoðankönnun Anieðanfár- viðriög(:kkytir ífyrradag ghundustöóugt íútvarpiiil- kynningartil fólks um að nmasimaiin ckki nema i nevð. Fólki fannst það því skjótadálitið ; skökku viö þegar Skáís var á sama tíma að gera umfangsmikla skoðana- könnun. Gvendalistinn Það varþegar verið var aö ræðtt niðurröö- unálistasjálf- stæðismannaí Reykjavík, staðsetningu Guðmundar I2.,aðroönnum komtilhugar aðGuðmundur þessi stofnaði bara eigin Msta, G vendaflokkinn. Gæti hann þá fengið til liðs vlö sig fleiri Gvenda sem af einni eða ann- arri ástæðu voru aðcins á skjön við yfirvald flokka sinna, kjósendur í prófkjörum, aöspurða í skoðana- könnunum og svo framvegis. Lögðu menn til að Guðmundur H. talaði við flokksfélaga sinn, Guðmund Magn- usson, Guðmund G. Þórarinsson framara, GuðmundÁgústsson borg- ara, Guðmund Þ. Jónsson allaballa, Guðmund Jaka „krata“ og fleiri væna Gvenda. Út m* þessu kæmi sannkallaður Gvendaflokkur. Ekki þorðu menn að leggja tíl niðurröðun Gvenda á þennan iista, lái þeim hver sem vill. Umsjón: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Fljúgandi þakplötur ollu miMu tjóni: Þjóðsaga að ekki megi hnykkja þaksaum „Það er ekkert nema þjóðsaga að ekki megi hnykkja þaksaum. Það stendur hvergi að það sé bannað en engu að síður heldur fólk það. Þessa þjóðsögu má rekja tíl bruna fyrir um 60 árum. Þá átti slökkviliðið í erf- iðleikum með að losa þakplötur. í hita leiksins lét þáverandi slökkvi- liösstjóri hafa eftír sér að banna ætti með öllu að hnykkja þaksaum. Menn virðast hafa tekið orð hans mjög al- varlega," sagði Ásmundur Jóhanns- son hjá Eldvamaeftírlití Reykjavík- ur viö DV. Fljúgandi þakplötur, sem losnaö höföu af húsum, ollu miklu tjóni í veðurofsanum á sunnudag. Sums staðar losnuðu tugir platna af þökum en annars staðar fuku þökin af í heilu lagi. Hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að hvergi stæði í reglugeröum að bannað væri að hnykkja þaksaum. Hins vegar væri það ekki aðeins hnykking, sem gæti hindrað plötu- fok, heldur einnig betri negling. Virt- ist hafa verið fúskað með þaknegl- ingu mjög víða þar sem of langt er á milli þaksaums. Stæði í reglugerð að ísafjörður: Ágreiningur meiri- hlutansísalt Meirihluti bæjarstjórnar á ísafirði, sem einvörðungu er skipaður sjálf- stæðismönnum, hefur aö ósk Ólafs Helga Kjartanssonar, forseta bæjar- stjórnar, ákveðið að bíða með allar ákvarðanir um ráðningarkjör Har- alds L. Haraldssonar bæjarstjóra þar til í næstu viku. Ólafur hefur vegna veikinda ekki setiö fundi bæjar- stjómar undanfarnar vikur en mun væntanlega koma til starfa á ný um næstu helgi. Að sögn Kolbrúnar Halldórsdóttur, sem stýrt hefur fundum bæjarstjórn- ar í íjarveru Ólafs, er alls óvíst hverj- ar lyktir þessa máls verða. Hún segir deilurnar um breytt ráðningarkjör - bæjarstjórans vera sér óskiljanlegar. