Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. 5 Fréttir Ullarsölusamningar Álafoss: Sovétmenn ræða um kaup fyrir 800 milHónir - fyrirtækið skuldar 2,5 milljarða og tapaði á þriðja milljarð á þrem árum Fulltrúar Álafoss hafa að undan- fórnu staöið í stífum samningavið- ræðum við Sovéska samvinnusam- bandið um kaup á ullarfatnaði fyrir á annað hundrað milljónir á þessu ári. Einnig eru samningar langt á veg komnir við Rússnesku innkaupa- stofnunina um sölu á ullarvörum fyrir um 650 milljónir næstu tvö ár- in. Alls er Álafoss því að semja um sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna fyrir hátt í 800 milljónir króna. Ólafur Ólafsson, forstjóri Álafoss, segist mjög ánægður með gang samningaviðræðnanna og segist vera bjartsýnn á áframhaldandi við- skipti við Sovétríkin. Hann segir að í viðskiptaviðræðum Sovétmanna og íslendinga í janúar síðastliðnum hafi náðst samningar um greiðslu skuld- ar upp á 215 milljónir vegna ullar- vörukaupa sovéskra ríkisfyrirtækja á síðasta ári. „Þeir samþykktu að skuldajafna viðskiptin við okkur með olíufarmin- um sem kom hingað til lands um miðjan janúar og er á gjalddaga 15. febrúar næstkomandi. Um leið og íslensku olíufélögin hafa gert upp skuld sina við Sovéska viðskipta- bankann, samkvæmt skilmálum, fáum við fullnaðargreiðslu frá bank- anum.“ Hvað varðar samninginn við Rúss- nesku innkaupastofnunina sagði Ól- afur að stefnt væri að undirskrift hans í lok mánaðarins. Hann segir að fyrir sölunni liggi rússnesk ríkis- ábyrgð, undirrtituð af forsætisráð- herra lýðveldisins, og bankaábyrgð frá Rússneska ríkisbankanum. Að sögn Ólafs er samningurinn við Sovéska samvinnusambandið í eðli- legum farvegi. Hann segir fulltrúa Álafoss nú vera stadda í Moskvu til að ræða um verðþróun, vörugæði, afhendingartíma og greiðslur og þó komið sé fram í febrúar þá sé það síður en svo óeðlilegt. Máli sínu til stuönings bendir hann á að á síðasta ári hafi fyrst verið gengið frá sam- bærilegum samningi í febrúar. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Álafoss um að þessir samn- ingar takist. Mikið tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins á undanförnum árum og skuldirnar miklar. Á síðasta ári nam tapið um 250 milljón krónum og á árunum 1988 og 1989 nam tapið samtals ríflega 1,9 milljörðum, upp- fært til verðlags í dag. Heildarskuldir fyrirtækisins eru taldar nema um 2,5 milljörðum. „Áfkoman batnaði milli ára um hálfan milljarð króna, fyrst og fremst vegna bættrar frammistöðu allra rekstrareininga og mikillar lækk- unar kostnaðar. Það er skoðun okkar að rekstur Álafoss eigi rétt á sér. Við erum hins vegar með gríöarlega mikla vaxtabyrði vegna skulda sem eru afleiðing mikils taps á undan- förnum árum. Við sjáum hins vegar fram á aukin umsvif og ætlum okkur til dæmis að ráða 40 manns til fram- leiðslustarfa á Akureyri nú eftir helgina. í kjölfarið mun róðurinn léttast," segir Ólafur. Þess má geta að alls eru um 370 menn í vinnu hjá Álafoss, þar af 192 á Akureyri, 15 í Hveragerði og 160 í Mosfellsbæ. -kaa Sumarhús að Kársstöðum, sem reist var sl. sumar, er gjörónýtt. DV-mynd Ingibjörg Kársstaðir 1 Álftafirði: Eins og eftir loftárás Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi: Nú er ljóst að skemmdirnar sem urðu á bænum Kársstöðum í Helgafellssveit í óveðrinu sem reið yfir landið á sunnudag eru allveru- legar. Nýtt sumarhús, sem