Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDÁGUR 8. FEBRÚAR 1991. 33 Lífsstfll Tómatar Verð í krónum DV kannar grænmetismarkaðinn: Tómatar og paprika hækka í verði - litlar breytingar á öðrum tegundum Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum; Bónusi Faxafeni, Fjarð- arkaupum Hafnarfirði, Hagkaupi Skeifunni, Kjötstöðinni Glæsibæ og Miklagarði við Sund. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar samanburðarverslan- irnar selja eftir vigt. Til að fá saman- burð þar á milli er grænmeti í Bón- usi vigtað og umreiknað eftir meðal- þyngd yfir í kílóverð. Umtalsverð hækkun varð á meðal- verði á tómötum milli vikna og nam hækkunin 15%. Meðalverðið er nú 271 króna. Hagstæðasta verðið á tó- mötum var í Bónusi en þar var kíló- verðið 158 krónur. Á eftir komu Kjöt- stöðin 258, Fjarðarkaup 268, Hagkaup 298 og Mikligarður 374. Munur á hæsta og lægsta verði var 137%. Meðalverð á gúrkum hækkaði lítið eitt eða um 1% frá í síðustu viku og er nú 294 krónur. Gúrkur voru ódýr- astar í Bónusi á 168, síðan kom Hag- kaup 299, Fjarðarkaup 326, Mikli- garður 328 og Kjötstöðin 350. Munur á hæsta og lægsta verði á gúrkum var 108%. Örhtil lækkun varð á meðalverði á sveppum sem nam 1% og er það nú 493 krónur. Sveppir voru ódýrastir í Bónusi, en þar var kílóverðið 326 krónur. Kjötstöðin kom næst með 448, síðan Mikligarður 545, næst Hag- kaup 564 og loks Fjarðarkaup 580 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum var 78 af hundraði. Meðalverð hækkaði um 2% á grænum vínbeijum frá í síðustu viku og er það nú 349 krónur. Græn vín- ber voru á hagstæðasta verðinu 1 Bónusi á 233 krónur. Næst kom verð- ið í Fjarðarkaupi 315, Hagkaupi 355, Miklagarði 366 og Kjötstöðinni 475. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínbeijum var 104%. Töluverð hækkun varð á meðal- verði á grænni papriku. Hækkunin nam 17% og er meðalverðið í þessari viku 323 krónur. Lægsta verðið á papriku var í Bónusi 181, á eftir fylgdu Fjarðarkaup 316, Mikligarður 341, Hagkaup 379 og Kjötstöðin 398. Munurinn á hæsta og lægsta verði á grænni papriku var 120%. Sama meðalverð er á kartöflum í þessari viku og þeirri síðustu eða 77 krónur kílóið. Lægsta verðið á kart- öflum var í Bónusi 55 krónur, næst kom Fjarðarkaup 75,50, Hagkaup 82, Mikligarður 82,50 og Kjötstöðin 89 krónur. Það munaði 62 hundraðs- hlutum á hæsta og lægsta verði á kartöflum. Meðalverð á blómkáli var eina meðalverðið sem lækkaði að ráði milli vikna. Lækkunin nam 18 pró- sentum og er það nú 188 krónur. Lægst var verðið í Fjarðarkaupi 99 krónur, síðan kom Mikligarður 173, Kjötstöðin 232 og Hagkaup 249. Blóm- kál fékkst ekki í Bónusi. Verðmunur á hæsta og lægsta verði nam 152%. Sama meðalverð er á hvítkáli nú og í síðustu viku, 103 krónur kílóið. Hvítkál var ódýrast í Bónusi á 95, skammt á eftir Mikligarður 98, Fjarð- arkaup 99, Hagkaup 109 og Kjötstöðin 115 krónur. Tiltölulega lítill munur var á hæsta og lægsta verði á hvít- káli, en hann nam 21 af hundraði. Lítil lækkun varð á meðalverði á gulrótum. Lækkunin var 5% og er meðalverðið nú 135 krónur. Gulræt- ur voru á hagstæðasta verðinu í Bón- usi á 97, Fjarðarkaupi næstlægst á 130. Verðið í Hagkaup var 138, Mikla- garði 144 og Kjötstöðinni 165 krónur. ÍS Blómkál var eina tegund grænmetis þar sem meðalverðið lækkaði að ráði milli vikna i könnun DV. Sértilboð og afsláttur: Saltkjöt og baunir í Bónusversluninni Faxafeni var saltkjöt frá Kjamafæði á tilboðsverð- inu 399 krónur kílóið enda sprengi- dagur í nánd. Einnig var hægt að fá hjá þeim gular baunir frá Kötlu 400 g á 49 krónur, bacon frá Kjamafæði á 595 krónur kílóið og Ópal negra- kossa, sex stykki saman í bakka, á 99 krónur. í Fjarðarkaupi var á tilboðstorginu hægt að kaupa ijómaskyr, 150 g, á 45 krónur, vanilluíspinna, 10 saman í pakka, á 249 krónur, Sviss Miss súkkulaðidrykk, 8 í pakka, á 198 krónur og loks kók í tveggja lítra flöskum á 149 krónur stykkið. Meðal sértilboða í Hagkaupi Skeif- unni voru rófur á 45 krónur kílóiö og Pillsburys hálfbaunir, 454 g, á 69 krónur pakkann sem tflvahð er að nota á sprengidag. Auk þess vom Kind and Gentle bleiur, 3 tegundir, 40-44 stykki, á 899 krónur og ör- bylgjupopp frá Favorite á 99 krónur pakkinn. í Kjötstöðinni Glæsibæ vom guiar Pillsbury baunir, 'A kg, á 79 krónur pakkinn og 250 g af kalifornískum rúsínum, steinlausum, á 52 krónur. Gul epli voru á afsláttarverði, 59 krónur kílóið, og sömuleiðis nektar appelsínusafi, 11, á 94 krónur. Cirkel kaffi 500 g kostaði 219 krón- ur í Miklagarði við Sund. Auk þess var tilboðsverð á Honey Nut Cheeri- os, 400 g, 221 króna, Hy Top kókó- malt, 452 g, kostaði 189 og hægt var að gera góð kaup í 6 htra mslakörf- um með fótstigi frá Curver, en þær kostuðu 645 krónur stykkið. -ÍS SVEPPIR -1% I ‘O 0Q l 580 326 VINBER +2% I 'O 0Q I 475 233

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.