Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR Í9. FEBRÚAR 1991. Fréttir Frumvarp til laga vegna loðnubrests: Erum hlynntir því að frumvarpið verði samþykkt - segirKristjánRagnarsson „Við erum hlynntir því að þetta frumvarp verði samþykkt. Við höfð- um áður lagt til að loðnuflotinn fengi að veiða sem samsvarar 12 til 13 þús- und þorskígildislestum en þær tillög- ur voru byggðar á því að engin loðnu- veiði yrði en nú hefur verið leyft að veiða 175 þúsund lestir af loðnu,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Við teljum því aö það sé rétt að loðnuflotinn fái aflaheimildir Hag- ræðingarsjóðs og viðbót í rækjunni þó það nái ekki að jafna allt það tekjutap sem loðnuflotinn verður fyrir nú vegna aflabrestsins. Það má líta til þess tíma þegar illa áraði hjá botnfiskflotanum að aflaheimildir loðnuflotans voru skertar og færðar til hans. Okkur fínnst því ekki óeðli- legt að loðnuflotinn fái hluta af þess- um veiðiheimildum til baka núna,“ segir Kristján. Sjávarútvegsráðherra lagði fram á Alþingi í síðustu viku frumvarp til laga um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að brugðist verði við tekjutapi loðnu- flotans með tvíþættum aðgerðum. í fyrsta lagi að ráðherra verði veitt tímabundin heimild til að ráðstafa aflaheimildum Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins til aðstoðar loðnu- flotanum. En með frumvarpinu er lagt til að veiðiheimildir sjóðsins samsvari 8 þúsund þorskígildislest- um. í öðru lagi er lagt til að sjávarút- vegsráðherra verði heimilt að auka tímbundið heildarafla af úthafs- rækju um 5 þúsund lestir og að þeirri aukningu verði einungis skipt á milli loðnuskipa. í athugasemdum með frumvarpinu segir meðal annars: „Verði loðnuafl- inn 175.000 lestir á öllu þessu ári þyrfti að auka veiðiheimildir skip- anna um 24.000 þorskígildislestir til að skipin haldi um 80% af meðal- veiðiheimildum síðustu flmm ára. Þar sem veiðiheimildum af botnfiski og úthafsrækju er nú einungis út- hlutað til átta mánaða vegna breytts fiskveiðiárs er nauðsynlegt að miða tímabundna hækkun á veiðiheimild- um til loðnuskipa við sama tímabil." -J.Mar Ábyrgðarlaus sjávarútvegsráðherra - segir Skúli Alexandersson „Það er ábyrgðarlaus sjávarút- vegsráðherra sem leggur fram frum- varp á borð við frumvarpiö til laga um ráðstafanir vegna loðnubrests. Við gætum staðið frammi fyrir því að aflaheimildir botnfiskflotans yrðu skertar nú í haust og þá væri nær að nota aflaheimildir Hagræðingar- sjóðs til að bæta það upp. Á næsta ári gætum við staðið frammi fyrir því aö það þurfi að skerða botnfiskk- vótann um 40 til 50 prósent,“ segir Skúli Alexandersson þingmaður um loðnufrumvarp sjávarútvegsráð- herra sem kemur til umræðu á þing- inu í dag. „Við skulum ekki gleyma því að fiskveiðiheimildir botnfiskflotans fyrstu átta mánuði ársins byggjast á því að hingað komi þorskganga frá Grænlandi og ef hún lætur ekki sjá sig þarf að skerða kvótann. Það er náttúrlega von okkar allra að það komi meiri loöna og Grænlandsgang- an skili sér en á meðan er óvarlegt að úthluta aflaheimildum sjóðsins til loðnuflotans nú.“ -J.Mar Krakkarnir í Fellahelli eyddu helginni i að undirbúa Listaviku sína sem standa mun út vikuna. Ýmislegt verður til sýnis á Listavikunni og meðal annars þessi sérstaki hellir sem klæddur er DV-blöðum sem limd eru á virnet. DV-mynd Brynjar Gauti Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj ar: Fasteignagjöld lækka frá upphaflegri áætlun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Fyrir hæjarstjórnarfundi á Akur- eyri í dag liggur tillaga um lækkun fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis frá upphaflegri áætlun. Samkvæmt til- lögunni lækka gjöldin um 6,5 milljón- ir króna og munu nema 222 milljón- um. Framsóknarmenn, sem