Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991.
5
Fréttir
Skipulag Reykjavíkurhafnar:
Miðbakki breikkaður
um þrjátíu metra
- lægi Akraborgarinnar færist til
Nú er verið að leggja síðustu
hönd á samvinnuverkefni borgar-
skipulags, borgarverkfræðings og
hafnarinnar um framtíðarskipulag
hafnarsvæðisins og mun gamla
höfnin og næsta nágrenni taka
miklum breytingum frá því sem
nú er. Reikna menn með að fram-
kvæmdirnar kosti um um 300 millj-
ónir króna á núvirði.
Samkvæmt samþykktu Aðal-
skipulagi Reykjavíkur 1984-2004
verður Vesturhöfnin áfram íiski-
höfn, svo og hluti Austurhafnar-
innar, og gert er ráð fyrir að Faxa-
markaður verði áfram starfræktur
þar.
Miðbakki verður breikkaður um
30 metra og mun Geirsgata færast
yfir á hann. Ein af ástæðunum fyr-
ir að Miðbakki er breikkaður svo
mikið er sú að menn gæla við þá
hugmynd að grafa bílagöng undir
bakkann. Það verk er hins vegar
mjög kostnaðarsamt og tala menn
um aö ódýrasta lausnin muni ekki
kosta undir milljarði króna.
Tryggvagatan verður húsagata og
því ekki sú umferðargata sem hún
er í dag eftir aö umferðarþungan-
um hefur verið beint um Geirsgötu
sem verður stofnbraut.
i austurhluta Tryggvagötu verð-
ur reist fjögurra hæða hús sem
verður nýtt að hálfu sem aðstaða
fyrir SVR og að hálfu sem bíla-
geymsluhús.
Grófin verður lokuð bílaumferð
og eru tillögur um að hún verði
gerð að gönguaðkomu fyrir hafnar-
svæðið.
Fyrirhugað er að gera við bryggj-
urnar og er þaö verk raunar hafið
því nú er unnið að þvi að endur-
byggja Faxagarð en þar verður
lægi Akraborgarinnar í framtíð-
inni. Þar sem bifreiðastæði eru nú
fyrir Akraborgina mun í framtíð-
inni rísa bifreiöageymsluhús.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hannesi Valdimarssyni hafnar-
stjóra er ekki ljóst hvenær fram-
kvæmdir á svæðinu hefjast að
fullu. Nú er unniö við aö kynna
þessi framkvæmdaáform í ráðum
og nefndum borgarinnar og svo
þarf að kynna þau fyrir hagsmuna-
aðilum við höfnina. Að öllum lík-
indum verður hafist handa innan
eins eða tveggja ára. -J.Mar
Leikfélag Akureyrar:
Ættarmótið að nálgast metið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Aösóknin hefur verið betri en við
þorðum nokkru sinni að vona og við
munum halda áfram sýningum fram
undir mánaðamót," segir Þórey Að-
alsteinsdóttir, fjárreiðustjóri Leik-
félags Akureyrar, en leikritið Ættar-
mótið eftir Böðvar Guðmundsson,
sem félagið hefur sýnt að undan-
fómu, er á góðri leið með aö verða
það íslenskt verk sem mesta aðsókn
hefur hlotið á Akureyri.
Fimmtánda sýning var í gærkvöldi
og fjórar sýningar eru eftir um helg-
ina og er uppselt á þær allar og hefur
verið uppselt á allar sýningarnar til
þessa. Allt bendir til þess að sýning-
arnar verði um 30 talsins áður en
lýkur en þau íslensk verk, sem oftast
voru sýnd til þessa, voru Piltur og
stúlka árið 1988 og Fátækt fólk sem
einnig er eftir Böðvar Guðmundsson
voru sýnd 24 sinnum.
Olíubirgðastöð
Gönguleiö með
útsýnisstað
Fyllingar. Gert er ráð fyrir
um 6 ha aukningu á land-
rými fram til ársins
2004.
Hafnsögu-
bátar
Sportbátahöfn
Verbúðar-
bryggjur
Akraborg
Smábátalægi \
Nýtt hringtorg
Löndun
smábáta
Grófarbgkki
--..„.MVRARGArX
Miðbakki t
Hugmynd að nýta hús Skipaútgerö-
ar rikisins fyrir Landhelgisgæslu,
Slysavarnafélagið eða Hafrann
sókn.
Strætisvagnar,
bílageymsla
DVJRJ
Útgerð og þjónusta við
fiskvinnslu
Hugmynd er um að gera hringleið, gönguleið um
Örfirisey með göngubrú yfir Eyjagarð
Miðbakki breikkaður um 10 metra og aukið
við legupláss við Austurbakka. Geirsgata
breikkuð og tengd Sætúni og Mýrargötu
sem tengibraut.
Göngustigur meö útsýnis-
og áningarstöðum.
