Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. Spumingin Ferðu oft í bíó? Auður Konráðsdóttir yfirnemi: Ægi- lega sjaldan, svona einu sinni til tvi- svar í mánuði. Gróa Hafsteinsdóttir nemi: Nei, mjög sjaldan. Ef ég fer þá kemur það í skorpum. Gunnþóra Hafsteinsdóttir: Ég fer eig- inlega aldrei í bíó, það gefast fá til- efni til þess. Normandy B. del Rosario nemi: Já, um það bil einu sinni í viku. Haraldur Már Halm nemi: Já, ég fer svona einu sinni í viku. Ragnar Eggertsson nemi: Já, að minnsta kosti einu sinni í viku. Lesendur Tólf milljarða vantar í húsnæðishítina: Leggjum báknið niður Ólafur Guðmundsson skrifar: Þaö ætlar ekki að linna áföllunum af hinni opinberu forsjá sem komið var á fót fyrir tilstilli félagshyggiu- manna. Það sló óhug á marga við að heyra að nú vantaði minnst 12 millj- arða króna í hít, Húsnæðismála- stjórnar til áramóta. Forstjóri stofn- unarinnar upplýsti í viðtah að allt eins mætti búast viö að stofnunin þyrfti þó enn meira fé suma mánuð- ina, jafnvel 2-3 milljarða! - Og Seðla- bankinn og ríkiskassinn eru krafðir íjárins eins og ekkert sé sjálfsagöara! Eftir helgina, sem nú er að líöa, átti að greiða 1 milljarö króna í hús- næðislán til 800 einstaklinga en þar sem tilraunir til að leysa tjárhags- vanda stofnunarinnar báru ekki ár- angur var brugðið á gamla góða ráð- ið að leita til ríkisins sem á að reiða fram féð. - En skyldu allir þurfa á þessum lánum að halda? Hvað um skólafólkiö sem er að sækja um lán til að leggja á banka eða braska með? - Er yfirleitt nokkuð vitað til hverra þetta fjármagn fer? Ég fullyrði að þar „Æ brýnna að bankakerfið taki yfir hlutverk Húsnæðismálastjórnar." er mikil brotalöm á. Ég er alfarið á móti því að Hús- næðismálastjórn verði veitt nokkur fyrirgreiðsla. Og farið hefur 'fé betra, segi ég, þótt þessi stofnun hverfi af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt. Úr því Seðlabanki og ríkissjóður þarf að bjarga stofnuninni það sem eftir er, verður æ brýnna að láta banka- kerfið taka að sér allar lánveitingar til húsnæðismála sem og annarra framkvæmda, líkt og gert er hvar- vetna í siðuðum þjóðfélögum. Það er meira en tími til kominn að við förum nú að hætta opinberum „fyrirgreiðslum" til hins almenna borgara, og þeir einir njóti aðstoðar við húsakaup sem eru þannig settir, t.d. vegna sjúkleika eða af völdum slysa, aö þeir eiga ekki í önnur hús aö venda. - Raunar væri þeim þó betur sinnt með því að hið opinbera leigði þeim afnot af húsnæði sem þeim hentaði best. - En það ætti að ganga fyrir flestu öðru að leggja Húsnæðisstofnun ríkisins niður og einmitt nú gefst gott tækifæri. DV fjölgar í Alþýðubandalag- inu - en því miður ekki rétt! Ólafur Ragnar Grímsson skrifar: í ritstjórnargrein DV var fyrr í mánuöinum fjallað um sölu hluta- bréfa ríkissjóðs í Þormóði ramnía hf. á Siglufirði og bætt um betur í Dag- fara-grein skömmu síðar. Ekki er ástæða til að gera efnislegar athuga- semdir við þessi skrif enda er málið aht í umræðu og athugun á öðrum vettvangi eins og kunnugt er. Ég hlýt hins vegar að harma að aðstoð DV við að fjölga í flokki mín- um, Alþýðubandalaginu, var því miður byggð á sandi. Þótt alþýöu- bandalagsmenn séu