Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. 15 Ellert og einokunin í DV-leiðara um flugmál 30. jan- úar varð háttvirtum ritstjóra, Ell- ert B. Schram, fótaskortur á hugs- uninni þegar hann reyndi að finna stoð þeim skoðunum sínum að hér á landi eigi að vera tvö áætlunar- ílugfélög og að það hafi verið póli- tískt slys að Arnarflug lagði upp laupana. í leiðaranum dylgjar Ellert um það, algjörlega órökstutt, að dregið hafi úr þjónustu Flugleiða eftir brotthvarf Arnarflugs. Og svo ríð- ur klámhöggið. Ellert staðhæfir að Flugleiðir hafi notaö Persaflóa- stríðið sem skálkaskjól til að draga úr þjónustu við farþega og segir að þaö sé athyglisvert að þetta gerist rétt eftir að félagið sé laust við Arnarflug. Flugleiðir hafi leyft sér að fella niður flug til Frankfurt og Parísar og vitni í Persaflóastríðið til skýringar. Hann telur að meint einokunarstaða hafi gert Flugleið- um kleift að haga þjónustu við far- þega eftir geðþótta. Til saman- burðar bendir hann á að ekki hafi verið rætt um aö draga úr flugi til London þótt Bretar eigi með bein- um hætti aðild að Persaflóastrið- inu. Til áhersluauka bætir ritstjór- inn því viö að Flugleiðir hafi notað tækifærið þegar Amarflug hvarf af vettvangi til að draga saman flug til Amsterdam og Hamborgar. Ferðafólki fækkar Það er bæði ósmekklegt og ósæmilegt að staðhæfa að Flugleið- ir hafi notað hörmungarnar við Persaflóa sem einhvers konar skálkaskjól til að hagræða í rekstr- inum hjá sér. í vetraráætlun Flug- leiða voru boðin hérumbil 40% fleiri sæti í flugi en í fyrra vegna aukinnar tíðni og fleiri viðkomu-' staða. Félagið þarf því töluvert fleiri farþega en í fyrra. Ég veit satt best að segja ekki hvar ritstjóri DV hefur verið með hugann síð- ustu vikur. Hvarvetna úr heimin- um berast fréttir um rekstrar- vanda flugfélaga sem rakinn er beint til átakanna við Persaflóa. Kjallaiinn Sigurður Heigason forstjóri Flugleiða hf. Ferðafólki fækkar. Flugfélög í ná- grannalöndum okkar segja upp þúsundum starfsfólks. Sömu sögu er að segja af hótelum og ferða- skrifstofum. Daglega leita íslenskir fjölmiðlar, þar á meðal DV, eftir fréttum af því hjá Flugleiðum hvort áhrifa átak- anna gæti ekki hér í rekstrinum. Hingað til hafa Flugleiöir ekki sætt jafnmiklum áfóllum og mörg önnur flugfélög. En vissulega finna Flug- leiðir fyrir áhrifum stríðsins. Þessi áhrif koma fram á öllum leiðum, en þó mismikið. Harðast úti verða auðvitað veikustu leiðirnar. í ár reyna Flugleiðir í fyrsta sinn vetr- arflug til Parísar og vetrarflug til Frankfurt hófst fyrir einungis 2 árum. Yfir veturinn hafa Flugleiðir reitt sig töluvert á bókanir sem koma seint inn á þessum leiðum. Eftir að Persaflóaátökin hófust hef- ur lítið bólaö á slíkum farþegum. Því var félaginu nauðugur einn kostur að hætta fluginu tímabund- ið. Það er öllum ljóst að fráleitt er að slíta þetta úr samhengi við það sem er að gerast við Persaflóa. Markaðsstarf tapast Persaflóastríðið hefur komið nið- ur á fleiri leiðum nú síðustu daga. Þar á meðal eru leiðirnar til Lon- don, Kaupmannahafnar og Amst- erdam. Þetta eru meginleiðir Flug- leiða. í gegnum þessa flugvelli komast íslendingar leiðar sinnar í tengiflugi til allra heimshorna. Þess vegna er allt kapp lagt á að halda úti reglulegum ferðum þang- að. Það er auðvitað ekki óskastaða, en nauðsynlegt engu að síður. Það er rétt að undirstrika hér að Flug- leiðir geta vitaskuld ekki lagt af flug til áætlunarstaða nema í fullu