Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Vanhirtar almannavarnir Fárviðrið á sunnudaginn sýndi, að íslendingar eru veí skipulagðir til átaka. Björgunarsveitir slysavarna- manna, skáta og flugbjörgunarmanna hafa á að skipa hundruðum tiltölulega þjálfaðra og vel búinna manna, sem hér gegna hlutverki eins konar heimavarnaliðs. Með aðstoð iðnaðarmanna og sjálfboðahða tókst björgunarmönnum að hefta skaðsemi fárviðrisins. Víða lögðu þessir menn sig í hættu, til dæmis á húsþökum. Almennt var sýnt æðruleysi og framtak, án þess að björgunarmenn yrðu fyrir alvarlegum meiðslum. En margt er í ólagi hjá okkur, þegar frá er skilinn þáttur björgunarsveita og starfsliðs veitustofnana af ýmsu tagi. Einkum eru forvarnir okkar í ólagi, svo sem bezt kemur í ljós af loftárásum bárujárnsplatna, sem eru árviss þáttur í fárviðri af þessu tagi. Húsbyggjendur, húsasmiðir og húseigendur þurfa að hafa handbærar tæknilegar upplýsingar um, hvernig ganga skuli frá þökum og þakplötum á þann hátt, að standist fárviðri. Þessa vitneskju ber stjórnvöldum að birta mönnum í bæklingum og á námskeiðum. Afleitt er, að nýleg hús skuli vera hættuleg umhverfi sínu, þrátt fyrir reynslu fyrri ára af þörfmni á að ganga vel frá húsþökum. Líklega þarf að koma þeirri reglu á, að með úttekt eftirlitsaðila á vönduðum frágangi geti húseigendur fengið afslátt af foktryggingum. Tryggingafélögin hafa sofið á verðinum í þessu máli sem ýmsum öðrum. Þau veita til dæmis ekki heldur afslátt af tryggingum þeirra, sem hafa brunavarnir í lagi, en borga eigi að síður tjón hinna, sem hafa allt í ólagi. Þannig stuðla tryggingafélögin að slóðaskap. Einnig er mikilvægt, að línur og tengistöðvar Lands- virkjunar og helztu rafveitna í þéttbýli séu hannaðar og reistar á þann hátt, að minni líkur séu en núna á, að rafmagn fari af í fárviðri. Svo virðist sem álagsstaðl- ar séu of lágir miðað við aðstæður hér á landi. Rafmagnið er sérstaklega mikilvægt, af því að svo margt annað mikilvægt er háð því, svo sem örbylgju- stöðvar útvarps og hitaveitur, svo og frystigeymslur fiskvinnslustöðva. Með vandaðri frágangi á línum og tengistöðvum á að vera unnt að draga úr vandræðum. Þar á ofan er æskilegt, að fleiri mannvirki. en núna séu með olíukyntar vararafstöðvar. Það gildir einkum um framangreindar örbylgjustöðvar, hitaveitur og frystigeymslur. Bezt væri að hafa sem víðast olíukyntar toppstöðvar á innanbæjarkerfum og hverfiskerfum. Eitt allra mikilvægasta öryggisatriðið er, að þjóðin auki olíubirgðir sínar úr þriggja mánaða notkun í heils árs birgðir. Við þurfum að vera búin undir olíuskort vegna atburða í útlöndum ofan á okkar eigin vandamál af eldgosum, jarðskjálftum og fárviðrum. Ekki er hægt að ætlast til, að einstakar stofnanir á borð við Ríkisútvarpið verji miklu af eigin aflafé til að bæta almannavarnir í landinu. Þjóðfélagið þarf að taka pólitíska afstöðu til að fjármagna öryggi sitt með sér- stöku framlagi til landvarna á fjárlögum hvers árs. Þjóðin hefði nóga peninga úr ríkissjóði, ef hún neit- aði sér um að leggja árlega marga milljarða