Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Qupperneq 28
36 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991. Jarðarfarir Sighvatur Bjarnason málarameistari lést 29. janúar. Hann fæddist á Akra- nesi 17. september 1911. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason og Helga Sigríöur Bjarnadóttir. Sighvatur lauk námi í málaraiön og fór að því loknu utan til Danmerkur og Svíö- þjóöar og dvaldi þar viö störf og list- nám í um áratug. Eftirlifandi eigin- kona hans er Jórunn Ármannsdóttir. Þeim hjónum varö þriggja barna auðið. Útfór Sighvats veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Jóhann L. Gíslason skipasmíða- meistari lést 31. janúar. Hann fædd- ist á Bíldudal 20. desember 1911. For- eldrar hans voru Gísli Jóhannsson og Leopoldína Guömundsdóttir. Eft- irlifandi eiginkona hans er Fjóla Símonardóttir. Jóhann starfaði lengst af viö bátasmíðar. Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. Stefán Þorvaldsson lést 31. janúar. Hann fæddist 28. mars 1928. Hann lauk prófi í framreiðslu áriö 1945 og fór þá í framhaldsnám til Sviss þar sem hann lagði stund á nám í hótel- og veitingahúsarekstri. Einnig fór hann síðar til Bandaríkjanna og tók þar námsbraut í alhliða barfræðum og við barþjónustu starfaði Stefán mestan hluta ævi sinnar. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Jónsdótt- ir. Útför Stefáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Magnús Guðjón Stefánsson, Klapp- arstíg 6, Sandgeröi, lést á heimili sínu aðfaranótt 4. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju, Garði 9. fe- brúar kl. 14. Vernharður Sveinsson, fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri, Laugargötu 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. fe- brúar kl. 13.30. Garðar Pétur Magnússon frá Akur- gerði, Háholti 28, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 8. febrúar, kl. 14. Helga Jónsdóttir, Frambæjarhúsi, Eyrarbakka, sem lést 30. janúar sl., verður jarðsungin frá Eyrarbakka- kirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 13.30. Kristján Fjeldsted bóndi, Ferjukoti, verður jarðsunginn frá Borgames- kirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 11. Guðjón Pétur Tryggvason, dvalar- heimilinu Jaöri, Ölafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Tiikyiiniiigar Jólabónus Lukkutríós Þann 1. febrúar sl. var dregið í jólabónus Lukkutriós. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1 glæsileg skiðaferð til Austurrík- is, samtals að verðmæti kr. 190.000, nr. 198.975. 2 Macintosh Classic 1 tölvur, hvor á 110.000, nr. 148.880, og 153.294. 30 konfektkassar, hver á kr. 3.000, nr.: 4691, 6519,9594,31940,37143,53960,84918,85070, 85210, 102488, 112749, 114733, 122055, 122309, 123867, 128672, 137576, 160093, 178048, 182255, 211549, 213738, 216310, 223439, 232078, 235818, 247281, 248533, 253844, 259650. Samtals verðmæti vinn- inga kr. 500.000. Kvæðamanna- félagið Iðunn verður með þorrablót að Hallveigarstöð- um laugardaginn 9. febrúar nk. og hefst það kl. 20 með borðhaldi. Á hátíðinni verður flutt fjölbreytt skemmtidagskrá í tali og tónum. Blótsgestiur kvöldsins verður Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum. Félag eldri borgara Opið hús í dag í Risinu frá kl. 13. Frjáls spilamennska. Göngu-Hrólfar hittast á morgim, laugardag, í Risinu kl. 10. Dans- kennsla í Risinu á laugardag. Kl. 14 fyrir byrjendur og kl. 15.30 fyrir lengra komna. Einnig er danskennsla í Nýja danskólan- um kl. 16.30 að Ármúla 17. Opið hús í Goðheimum við Sigtún á sunnudag. Kl. 14 frjálst spO og tafl, ki. 20 dansað. Aðal- fundur félags eldri borgara verður hald- inn á Hótel Sögu, sunnudaginn 17. febrú- ar nk. kl. 14. Ferðaáætlun Ferða- félags íslands Ferðaáætlun Ferðafélags íslands fyrir árið 1991 er komin út og í henni er að finna upplýsingar um ferðir Ferðafélags íslands, Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Ferðafélags Akueyrar og Ferðafélags Skagfirðinga. Ferðafélagið skipuleggur rúmlega tvö hundruð ferðir á þessu ári sem skiptast í dagsferðir, helgaiferðir og sumarleyfisferðir. Mest