Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. 23 ' Smáauglýsingar Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis- mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 91-671130 og 91-667418. ■ Bflar til sölu Toyota LandCruiser '85, bensín, ekinn 109.000 km, upphækkaður, 35" dekk. Einnig Toyota Corolla ’86, ekinn 74 þús. Uppl. i síma 91-75340 e. kl. 19. Jeep Wagoneer Limited ’85, sjálfskipt- ur, rafmagn í rúðum, centrallæsingar, útv./segulb., leður-innrétting, dráttar- kúla, vökvastýri. Sérstaklega fallegur og vel með farinn bíll. Uppl. í síma 91-687117 eða 91-76393 e.kl. 17. Til sölu Subaru, árg. '86, hvítur, ekinn 83 þús., sumar- og vetrardekk, skoðaður ’92, fallegur bíll, verð 750 þús. Uppl. í síma 11491. Chervolet Blazer 4x4, '86, S-10, til sölu, beinskiptur, útvarp/segulband, verð 1.350.000, skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar í síma 91-50725 eftir kl. 19. Skattlagning björgunarsveita Vafalaust voru margir landsmenn við sjónvarpstækin sín þriðjudags- kvöldið þegar ríkissjónvarpið ræddi við nokkra menn um fárvið- rið um fyrri helgi og afleiðingar þess. Þetta voru fróðlegar umræð- ur og margt kom þarna fram sem gott var fyrir okkur að fá að vita og útskýrt. - Bestu þakkir fyrir það. Það kom m.a. fram í máli manna, m.a. Guðjóns Petersens hjá Al- mannavörnum, að starf sjálfboða- sveita, .flugbjörgunarsveita, slysa- varnasveita og hjálparsveita skáta, hefði minnkað fyrirsjáanlegt tjón vérulega og Guðjón benti m.a. á að lögreglu- og slökkvilið í þjónustu hins opinbera yrði aldrei svo fjöl- mennt aö það gæti ráðið við öll útköll á þessu sviði við svona að- stæður. Af þessum orðum má ráða að þessar sveitir spari bæði ríki og sveitarfélögum og ekki síður trygg- ingafélögum talsverðar upphæðir með starfi sínu. Það fer ekki fram- hjá þeim sem starfa í þessum sveit- um að almenningur metur þetta starf og þakkar það á virkan hátt. Sama má segja um mörg sveitarfé- lög. Hitt fer meira á milli mála hvemig ríkið metur þetta starf. Ein- mitt það er tilefni þessara skrifa. Ákvarðanir ráðherra Ætla mætti að ríkissjóður mæti þetta starf að verðleikum og legði því a.m.k. ekki byrðar á lierðar. En því miður er öðru nær. Þess ber að geta í þessu sambandi að staðan í þessum málum hefur verið nokk- uð mismunandi og einstakir ráð- herrar hinna ýmsu ríkisstjórna hafa sýnt þessari starfsemi velvild og skilning og má ekki gleyma aö þakka það. Það er hins vegar óvið- unandi og til athugunar fyrir hátt- virt Alþingi að slíkt skuli ekki vera beinlínis ákveðið með lögum og reglugerðum, heldur þurfl til að koma sérstakar ákvarðanir ráð- herra í hverju tilviki. Til þess að skýra málið skulu hér tilfærð dæmi. Björgunar- og hjálparsveitir þurfa ýmsan búnað til þess að sinna störfum sínum. Bæiði er þar um að ræða ýmiss konar hjálpar- tæki, búnað til að tryggja öryggi björgunarmanna og þeirra sem hjálpa þarf, fjarskiptatæki, flutn- ingatæki, sjúkragögn og ýmislegt því um líkt auk ýmiss konar rekstr- arvara fyrir búnaðinn. Á allar þessar vörur leggur ríkiö virðis- aukaskatt sem hækkar bæöi rekst- ur og fjárfestingar um fjórðung. KjaUarinn Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson skrifstofumaður Meðan söluskatturinn var í gildi var mögulegt að fá hann endur- greiddan af tilteknum búnaöi með vissum skilyrðum, en með virðis- aukaskattslögunum var allt slíkt fellt niður. Hér má minna á að ýmsir þjónustuklúbbar, kvenfélög og fleiri aðilar, sem láta sér ekki á sama standa um þessi mál, hafa verið óþreytandi að auka og bæta búnað margra svona sveita og verður það aldrei fullþakkað. Á meðan söluskattslögin giltu gátu slíkir aðilar fengið söluskatt- inn og jafnvel tolla fellda niður af slíkum gjöfum. Þetta breyttist með virðisaukaskattinum. Innheimtist skatturinn því að fullu af slíkum gjöfum nú. Fjarskiptamálin Næst skal rætt um fjarskiptamál- in sérstaklega. Allir sem að þessum störfum hafa unnið þekkja að góð fjarskipti eru nánast lífsnauðsyn- leg í öllu björgunar- og hjálpar- starfi. Þeir sem eru í vafa, skyldu spyrja starfsmenn Almannavarna. Góður búnaður til þessara nota er dýr og kostar auk þess talsvert í rekstri og þá ekki hvað síst búnað- ur sem er ekki notaður nema til- tölulega sjaldan en þá mikiö í einu, eins og raunin er með fjarskipta- búnað sveitanna. Af þessum tækjum þarf auðvitað að greiða virðisaukaskatt eins og öllu öðru, en þar til viðbótar þarf að greiða ýmis gjöld til Landssíma íslands, sem nema talsverðum fjár- hæðum. Að lokum væri ekki úr vegi að geta um eitt lítið atriði sem tengist síðasta óveðri. Til þess að sinna þjónustu í slíkum tilvikum þarf ýmiss konar viðgerðarvörur fyrir hús