fjölmargir hringinn um landið er flokkurinn ekki eins fjölmennur og haldið er fram í ritstjórnargreinum DV. Því verður að leiðrétta hér fuhyrðingar um rauðan AB-ht kaupenda hluta- bréfanna í Þormóði ramma. Engan af eigendum Drafnars hf. og Egilssíldar hf., sem keyptu hlutabréf ríkissjóðs í Þormóði ramma hf., er að finna á félagaskrám Alþýðu- bandalagsins, hvorki á Siglufirði né annars staðar, og ekki heldur á skrá stjórnmálafélagsins Birtingar, en Páll Pétursson alþingismaður hefur talið sig hafa um það traustar heim- ildir. Er mér tjáð að Páll Pétursson sé heldur ekki í því félagi og þekki þar ekki sérlega vel til frekar en í Alþýðubandalaginu almennt. Enda er Páh eins og kunnugt er framsókn- armaður aftur í aldir í beinan karl- legg. 'Um leið og ég þakka DV ágæta til- raun við að fjölga enn flokksmönn- um í Alþýðubandlaginu vil ég leyfa mér að vekja athygli blaðsins á um- mælum Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma hf., í viðtali við Mbl. 28. des. sl. þar sem fjallað er um staðhæfingar Páls Péturssonar. Þar sagði Róbert frá því „að fæstir þeirra manna sem stóðu að kaupunum hafi nokkru sinni litið Ólaf Ragnar augum fyrr en á undir- skriftadegi og væru ekki í nokkrum pólitískum tengslum við hann. „Allt tal um pólitík er helber áróður. Nú förum við sameináðir í hlutafjárút- boð og vonumst til að Siglfirðingar standi saman um öfluga útgerð og fiskvinnslu," sagði Róbert." Bið að hehsa Dagfara og Jónasi. Fylgismenn S^ddams Hussein á íslandi: Er eftirlit með þeim? Á Keflavíkurflugvelli eru varúðarráðstafanir viðhafðar líkt og á öðrum mikil- vægum flugvöllum. Kristinn Sigurðsson skrifar: Ástæða þess að ég set þetta fram nú er sú að öryggi okkar og hugsan- lega erlendra gesta geti verið í hættu. Nýlega var íraki hér á ferð og þótti sumum sem til þekktu ferð hans grunsamleg endá gaf hann upp rangt heimilisfang í Noregi. - Ætla má að hann hafi haft samband við stuðn- ingsmenn Husseins á íslandi. Hér á landi á Saddam Hussein ör- ugglega nokkra stuðningsmenn og ég tel það skyldu yfirvalda að hafa strangt eftirht með þessum mönnum sem margir lifa-hér góðu lífi án þess að vinna aö því er virðist. Ég skora á fólk að hreyfa þessu máh því ég segi fyrir mig; ég stig vissulega kvíð- inn upp í flugvél þegar ég veit að hér á landi eru menn sem í blindni hika ekki við að vinna hryðjuverk. Það er enda bein skipun frá Huss- ein til allra fylgismanna hans um heim allan (og þá getur ísland varla verið undanskihð) aö fremja hermd- arverk. - Ég spyr því enn: Hvernig skyldi eftirhti á Keflavíkurflugvelli vera háttað - er t.d. ströng gæsla um vélar Flugleiða og annarra flugfé- laga? Lesendasíða leitaði eftir upplýsing- um á Keflavíkurflugvehi, fyrst hjá skrifstofu Flugmálastjómar. Þaðan var vísað á Lögregluembættið. Hjá því embætti var því til svaraö að þaö væri ekki í verkahring embættisins að gæta eigna annarra að öllu jöfnu og vísaöi á Flugleiðir hf. - Stöðvar- stjóri Flugleiða gaf greið .syör og sagði að vissulega hefði allt eftirlit verið hert af þeirra hálfu og ýmsar varúðarráðstafanir hefðu veriö gerð- ar sem miðuðu að því að tryggja flug- vélar og önnur tæki sem væri flug- þjónustu þeirra viðkomandi. - Það