Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. 11 Thatcher í afmæh Reagans: Viðurkenndi að hún sakn- aði valdanna - skömmuðu bæði Saddam Þaö urðu fagnaðarfundir með Margréti Thatcher og Ronald Reagan þegar Thatcher kom að heimsækja hann vegna áttræðisafmælisins á morgun. Þau föðmuðust og kysstust og Thatcher viðurkenndi eftir að fagnaðarlátunum lauk að hún sakn- aði þess að vera ekki við völd lengur. Thatcher verður viku í Los Angeles 1 boði Reagans. Hann ætlar að halda mikla afmæhsveislu á morgun í Be- verley Hills. Meðan þau voru bæði við völd tókst með þeim góður vin- skapur sem stendur enn. Nýir leið- togar Bretlands og Bandaríkjanna virðast einnig vera að færast til nán- ara sambands éftir að Persaflóadeil- an braust út. Reagan tók á móti Thatcher í bóka- safni sínu í Los Angeles. Þar voru einnig Nancy Reagan og Denis Thatcher. Skoðuðu þau bygginguna sem er mjög vegleg. Einn gesta í boðinu skaut þeirri spurningu að Thatcher hvort hún saknaði þess ekki að vera flutt úr Downingstræti 10 og búin að eftirláta öðrum embætti forsætisráðherra. Hún svaraði að bragði og sagðist sakna embættisins. „Mundu ekki all- ir gera það eftir að hafa setið ellefu ár í embætti?" spurði hún á móti. Thatcher var einnig spurð um Persaflóastríðið. Hún var forsætis- ráðherra þegar deilan við Flóann hófst og studdi stefnu George Bush Bandaríkjaforseta gegn írökum dyggilega. Thatcher sagði að stríð væri -það sem hver harðstjóri mætti búast við að sæta ef hann gengi á rétt ná- granna sinna. Reagan bætti því við að Saddam Hussein væri „ógnun við siðmenninguna". Reuter Vinnupallar fyrirliggjandi strax Til sölu - leigu Sparið fé og tíma. Mjög fljót uppsetning. Mjög góð reynsla hér á landi. LEITIÐ UPPLÝSINGA! Fallar hf. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI DALVEGI 16. FlFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SlMAR 641020 OG 42322 Útlönd Ronald Reagan fagnaði Margréti Thatcher þegar hún kom til afmælis hans. Hátíðahöldin verða á morgun í Los Angeles. Símamynd Reuter Þetta er tjórða Úrvalsbókin, hörkuspennandi og vel skrifuð Nú er ný Úrvalsbók komin í verslanir. Bókin er 416 blaðsíður og er eftir höfundinn John Sandford. Sagan fjallar um geðveikan morðingja sem fremur hvert morðið á fætur öðru. Fórnarlömbin eru alltaf konur, áþekkar ásýndum. Það syrtir í álinn þegar morðinginn hugsar sér að bera niður þar sem lögregluna grunar síst... Þetta er mögnuð spennusaga sem fæst á næsta blaðsölustað. Bókin kostar aðeins kr. 880,- Þessar Úrvalsbækur hafa ðður komið úl: Flugan á veggnum, i helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.