og fleira. Má þar t.d. nefna alls konar nagla og því um líkt. Nú um helgina þurftu sveitirnar að leggja út talsverða fjármuni fyr- ir slíkum vörum. í því sveitarfé- lagi, þar sem greinarhöfundur þekkir best til, munu sveitarfélags- yfirvöld ætla að hlaupa þarna und- ir bagga, en ekki er ljóst hvort svo er alls staðar. Þar sem svo háttar til víðast hvar að eitt tryggingafélag sér um allar hústryggingar í hveiju sveitarfélagi finnst manni þó ekki ósanngjarnt að þau greiði þennan kostnað, því þau eiga væntanlega mikið undir því að tjón verði sem minnst. Þaö eru tillögur undirritaðs, sem áreiðanlega margir munu taka undir, að ríkissjóður taki nú á sig rögg og endurskoði skattheimtu af starfi hjálpar- og björgunarsveita. Félagsfólk í þeim þarf samt nóg að hafa fyrir fjáröflun til reksturs þeirra. Vinnuframlag félagsfólks er ótrúlega mikið til þeirra hluta og hafa ber í huga að það bætist við það mikla starf sem stöðug þjálfun úheimtir auk hins raun- verulega hjálparstarfs. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson „Af þessum orðum má ráða að þessar sveitir spari bæði ríki og sveitarfélög- um og ekki síður tryggingafélögum talsverðar upphæðir með starfi sínu.“ -r 4 < Mazda sendibill E-2000 '87 til sölu, ekinn 120 þús. km, gott ástand, tilboð ósksat. Uppl. í símum 985-22055 og 91-689709 eftir kl. 19. Toyota Hilux ’85 til sölu, litur grár, vél 350 Chevy, ál millihedd, 4ra hólfa Thor, króm ventlalok, heitur ás. Uppl. í síma 91-77627 eftir kl. 20. [ölvunar|akstor ftySTUR Meiming Caput tónleikar Myrkir músíkdagar héldu áfram í gærkvöldi með tónleikum Caput hópsins undir stjórn Rolfs Gupta í íslensku óperunni. Á efnisskránni voru verk eftir Iannis Xenakis, Jónas Tómasson, Lár- us H. Grímsson, Rolf Gupta og Kaiju Saariaho. Caput hópurinn hefur skipað sér sess í ís- lensku tónlistarlífi sem frumkvöðull og braut- ryðjandi með þeirri alúð sem hann hefur lagt við kynningu nýrrar tónlistar. Hópinn skipar sumt af okkar ágætasta tónlistarfólki af yngri kynslóöinni, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar verkefnaval er annars vegar. Xenakis hefur skapaö sér sérstakan sess í tón- list samtímans. Hann er verkfræðingur að mennt en gat sér fyrst orð sem arkitekt og síðar tónskáld. Hann hefur verið umdeildur og því m.a. haldið fram um sum verk hans að þau hljómi eins og höfundurinn hafi ekki vitað hvað hann var að skrifa. Þeirri gagnrýni verður þó ekki beitt um verk hans sem hér heyrðist, Epicycles. Það er mjög einfalt verk byggt á lagl- ínu með hljómaundirleik í traustum hómófón- ískum stíl. Það er flutningsmátinn sem gefur verkinu svip en hann er gagngert stirðlegur og viljandi klaufalegur. Þetta virkar eins og endur- vakinn dadaismi og hvað sem mönnum kann að finnast um það er ómótmælanlegt að verkiö fær með þessu sérstaka gerð og eigind sem ger- ir það að sjálfstæðu hstaverki. Bryndís Halla Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Gylfadóttir lék mikilvægan einleiksþátt á selló meö mikilh sannfæringu og flutningur verksins að öðru leyti tókst mjög vel. Verk Jónasar Tóm- assonar „I Tóneyjahafi” var áður ílutt af Caput hópnum í haust. Þetta ljóðræna verk stóð vel undir endurflutningi og sphamennskan var ekki síðri en í haust. Frískir menn og fólar meyjar eftir Lárus H. Grímsson er framúrstefnu Jass- verk og hressilegt í anda og prýðilega útsett fyrir jasssveit af heldur óvenjulegri samsetn- ingu. Hljómsveitarstjórinn Rolf Guþta sem stóð sig með ágætum í að stjórna verkum Xenakis, Lárusar og verki Kaiju Saariahos, er einnig höfundur eins verks sem þarna var flutt en það var einleiksverk fyrir fagott, Visitor Revisited, sem Brjánn Ingason flutti. Verk þetta er skemmthega htríkt og einleikshljóðfærið er þa- nið til hins ýtrasta. Brjápn lék þetta erfiða verk með miklum glæsibrag. Síðasta verk tónleikanna var Lichtbogen eftir Saariaho, sem er finnskt tónskáld sem vakiö hefur töluverða athygli á síðustu árum. Þetta verk er samið undir greinilegum áhrifum frá György Ligeti sem hefur verið um árabil eitt. mest stælda tónskáld Evrópu og þaö af ghdum ástæðum. í verkinu er blandað saman rafhljóð- um af segulbandi við leik hljóðfæranna og gefur það sérstakan svip og eykur htadýrð verksins sem er gullfallegt og mjög þæghegt áheyrnar. Flutningur verksins tókst mjög vel og má það segja einnig um tónleikana í heild. Tónleikar á Myrkum músíkdögum fram th þessa hafa veriö ánægjulega fjölbreyttir aö efni og verða svo áfram ef marka skal dagskrá hátíðarinnar. Er það við hæfi. Ef eitthvað má segja um nútíma- tónhst, sem ómótmælanlegt er, þá er það að hún er fjölbreytt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.