samráði við og með samþykki stjómvalda. Hvað varðar flug til Amsterdam og Hamborgar er rétt að ítreka enn einu sinni, ef ritstjóri DV skyldi ekki hafa hnotið um þaö í fjölmiðl- um, að þegar Flugleiðir sóttu um heimild til að sinna flugi til Amst- erdam og Hamborgar var tekið fram í umsókninni að félagið teldi ekki grundvöll að sinni fyrir flugi allt árið til Hamborgar og fyrirætl- anir um flug til Amsterdam voru ítarlega skýrðar. Ef yfirvöld hefðu ekki fallist á þessar skýringar hefði þeim verið í lófa lagið að hafna umsókninni. Jafnframt er rétt að það komi hér fram að það er yfir- lýst stefna að byggja flug til Amst- erdam svo upp að borgin verði einn af þremur veigamestu viðkomu- stöðum Flugleiða í Evrópuflugi ásamt og með Kaupmannahöfn og London. Á undanförnum misserum hefur þess orðið vart að dagblöð hafa rýrnað þegar samdráttur varð á auglýsingamarkaðinum. Þetta eru auðvitað skiljanleg viðbrögö útgef- enda. Það er töluvert sársauka- fyllra fyrir flugfélag að fella niður feröir á mikilvæga áætlunarstaöi en fyrir útgefendur dagblaðs að fækka hjá sér blaðsíðunum. Þessar ráðstafanir eru sérstaklega erfiðar fyrir lítið flugfélag á borð viö Flug- leiðir, sem þarf að halda vel á spöð- unum til að tryggja stöðu sína á mörkuðunum. Vaxandi erlend samkeppni Á íslandi búa um 250 þúsund manns. í dag hafa 13 flugfélög heimild til áætlunarflugs milli ís- lands og annarra landa. í hverju landi sem íslendingar fljúga til er flugfélag sem getur fyrirvaralaust hafið íslandsflug. 250 þúsund ís- lendingar eiga þess nú kost að fljúga á hverju ári í beinu áætlun- arflugi til 20 viðkomustaða og að jafnaði er flogið til 15 þessara staða allt árið. Flugrekstur er afskaplega dýr. Það vita vafalítið þeir ráöamenn á DV sem stýrðu rekstri Arnarflugs. Fjárfesting Flugleiða í flugvélum í þriggja ára endurnýjunaráætlun félagsins er um 20 milljarðar króna. íslendingar gera miklar kröfur til öryggis og þjónustu. Flugleiðir kosta kapps um að félag- iö standi engum að baki í þeim efn- um. Framundan er vaxandi erlend samkeppni. Með þetta í huga tel ég að það sé raunverulega ekki spurn- ing um það hvort íslendingum tekst aö halda hér úti einu eða tveimur áætlunarflugfélögum til lengdar heldur spurning um hvort hér veröur yfirleitt hægt aö halda úti einu fyrirtæki á þessu sviði. Flugleiðir eru meðal minnstu flug- félaga í Evrópu. Leiguflug meö far- þega milli íslands og annarra landa er öllum opið drjúgan hluta úr ár- inu. Innlend og erlend leiguflugfé- lög gera út á íslandsmarkaðinn. Næsta sumar munu 8-10 flugfélög fljúga reglubundið farþegaflug milli íslands og annarra landa. Fraktflug milli íslands og annarra landa er öllum opið. Erlend frakt- félög hafa sömuleiðis gert út vélar hingað. Rúmur tugur erlendra flugfélaga hefur réttindi til aö fljúga . áætlunarflug hingað. Tvö þeirra nota þessa heimild reglu- lega. Og Ellert B. Schram talar um alræði og einokun í samgöngumál- um. Hann kann að hafa bitið sig endanlega í þá skoðun að hér á landi eigi aö vera tvö áætlunarflug- félög fyrir atbeina ríkisins. Hann verður aö fmna þeirri skoöun hald- betri rök en hann býður upp á í leiðaranum 30. janúar. Sigurður Helgason .. ekki spurning um það hvort ís- lendingum tekst að halda hér úti einu eða tveimur áætlunarflugfélögum til lengdar heldur spurning um hvort hér verður yfirleitt hægt að halda úti einu fyrirtæki á þessu sviði.“ Meðkveðjutil Norður-Þingeyinga „Aflaverðmæti á íbúa á Þórshöfn er of dýru verði keypt, þjóðin hefur ekki efni á þessu.