Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. 9 Útlönd Skilríki þátttakenda i þjóöaratkvæðagreiðslunni í Litháen könnuð. Simamynd Reuter Verðstríð á flugleiðum yfir Atlantshaf: Fargjöldin falla um þriðjung á einni nóttu Flugfélög, sem fljúga með farþega yfir Atlantshaf, eru komin í verðstríð eftir að British Airways ákvað að lækka fargjöld til að bregðast við minkandi sölu á farmiðum. Fólk beggja vegna Atlantshafsins virðist mjög hrætt að ferðast eftir að stríðið magnaöist við Persaílóa og alþjóðleg- ir hryðjuverkahóar hótuðu að láta til sin taka á Vesturlöndum. Sagt er að menn kaupi sér ekki far á þessari leið nema brýna nauðsyn beri til. British Airways tilkynnti í gær að fargjöld lækkuðu um þriðj- ung. Jafnframt var tilkynnt að óhjá- kvæmilegt væri að segja upp 4000 starfsmönnum til að draga úr tapi á flugrekstrinum. Öll helstu flugfélög heimsins hafa átt í erfiðleikum á síðustu mánuðum og nú bætist við alvarleg kreppa vegna Persaflóadeilunnar. í Banda- ríkjunum hafa nokkur þekkt flugfé- lög þegar fengið greiðslustöðvun og virðist fátt geta bjargað.þeim frá gjaldþroti. Viðbrögð við lækkun fargjalda hjá British Airways hafa verið snögg síð- asta sólarhringinn. Þýska ílugfélagið Lufthansa boðaði þegar sérstök af- sláttarfargjöld. Félagið hefur þegar fækkað ferðum yfir Atlantshaf um 23 á viku en á vegum þess voru farn- ar 109 ferðir vikulega áður en Persa- flóadeilan hófst. Hollenska ílugfélagið KLM hefur einnig tilkynnt að það ætli að lækka fargjöld. Fastlega er búist við að flest önnur tlugfélög fylgi í kjölfarið þrátt fyrir aö fjárhagsstaða þeirra sé óvenjuslæm um þessar mundir. Reuter Landsbergis biður RÖSE um aðstoð Vytautas Landsbergis, forseti Lit- háens, lýsti því yfir í gærkvöldi að það væri ósk litháiska þingsins að haldin yrði ráðstefna um Litháen og réttindi Eystrasaltslandanna á veg- um RÖSE, Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. „Við höfum ekki sett nein tímatakmörk fyrir slíkri ráðstefnu en það segir sig sjálft að við höfum ekki áhuga á að bíða í til dæmis tíu ár,“ sagði Landsbergis. Það er álit hans að staða Litháens hafl styrkst verulega við það að yfir níutíu prósent þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálf- stæði landsins á laugardaginn skyldu hafa sagt já. Þess vegna ættu önnur ríki að taka upp stjórnmála- samband við landið á ný auk þess sem Litháen ætti að verða aðili að Sameinuðu þjóðunum. Þingið í Litháen samþykkti í gær að yfirlýsingin „Ríkið Litháen er sjálfstætt lýðræðislegt lýðveldi" skyldi verða hornsteinninn í nýrri stjórnarskrá sem nú er verið að semja. Var vísað til niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslunnar á laugardag- inn. Á fundi með fréttamönnum í gær kvaðst Landsbergis ekki útiloka samkomulag við sovésk yfirvöld um að sovéskir hermenn yrðu áfram í Litháen eftir að landið hefði fengið sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Um yrði þó að ræða vissan aðlögunar- tíma. Litháar lýstu yfir ánægju sinni í gær með að sovéskir hermenn skyldu ekki hafa gert tilraunir til að trufla atkvæðagreiðsluna á laugar- daginn eða talningu atkvæða. Sumir óttast þó að herinn láti til skarar skríða þegar allir vestrænir frétta- menn og sendinefndir hafa yfirgefið landið. TT og NTB Réttarhöldum yfir Winnie Mandela frestað: Vitni sagt rænt Nokkrum mínútum eftir að Winnie Mandela, eiginkona blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, hafði lýst sig saklausa af ákæru um mannrán og árás í hæstarétti í Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku í gær var réttarhöldun- um frestað þegar saksóknari lýsti því yfir að helsta vitni hans heföi verið rænt. Því hefur verið haldið fram að vitnið, sem nú er horfið, hafi verið rænt og misþyrmt af sjálfskipaðri lífvarðasveit Winnie Mandela. Auk þess eru lífverðirnir og Mandela sökuð um að hafa rænt þremur öðrum ungum blökkumönnum frá gistihúsi Meþódistakirkjunnar í Soweto fyrir tveimur árum. Þeir eru sagðir hafa verið fluttir til heimilis Mandela og misþyrmt þar. Einn þeirra fannst síðar látinn í skurði og var einn af fyrrum líf- vörðum Mandela dæmdur til dauða í fyrra fyrir morðið á honum. Winnie Mandela segir lífverði sína hafa tekið unglinga frá gisti- húsinu til að vernda þá gegn presti sem hefði misnotað þá kynferðis- lega. Hún vísar á bug ásökunum um að ráðist hafi verið á þá og þeir hafðir í haldi á heimili hennar. Nelson Mandela var ekki við- staddur réttarhöldin í gær en þá var einmitt ár liðið frá því að hann var látinn laus eftir 27 ára fangels- isvist. Hann lét nægja að fylgja konu sinni að dómshúsinu þar sem Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela fylgdi i gær konu sinni Winnie til hæstaréttar en var ekki viðstaddur sjálf réttarhöldin. Simamynd Reuter stuðningsmenn Afríska þjóðar- ráðsins fögnuðu honum og konu hans. Átök brutust út milli stuðn- ingsmanna ráðsins og lögreglu við komu hjónanna og bað Nelson Mandela lögregluna um að reyna aðstillatilfriðar. Reuter íbúar Rio de Janeiro í Brasilíu halda kjötkveðjuhátíð sína með miklum látum ár hvert. Þar gefa menn öllum hvötum lausan tauminn áður en fastan gengur í garð og menn lifa við meinlæti þar til upprisu frelsarans verður fagnað. Sambaskólar borgarinnar keppa í list sinni. Hér má sjá félaga i Beija-Flor skólanum berjast fyrir sigurlaununum. Simamynð Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.