er fjölbreytnin í dagsferðum enda eykst fjöldi þess fólks ár frá ári, sem vill rölta með félaginu á sunnudögum, og getur þá valið um gönguferð á láglendi, fjöll eða í fjöru. Urval á skipulögðum helgarferðum hefur aukist og slíkar ferðir alla mánuði ársihs þó flestar á sumrin, fjölskylduferðir til Þórsmerkur og Landmannalauga eru í júlí og ágúst. Skipulagðar ferðir um „Laugaveginn" þ.e. frá Landmannalaug- um til Þórsmerkur verða 18 í ár og auk þeirra verður um að velja tuttugu aðrar sumarleyfisferðir. Lengd sumarleyfis- ferða er frá 4 dögum upp í 10 daga og eru þetta ýmist öku- og gönguferðir eða gönguferðir með viðlegubúnað. Fundir Aðalfundur Gerplu í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í íþróttamiðstöð ISÍ í Laugardal. Venjuleg aðalfimdarstörf. ■ ? : Sjö lionsklúbbar sam- einastumgjöf til Greiningarstöðvar ríkisins Lionsklúbbamir Fjölnir, Freyr, Engey, Eir, Týr, Víðarr og Lionsklúbbur Sel- tjamamess færðu Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins nýverið að gjöf hjálp- artæki fyrir fótluð börn að verðmæti nær ein milljón króna. Þ.á m. em hjólastóll, baðstóll, baðlyfta og sérsmíðaðar kerrur. Tækin em forsenda bættrar þjónustu við alvarlega hreyfihömluð böm og ung- menni en unnið er að því við Greiningar- stöðina að koma á regiubundnu eftirliti með þessum hópi fatlaðra sem jafnan þarfnast mikillar og samhæfðrar þjón- ustu af hálfu sérfræðinga á mörgum svið- um. Lionsfélagar hafa áður stutt ötullega við Greiningarstöðina. Lionsklúbburinn Týr hefur nánast frá upphafi starfsem- innar í Kjarvalshúsi, þ.e. í háifan annan áratug, gefið fjölda gjafa og klúbbfélagar lagt af mörkum vinnu í þágu starfsem- innar. Meiuiiiig__________p „Dimmt er lífið ogdauðinn“ Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla- bíói í gærkvöldi þar sem fluttar voru Myndbreytingar eftir Richard Strauss og Ljóð af Jörðu eftir Gustav Mahler. Hljómsveitarstjóri var Perti Sakari og ein- söngvarar Ruthild Engert-Ely frá Þýskalandi og Seppo Ruphonen frá Finnlandi. Tónleikarnir hófust á verki Strauss sem er nokkuð óvenjulega útsett þar sem strengjasveit er skipt í hópa fimm hljóðfæra að fráteknum kontrabössum sem eru þrír. Þetta gefur heldur dökkan lit sem lífgað er upp á með mörgum einleiksbútum sem skiptast milh hljóð- færaleikaranna. Verkið er fallegt og vel gert en allt of langt miðað við innihald og of einslita. Flutningur hljómsveitarinnar var svolítið misjafn, stundum nokk- uö góður en á öðrum stöðum óskýr og jafnvel óhreinn. Vankantar hljómburðar Háskólabíós koma skýrt fram í verki af þessu tagi. Nú má segja það með sanni eftir þær ágætu almennu framfarir sem hljómsveitin hefur tekið á undanförnum árum aö ekkert stendur henni eins fyrir þnfum og hljómburður hússins. Það er all- sendis ótækt aö bíða í þá fyrirsjáanlegu áratugi sem það mun taka að byggja fína tónleikahúsið sem hefur verið í teikningu undanfarin allmörg ár. Hér þarf eitt- hvað að gerast strax. Ljóð af jörðu er samið við þýskar þýðingar á kín- verskum ljóðum frá 8. öld. Lítiö fer fyrir því sem kaha mætti kínverskan anda í verkinu þrátt fyrir þetta. Tónlistin er eins þýsk og hún getur veriö með traustan grunn í Wagner gamla og er ekkert verri fyrir það. Hins vegar tekst Þorsteini Valdimarssyni ágætlega að kalla fram stemningu sem í huga íslendings a.m.k. ht- ur kínverskt út, eins og t.d. í ljóði Li-Po um lystihúsið í tjöminni sem er úr grænu og hvítu postulíni; „Mas- andi sitja þar málvinir að drykkju / í saumlögðum kirtlum / sumir aö skrifa kvæði. // Silkiermum sveipar upp í gáska / og silkipottlok / renna aftur á hnakka." Þetta verk Mahlers er íburðarmikið að því leyti að mjög stór hljómsveit er til kvödd og lengi framan af gerist ekki mikið sem gripur athyglina eða afsakar tilstandið. í síðasta ljóðinu, Kveðjustund, kemur hins vegar réttlætingin á öhu saman. Hér kemur snilld Mahlers fram svo að segja í hnotskurn. Efniviöurinn er lítill, örfá einföld stef sem eru endurtekin aftur og aftur í þrástefsstíl en aldrei þó alveg eins heldur sí- feht lítillega breytt eða hagrætt. í þessari tilbrigðahst birtist andríki