virðist því sem ekki þurfi að bera sérstakan kvíðboga fyrir að leggja upp í ferð frá Keflavíkurflugvelh því þar eru a.m.k. starfsmenn vel á verði gagnvart öllu grunsamlegu. „Samlokur“ í Þjóðarsálinni Óskar Einarsson sskrifar: Ég hlustaði á þáttinn Þjóðarsál í gærkvöldi (31. jan.). Þar voru m.a. tilkvaddir þeir Einar Oddur Krisfjánsson, form VSÍ, og Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ. Þeir komu hlustendum á óvart með þvi að vera eins og algjörar „samlokur" í viðhorfi sínu til íaunafólks og þessarar marg- rædduþjóðarsáttar. - Hlustendur máttu hringja inn til að spyrja þá félagana. - Ég man ekki eftir einum einasta manni sem ekki furðaði sig á afstööu Ásmundar og fordæmdi þjóðarsátiina. Kona hringdi og spuröi Ás- mund hvort hann heföi prófað aö kaupa inn til heimihs. Hann sagð- ist hafa gert það. - En gæta verð- ur þess að Ásmundur hefur sam- kvæmt eigin upplýsingum í þætt- inum margfalt hærri mánaðar- laun en konan. Rádherraog Rík- isendurskoðun JúUus Einarsson hringdi: Mér finnst alveg stórkostleg þrætubókarlist margra stjórn- málamanna. Nú stendur fjár- málaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, í ströngu við Ríkisend- urskoðun vegna skýrslugerðar Rikisendurskoðunar um sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma. Ríkisendurskoðandi vhl ekki svara ráöherra beint, heldur Al- þingi, vegna gagnrýni róðherrans á skýrsluna. Mig minnir aö sami ráðherra hafi áður staöið í einhverjustappi við Ríkisendurskoðun. Er mál eins hæstaréttardóraarans var í sviðsljósinu á sínum tíroa vegna vínkaupamálsins blandaðist ráð- herrann óðar í það mál. - Mér finnst þessi ráðherra alltaf standa í ströngu - og einatt við Ríkisendurskoðun. Ráðistfrekar gegnsvindlinu Sveinn Sveinsson hringdi: Nú hækka öh tryggingaiðgjöld sem aldrei fyrr. Tryggingafélögin tína ýmislegt til sem á aö verða þeim til vamar en stoöar lítt gagnvart almenningi. - Einn tals- maður þeirra nefnir breytt fyrir- komulag biff eiðatrygginga þann- ig að tjónvaldar og áhættuhópar greiddu í auknura mæli hærri iðgjöld. Hann upplýsti ennfremur að þegar þeir sem valda oftast tjónum eiga að fara að greiöa refsigjöld hafa þeir oftar en ekki fært bifreiðina yfir á önnur nöfn, t.d. innan fjölskyldunnar. Svona svindl virðist fylgja íslendingum. Líklegast er hægt að vera sam- mála honum. - Nú ættu því trygg- ingafélögin að hefja herferð gegn s vindlurunum sem leika bifreiða- eigendur og tryggingafélögin svona grátt. Fordeigandi með samviskubit? María B. Óskarsdóttir skrifar: Efþannig er ástatt um einhvem þann sem ók á bifreið mina, Suzuki Swift, sem stóð fyrír utan heimUi mitt við Efstasund hér í Reykjavík aðfaranótt föstudags- ins 1. febr. sl. þá skora ég á hann að hafa samband við mig í síma 84994 eða lögregluna í Reykjavík. Vinstri hlið bíls míns stór- skemmdist en hægra ffamstefnu- ljós bíls tjónvaldsins brotnaði af við ákeyrsluna og ef að likum lætur er þá líka beygla á hægri Iilið þess bíls. Ef tjónvaldurinn er ekki tilfinningalaus með öllu þá ætti hann nú að hafa samband eða einhver sá sem kannast viö þetta atvik. í von um skjót viöbrögö. - Þökk fyrir birtinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.