Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. 11 Utlönd Sovéskt stjómarfar á hraðri leið til fyrri hátta^ Samsæriskenningar vaktar til lifsins Boris Jeltsín, forseti rússneska lýðveldisins, á i mikilli orrahrið við stjórnvöld i Kreml. Er verið að skamma hann með sögum um efnahagslegt samsæri. Simamynd Reuter Allt bendir til að svokallaðir kremlólógar þurfi ekki aö sitja auð- um höndum miklu lengur. Þeir hafa haft lítið að gera við að ráða í tákn- mál stjórnvalda í Kreml allt frá því Mikhail Gorbatsjov hóf Glasnost, stefnu opnunar, á loft um miðjan síð- asta áratug. Nú eru aftur farnar að heyrast frá Kreml yfirlýsingar sem þurfa skýringa kremlólóga við. Það er einkum Valentín Pavlov, hinn nýi forsætisráðherra Sovétrikj- anna, sem hefur tekið upp gamla háttu og er farinn að skýra það sem miður fer heima sem samsæri heims- auðvaldsins til að kollvarpa flagg- skipi sósíalismans. Pavlov var kynntur sem framúrskarandi hag- fræðingur og sérfræðingur í fjármál- um þegar hann tók við embætti af Nicolai Ryskov um miðjan síðasta mánuð. Samsæri bankamanna Pavlov sagði á dögunum frá sam- særi vestrænna bankamanna og nokkurra heimamanna til að steypa stjóm Gorbatsjovs með kaupum á einhverjum ósköpum af 50 og 100 rúblna seðlum. Þetta er ljómandi góð kenning sem minnir á fyrri daga í Sovétríkjunum. Á valdatíma Jósefs heitins Stalín moraði aUt í samsæriskenningum af þessu tagi og svo var helst að skilja sem Sovétríkin væm stööugt í nauð- vörn vegna þess að heimsauðvaldiö sat um að koma ríki verkamannanna á kné. Með samsæriskenningunum voru svo réttlætt ýmis uppátæki rík- isins sem yfirleitt kostuðu fjölda „samsærismanna" lífið. En það em ekki bara kaup banka- manna á rúblum sem hafa komist í hámæh. í einni fréttinni frá Sovét- ríkjunum var frá því sagt aö íslend- ingar hefðu flutt eitraða málma til landsins. Þá fékk einnig sú hugmynd byr undir báða vængi að Bandaríkja- menn seldu eitrað korn til Sovétríkj- anna, allt með það í huga að draga máttinn úr höfuðandstæðingi sínum í heimspólitíkinni. Smáríki skammað fyrir eitur Þegar smáríki eins og ísland fær sess í samsæriskenningu í Sovétríkj- unum þá þarf kremlólóga til að skýra hvað er á seyði. Einu sinni var talað um svokallaða Albaníuaðferð. Hún gekk út á að Albaníumenn vom skammaðir blóðugum skömmum þegar Kínverjar höfðu unnið sér eitt- hvað til óhelgis í augum ráðamanna í Kreml. Albaníuaðferðin er kjörið viðfangsefni fyrir kremlólóga. Eitraðu málmarnir frá íslandi komu við sögu í fréttum frá Sovét- ríkjunum áður en alvarlega skarst í odda með þessum tveimur ríkjum vegna stjórnmálasambandsins við Litháen. Þó var ljóst hvert stefndi og einhvem tíma hefði lítil frétt sem þessi verið túlkuö sem aðvöran um að rússneska biminum líkaði ekki hvað íslenskir kotkarlar væra aö segja. Sagan um eitraða kornið frá Bandaríkjunum er af sama toga. Aðstoð Bandaríkjanna við Sovétrík- in er viðkvæmt mál í Sovétríkjunum, sérstaklega eftir að hörð skeyti fóru að ganga milli stórveldanna í upp- hafi þessa árs. Persaflóadeilan hefur komiö í veg fyrir að alvarlega hafi soðið upp úr en líklegt er að nú væri skollið á kalt stríð ef Bandaríkja- menn teldu það ekki þjóna hagsmun- um sínum í deilunni við Saddam Hussein að hafa Sovétmenn í Uði með sér. Snarræði á síðustu stundu Besta samsæriskenningin nú um stundir er auðvitað sú um kaup vest- rænu bankanna á 50 og 100 rúblna seðlum. Pavlov lýsti málinu svo í viðtali við málgagn sovésku verka- lýðshreyfingarinnar að aðeins hafi munað nokkrum klukkustundum að samsærið heppnaðist. Það var síðan fyrir snarræði stjórnarinnar í Kreml að henni tókst að koma í veg fyrir efnahagslegt valdarán með því að verða fyrri til og innkalla peningana og gera þá þannig verðlausa. Pavlov sagði að ætlun bankamann- anna hefði verið aö veita öllum rúbl- unum út í hagkerfið og valda þannig óðaverðbólgu sem óhjákvæmilega leiddi til hruns. Pavlov sagði hins vegar ekki frá því að stjórnin hafði látið prenta alla þessa seðla og ekki var annað að gera en að ná þeim inn aftur. Þetta var þó óvinsæl aðgerð en verður þó ögn ljúfari ef allt var gert til að koma í veg fyrir valdarán. Fréttirnar um valdaránstilraunina komu á sama tíma og stjórnvöld í Kreml hertu sóknina gegn Boris Jeltsín, forseta rússneska lýðveldis- ins. Hann er nú nær daglega borinn þungum sökum um að vilja grafa undan stjórninni. Máhð hefur gengið svo langt að nánir samstarfsmenn Jeltsíns hafa hrökklast úr embætt- um. Þannig sagði Gennady Filtsin, aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands, af sér embætti á dögunum til að „vekja athygh almennings á þeim alvarlegu atburðum sem nú eru að gerast í landinu." Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétrikjanna, hefur síðustu vikur verið i vörn jafnt í heimalandinu sem á alþjóðavettvangi. Sögur um samsæri Vestur- landabúa gætu komið sér vel fyrir hann heima. Simamynd Reuter Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! 7 G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 68 55 «0®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.