til að styrkja hefðbundinn landbúnað með uppbótum, niðurgreiðsl- um, styrkjum og innflutningsbanni. Þessi þáttur kostar okkur eins mikið og landvarnir kosta aðrar þjóðir. Sá þáttur almannavarna, sem snýr að björgunar- starfi sjálfboðasveita, er í góðu lagi hjá okkur. Forvarn- ir ríkis og sveitarfélaga eru hins vegar í vanhirðu. Jónas Kristjánsson Samtök endurhæföra mænuskad- daöra - SEM-hópurinn svokallaði - eru um margt merkileg samtök. Það gæti orðið allerfitt að velja þeim einkunnarorð sem næðu því að lýsa bjartsýni baráttunnar, þol- gæði þrautseigjunnar eða hinu vonglaða viöhorfi til lífsins, sem eru svo áberandi í öllum viðræðum við þetta fólk. Best að hætta sér ekki út í það. Við sem göngum um og hlaupum á tveimur jafnfljótum mættum huga oftar og betur að þeim erfiðleikum þröskuldanna í þessu þjóðfélagi velferðarinnar sem hvarvetna mæta þessu fólki og öðrum þeim sem við hjólastól eru bundin. En af kynnum mínum við svo marga úr þessum hópi þá skal eitt ítrekað öðru fremur: Ekkert er þessu fólki fjær en að biðja okkur um einhverja vorkunnsemi, ein- hver aumingjagæði, eins og þau stundum tala um. Þvert á móti biðja þau um uppörvun og atfylgi við réttmætar kröfur sínar um þjóðfélag án þröskulda, eins og for- maður Sjálfsbjargar, Jóhann Pétur Sveinsson, hefur ásamt öðrum þar á bæ gert að kjörorði sínu. Þegar þau tala um þröskuldana í þjóðfélaginu eru þau að sjálfsögðu að tala um svo ótalmargt, sem * Áhrif skyldunotkunar bílbelta íframsœtum Heimild: Landlæknisembættið dvjrj Minna má á að til eru skýr lagafyrirmæli um beltanotkun í bifreiðum. Skilaboð í einlægri al vöru öðruvísi mætti vera í aðgengi öllu og ferlimálum almennt, svo og um aðstöðu alla í enn víöara sam- hengi fyrir það fólk, sem með óbil- andi elju er reiðubúiö til fullrar þjóðfélagslegrar þátttöku, aðeins ef öllum þröskuldum, eða sem allra flestum, er rutt úr vegi. En þrátt fyrir þetta bráðbrýna upphaf þá átti ég annað erindi við þá sem kunna að hafa nennu í sér til að hta á þetta greinarkom. Fórnarlömb umferðarinnar Einn SEM-manna kom sem sé að máli viö mig og baö mig „sískrif- andi manninn" að auka eigin leti og skrifa smápistil um umferðina - „einu sinni - einu sinni enn“. Og er nú að endursögn komið, ófull- kominni þó. SEM-vinur minn vildi fyrst og fremst vekja athygli á því að langflestir í þeirra hópi væra einmitt fómarlömb umferðarinnar og alltof oft hefði Bakkus á ein- hvern hátt verið með í spilinu. Og ótalmargt var nefnt: Allt frá einu gáleysisaugnabliki yfir í glæfra- akstur og það með áfengiö í fartesk- inu. Nú ekur þessi vinur minn sérút- búinni bifreið og ekur talsvert um segir hann og það sem vökulum augum hans mætir er allt annað en nokkur yndissjón. Það eru m.a. til stefnuljós á öllum bílum, en ekki minna en fjórðungur þeirra, sem eru úti að aka, virðast ekki hafa hugmynd um þessi nauðsynlegu hjálpartæki. Sumir iðka þann hættuleik að skipta sífellt um ak- reinar og ná þannig einum bíl framar eða svo, en valda oft ógnar- hættu fyrir bragðið. Gangbrautir eru þokkalega merktar en mikill flöldi ökumanna