eru í minnihluta í bæjarstjórn, höfðu ílutt tiUögu um meiri lækkun gjaldanna eða sem nemur 6,6 milljónum. Bæjarráð ákvað hinsvegar, eftir við- ræður við forsvarsmenn launþega í bænum, fyrrgreinda lækkun á gjöld- unum en launþegahreyfmgin í bæn- um hafði mótmælt harðlega fyrir- hugaðri álagningu fasteignagjalda. Þá hefur verið lögð fram tillaga um skiptingu fjármagns til nýbygginga og húsakaupa í bænum, en sá liður nemur 340 milljónum í fjárhagsáætl- un bæjarins. Stærstu liðir þar eru varðandi húseignir og leiguíbúðir, 70 milljónir varðandi hvom málaflokk, 46,5 milljónir fara til þjónustukjama við byggingar aldraöra við Víðilund, 30 milljónir vegna dagvista, 25 millj- ónir til Verkmenntaskólans og 20 milljónir varðandi Síðuskóla, menn- ingarmál og íþróttamál. Norðurland eystra: Listi kratanna tilbumn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Framboðslisti Alþýðuflokksins við alþingiskosningamar í vor hef- ur verið lagður fram. Sú breyting hefur verið gerð varðandi 2. sætið á listanum frá prófkjöri að Hreinn Pálsson sem hlaut það sæti skipar nú 14. sæti en Sigurður Amórsson sem hlaut 3. sætið flyst upp í 2. sætið. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigbjörn Gunnarsson, verslunar- maöur Akureyri. 2. Sigurður Arnórsson, fram- kvæmdastjóri Akureyri. 3. Pálmi Ólafsson, skólastjóri Þórs- höfn. 4. Gunnar B. Salomonsson, húsa- smiður Húsavik. 5. Jónína ðskarsdóttir, húsmóðir Ólafsfirði. 6. Arna. Jóhannsdóttir, leiðbein- andi Dalvík. 7. Hannes Örn Blandon, sóknar- prestur EyjáQarðarsveit. 8. Margrét Ýr Valgarðsdóttir, sjúkraliði Akureyri. 9. Pétur Bjarnason, fiskeldisfræð- ingur Akureyri. 10. Kristján Halldórsson, skipstjóri Akureyri. 11. Herdts Guðmundsdóttir, hús- móðir Húsavík. 12. Hilmar Ágústsson, útgerðar- maður Raufarhöfn. 13. Áslaug Einarsdóttir, fyrrv. bæj- arfulltrúi Akureyri. 14. Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður Akureyri. Við kosningamar til Alþingis fyrir Qórum árum hlaut Alþýðuílokkur- inn eínn mann kjörinn, Árna Gunnarsson, en Ámi skipar nú efsta sætið hjá krötum á Suðurl- andi. Noröurland eystra: Stefánsmenn ræða við Borgaraf lokk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Stuðningsmenn Stefáns Valgeirs- sonar og borgaraflokksmenn í Norð- urlandskjördæmi eystra áttu við- ræður um helgina um hugsanlegt framboð við kosningamar til Al- þingis í vor, eins og fram kom í DV í gær. Fundurinn var haldinn að Stóru Tjörnum í Þingeyjarsýslu og kom þar fram vilji um sameiginlegt framboð þessara aðila. Viðræður em hinsveg- ar á byrjunarstigi og of snemmt að segja fyrir um hvort af framboðinu verður. Af og til hefur verið rætt um fram- boð þessara aðila ásamt Þjóðar- flokknum, og hefur Þjóðarflokknum verið boðin aðild að þessum viðræð- um núna. í samtölum við DV til þessa hefur Pétur Valdimarsson, formaður Þjóðarflokksins útilokað sameigin- legt framboð þessara aðila nema undir merkjum Þjóðarflokksins. Heimildir DV af fundinum að Stóru Tjörnum segja hinsvegar að þar hafi þó einhverjir þjóðarflokksmenn ver- ið mættir, og lýst því yfir að ekki væri útilokað að þjóðarflokksmenn væru hugsanlega tilbúnir að taka þátt í hinu sameiginlega framboði. Flugleiðavél: Rúða brotnaði Ysta rúðan í margfóldu gleri flug- stjómarklefa Aldísar, nýju þotu Flugleiða, brotnaði á leið frá Glasgow til Keflavíkur á laugardaginn. Til að gæta fyllsta öryggis var flugið lækk- að úr 30 þúsund fetum í 15 þúsund fet. Skipt var um gler við komuna til Keflavíkur og hélt vélin áfram flugi síðar. Rúðubrot sem þetta mun vera sjaldgæft en getur gerst vegna bilun- ar í hitabúnaði rúðunnar. Ekki mun vera hætta á ferðum. Að sögn farþega fylltust farþegarnir þó töluverðum ótta við tilkynningu um brotið. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.