Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. Afmæli Rúnar J. Guðmundsson Rúnar Jóhannes Guðmundsson bif- reiðastjóri, Álakvísl 84, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Rúnar fæddist íReykjavík. Hann kvæntist 10.10.1964 Hjördísi Davíðsdóttur, f. 13.4.1946, húsmóð- ur. Foreldrar hennar voru Davíð Óskar Grímsson, húsgagnasmíða- meistari í Reykjavík, og Sigríður Geirlaug Kristinsdóttir húsmóðir en þau erubæðilátin. Börn Rúnars og Hjördísar eru Geirlaug, f. 2.8.1964 og á hún tvö börn, Jóhannes Rúnar Hjelm, f. 12. 2.1982 og Sigríði Hjördísi Sigur- steinsdóttur, f. 3.3.1989; Valgerður Hjördís, f. 13.2.1966, gjaldkeri í Reykjavík, i sambúð með Kristni Jóhannessyni bifvélavirkjameist- ara og eiga þau eina dóttur, Sóldísi Dröfn, f. 28.5.1990; Sigurborg, f. 7.9. 1967, húsmóðir, í sambúð með Her- mundi Svanssyni, sjómanni frá Húsavík, og eiga þau tvö börn, Her- dísi Evu, f. 9.12.1988 og Sævar Falk, f. 7.9.1990. Systkini Rúnars eru Jónas, f. 10.2. 1940, stýrimaður í Reykjavík, og á hann tvo syni en sambýliskona hans er Jóhanna M. Sigurðardóttir; Hjör- dís Guðmunda, f. 14.10.1944, búsett í Hafnarfirði, gift Hilmari Guð- björnssyni og eiga þau fimm börn; Hjörtur Valdimar, f. 14.8.1950, d. 25.8.1965; Kristín Hrönn, f. 22.3. 1955, búsett í Kanada en sambýlis- maður hennar er Herluf Gruber og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Rúnars Jóhannesar voru Guðmundur Kristinn Falk Guðmundsson, f. 19.9.1913, d. 25.8. 1965, skipstjóri og útgerðarmaður í Kópavogi, og Helga Hjördís Hjartar- dóttir, f. 29.6.1915, d. 24.8.1986, hús- móöir. Ætt og frændgarður Guðmundur var sonur Guðmund- ar, skrifstofustjóra í Reykjavík, Guðmundssonar, b. að Urriðafossi í Villingaholtshreppi,Ámundssonar. Móðir Guömundar skrifstofustjóra var Kristín, systir Jóhönnu, langömmu Fríðu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Blaðamannafé- lags íslands. Kristín var einnig syst- ir Páls í Nýjabæ á Eyrarbakka, lang- afa Geirs Gunnarssonar alþingis- manns, föður Lúðvíks, formanns Blaðamannafélagsins. Þá var Krist- ín systir Magnúsar, prófasts og al- þingismanns á Gilsbakka, föður Pét- urs ráðherra, föður Stefáns aðstoð- arbankastjóra, Ásgeirs bæjarfógeta og Gunnars Más deildarstjóra, föður Kjartans Georgs framkvæmda- stjóra. Systir Kristínar var Katrín, amma Guðmundar í. Guðmunds- sonar, ráðherra og sendiherra. Loks var Kristín systir Eyjólfs, b. á Kirkjubóli í Hvítársíðu, föður Andr- ésar, alþingismanns í Síðumúla, og Þórðar hæstaréttardómara, föður Magnúsar, framkvæmdastjóra NATO á íslandi, föður Andrésar blaöamanns. Kristín var dóttir Andrésar, hreppstjóra í Syðra-Langholti, bróð- ur Helga í Birtingaholti, föður Katr- ínar Briem, móður Jóhanns Briem listmálara. Helgi var einnig faðir Ágústs, alþingismanns í Birtinga- holti, móðurafa Ólafs biskups og Helga leikara Skúlasona. Andrés var sonur Magnúsar, alþingis- manns í Syðra-Langholti, Andrés- sonar, og konu hans, Katrínar Ei- ríksdóttur, b. og dbrm á Reykjum og ættföður Reykjaættarinnar, Vig- fússonar. Móðir Guðmundar Falk var Her- dís Jóhannesdóttir, járnsmiðs