Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Side 11
f f" ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. 11 UÚönd BLAÐAUKI UM VETRARFERÐIR Á MORGUN Meðal efnis í blaðinu verður umfjöllun og upplýs- ingar um skíðasvæði í nágrenni Reykjavíkur og Akureyrar. Upp á hvað bjóða ferðaskrifstofurnar í skíða- og árshátíðarferðum innanlands og utan? Dorgveiði o.fl. o.fl. Erlendir þjóðhöföingjar vemdaðir í bandarískum lögum: Lögleysa að drepa Saddam - íraksforseti má aðeins falla fyrir slysni Á fyrsta degi gagnsóknar banda- manna gegn írökum var sprengium varpað á forsetahöllina í Bagdad og hún jöfnuð við jörðu. Eftir það er vitað til að flugmenn bandamanna hafi látið sprengjur falla á staði þar sem menn áttu von á að Saddam Hussein héldi sig. Á sama tíma hafa bæði George Bush Bandaríkjaforseti og Norman Schwartskopf, yflrmaður herafla bandamanna í Saudi-Arabíu, lýst því yfir að það sér ekki markmið fjöl- þjóðahersins að drepa Saddam - harðstjórinn er ekki sjálfur skot- mark í þessu stríði. Saddam hefur lengst af á tíma loft- árásanna á írak dvalið í skotheldum byrgjum, annaðhvort undir rústum forsetahallarinnar eða öðrum byrgj- um í Bagdad. Að sögn eru loftvama- byrgin mörg og geta hýst hundruð þúsunda ef ekki milljónir manna. Þessi byrgi eru skotmörk banda- manna í lofthernaðinum. Von bandamanna er auðvitað sú að írakar taki af þeim ómakið og . steypi Saddam af stóli sem allra fyrst og losi þjóðina þannig við ógæfuna sem fylgir því að búa við harðstjórn. Major sagði það berum orðum John Major, forsætisráðherra Breta, hefur einn ráðamanna í bandaiaginu gegn írökum látið þau orð falla að hann myndi ekki gráta þó Saddam Hussein kæmist ekki lífs af úr þessu stríði. Það var strax eftir að írakar hófu að sýna myndir af stríðsfóngum í sjónvarpinu og létu þá vitna gegn hemaði bandamanna. Bush tók Major á orðinu og hefur oftar en einu sinni vitnað til orða samherja síns. Engan þarf heldur að undra þótt ráðamenn í Washington gráti krókódílatárum frétti þeir af andláti Saddams. Samt hefur Bush t.d. aldrei sagt það berum orðum að hann vilji Saddam feigan heldur vitnað til orða annarra um það. Ein ástæða fyrir þessu er að það er ekki viturlegt að gera Saddam að píslarvotti í baráttunni fyrir frelsun Kúvæts. Það eykur aðeins á samúð með honum í löndum araba og myndi einnig gera hann að stríðshetju ef hann liföi stríðið af. Vernd í bandarískum lögum Foringjarnir fyrir liði Bnadaríkja- manna eru þó ekki aðeins ,að hugsa um alþjóðastjórnnmál þegar þeir tala varlega um endalok Saddams. Málið er að þeim er beinlínis bannað að segjast vilja vita hann dauðan. Sama var uppi á teningnum þegar Ronald Reagan lét varpa sprengjum á Gadd- afi Líþýuleiðtoga árið 1986. Upphaf þessa máls er að árið 1976 lét Gerald Ford, þáverandi forseti Bandaríkjanna, setja í reglur að eng- inn sem „tekur að sér störf fyrir Bandaríkin má leggja á ráðin um launmorð“. Þessi sérkennilega regla varð til í eftirleik Watergate-hneykslisins þeg- ar m.a. kom á daginn að leyniþjón- ustan CIA hafði tekið þátt í tilraun- um til að ráða leiðtoga erlendra ríkja af dögum. Þar var Fidel Castro á Kúbu efstur á lista. Ein hugmyndin, sem varð til í herbúðum CIA, var að eitra fyrir leiðtogann. Urðu að breyta reglunni fyrir Noriega Eftir þetta var boði reglunnar frá 1976 hlítt allt til þess að Bandaríkja- mönnum var nauðugur einn kostur að koma fyrrum skjólstæðingi sin- George Bush hefur aldrei sagt frá eigin brjósti að hann vilji Saddam Hus- sein feigan. Hann hefur hins vegar vitnað til orða Johns Major um það og það er allt annað mál. Símamynd Reuter Stealth-þotumar: Fljúga óséðar á hverri nóttu Bandarísku sprengjuþotumar F-117 Stealth hafa farið í árásar- ferðir yfir írak á hverri nóttu allt frá því gagnsókn bandamanna hófst 17. janúar. Þoturnar eru þeim eiginleika gæddar að sjást ekki á ratsjá og flugmennirnir segja aö írakar hafa aldrei komið auga á þær í árásarferðum. Fyrir utan að líta furðulega út eru þær alsvartar og því aðeins notaðar að nóttu til. Fréttamenn hafa ekki fengið að skoða þessar þotur fyrr en í heimsókn Dick Cheney varnar- málaráöherra til Saudi-Arabíu. Þá voru tvær vélar sýndar og öllum að óvörum eru þær allar í Saudi- Arabíu en ekki í Tyrklandi eins og gefið var í skyn áöur. Mikil leynd hvílir hins vegar yfir hvar þær hafi bækistöðvar og ekki er heimilt að segja frá hvort það er fyrir norðan, sunnan, austan, vestan eða í miðju landinu. Stealth-þoturnar fara alltaf einar í árásarferðir og engar flugvélar fylgja þeim til verndar. Þær em einkum notaðar til árása á fram- línu íraka en einnig á brýr og vegi. Enginn veit með vissu hvað vélarn- ar eru margar. Þó er talið að ekki séu mikið fleiri en 20 í Saudi- Arabíu. Reuter um, Manuel Noriega, forseta í Pa- nama, frá völdum. Þá var öldunga- deild Bandaríkjaþings á móti því að ráðast með herliði gegn Noriega vegna þess að herförin gæti leitt til að þess að forsetinn léti lífið. Niðurstaðan varð sú að reglan frá 1976 var túlkuð upp á nýtt og sagt að hún gilti ekki þótt erlendur þjóð- höfðingi félli óviljandi fyrir hendi Bandaríkjamanna. í ljósi þessarar túlkunar var ráðist með hervaldi gegn Noriega í desember árið 1989 í þeim tilgangi að koma yfir hann lög- um. Við hinu var ekkert að gera þótt svo slysalega tækist að leiðtoginn félli í árásinni. Óhapp ef Saddam fellur Sama túlkun var höfð að leiöarljósi aðfaranótt 17. janúar þegar sprengj- um var varpað á stjórnstöðvar íraska hersins í Bagdad. Tilgangurinn var að eyðileggja stöðvarnar fyrir hern- um og ekkert við því að gera þótt Saddam Hussein fengi þá rauðan belg fyrir gráan - fyrir slysni.' SKIPARADIO H/F Furuno- kennsla/sýning Dagana 13., 14. og 15. febrúar frá kl. 14.00 til 17.00 verður kennsla í notkun á eftirfarandi Furuno-stað- setningartækjum: LC-90 Loran, LP-1000 Loran/- Plotter, GP-500 GPS og GP-1500 GPS/Plotter. Komið og lærið á þessi tæki og kynnið ykkur hvaða Furuno-tæki við höfum upp á að bjóða í bátinn, skipið eða togarann. Allir velkomnir. SKIPARADÍÓ H/F Fiskislóð 94, Reykjavík - sími 20230, fax 620230

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.