Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1991. Þjoöminjasafniö: Votviðri skemmdi píanó - 40mllljóniríviðgerðiráhúsmuíár „Þakið miglak og það fór allt á flot á þriðju hæðinni þar sem listasafnið var áður til húsa. Við höfum geymt ýmsa muni þama og nokkrir þeirra urðu fyrir skemmdum, þar á meðal gamalt píanó. Við höfum nú ákveðið að rýma hæðina og koma þessum munum í geymslu úti í bæ. Það er ekki forsvaranlegt að geyma þessa hluti þarna lengur því svona lagað gæti komið aftur fyrir hvenær sem er,“ segir Þór Magnússon þjóðminja- vörður. Þór segist vongóður um að hægt verði að ljúka viðgerðum á þaki og gluggum hússins á þessu ári. í fjár- lögum er gert ráð fyrir að 20 milljón- um verði varið í viðhald og endur- bætur á húsinu en auk þess segist hann eiga von um að fá 10 milljónir úr Endurbótasjóði menningarmann- virkja og 10 milljónir beint frá ríkis- stjórninni. „Ef við fáum alla þessa peninga náum við að ljúka þessum aðkallandi framkvæmdum þegar næsta sumar. Eftir það þurfum viö vart að óttast að verða fyrir svona áföllum. En til að geta farið út í róttæka endur- hönnun og gert húsið upp í heild er hins vegar áætlað að þurfi um 500 milljónir." -kaa Eins og svo oft áður fór allt á flot í Þjóðminjasafninu í óveðrinu um helgina. Á myndinni er Kristinn Magnússon skrifstofustjóri að huga að safnþró sem beinir vatni frá munum og minjum ofan í ómerkilegt plastfat. DV-mynd Brynjar Gauti Pólverjarnir í Garðinum þykja traustir og áreiðanlegir og vilja helst vinna alla daga vikunnar. DV-mynd Ægir Már 22 Pólverjar í fiskvmnslu í Garðinum: Koma til að vinna sér inn fyrir íbúð - um 400 útlendingar 1 fiskvinnslu á landinu öllu „Viö höfum alltaf verið ipeð góðan kjarna af fólki en höfum lent í vand- ræðum þegar þörf hefur verið á fleira fólki. Fólk hefur komið og farið og oft hefur okkur vantað fólk í vinnu. Þessir Pólverjar eru komnir til að vera í sex eða tíu mánuði og mæta til vinnu hvern einasta dag. Þetta fólk er fljótt að læra handtökin og mjög viljugt til vinnu. Það vill helst vinna alla daga vikunnar," sagði Guðrún Gunnarsdóttir, verkstjóri hjá Nesflski hf. í Garðinum, í sam- tah við DV. Hjá Nesfiski vinna nú 22 Pólverjar, fimmtán konur og sjö karlar. Guðrún segir að sú staða hafl komiö upp í fyrra að Pólverjar vildu koma hingað til lands til vinnu. Réð Nesfiskur þá sex pólskar konur. Þær fóru aftur heim í haust. Seinna í vetur komu síðan þijár pólskar konur og einn karlmaður til vinnu hjá Nesfiski og seinna bættust við tólf konur og sex karlar. í seinni hópunum var ein kvennanna sex som voru hjá Nes- fiski í fyrra. Guðrún segir að flest sé þetta fólk um þrítugt. Þar á meðal sé kona sem skildi mann og börn eftir í Póllandi. Þá eru hjón í hópnum sem til þessa hafa búið hjá móður mannsins. Þau hafa lengi reynt að eignast íbúð en hvorki gengiö né rekið. Þau tóku þá á það ráð að skilja börnin eftir hjá ömmu og skella sér í fiskvinnslu á íslandi. Kunnugir segja að Pólverj- arnir vinni sér inn sem samsvarar flmm pólskum árslaunum þessa tíu mánuði sem þeir eru hér. Gera hjón- in sér því vonir um að eignast íbúð eftir að heim verður komið í árslok. Guðrún segir að laun Pólveijanna séu þau sömu og íslendinganna en inn í þau reiknast frítt húsnæði í Garðinum. Vinnumáladeild félagsmálaráðu- neytisins gefur út atvinnuleyfi fyrir útlendinga. Þar fengust þær upplýs- ingar að nú væru um 400 útlendingar við störf í fiskvinnslu um allt landið. Sums staðar byggist stór hluti fisk- vinnslunnar á útlendingum en þeir fara mikið í verk sem íslendingar virðast hættir að vilja sinna þó þeir séu atvinnulausir. Var flökun og beitning nefnd í þvi sambandi. Þó útlendingar í fiskvinnslu dreifist um allt land ber lítð á þeim í Reykjavík og á Norðurlandi. -hlh í dag mælir Dagfari Hlé á stríðinu Það var mikið lán í óláni að í sama mund og sjónvarpinu sló út og raf- magn fór af íslandi lögðu þeir að mestu niður vopn við Persaflóann. Allt