Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. Viðskipti Peningamarkaðurinn: Ávöxtun verðtryggðra lána og óverðtryggðra er svipuð Ávöxtun verðtryggðra og óverð- tryggðra útlána hjá bönkum og sparisjóðum er nú mjög svipuð, eða í kringum 8 prósent umfram verð- bólgu. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Vísbendingar, vikurits Kaup- þings um viðskipti og efnahagsmál. Tímaritið birtir meðfylgjandi línu- rit af ávöxtun verðtryggðra og óverð- tryggðra útlána. Þar kemur glöggt í ljós að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa nánast staðið óhaggaðir í næstum tvö ár eða frá árinu 1989. Þeir eru bein lína í kringum 8 pró- sent umfram verðbólgu. Raunvextir óverðtryggðra lána sveiflast hins vegar verulega á sama tíma. Þar leikur verðbólgan stærsta hiutverkið. Vaxandi verðbólga á sama tíma og nafnvöxtum er haldið óbreyttum lækkar raunvexti veru- lega. Athyglisvert er að óverðtryggð út- lán gáfu bönkunum verulega meiri tekjur en verðtryggð lán á tímabilinu frá október 1989 til maí í fyrra. Sigmundur Guóbjarnason háskóla- rektor. Sjónvarp Háskólans: „Fyrirtækí haf a tekið okkur vel“ Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor segir að þau fyrirtæki innan einkageirans, sem Háskólinn hefur rætt viö um aðild að sérstakri sjónvarpsstöð Háskólans, hafi tekið hugmyndinni vel. „Þetta er fyrst og fremst á umræðu- stigi, Við höfum reifað hugmyndina en ekki fengið nein fóst loforð ennþá. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum hvort einkageirinn sé tilbúinn í samstarf.“ Sigmundur segir að Háskólinn hafi rætt óformlega við Svavar Gestsson menntamálaráðherra um hugmynd- ina og hann sé aö athuga máliö. - Er ætlunin að stofna hlutafélag um þessa sjónvarpsstöð?. „Það er verið að skoða rekstrar- formið. Hlutafélag kemur allt eins til greina. Háskóhnn á hlut í nokkrum félögum með einkageiranum og nefn: ég Tækniþróun hf., Tæknigarð hf. og tvö líftæknifélög sem dæmi þar um.“ Hugmyndin er aö sjónvarpsstöö Háskólans sýni fyrst og fremst fræðslu- og kennsluefni. fóru að gefa meira af sér fyrir bank- ana. í október og nóvember hafa óverð- tryggð lán verið lántakendum mun hagstæðari en verðtryggð en um þessar mundir er að komast á jafn- vægi þarna á milli, eins og sést á línu- ritinu. í Vísbendingu er flallað um lausa- fjárhlutfall banka og sparisjóða í des- ember og segir að það hafl verið að- eins 11,7 prósent að jafnaði á meðan lausaijárskyldan er 12 prósent. „Nokkrar stofnanir þurfa að greiða mikla refsivexti til Seðlabankans af því sem á vantar.“ Ennfremur segir að ásókn í lánsfé sé meiri en framboð gefi tilefni til. Við slíkar aðstæður sé erfitt að sjá að tilefni sé til raun- vaxtalækkunar á lánamarkaði. Fjallað er um sölu ríkisskuldabréfa og það markmið ríkisins að lækka vexti. „Með verðbréfasölu þrengir ríkið að almennum lánamarkaði þannig að minna fé verður afgangs fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem __________________________ Stríðið við Persaflóa hefur víða áhrif: Stóiri ferðakaupstef nu hérlendis líklega frestað Horfur eru á að stórri ferðakaup- stefnu, Nordic Travel Mart, sem halda á hérlendis dagana 22. til 25. apríl í Laugardalshöll, verði frestað. Ástæðan er lítill þátttaka sem aftur má rekja beint til þeirrar óvissu sem ríkir í alþjóðamálum. Áætlað var að á hátt í fj ögur hundr- uð gestir kæmu til landsins vegna kaupstefnunnar. Fari svo að henni verði frestað er um nokkurn skell að ræða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bjargey Elíasdóttir, sem undirbúið hefur kaupstefnuna, segir að tals- verðar líkur séu nú á að kaupstefn- unni verði frestað en ákvörðun þar að lútandi verði tekin næstkomandi mánudag á fundi undirbúnings- nefndar kaupstefnunnar í Stokk- hólmi. Nordic Travel Mart er kaupstefna sem haldin er á vegum ferðamála- ráða Norðurlandanna og helstu flug- félaga á Norðurlöndunum. Hún hefur verið haldin fimm sinn- um áður á hveiju Norðurlandanna. Sú sem nú er í deiglunni er sú sjötta í röðinni og í fyrsta skiptið hér á landi. Á kaupstefnuna koma kaupendúr ferðaþjónustu frá Asíu og Ameríku. Að sögn Bjargeyjar eru það sérstak- lega Bandaríkjamenn sem dregið hafa úr ferðalögum vegna stríðsins fyrir botni Persaflóa og þeirrar óvissu sem þaö skapar í alþjóðamál- um. NJOTUM LANDS -NfÐUMEI Ferðamálaráð íslands Ifc riftmZ Líkur eru á að islensk ferðaþjónusta verði fyrir áfalli á næstunni en útlit er fyrir að ferðakaupstefnan Nordic