reist var síðasta sumar, er gjörónýtt og lítur út eins og eftir loftárás. Húsið hefur lyfst af undirstöðum og færst um a.m.k. heilan metra. Annar gafl hússins er alveg farinn úr og efri hluti hins gaflsins. Milliveggir eru horfnir sem og innbú sumarhúss- ins. Geymsluskúr á Kársstaðalóðinni hreinlega sprakk fyrir framan augu íbúanna og splundraðist í all- ar áttir. Gunnar Guðmundsson, bóndi á Kársstöðum, sem var á leið út til þess að færa nokkra bfla sem stóðu í grennd við húsið, horföi á þar sem skúrinn virtist lyftast upp og sundrast síðan. í húsinu var byggingarefni sem hann hugðist nota við byggingu nýs íbúðarhúss á Kársstaðajörðinni. Við spreng- ingu skemmdust fjórir bflar. Einn- ig jafnaðist gamla íbúðarhúsið við jörðu en það var þó mjög illa farið fyrir. Bærinn Kársstaðir stendur í botni Álftaijarðar og er innsti bær- inn í Helgafellssveit. Þar er oft mjög sviptivindasamt, enda eru há fjöll á þrjá vegu. Faðir Gunnars bónda á Kársstöðum, Guðmundur Gísla- son, sagðist í samtali við DV ekki muna eftir öðru eins veðri og gekk yfir á sunnudaginn. Rafmagn fór af bænum og komst ekki aftur á fyrr en aðfaranótt þriðjudags. Þá hafði rafmagnsvei- tunni borist liösauki norðan úr Húnavatnssýslu, undir stjórn Braga Reynis Axelssonar. Raf- magniö fór hins vegar aftur af á þriðjudagsmorguninn, enda var þá orðið allhvasst. Á bænum Hólum í Helgafellssveit urðu engar skemmdir á mann- virkjum en hins vegar fauk þar heyhleðsluvagn sem er í eigu Gunnars Guðmundssonar, bónda á Kársstöðum. Hafnamefnd Grindavikur: Flutninqaskip taki haf nsögumann Hafnarnefnd Grindavíkur sam-' þykkti á fundi í vikunni að fara fram á það við samgönguráðuneytið að flutningaskip yrðu skylduð til að taka hafnsögumann í Grindavikur- höfn í framtíðinni. Það mun síöan verða háð samþykki ráðuneytisins hvort tilmælin komast í framkvæmd. Bjarni Þórarinsson, hafnarstjóri í Grindavík, sagðist reikna með að ef tilmælin yrðu samþykkt yrði auglýst eftir hafnsögumanni. Sjópróf vegna norska skipsins Miröndu, sem ný- lega tók niðri fyrir utan Grindavík- urhöfn, hafa ekki farið fram en þau veröa haldin í Noregi. Eins og fram hefur komið vildi skipstjórinn ekki fá aðstoð hafnsögumanns, þegar Mir- anda yfirgaf höfnina fyrir skömmu, með þeim afleiðingum að skipið tók niðri í svokallaðri innsiglingar- rennu. Að sögn Jóns Eysteinssonar, bæj- arfógeta í Grindavík, hefur lögregla lokið viö framburðarskýrslur sem unnar voru eftir að Miranda sökk skammt vestur af Sandgerði. Gögnin verða bráðlega send til Noregs. Kristján Guðmundsson hjá rann- sóknarnefnd sjóslysa sagði við DV að þætti hennar væri lokið vegna Miröndu þar sem ekki væri um ís- lenska hagsmuni að ræða. -ÓTT V-g.Vt 6vAz.accA^ Sdiviarz SEGÐU HONUM AÐ ÞÚ HAFIR EKKI LÆRT HEIMA! - # I u iTAfl fttiiMnn fiu j \\1nel9rgofuen COP As an undercovér cop...he’s in a class by himself. FRUMSÝNING Á FYRSTU ALVÖRUGAMANMYNDINNI 1991 FÖSTUDAGINN 8. FEBRÚAR ! LAUGARÁSBÍÓI Frábær gaman- og spennumynd þar sem Schwarzenegger sigrar bófaflokk með hjálp leikskólakrakka. Með þessari mynd sannar jötunninn það sem hann sýndi í „TWINS", að hann getur meira en hnyklað vöðvana. v- Leikstjóri: Ivan Reitman (TWINS). Aðalhlutverk: Schwarzenegger og 30 klárir krakkar á aldrinum 4-7 ára. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 12 ára laugarásbió

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.