Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. Fréttir Breyta tilhögun eyðing- ar á sóttnæmum urgangi - flarlægja átti úrganginn afhaugunum en hann haföi verið urðaður Ætlunin var í gær að freista þess að fjarlægja sóttnæman úrgang frá Landspítalanum og fleiri sjúkra- stofnunum sem losaður var á sorp- haugunum í Gufunesi í síðustu viku. Eins og DV greindi frá á fóstudag voru mörg hundruð kíló af slíkum úrgangi losuð í Gufunesi fyrir helg- ina. Þar sem búið var að urða sorpið djúpt í jörðu þótti hins vegar ekki borga sig að grafa það upp í gær. I kjölfar fréttar DV var ákveðið að breyta tilhögun á þessum flutningum fyrir ríkisspítalana og varö að sam- komulagi aö annar aðili tæki verkið að sér. Sá verktaki, sem losaöi úr- ganginn í Gufunesi í síðustu viku mun hafa fengið upplýsingar um það frá Sorpeyðingu Suöumesja, sem venjulega hefur brennt úrganginn, og frá sorphaugunum í Reykjavík, að ekki væri hægt að geyma sótt- næma úrganginn á þessum stöðum a meðan brennslan á Suðurnesjum verður lokuð á næstu vikum. Sá kostur var því valinn að losa sorpið til urðunar í Gufunesi. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra ríkisspítalanna, verður sóttnæmum úrgangi komið fyrir í læstum gámum þar til Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja tekur aftur til starfa eftir nokkrar vikur. Á þeim stað er slíkur úrgangur venjulega brenndur. Davíð segir aö aðilar frá sjúkrahús- unum á höfðuborgarsvæðinu, um- hverfisráðuneytið og aðilar frá sorp- eyöingu höfuðborgarsvæöisins hafi að undanfórnu átt í viðræðum um lausn á þeim vanda sem skapast hef- ur vegna eyðingar á sóttnæmum úr- gangi frá sjúkrahúsum. „Öll sjúkrahúsin hafa verið að skoða þessi sorpeyðingamál og þenn- an vanda verður að leysa í heild. Það kom mér mjög á óvart þegar ég frétti að það ætti að setja upp sorpböggun- arstöð á höfuðborgarsvæðinu án þess að gera ráð fyrir þessum úr- gangi,“ sagði Davíð í samtali við DV í gær. Hann segir að enginn af spítulun- um hafi séð sjálfur um sorplosun og hafi því verið samið við verktaka um fórgun eða brennslu á sorpinu: „Menn hafa ekki fylgst meö því frá degi til dags hvernig það er gert en spítalaúrgangur hefur verið brennd- ur síðustu 6 eða 7 ár í Sorpbrennslu Suðumesja - nema þann tíma sem hún hefur verið lokuð. Þá hefur þurft að urða hann. Hins vegar er vanda- máliö að sorpbrennslan brennir þessum úrgangi ekki við nægilega hátt og jafnt hitastig, samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið. Við höfum því verið að skoða hvaða leiðir eru til úrbóta," sagði Davíð „Það má sjálfsagt deila býsna mikið um það hvernig eyðingin fer fram. Þar sem sorpböggunarstöðin mun ekki taka á móti þessu sorpi hafa spítalarnir í sameiningu verið í við- ræðum við þá aðila um það hvort sameiginlega verði komið upp full- nægjandi eyðingu á sóttnæmu sorpi. Umhverfisráðuneytið hefur blandast inn í það mál um að skipuleggja það í einni heild,“ sagði Davíð Varðandi að fjarlægja þann sótt- næma úrgang sem losaður var í Gufunesi í síðustu viku sagði hann: „Það er búið að urða þetta í Gufu- liesi. Ef mögulegt hefði verið að nálg- ast sorpið með skynsamlegum hætti hefði það verið gert. Menn komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að það borgaði sig ekki vegna þess að