Travel Mart, sem halda átti í fyrsta skipti hérlendis í apríl, verði frestað. Kaupstefna sem þessi krefst mikils undirbúnings þátttakenda. Þannig eru í handbók kaupstefnunnar, sem gefin ér út mjög tímanlega, getið um hverjir sýna þannig að kaupendur geti pantað með fyrirvara einkavið- töl viö sýnendur. ■ Líklegast er að ferðakaupstefnunni verði frestað um eitt ár eða til næsta vors. -JGH Ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra lána % - umfram breytingar á lánskjaravísitölu - 16 12 8 4 0 Nóv. '89 Jan. '90 Maí'90 Ágúst'90 Nóv.'90 Mars'91 Svona hefur lánamarkaðurinn litið út gagnvart lántakendum síðasta eitt og hálft ár, samkvæmt Vísbendingu. Ekki er annað að sjá en mestallt tíma- bilið hafi verið hagstæðara fyrir lántakendur að taka verðtryggð lán. í fyrravor kom stutt tímabil þar lægri raunvexti. Það breyttist hins sem óverðtryggð lán voru með aðeins vegar í júlí þegar óverðtryggðu lánin Fjárfestingarfélagið: Hörður hættur við að selja Höröur Jónsson, byggingarverk- taki og stærsti einstaklingurinn á meðal hluthafa í Fíárfestingarfélag- inu, segist hættur við að selja bréf sín í félaginu að sinni. Hann fékk tvö tilboð í bréfin en hafnaði þeim báð- um. „Ég er hættur við að selja hlut minn í Fjárfestingarfélaginu að svo stöddu. Utkoma félagsins á síðasta ári var góð og félagið hefur aldrei staðið betur en núna. Ég tel því betra að eiga bréfin áfram en selja þau,“ segir Hörður. Hlutur Harðar í Fjárfestingarfélag- inu er um 6,8 prósent og að nafn- veröi um 14,3 milljónir króna. Á Verðbréfaþinginu eru hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu skráð á kaup- gerjgi. i,28 og söíugengi 1,35. ./j „Mér bauðst kauptilboð á genginu 1,80. Ég taldi það ekki nóg. Eg hefði að minnsta kosti viljað fá gengið 2,00. Enda er eiginíjárstaða félagsins það sterk að það er vart raunhæft að selja á lægra verði en genginu 2,00 þrátt fyrir að skráð gengi bréfanna á Verö- bréfaþinginu sé lægra,“ segir Hörð- ur. -JGH vilja fá lán. Jafnvægi næst aðeins á lánamarkaðnum með hærri vöxtum en áður.“ -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3-3,5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Lb.Sp 6mán. uppsögn 4-4,5 Sp 12 mán. uppsögn 5 Lb.lb 18mán. uppsögn 10 lb Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp Sértékkareikningar 3-3,5 Lb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema ib Innlánmeð sérkjörum 3-3.25 ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,25 Bb Sterlingspund 12-12.6 Sp Vestur-þýskmörk 7,75-8 Bb.Sp Danskar krónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð r Almennirvixlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupqenqi Almennskuldabréf 13,5-14,25 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(vfirdr.) 17,5 Allir Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,75 Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 13,25-14 Lb SDR 10,5-11,0 Lb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb Sterlingspund 15,5-15,7 Allir nema Sp Vestur-þýsk mörk 10,75-11,1 Lb.lb Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. jan.’ 91 13,5 Verðtr. jan. 91 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalafeb. 3003 stig Lánskjaravísitalajan. 2969 stig Byggingavísitala feb. 565 stig Byggingavísitala feb. 176,5 stig Framfærsluvísitala jan. 149,5 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,353 Einingabréf 2 2,895 Einingabréf 3 3,516 Skammtimabréf 1,795 Kjarabréf 5,264 Markbréf 2,803 Tekjubréf 2,050 Skyndibréf 1,568 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,567 Sjóðsbréf 2 1,823 Sjóðsbréf 3 1,782 Sjóðsbréf 4 1,540 Sjóðsbréf 5 1,074 Vaxtarbréf 1,8088 Valbréf 1,6954 Islandsbréf 1,112 Fjóröungsbréf 1,064 Þingbréf 1,110 Öndvegisbréf 1,100 Sýslubréf 1,119 Reiðubréf 1,090 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6.88 Eimskip 5,64 5,92 Flugleiðir 2,43 2,55 Hampiðjan 1,76 1,84 Hlutabréfasjóðurinn 1,76 1,84 " Eignfél. lönaðarb. 1.91 2,00 Eignfél. Alþýðub. 1,40 1,47 Skagstrendingur hf. 4,15 4,35 Islandsbanki hf. 1,45 1.52 Eignfél. Verslb. 1,36 1,43 Olíufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2,28 2,38 Tollvörugeymslan hf. 1,07 1,12 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3,50 3,68 Olís 2,15 2.28 Hlutabréfasjóður ViB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 1,01 islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = lslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.