“ Ég mun hafa látið að því liggja, oftar en einu sinni á opinberum vettvangi, að ég teldi þjóðinni vænni kostur að leggja togaraút- gerð af á Þórshöfn, við, þjóðin, hefðum hreinlega ekki ráð á þeim umsvifum. í næsta nágrenni við Þórshöfn er lítill staður sem heitir Bakkafjörð- ur. Þaðan eru gerðir út margir smábátar og íbúarnir lifa aðallega á fiskverkun, saltfiskvinnslu, og eru þar sjálfum sér nægir. Þessir íbúar á Bakkafirði eru ekki að væla og heimta úr opinberum sjóð- um. Annar staður í nánu nágrenni er Grímsey. Þar búa menn við sitt, útgerð minni báta og vinnslu sjáv- arafla án stórra fjárfestinga í fisk- vinnslufyrirtækjum. Þjóðin tekur ekki meiri þátt í rekstri þessara sveitarfélaga en annarra í þessu landi. Vonlaus togaraútgerð Togaraútgerð á rétt á sér þar sem hægt er að nýta vinnsluna að jafn- aði, þannig að hráefnið berist að eftir því sem hún getur tekið á móti. Einn togari fullnægir ekki þess- um kröfum, og þess vegna er tog- araútgerð á Þórshöfn ekki möguleg án opinberra styrkja, þ.e. að farið sé dýþra í vasa okkar, ágæti les- andi. Það er langt í frá að mér sé í nöp við Þórshafnarbúa en ég verð að KjáUarinn Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri gera þá kröfu til þeirra að þeir hggi ekki uppi á mér eða öðrum lands- mönnum, með kröfur umfram það sem almennt gerist og gengur, við höfum ekki ráð á því að gera út frá Þórshöfn togara sem alltaf eru á hausnum og við erum alltaf að borga. Sennilegt ólæsi Norður-Þingeyinga Nú er það mikill misskilningur hjá Norður-Þingeyingum, að mér hafi dottið í hug að sækja um skipr- úm á togara frá Þórshöfn. Svo langt er ég ekki leiddur og verð vonandi aldrei. Ég vona að þær hugmyndir þeirra stafi frekar af ólæsi en þvi að þeir séu að tala um hug sér. Það er nauðsynlegt að kunna að lesa það sem maður sér á prenti. Er þetta í samræmi við uppsagnar- bréfið sem einn háseti fékk á haust- dögum sem bendir til þess að for- svarsmenn útgerðarfélagsins séu ekki sendibréfsfærir og er þá ekki á góðu von. Að skrökva um hug sér Ef menn standa í biðröðum til að komast í skiprúm á togara frá Þórs- höfn, þá er ekki um mikið að tala og engin ástæða til að reka menn. Nú er það ekki tilfellið og þess vegna eru Norður-Þingeyingar að skrökva, og það er ljótt, þá kemur svartur blettur á tunguna. Það er skrök að aðeins einum manni hafi verið sagt upp hjá út- gerðarfélaginu, það er að minnsta kosti búið að reka skipstjórann af því aö hann og hans fjölskylda vilja ekki festa búsetu sína á staðnum. Aðrir hafa týnst af togaranum en lausamenn hafa flutt heimilisfang til Þórshafnar, þeim er alveg sama. Að kunna bókhald Nú birtist í grein N-Þingeying- anna yfirlit yfir aflaverömæti nokkurra útgerðarstaða á landinu. Á því yfirliti er Þórshöfn ansi hátt á blaði. í þessa mynd skortir að vísu allar venjubundnar skilaregl- ur löggilts bókhalds. í bókhaldi er til bæði debet og kredit og það þyrftu N-Þingeyingar að kunna, annars er ekki hægt að reka fyrir- tæki af neinu viti. Aflaverðmæti á úbúa á Þórshöfn er of dýru veröi keypt, þjóðin hefur ekki ráð á þessu. Ég legg ennþá til að hætt verði að styrkja togaraútgerð á Þórshöfn og hún þess vegna lögð niður. Benedikt Gunnarsson „Togaraútgerð á rétt á sér þar sem hægt er að nýta vinnsluna að jafnaði, þannig að hráefnið berist að eftir því sem hún getur tekið á móti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.