veit greinilega ekki um tilvist þeirra, og jafnvel þó bifreið á hinni akreininni hafi verið stöðvuð er ekið áfram á fullu eins og án allrar meðvitundar. Þeg- ar ekið er á ríflega löglegum hraða sumar flölfamar leiðir þá fer heill herskari fram úr og sumir hverfa manni á örskotsstund úr augsýn. Ógnþrungin alvara Hins vegar í öllum þessum hrað- akstri, sem menn iðka svo ótæpi- lega við allar aðstæður, þá mega menn þó eiga það að í einstökutil- KjaHariim Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ felh flýta menn sér ofurhægt, alveg öfugt við þaö sem erlendis er, og þaö er þegar fara má yfir á grænu ljósi eftir bið á rauðu og gulu. Þá hljóta margir að vera í ærnum önn- um, heimspekilegum hugleiðing- um, leitandi að nýrri stöð á tækinu sínu eða bara borandi upp í nefið á sér, alla vega - aht í einu hggur alhlestum ekkert á, einmitt þegar það gildir að eiga sæmilega snör viðbrögð. Og svo áð alvörunni allra mestu, þegar gáleysið og kæruleysið kalt komast í samflot með áfengisneysl- unni „algóðu" sem margir dýrka svo og dá. Hér vildi SEM-vinur minn sérstaka umflöllun sem mér hlyti að vera hugleikin einnig. Engum ætti að blandast hugur um hversu alvarlegar afleiðingar áfengisneyslan hefur á ýmsan veg. Einn angi þessarar ógnþrungnu alvöru birtist okkur einmitt í um- ferðarslysunum, sem ýmist valda örkumlum eða dauða. Þrátt fyrir allt þetta finnast þó svo flölmargir, sem syngja áfenginu lof og dýrð og neita með öllu að líta í átt fil skuggahhðanna skelfilegu. SEM- vinur minn sagði mér einmitt frá einum félaga sínum, sem átti þetta viðhorf æðst og efst, þar til alvaran kallaði svo átakanlega. Hann vildi einnig minna á ábyrgð þessara lof- syngjenda, svo og þeirra sem gera sér að gróðalind annarra ógæfu. Hinir raunverulegu ábyrgðaraðil- ar, allt upp í æðstu stjórnendur, eru aldrei til ábyrgðar kallaöir, þegar ósköpin dynja yfir. En auðvitað er hver og einn ábyrgur, sem ekur undir áhrifum, vitandi vel um þann voða, sem hann valdið getur. Þá væru færri í SEM-hópnum Svo mælti minn vin og mig setti hljóðan hafandi sömu hlutina fyrir augum dag hvern, hafandi varað við vímunni vondu og vá hennar sem og daufdumbum dýrkendum hennar um ærinn áraflöld. Lokaorð SEM-vinar míns voru um þetta, en svo bætti hann við, að ekki sakaöi enn einu sinni að minna á að það eru til skýr lagafyr- irmæh um beltanotkun og sú full- yrðing hans að færri væru í SEM- hópnum ef þau lög heföu lengur verið í gildi og í heiðri haldin snart mig óneitanlega. En svo sagði hann: í SEM-hópn- um eru lifandi viðvaranir til ykkar allra sem ekki gáið að ykkur, sem glannaskapurinn hefur glapið, sem áfengið hefur sljóvgað og slævt. Komdu þessu á framfæri enn einu sinni og við skulum vitna með þér af biturri reynslu - reynslu sem enginn ætti að keppa að - hvorki sjálfum sér til handa né öðrum. - Skilaboðin eru augljós og skýr. Helgi Seljan „Sumir iöka þann hættuleik að skipta sífellt um akreinar og ná þannig einum bíl framar eða svo, en valda oft ógnar- hættu fyrir bragðið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.