Elías- sonar, b. í Efri-Hlíð í Helgafells- sveit, Jónssonar, b. í Straumfjarð- artungu, Jónssonar, b. á Seljum, Jónssonar. Móðir Herdísar var Guð- rún Þorbjörg Jónsdóttir, b. í Fremri-Arnardal og síðar á Halls- stöðum á Langadalsströnd, Sæ- mundssonar, b. í Fremri-Arnardal, Árnasonar. Móðir Guðbjargar Þor- bjargar var Vigdís Jónsdóttir, vinnumanns í Stokkanesi, Sumar- liðasonar. Móðir Vigdísar var Þor- Rúnar Jóhannes Guðmundsson. björg Þorvarðardóttir, b. í Eyrardal, Sigurðssonar, b. í Eyrardal og ætt- föður Eyrardalsættarinnar, Þovarö- arsonar. Helga Hjördís var dóttir Hjartar Erlendssonar í Rauösdal á Barða- strönd og Guðrúnar Pálsdóttur. Rúnar tekur á móti gestum á heimili sínu, Álakvísl 84, laugardag- inn 16.2. eftir klukkan 19.00. Friðrik H. Ragnarsson Friðrik Helgi Ragnarsson bifreiða- ' stjóri, Áshamri 4, Vestmannaeyjum, erfimmtugurídag. Starfsferill Friðrik fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp í foreldrahúsum, auk þess sem hann var nokkur sumur í snúningum á Leirum undir Eyja- fjöllum og síðan í Flóanum á Neista- stöðum og á Votmúla. Á unglingsár- unum starfaði Friörik við fisk- vinnslu en fór sautján ára til sjós og stundaði sjómennsku alfarið til ársins 1973 og síðan af og til fram til 1988. Hann kom þá í land og hef- ur síðan keyrt vörubíl hjá Fiskiðj- unni hf. í Vestmannaeyjum. Friðrik starfar með Kiwanis- klúbbi Vestmannaeyja. Fjölskylda Friðrik kvæntist 30.5.1965 Erlu Yígluridsdóttur, f. 4.9.1944, húsmóð- ur og fiskvinnslukonu. Foreldrar Erlu: Víglundur Kristjánsson, f. 8.11.1908, d. 28.1.1981, kaupmaður í Reykjavík, sem nú er látinn, og Svava Jónsdóttir, f. 6.6.1918, hús- móðir. Friðrik og Erla eiga tvö börn. Þau eru Sigurður Vignir, f. 21.3.1964, verkamaður í Vestmannaeyjum, og Vilborg, f. 23.11.1965, húsmóðir og verkakona í Vestmannaeyjum, en sambýlismaður hennar er Sigmar Þröstur Óskarsson, f. 24.12.1961, verkamaður og eiga þau einn son, Friðrik Þór, f. 30.9.1989. Friðrik á þrjú systkini. Þau eru Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 18.9. 1948, húsmóðir í Reykjavík, en sam- býlismaður hennar er Sigurður Magnússon matreiðslumaður og eiga þau einn son, auk þess sem hún á tvo syni frá því áður; Hafsteinn Ragnarsson, f. 1.12.1952, sölumaður hjá Tryggingafélaginu VÍS í Reykja- vík, kvæntur Steinunni Hjálmars- dóttur og eiga þau þrjú börn; Ómar Ragnarsson, f. 17.7.1958, skrifstofu- maðuríOsló. Foreldrar Friðriks eru Ragnar Axel Helgason, f. að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 20.2.1918, sjómað- ur og síðan lögreglumaður í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Vilborg Hákonardóttir, f. að Nýja-Bjargi í Höfnum 1.6.1917, húsmóðir. Friðrik Helgi Ragnarsson. Ætt Foreldrar Ragnars Axels voru Helgi Jónsson, b. í Tungu í Reykja- vík, og kona hans, Friðrika Þorláks- ína Pétursdóttir húsfreyja. Foreldrar Vilborgar voru Hákon Kristjánsson, verkamaður í Höfn- um og síðar í Vestmannaeyjum, og kona hans, Guðrún Vilhelmína Guðmundsdóttir húsmóðir. Sigtryggur Sveinbjömsson Sigtryggur Sveinbjörnsson, b. að Sandhólum í