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Að mati flestra þeirra bæjararfull- trúa, sem DV hefur rætt við vegna þessa máls, snúast deUur sjálfstæðis- manna ekki nema að litlu leyti um sjálf ráðningarkjörin. Líklegra er tal- ið að sérframboð Haralds síðastliðið vor hafi skapað honum sUkar óvin- sældir meðal sjálfstæðismanna að ekki sé lengur vUji til að ráða hann sem bæjarstjóra. I stað þess að kreíj- ast uppsagnar hafi sú leið verið farin af nokkrum bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins að bjóða honum upp á launalækkun. Þegar DV bar þetta undir Harald í gær vildi hann ekki tjá sig um þetta mál né heldur gefa neinar yfirlýsing- ar um hvort hann myndi sætta sig við launalækkun. Hann sagðist ætla að virða beiðni Ólafs Helga um að láta máUð kyrrt Uggja þar tU hann kæmitilstarfaáný. -kaa Ríkisendurskoðun: Skýrsla væntanleg Ríkisendurskoðun vann um helg- ina greinargerð þar sem stofnunin mun svara ásökunum sem fram hafa komið vegna skýrslu um söluna á Þormóði ramma. Hér er einkum átt við gagnrýni fjármálaráðherra á stofnunina. Ætlunin var að afhenda Alþingi skýrsluna í dag en vegna rafmagnsleysis af völdum óveöurs dregst það til dagsins í dag. -kaa bUið miUi naglanna ætti að vera 70 sentímetrar en þeirri reglu væri síð- ur en svo fylgt. Ásmundur sagði það ekki hindra slökkvistörf, eins og margir halda, þótt þaksaumur væri hnykktur. Hefði slökkvUiðiö öflugar vélsagir til aö komast í gegnum þök og reiddu menn sig ekki á kúbeinið í sama mæli og áður. Þá væri mun þynnra efni í þakplötum í dag en áður fyrr, enda flettust þær bókstaflega eins og pappi af sumum þökum. Loks sagöi Ásmundur að menn yröu að huga að þakneglingu reglulega en saum- urinn vildi losna smám saman eftir mikið rok. Þyrfti vindurinn ekki að komast undir nema eina þakplötu til aö voöinn væri vís. -hlh Rokið þarf ekki að lyfta nema einni þakplötu, þá er voðinn vís. Hér flettast þakplötur af fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholtinu. DV-mynd S Veðurhlíf á vinnupallana LATT’EKKI REGNIÐ OG ROKIÐ BERJA ÞIG AÐ ÓÞÖRFU! Svissneska Tegunet veðurhlífin bætir aðstöðu á vinnupöllum og tryggir þér fleiri nothæfa vinnudaga. Tegunet veðurhlífin er fislétt en grimm- sterk og auðveld í uppsetningu. Hún tekur u.þ.b. 70% af öllum vindi, hleypir litlu sem engu í gegn af úrkomu, heldur inni dýrmætum hita og veitir kærkomið skjól á vinnupöllunum. Tegunet veðurhlífin skapar þannig um leið stóraukin þægindi fyrir alla byggingariðn- aðarmenn og fjölgar verulega þeím dögum sem hægt er að vinna viðkvæma útivinnu, s.s. einangrun utan frá, sprunguviðgerðir, máln- ingarvinnu, múrhúðun o.fl. Tegunet veðurhlífin kemur einnig í veg fyrir að hvers konar smáhlutir falli fram af vinnupöllum. Tjón og slysahætta minnkar þannig til muna. Verðið er einstaklega hagstætt og getur skilað sér margfaldlega til baka með fleiri vinnudögum, auknum þægindum og um leið frekari afköstum. Hugmyndin að Tegunet vedurhlífinni er ein föld - fínofið net úr hinu grimmsterka en fislétta Poiyáthyien. M^MLimMilliaillllllíiiiiiliillillHflllBlllliiaalllllllllllllllllllllllllllllllHHlHBff*"*"””! SSiZHZZHBS&ZtSSSiimSimZHSBBSíSÍHHiHSSiuiSSSaSiiGluiBBSSSSSSSSBBDHSiSiHHtSS !S!&iiSi!!!!!»I!!S!!!!il!!!!S!!!!!!!!!S!E!!S!5S!S!SSS!!S!SSSSSlSSSSSilS!SS5555S55S55SSii5i!i Hringið í síma 641 020 og 42322 og fáið allar nánari upplýsingar. Pallar hf. VINNUPALLAR - STIGAR - VELAR - VERKFÆRI DALVEGI 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.