búið var aö urða það djúpt í jörðu,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson. -ÓTT Merming Kvikmyndir Gísli Einarsson Regnboginn - Aftökuheimild ★ Van Damme slamm bamm! Hvað er misheppnaðra en að segja strax í fjórðu setningu löggumyndar „Hann drap félaga minn“? Segja það sama í fimmtu setningunni og láta Jean-Claude Van Damme um það. Ekki var upphafið glæsilegt en það sem fylgdi í kjölfarið var sýnu verra. Eins og það hefði vantað enn eina fangelsismyndina. Van Damme er glæsilegur á tjaldinu þegar hann þegir og bryður bein en því miöur hafa handritshöfundar ætlað honum annað og meira. Löggunni Van Damme er komið fyrir innan fangelsismúra til þess að upplýsa orsök tíðra morða á fóngum (orsökin kom vægast sagt ekki á óvart). Hann fær næg tækifæri til að valhoppa milli kjálka af ýmsu þjóðerni þar til misþyrmingaratriðin og sadistafangaverðimir taka við og svo loks lokaslagurinn við ofurmennið Óla lokbrá, sem var einmitt umtalsefni upphafssetninga mynd- arinnar. Ef þessi mynd hefði þó haft þann sóma í sér að taka sig ekki alvarlega, þá hefði dæmið kannski gengiö upp. 0, nei. Allar fangelsisklisj- urnar eru matreiddar hráar og það litla frum- lega sem boðið er upp á endist ekki lengi. Síð- asta svívirðingin er svo að myndin lítur óvenju- lega vel út, með silkimjúkum Steadicam-tökum og flottum klippingum. Þetta eykur aðeins á Jean-Claude Van Damme leikur harðsnúna löggu í Aftökuheimild. vonleysistilfinninguna og eini ljósi punkturinn er lokabardaginn fyrmefndi sem er skemmti- lega ýktur. Óh ber með tuttugu kílóa skrúflykli í Van Damme sem svarar fyrir sig með 15 fés- spörkum og þar sannast að fyrr má nú rota en dauörota oftar en einu sinni. Sá sem leikur Óla • lokbrá gæti átt góða framtíð sem vondur kall, hinum vil ég gleyma sem fyrst. Death Warrant (Band.1990) Leikstjóri: Mark DlSalle. Leikarar: Jean-Claude Van Damme (Kickboxer), Ro- bert Guillaume (Löður), Cynthia Gibb (Youngblood), Patrick Kilpatrlck. Veður Hægviöri og snjókoma á Vestfjörðum i fyrstu en annars sunnan hvassviðri eða stormur víða um land. Lægir þó talsvert vestast á landinu um tima þegar liður á daginn. Víða rigning, sist á Norðausturlandi. Hiti 5-10 stig. Akureyri rigning 9 Egilsstaðir léttskýjað 8 Galtarviti snjókoma 0 Keflavíkurflugvöllur rigning 7 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 7 Raufarhöfn léttskýjað 8 Reykjavík ' rigning 8 Vestmannaeyjar þokumóða 7 Bergen léttskýjað -4 Helsinki léttskýjað -15 Kaupmannahöfn léttskýjað 0 Osló léttskýjað -12 Stokkhólmur léttskýjað -5 Þórshöfn skúr 5 Am'Sterdam þokumóða -1 Barcelona þokumóða 5 Berlín skýjaó -7 Feneyjar skýjað -2 Frankfurt skýjað -2 Glasgow lágþokubl. -3 Hamborg snjókoma -1 London mistur 1 Lúxemborg skýjað -6 Madrid skýjað -2 Malaga heiðskírt 3 Mallorca leiftur 5 Montreal alskýjað 5 New York léttskýjað 13 Nuuk snjókoma -17 París þokumóða -5 Róm rigning 14 Valencia heiðskírt 4 Vin skýjað -10 Winnipeg alskýjað 0 Gengið Gengisskráning nr. 24. - 5. febrúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 53,950 54,110 54,690 Pund 106,926 107,243 107,354 Kan. dollar 46,547 46,685 47,027 Dönskkr. 9,5614 9,5897 9,5553 Norsk kr. w 9,4088 9,4367 9,4034 Sænskkr. 