Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. Fréttir Kvosarskipulagið: Gömul hús og kofar hverfa úr miðborginni - Qöldi þekktra húsa vikur fyrir breyttri legu á Tryggvagötu Eimsklp Bifreiöa- igeymsla Strætisvagnar Veitinga rekstur/ iammage þjónustumiðstöð ásamt bifreiða- geymslu. Verða áfangastöðvar SVR í Hafnarstræti og Lækjargötu þá flutt- ar þangað. Að sögn ívars Eysteinssonar, starfsmanns Borgarskipulags, er gert ráö fyrir að norðan við hús Rammagerðarinnar að Hafnarstræti 19 verði reist einlyft verslunar- og veitingahúnæði og að Hafnarstrætið verði lokað fyrir umferð, frá Lækjar- götu að Pósthússtræti. ívar segir kvosarskipulagið einnig gera ráð fyrir að Hafnarstræti 21, þar sem Zimsen og Borgarbílastöðin eru til húsa, og bensínstöð Esso, hverfi á brott. Sama gildir um Pylsuvagninn, hús Svörtu pönnunar og önnur hús austast í Tryggvagötu. -kaa Bakhúsið að Hafnarstræti 19 og nokkur kofaskrifli, sem þar eru á lóðinni, voru rifin í vikunni. Um er að ræða skúra, meðal annars gamla kolageymslu, og tvílyft timburhús sem grunnur var lagður að árið 1875. Húsið var upphaflega byggt af M. Smith, kunnum athafnamanni og kolakaupmanni í Reykjavík, en síðar stækkað og endurbætt af Jóni O.V. Jónssyni kaupmanni. Um aldamótin voru þau hluti af Thomsens Maga- síni. Árið 1925 lét Helgi Magnússon byggja þrílyft steinsteypuhús í klass- ískum stíl á lóðinni fyrir framan það, nú þekkt sem hús Rammagerðarinn- ar. Síðan þá hefur lítið farið fyrir þessu húsi og í bókstaflegri merk- ingu fallið í skuggann af „nýbygging- unni“ sem Einar Erlendsson húsa- meistari teiknaöi. í Kvosarskipulaginu frá 1987 er gert ráð fyrir breyttri legu Tryggva- götunnar og að í eystri enda hennar norðanverðri verði strætisvagna- og Bakhúsið að Hafnarstræti 19, við Koiasund, hefur nú verið rifið og mun héðan í frá heyra sögunni til. Svipuð örlög bíða fjölda annarra húsa í ná- grenninu samkvæmt Kvosarskipulaginu og til dæmis verður húsið að Hafn- arstræti 21, Zimsen og Borgarbílastöðin, að víkja, enda mun Tryggvagatan sveigja yfir grunn þeirra. DV-mynd S BREYTINGAR A TRYGGVAGÖTU IJ Byggmgar '%/ Lokaö fyrir umferð Stjórnarskráin: skipting Alþingis Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá lýð- veldisins íslands. Þar er gert ráð fyrir allnokkrum breytingum og þeim ef til vill merkustum að Alþingi verði ein málstofa i stað tveggja og að Alþingi starfi alit árið. Gert er ráö fyrir að þetta frum- varp verði samþykkt á þessu þingi. Síðan hefur veriö rætt um að Alþingi komi saman strax að loknum kosningum í vor og sam- þykki frumvarpið öðru sinni vegna þess að tvö þing þurfa að samþykkja breytingar á stjórnar- skránni til þess að þær verði að lögum. Þar með tæki breytingin gildi þegar Alþingi kemur saman næsta haust. Som fyrr segir er gert ráð fyrir að deildaskiptingu Alþingis verði hætt og það starfi í einni mál- stofu. Starfstíma Alþingis verði breytt og þaö starfi allt árið. Sam- komudagur þingsins verði færð- ur frá 10. október til 1. október. Frestur til þingrofs verður stytt- ur þannig að ekki líði nema einn og hálfur mánuður frá því til- kynnt er um þingrof þar til þing- kosningar fari fram. Þá eru breytingar varðandi setningu bráðabirgðalaga. Þau falla úr gildi hafi Alþingi ekki samþykkt þau eöa lokið afgreiðslu þeirra innan mánaðar frá því að þau eru sett. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að taka megi alþingis- mann fastan fyrir skuldir án leyf- is þingsins. í rúma öld hefur slík frelsissvipting verið óheimil. Fellt er brott ákvæði um eiðvinn- ingu þingmanna. Kveðiö er skýr- ara á um meðferð fyrirspurna og skýrslna á Alþingi. Þetta má teþa helstu breyting- arnar. Einnig er að fmna í frum- varpinu smærri breytingar, sem og orðalagsbreytingar á ýmsu er varðar störf þingsins og siði sem þarerhaldiöuppi. -S.dór í dag mælir Dagfari_________________________ Álver, álver, hvar ert þú? Nú er illt í efni. Álverið er á fór- um. Álverið verður aldrei byggt. Álverið sem átti að bjarga þjóðar- hagnum, krötunum og atvinnulíf- inu á Reykjanesi er að verða að gjalti í höndunum á okkur. Við ættum að vera búnir að tala meir um þetta álver. Stjórnmá- laumræðan hefur vart snúist um annaö heldur en álver eða ekki ál- ver. Ráðherrarnir eru búnir að æsa sig ofan í rass vegna þeirrar gagn- rýni sem fram hefur komið gagn- vart álverinu. Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra hefur lagt allt undir og var í rauninni búinn að semja um álver, áður en Davíð Oddsson og Páll Pétursson gripu fram fyrir hendur hans og tóku upp þráðinn. Alþýðubandalagið er á móti álveri en neyddist til að vera með því. Sjálfstæðisflokkurinn er með ál- veri en neyddist til að vera á móti því. Jóhannes Nordal var búinn að ganga frá samningum en neyddist til semja upp á nýtt. Og þeir hjá Atlantal hópnum voru svo gott sem búnir aö ákveða að byggja þetta álver en neyðast nú sennilega til að hætta við bygginguna. Annaðhvort hafa Atlantal menn- imir haft okkur aö fíflum, eða þá að við höfum haft þá að fíflum. Fundir hafa verið haldnir ýmist vestan hafs eða í Rúgbrauösgerð- inni, London eða Atlanta og svo hafa verið haldnir fundir til að ákveöa að halda fundi og menn hafa meira segja skrifaö undir að þeir mundu skrifa undir og ekki má gleyma fundargerðinni frægu, þar sem þess var getið að sú fund- argerð yrði staðfest á næsta fundi. Svo var haldinn stærsti fundur- inn hér heima, þegar alhr voru kallaðir saman til að undirrita samning um að þeir mundu undir- rita samning ef samningar tækjust. Þá varð uppi fótur og fit og Davíð Oddsson fékk Pál frá Höllustöðum og ahaballana í lið með sér til að stöðva þessa samninga sem ekki voru neinir samningar. Það var þá sem ákveðið var að Davíð og Páh gengju frá samningum sjálfir og hafa þeir verið á stöðugu ferðalagi síðan, þar sem frá því hefur verið skýrt aö samningar hafi þokast en þeir séu samt ekki komnir nærri eins langt og fyrri samningar sögðu til um. Menn hafa hist í London til að fara yfir stöðuna og ákveðið að halda næsta fund i New York tU að fara yfir þá stöðu sem skapast hafði eftir að farið var yfir stöðuna á fyrri fundi. Fór greinilega vel á með þeim PáU og Davíð en þess hins vegar ekki getið hvernig fór á með þeim Páli og Davíð gagnvart þeim mönnum sem þeir voru að semja við. Enda algjört aukatriði meðan þeir Páll og Davíð gátu talað saman. Allt miðaði þetta sem sagt í rétta átt, þangað til sprengjan sprakk á síðasta fundi. Þá kom nefnUega í ljós að þaö hafði gleymst hvernig fiármagna átti álverið og þeir hjá Atlantal hópnum sögðu sem var að þeir ættu enga peninga og hefðu ekkert lánstraust og þeir gætu því miður ekki byggt álverið fyrr en vitað væri hvort þeir ættu fyrir því. Þannig standa málin og engar líkur eru auðvitað á því að pening- ar fáist nema þá að íslendingar láni Atlantal peninga tU að byggja álve- rið fyrir sig en það kostar fleiri fundahöld og fundargerðir og með- an Persflóastríðið geisar geta Atl- antal menn ekki ferðast vegna þess að þeir eru svo ríkir og merkilegir menn að þeir hafa ekki efni á því að deyja frá öllum peningunum. Já, nú eru góð ráö dýr fyrir þjóð- arhag og krata og KaUa Steinar á Reykjanesi sem búinn var að lofa atvinnu út á atkvæðin. Og nú er illt í efni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem var með álveri en neyddist tíl að vera á móti því meðan Davíð var ekki í samninganefndinni. Það verður líka hart í ári hjá Páli á Höllustöðum sem var meö álveri en á móti álveri, meðan ekki var annað vitað en að álverið yrði byggt. Nú getur hvorki Sjálfstæöis- flokkurinn né Páll verið á móti ál- veri sem ekki verður byggt og kratarnir geta heldur verið með álveri sem enginn hefur efni á að byggja fyrir þá. Svona getur farið fyrir góðum málum sem ekki verða góð fyrr en þau eru oröin vond. Þetta hafa menn upp úr því að vera á móti málum sem þeir eru með. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.