Eyjafjarðarsveit, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigtryggur fæddist á Kolgríma- stöðum og ólst þar upp. Hann lauk barnaskólanámi og stundaði síðan landbúnaðarstörf í foreldrahúsum en hefur verið bóndi frá 1941-90. Hann bjó fyrst á Hrísum í eitt ár, síðan á Hólum í fjögur ár en hefur búið á Sandhólum frá 1946. Sigtryggur fékk tilsögn í organieik hjá Sigurgeiri Jónssyni, organista og söngkennara á Akureyrium skeið og var Sigtryggur organisti í Saurbæjarkirkju og Möðruvallar- kirkju í tíu ár. Þá hefur hann verið í kirkjukórum fyrir Saurbæjar- hrepp frá 1937 og fram á þennan dag. Fjölskylda Sigtryggur kvæntist 20.3.1942 Helgu Margréti Jóhannsdóttur, f. 24. 9.1922, húsfreyju en hún er dóttir Jóhannesar Friðrikssonar b. í Nesi, og Kristjönu Guðlaugsdóttur. Börn Sigtryggs og Helgu Margrét- ar eru Sveinbjöm Sigtryggsson, f. 11.10.1946, starfsmaður hjá Möl og sandi á Akureyri; Jóhannes Rúnar Sigtryggsson, f. 26.4.1957, b. á Sand- hólum, kvæntur Jónu Friðriksdótt- ur og eiga þau eina dóttur auk þess sem hann á tvö börn frá fyrra hjóna- bandi; Huida Sigurborg Sigtryggs- dóttir, f. 26.12.1958, sagnfræðingur í Reykjavík, gift Hauki Magnússyni frá Ákureyri, arkitekt hjá Ár- mannsfelli; Grétar Sigtryggsson, f. 23.11.1964, búsettur á Akureyri. Látnar eru Hulda, Hrafnborg og Sigrún. Systkini Sigtryggs; Rósa Svein- björnsdóttir, f. 1904, nú látin, hús- freyja í Hleiðargarði; Herbert Svein- björnsson, f. 1906, málarameistari á Akureyri; Daníel Svelnbjörnsson, f. 1911, nú látinn, b. í Saurbæ; Guðrún Sveinbjörnsdóttir, f. 1919, starfs- stúlka á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og Hrafn Sveinbjörnsson, f. 1928, bifvélavirki og verkstæðis- formaður hjá bílaverkstæðinu Þórs- hamriáAkureyri. Foreldrar Sigtryggs voru Svein- björn Sigtryggsson, f. 1882, d. 1938, b. í Saurbæ í Eyjafirði, og kona hans, Sigrún Jónsdóttir, f. 1882, d. 1945, Sigtryggur Sveinbjörnsson. húsfreyja. Ætt Sveinbjöm var sonur Sigtryggs Jónssonar, b. í Hólakoti í Eyjafirði, og Ingibjargar Friðbjarnardóttur frá Stekkjaflötum. Sigrún var dóttir Jóns Jósúarson- ar, b. í Ytra-Dalsgerði, og Guðrúnar Oddsdóttur frá Rauðalæk. Sigtryggur verður að heiman á afmælisdaginn. 80 ára_____________ Ólafur Þórðarson, Álfheimum46, Reykjavík. Vilhjólmur Stefánsson, Herjólfsgötu 11, Vestmannaeyjum. Rögnvaldur Pétursson, Gerðhömrum 19, Reykjavík. Hann er að heiman. Gunnar Sæmundsson, Ljósheimum 10, Reykjavík. 75 ára Guðlaug Sveinsdóttir, Klausturhólum II, Skaftárhreppi. 70 ára Sigurður H. Lúðvíksson, c.o. Niada, Arinella, Route du Bord de Mer 2260,Lumio Haute, Corse, France 60 ára 40ára Valgerður Björnsdóttir, Brekkutúni 5, Kópavogi. Kristín Ása Einarsdóttir, Lækjarhvammi 8, Hafnarfirði. Elísabet Guðfinna Jónsdóttir, Stifluseli 8, Reykjavík. Guðrún Stefánsdóttir, Bakkasíðu 1, Akureyri. Guðríður Þorsteinsdóttir, Strandgötu 33, Akureyri. Sigurður Þorsteinsson, Jaðarsbraut 17, Akranesi. Hjörtur Lárus Harðarson, Hjallabraut 54, Hafnarfirði. Halldór Eggertsson, Mánagötu 14, Reykjavík. ENDURSKINS- MERKI! Þaufást apótekum og víftar. yUJMSOAS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.