9,8305 9,8597 9,8416 Fi. mark 15,1524 15,1973 15,1896 Fra. franki 10,8225 10,8546 10,8260 Belg. franki 1,7894 1,7947 1,7858 Sviss. franki 43,1686 43,2967 43,4134 Holl. gyllini 32,6821 32,7790 32,6361 Þýskt mark 36,8335 36,9427 36,8023 It. líra 0,04899 0,04914 0,04896 Aust. sch. 5,2346 5,2501 5,2287 Port. escudo 0,4169 0,4181 0,4153 Spá. peseti 0,5859 0,5876 0,5855 Jap. yen 0,41365 0,41487 0.41355 irskt pund 97,814 98,104 98,073 SDR 78,0392 78,2707 78,4823 ECU 75,7188 75,9434 75,7921 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 4. febrúar seldust alls 9,934 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Steinbítur 0,023 91.00 91.00 91,00 Smárþorskur 1,255 95,00 95,00 95,00 Langa, ósl. 0,021 74,00 74,00 74,00 Ýsa 0,993 127,34 118,00 142,00 Þorskur 6,225 115.25 110,00 119,00 Steinbítur, ósl. 0,198 66,55 64,00 69,00 Lúða 0,306 274,80 150,00 340,00 Langa 0,094 74,00 74,00 74,00 Keila, ósl. 0,718 41,55 40,00 46.00 Hrogn 0,092 224,57 210.00 240,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 4. febrúar seldust alls 15,688 tonn. Ýsa, sl. 0,990 90,00 90,00 90,00 Ýsa, ósl. 0,091 73,74 70,00 80,00 Þorskur, ósl. 4,751 74,62 60,00 91,00 Hlýri/Steinb. 0,151 58,00 58,00 58,00 Skötuselur 0,012 370,00 370,00 370,00 Lúða 0,010 160,00 160,00 160,00 Koli 0,031 60,00 60,00 60,00 Grálúða 0,234 80.00 80,00 80,00 Blandað 0,045 42,00 42,00 42,00 Ýsa 1,081 88,63 70,00 90,00 Lýsa 0.024 50,00 50,00 50,00 Langa . 0,034 50,00 50,00 50,00 Ufsi 0,171 39,49 37,00 40,00 Þorskur 4,751 74,62 60,00 91,00 Skarkoli 0,109 74,00 74,00 74,00 Steinbitur 0,210 28,00 28,00 28,00 Karfi 8,825 52,76 49,00 53,00 Fjöimiðlar Af öðrum heimum Þaö má með sanni segja að út- varpxstöðvarnar hverfi til ýmissa heima þegar líða tekur á kvölddag- skrár þeirra. Heimar þessir eru mis- merkilegir eins og heimar sennilega eru, það er að segja þeir sem eiga aðveratil. Það viröist hins vegar ekki vera neitt grundvailaratriði hjá sumum útvarpsstöðvunum aö þeir heimar sem þær reyna aö flytja hlustendur sína í séu sennilegir, raunverulegir, gáfulegir, skemmtilegir eða vitræn- ir.Ööru nær. í gærkvöldi voru svona „heima- þættir“ á alla vega þremur útvarps- stöðvum; Bylgjunni, Aöalstöðinni og Rás 1. Og svo sannarlega voru þeir mismerkilegir og misgóðir. Á Bylgj unni voru hinar þjóðarsáttar- legu Kvöldsögur en þá hringja hlustendur inn og kvarta, kveina, gráta, hlæja eða haga sér eins þá langar til. Það er eflaust ágætt iyrir fólk að fá útrás fyrir tilfinningar sína, bældar eöa óbældar, en mér finnst að fólk ætti að gera það heima hjá sér, eitt eða með öðrum fjöl- skyldumeölimum og hlífa ókunnug- um úti í bæ við sínum sálarflækjum. Á Aðaistööinni var draumaþáttur. Ég hef aldrei skílið þennan drauma- þátt, tilgang hans eða eðli. Hvaö þá aö ég skilji mögulega þá sem hringja í þáttinn og segja frá 10 ára gömlum draumum. Ég ætla heldur ekki að reynaaðskiljahann. En á Rás 1 var einn heimaþáttur sem var veruiega góöur, vandaður og fróðlegur. Það var þátturinn Heimur múslima sem Jón Ormur Halldórsson sérum. JónOrmur ræðir um íslamska trú og áhrif hennar á stjómmál í Miðaustur- löndum og Asíu. Þetta er einmitt rétti tíminn fyrir þátt sem þennan, mitt i vestræna stríðsfréttaílóðinu sem ritskoðað er af Pentagon og breskum stjómvöldum. Nanna Sigurdórsdóttir MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.