í einu gátu íslendingar ekki horft á gervihnattasjónvarp og fylgst með vígstöövunum og þá var eins og við manninn mælt: þeir hættu að beijast í Persaflóanum. Sennilega vitað sem var að íslenska þjóðin er komin í beint samband við gervihnettina og liggur yfir stríðinu dag og pótt og getur ekki hugsað sér að missa af nýjustu tíð- indum. Nú kann einhver að halda að hér hafi verið um tilviljun að ræða. Svo blessunarlega hafi viljað til að ’óveðrið á íslandi hafi skolhð á í þann sama mund og hershöfðin- gjarnir hafi veriö að safna hði til næstu átaka. En það er mikill misskilningur. Hershöföingjarnir vita sem er að bardagar, sem fara fram án vitn- eskju íslendinga, eru í rauninni ómarktækir bardagar. Það hefði geta orðið afdrifaríkt fyrir banda- menn að efna th árása eða hleypa landhernum af stað undir þessum kringumstæðum. Hér upp á íslandi er hópur sérfræðinga á hveiju strái og fyrir framan hvert sjónvarps-" tæki, sem hefur á augabragði allar upplýsingar og ráðleggingar um framvindu mála og veit upp á hár hvernig bregðast skal við aðgerð- um írakshers. Bandamenn hefðu orðið án allra þessara ráðlegginga og skoðana meðan á rafmagnsleys- inu stóö og það hefði getað orðið dýrt spaug. Suðaustanáttin á íslandi og ill- viðriö, sem geisaði af hennar völd- um, hafði þess vegna þau áhrif nið- ur við Persaflóa að Swarzkopfh hershöfðingi hélt að sér höndum og það gerði Saddam Hussein líka. íraksforseti á sér sína bandamenn uppi á íslandi sem þrá friö fyrir hans hönd og þeim blöskrar allt sprengjuregnið og þegar engar myndir berast í gegnum gervi- hnettina af fómarlömbunum í írak borgar sig ekki fyrir Saddam Hus- sein að halda áfram stríðinu. CNN verður að geta sent út sín frétta- skeyti frá Irak og alla leið til ís- lands og þegar íslendingar eru orðnir sjónvarpslausir og sam- bandslausir við umheiminn er eng- in betri vörn í stöðunni heldur en að halda að sér höndum í Persaf- lóanum. Þegar sjónvarpið dettur út og raf- rnagnið fer af og gervihnettimir ná ekki til íslands, brestur á fárviðri. íslenska þjóðin getur einbeitt sér að því að eltast við bámjárnsplötur út um víðan völl. Þær voru eins og skæðadrífa um allar trissur og minntu á sprengjuárásir í Bagdad, þótt það sé ljótt að segja það. Eng- inn deyr af bárujárninu, en ein- hvern veginn verða íslendingar að stunda sinn stríðsleik og þegar ekk- ert er sjónvarpið fá menn útrás við hlaupa undan fljúgandi bárujárni og leita vars í óveðri. Hermennirnir í Persaflóanum fleygja frá sér vopnunum og spila Oklahoma í morgunsárið og þakka Guði fyrir að vera ekki staddir í Hveragerði eða Flatyeri þar sem allt er á tjá og tundri eftir veðurof- sann. Saddam Hussein þakkar fyr- ir að vera nógu sunnarlega á jarð- kringluni til að losna undan ís- lenskum hjálparsveitum sem kippa öllu í lag um leið og þær birtast. Og bandamenn óska sér þess að frágangur á þakplötum í írak sé í líkingu við það sem gerist á ís- landi, enda væru þeir þá ekki í vandræðum með loftárásir sínar á niðurgrafnar úrvaldsherdeildir ír- aka sem njóta loftvarnabyrgja sem eru miklum mun rammgerðari heldur en blokkirnar í Breiöholt- inu. Hér ber allt að sama brunni. Her- deildimar, sem beijast í Pesaflóan- um, hafa enga þekkingu og ekkert úthald írstríðsátök meðan íslend- ingar eru ijarri góðu gamni og geta ekki fylgst með atburðarásinni. Gervihnattasjónvarpið hefur flutt stríðið inn í stofurnar á íslandi, bæði nætur og daga, og þegar ís- lendingar mega ekki vera að því að fylgjast með stríðinu er gert hlé á þessu sama stríði þangað til óveðrinu slotar. Þessi tillitssemi er þakkarverð. Það væri bæði synd og skömm að heyja stríð í Miðausturlöndum án þess aö leyfa íslendingum að vera með. Úr því þeir komu gervihnatta- sjónvarpinu í lag og íslendingum í samband við stríðiö verður að heyja þetta stríö þegar íslendingar mega vera að því að taka þátt í því. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.