Alþýöubandalagið á Austfjörðum:
Hjörleif ur og Einar efstir
Skelfiskframleiðendur:
Vonir um útf lutning á
skelf iski til Frakklands
Framboðslisti Alþýðubandalags-
ins fyrir alþingiskosningarnar var
samþykktur samhljóða á kjördæmis-
þingi um síðustu helgi. A þinginu
kom fram óánægja Seyðfirðinga með
þá tillögu forvalsnefndar að hafa tvo
Norðfirðinga efsta á listanum. Gerðu
þeir aðra tillögu um röðun á hstann
en báru hana síðan til baka þegar
frambjóðendur ljáöu ekki máls á að
taka þau sæti sem Seyðfirðingar
lögðu til, að hafa Einar Má Sigurðar-
Skipan þriggja efstu sætanna á
framboðshsta Alþýðuflokksins fyrir
alþingiskosningarnar í vor var
ákveðin á aukafundi kjördæmisráðs
í síðustu viku.
Kjördæmisþing Alþýðubandalags-
ins á Vestfjörðum smþykkti um helg-
ina niðurröðun á framboðslista
flokksins fyrir alþingiskosningarn-
ar. Er listinn í samræmi við niður-
stöður forvals sem fram fór í janúar.
son í fjórða sæti og Björn Grétar
Sveinsson í öðru. Var tillaga forvals-
nefndar síðan samþykkt samhljóða.
Efstu sæti listans skipa þessi:
1. Hjörleifur Guttormsson, 2. Einar
Már Sigurðarson, 3. Þuríður Back-
man, 4. Álfhildur Ólafsdóttir, 5. Sig-
urður Ingvarsson, 6. Björn Grétar
Sveinsson, 7. Öm Ingólfsson, 8.
Oddný Vestmann, 9. Guðrún Ragna
Aðalsteinsdóttir og 10. Aðalbjörn
Björnsson. -hlh
Efstu sætin skipa: 1. Sighvatur
Björgvinsson alþingismaður, 2. Pét-
ur Sigurðsson, formaður Alþýðu-
sambands Vestfjarða, og 3. Björn Ingi
Bjarnasonfiskverkandi. -hlh
Efstu sætin skipa:
1. Kristinn H. Gunnarsson, 2. Lilja
Rafney Magnúsdóttir, 3. Bryndís
Friðgeirsdóttir, 4. Magnús Ingólfsson
og 5. Jón Ólafsson.
-hlh
„Það er örugglega arðbært að
flytja ferskan skelfisk á markaði í
Suður-Evrópu. Það fæst töluvert
hærra verð fyrir hann þar en fyrir
frystan skelfisk,“ segir Pétur Stef-
ánsson hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna.
Nú er tilbúinn til undirritunar í
sjávarútvegsráðuneytinu gagn-
kvæmur samningur milh íslend-
inga og Frakka sem gerir okkur
kleift að flytja út lifandi skelfisk til
Frakklands og Frökkum sömu af-
urðir hingað til lands.
íslendingar hafa á undanförnum
mánuðum sent nokkrar tilrauna-
sendingar af ferskum skelfiski til
Frakklands og hefur gengið vel að
selja fiskinn.
„Það á eftir að þróa markaöskerf-
ið ytra. Viö höfum sent nokkrar
tilraunasendingar á Frakklands-
markað og þær- hafa hkað mjög
vel. Þetta er alveg ný útflutning-
svara og það á eftir að vinna
trausta markaði fyrir hana. Sá
ferskfiskur, sem íslendingar hafa
hingað til flutt út, hefur allur farið
til vinnslu en skehiskinum er ætlað
að fara beint á borð neytenda. Það
þarf því að þróa nýja markaði fyrir
þessa afurð,“ segir Pétur.
„Viö höfum flutt út töluvert af
ferskum skelfiski til Suöur-Evrópu.
Th dæmis fluttum við út um 30
tonn af ferskum humri síðasthðið
sumar og gekk vel að selja hann.
Einnig höfum við flutt út heitu-
kóng og skeljar til Skandinavíu og
hefur þeim afurðum verið vel tekið
þar. Það er hins vegar óhemju
vinna að vinna nýja markaði fyrir
ferskan skelfisk og það mun taka
tíma. Ég er hins vegar sannfærður
um að þessi atvinnugrein á eftir
að skila arði ef vel veröur staðið
að markaðsmálum," segir Eiríkur
Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
íslensks skelfisks í Sandgerði.
Ellert Vigfússon og Hörður Harð-
arson, kafarar í Stykkishólmi, hafa
unnið að þróunarverkefni í sam-
vinnu við Hafrannsóknarstofnun
þar sem þeir hafa kannað út-
breiðslu og magn ígulkera á
Breiðafirði. Síðastliðið sumar voru
flutt út nokkur hundruö kíló af
þeim.
„Þaö er örugglega hægt að hafa
gott upp úr útflutningi á ígulkerum
ef rétt er haldið á spilunum. Við
fluttum út í tilraunaskyni töluvert
magn th Frakklands síðastliöið
sumar og gott verð fékkst fyrir
þau. Sömuleiðis hafa ígulkerin ver-
ið flutt th Japans en þar hefur ekki
fengist nægjanlega hátt verð til að
það borgi sig að senda þau á þann
markað,“ segir Ellert.
-J.Mar
Alþýöuflokkurinn:
Efstu sæti á Vestfjörðum
Alþýðubandalagið:
Framboðslistinn á Vestfjörðum