tónskáldsins á glæsilegastan máta í hljómsveitarútsetningunni, sem er í senn frumleg, listileg og óendanlega fjölbreytt. Hér mæddi mjög á Tónlist Finnur Torii Stefánsson tréblásurum hljómsveitarinnar sem voru mun fjöl- mennari en venjulega og komust þeir frá þeim starfa með prýöi. Flutningur hljómsveitarinnar var annars nokkuð misjafn og stundum losaralegur einkum framan af. En í síðasta laginu féllu hlutir betur saman eins og fyrir áhrifamátt tónhstarinnar og skapaðist þá mjög góð stemmning sem greinilega hreif áheyrendur. Svip- að gilti um söngvarana. Tenorinn Ruohonen söng að vísu sómasamlega frá byrjun þótt án tilþrifa væri. Altsöngkonan Engert-Ely virtist hins vegar aldrei ætla að komast í gang og mátti fínna henni flest til foráttu og einungis af kurteisisástæðum sem ekki er farið frek- ar út í þá sálma nú. í Kveðjustundinni hins vegar var sem söngkonan væri loks upphituð og tók hún að losa sig við agnúana einn af öðrum þar til hún var loks farin að synga af hreinni innlifun og beint til hjarta áheyrenda sem nokkrum mínútum áður höfðu verið fullir efasemda og vangaveltna um hvort ástæða væri til að flytja inn svona söngkonu með ærnum tilkostn- aði alla leið frá Þýskalandi. Nú var þessi sama kona skyndilega orðin hetja allra. Svona eru nú vegir listar- innar. Bíóhöllin: Rocky 5 ★★ Grýtt leið af tindinum Rocky V byijar strax á eftir bardaganum við rúss- neska risann Drago, sem var svo eftirminnilegur fyrir 5 árum, en í staö farsæls endis þeirrar myndar fáum við að sjá hvemig Rocky skelfur og titrar og á erfitt um mál. Höfuðhöggin hafa tekið sinn toll og hann lýs- ir því yfir að hann sé sestur í helgan stein. Það er hins vegar búið að selja steininn undan honum því Kvikmyndir Gísli Einarsson svikull lögfræðingur glutraði'niður öllum auöæfum Ijölskyldunnar. Þau snúa aftur í gamla hverfíð og Rocky tekur að sér að þjálfa ungan kýli, Tommy Gunn, í von um frama á öðra sviöi. Ágjarn umboðsmaður (Gant) er harðákveðinn í að koma Rocky aftur í hring- inn og beitir til þess öllum brögðum, jafnvel að koma upp á milli þeirra Tommy, sem Rocky hefur tekið ást- fóstri við um leið og hann vanrækir son sinn, Rocky Jr. (Sage Stallone). í stað þess að halda áfram með yfirkeyrðar bardaga- myndir eins og síðustu tvær Rocky-myndirnar, þá ein- beitir Stallone, sem skrifaöi einnig handritið, sér nú að mannlegu hhðinni á Rocky sem hefur verið afskipt síöan í fyrstu myndinni. Auk þess hefur John G. Alvidsen tekið við leikstjórastólnum af Stallone og hjálpar það við að koma seríunni aftur niður á jörðina. Sagan er beinagrind ein og fullnægir kröfum um ágætlega smíðað handrit. Það vantar að vísu ahan frumleika og kraft og innsæi en í staðinn er það vand- ræðalaust og fylgir fast settri sögu sem hægist aldrei á. Stallone slær aldrei feUnótu en hann er líka bara að spila Gamla Nóa. Leikhópurinn stendur sig líka vel. Stallone hefur sennilega ekki veriö betri frá því í upphafi ferhs síns. í þetta skiptið er Rocky aftur orðinn hálfgerður ein- feldningur, auðtrúa, sem aUtaf, en líka Utið ringlaður. í fyrsta sinn fékk ég það á tilfinninguna að Stallone væri hættur að taka sig of alvarlega og þyrði að taka áhættu. Litla, en áhættu samt. Alvöru boxarinn Tommy Morrison er furðugóður sem Tommy Gunn, Rocky Balboa setur upp ögn fyrirferðarminni hanska í 5. og síðustu lotunni. síðasta hvíta vonin í hringnum og sömu sögu má segja um Sage, 13 ára son Stallone. Richard Gant stelur öll- um sínum atriðum sem hinn ákafi umboðsmaður sem notar sér hvert tækifæri til þess að koma Rocky aftur í hringinn. Rocky 5 er alls ekki slæm en hverjum er ekki sama? Stallone hefur tekist að gera óþörfustu mynd ársins en hann gerir hana skammlaust. Rocky V (Band. 1990) Handrit: Sylvester Stallone (Cobra, Rocky 1-4). Leikstjórn: John G. Alvidsén (Rocky, Karate Kid 1-3) Kvikmyndataka: Steven Poster (Someone to Watch Over Me) og Victor Hammer. Leikarar: Stallone, Talia Shire (Godfather), Burt Young, Ric- hard Gant (The Freshman, Internal Affairs), Tommy Morri- son, Burgess Meredith, Sage Stallone.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.