Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 9 Utlönd Irski lýðveldisherinn gengst við tilræðunum 1 Lundúnum: Ungbarn fórst á Victoría- brautarstöðinni - yfirvöld vöruð við skömmu fyrir síðari sprenginguna írsM lýðveldisherinn hefur viður- kennt að hafa staðið fyrir sprenging- um á tveimur járnbrautarstöðvum í Lundúnum í gær. Einn lét lífið í sprengingunni sem varð á Victoria- stöðinni og fjörutíu særðust. Sam- kvæmt heimildum Sky-sjónvarps- stöðvarinnar var það rúmlega árs- gamalt barn sem þar fórst. Fyrri sprengingin yarð á Padding- ton-stöðinni á fimmta tímanum um nóttina. Fáir voru þar á ferh og særð- ist enginn. Lýðveldisherinn notaði þó öfluga sprengju þar og kom gat á þak stöðvarinnar. Síðari sprengingin varð á Victoría- stöðinni laust fyrir klukkan átta. Fjöldi manna á leið til vinnu var þá kominn á stöðina og særðust margir alvarlega. Sprengjubrot flugu um allt og fékk fólk meðal annars brot í and- litið. í yfirlýsingu Lýðveldishersins sagði að yfirvöld í Bretlandi bæru ábyrgð á sárum fólksins. Félagar úr Lýðveldishernum vör- uðu við sprengingunum en ekki tókst að gera sprengjumar óvirkar í tæka tíð. Lýðveldisherinn segir að lögregl- an hefði átt að rýma Victoría-stöðina áður en sprengjurnar sprungu því að nægur tími hafi gefist til þess. „Þetta sýnir að lögreglan á að taka mark á viðvörunum frá okkur í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu IRA. Lögreglan segir að hún hafi fengið viðvörunina skömmu áður en síðari sprengjan sprakk og því hafi enginn tími gefist til að gera viðeigandi ráð- stafanir. Yfirmaður lögreglunnar segir að hún hafi fengið upplýsingar um að önnur sprengja spryngi eftir 40 mínútur en ekki var sagt hvar henni hefði verið komið fyrir. „Hryðjuverkamennirnir vissu vel að þetta var of skammur tími og aö við gætum ekki með svo stuttum fyr- irvara stöðvað alla umferð á járn- brautarstöðvum í Lundúnum," sagði talsmaður lögreglunnar. Lögreglan sagði einnig að hún fengi um sex gabbhringingar á viku þar sem sagt væri frá sprengjum á hinum ýmsu stöðum í Lundúnum. f gær- morgun, eftir að sprengjan spakk á Paddintonstöðinni, var 19 sinnum Mikil skelfing greip um sig meðal vegfarenda sem voru fjölmargir á Vic- toría-stöðinni, enda margir á leið til vinnu. Þar lét ungbarn lífið og um fjöru- tíu slösuðust. Simamynd Reuter hringt til lögreglunnar og sagt frá sprengjum. Lögreglan vann við sprengjuleit á Victoría-stöðinni þeg- ar sprengjan sprakk þar. Lögreglan veltir því nú fyrir sér hvort Irski lýðveldisherinn hafi breytt um aðferðir í hryðjuverka- starfsemi sinni á Bretlandseyjum. Herinn hefur ekki ráðist gegn al- mennum borgurum frá því um jólin árið 1983 þegar bíll sprakk á fjölfar- inni verslunargötu. Þá létu sex menn lífið. Lýðveldisherinn hefur varað við að fleiri sprengjur eigi eftir að springa en það sé lögreglunnar að finna út hvar næst verði látið til skarar skríða. Haft er eftir heimild- um innan Lýðveldishersins að til- ræðin nú eigi að sýna almenningi á Bretlandseyjum að hann eigi í stríði á heimavígstöðvum þótt allir virðist nú hafa meiri áhuga á Persaflóastríð- inu. Reuter Sprengingarnar á Paddington- og Victoria- lestarstöðvunum Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 6.993.607 O 4af5^P 4 183.273 3. 4af 5 187 6.762 4. 3af5 6.782 435 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.941.363 kr. U W g/ UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Fjórir skæruliðar ÍRA á saka- mannabekk I Hollandi standa fyrir dyrum réttarhöld yfir fjórum skæruliðum írska lýðveldishersins, þremur körlum og einni konu. Fólkið er ákært fyrir að hafa myrt tvo ástr- alska ferðamenn í misgripum fyrir breska hermenn. Morðin voru framin í maí á síð- asta ári. Þá voru Stephen Melröse og Nick Spanos skotnir í höfuðið þar sem þeir voru á gangi á mark- aðstorgi í bænum Roermond. írsM' lýðveldisherinn gekkst við verkn- aðinum og sagði að hörmuleg mis- tök heföu orðið. Mánuði eftir morðin voru skæru- liðarnir handteknir í sameiginlegri aðgerð hollensku og belgisku lög- reglunnar. Fram að því höfðu til- ræði við Breta á meginlandi Evr- ópu verið algeng en nú tók með öllu fyrir þau og hefur írski lýð- veldisherinn ekki beitt sér á megin- landi Evrópu eftir þetta. Búist er við að réttarhöldin í Hollandi standi í fjórar vikur. Þýsk yfirvöld hafa farið fram á að þrír hinna ákærðu verði framseldir til Þýskalands vegna afbrotá sem þeir hafa framið þar í landi. Reuter Mjög gott urval notaðra og nýlegra bíla Cherokee Laredo árgerö 1989, ek. 30. þús. Suzuki Sidekick árgerð 1990, 5 dyra, nýr bíll. Ford Bronco XLT árgerð 1986 og 1987. MMC Lancer 4x4 árgerð 1989, fallegur bill. Subaru STW 4x4 árgerð 1985-86-87-88-89. Toyota Tercel STW 4x4 árgerð 1987. Range Rover árgerð 1983, 4 dyra, ek. 97 þús. Fiat Uno 45s árgerð 1990, 5 dyra, vsk-bíll. VW Polo árgerð 1990, 3 dyra, vsk-bíll. Vantar allar gerðir bíla á skrá og á staðinn Eldhress bílasala BÍIASAIA RAGNARS BJARNASONAR ELDSHÖFÐA18, TI2 REYKJAVlK 067 34 34

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.