Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. 25 Ólyginn sagði... Danny DeVito hefur sannað orðtækið kunna að margur er knár þótt hann sé smár. Hinn lágvaxni gamanleik- ari, sem er aðeins 152 cm á hæð, hefur verið mjög eftirsóttur í gamanmyndir á undanförnum árum. Nýjustu fregnir herma að hann muni leika hrakfallabálk- inn og ofur-orkukappann Mario í nýrri kvikmynd sem fyrirhugað er að gera um sjónvarpsleikja- hetjuna vinsælu. En leikir þessir, sem Nintendo Super Mario Bros myndbandaleikjafyrirtækið setti á markað, hafa notið gífurlegra vinsælda að undanförnu. DeVito er um þessar mundir aö ljúka við leik sinn í gamanmyndinni Pen- ingar annarra sem sýnd verður síðar á árinu. Þar leikur hann peningabraskara sem svífst einskis við að hafa peninga út úr fólki. Sinéad O'Connor hefur, eins og kunnugt er, tekið þá ákvörðun að mæta ekki á Grammy verðlaunaafhending- una í ár. O’Connor, sem þekkt er fyrir að fara ekki ótroðnar slóðir, segir ástæðuna vera þá að hún sé að mótmæla Persaflóastríðinu og efnishyggju þeirri er tröllríður nútímaþjóðfélögum. „Listamenn þora ekki að segja meiningu sína því þeir eru hræddir um starfs- frama sinn. En mig langar til að sýna fram á að ekkert getur skað- að þann sem segir sannleikann," sagði írska söngkonan í viðtah nýlega. Gloria Estefan söng betur en nokkru sinni fyrr á Tónlistarhátíðinni í Los Angel- es á dögunum. En þetta var í fyrsta sinn sem hún kom fram opinberlega eftir alvarlegt um- ferðarslys er hún lenti í fyrir 10 mánuðum. í slysinu hryggbrotn- aði hún og var lengi óvíst um af- drif hennar. Á tónleikunum söng hún sig inn í hjörtu áhorfenda er hún tók lagið Coming out of the dark. Og þótti þeim svo mikið til um að þeir risu úr sætum henni til heiðurs og fögnuöu með dynj- andi lófataki. Sviðsljós Það er ólíklegt að nokkur hafi þekkt Kristin F. förðunarfræðingur byrjar Það er ekki laust við að hann Grétar Furðuverurnar fimm tilbúnar undir Kristínu eftir meðferð Svanhvítar á á því að nota latex og bómull við sé eins og liðið lík á þessari mynd. sýninguna. henni. sköpunarstarf sitt. Helena farðaði hann. DV-myndir RaSi Förðun víða listgrein Nýlega var Félag íslenskra förðun- arfræðinga með atriði er vakti tölu- verða athygli í sjónvarpsþætti Hemma Gunn, Á tah. Meðfylgjandi myndir voru teknar á meðan förðun- in fór fram og má sjá að ýmislegt óhugnanlegt getur mótast úr fimum höndum færra förðunarfræðinga. í félaginu eru 20 manns og hafa r Sumartískan verður af léttara taginu í ár, samkvæmt nýjustu fregnum frá tískufrömuðum er standa fyrir tísku- sýningunni i Birmingham, Englandi, um þessar mundir. Á þessari mynd er fyrirsætan Justine Wooley í klæðnaði er fengið hefur nafnið Madonna. Þessi fatnaður er í svo- kölluðum undirfatastil en er hannað- ur með það fyrir augum að hann notist sem venjulegur utanyfirfatn- aður. Rétt eins og þegar samnefnd söngkona notar svipaðar flíkur er hún kemur fram á tónleikum. Mynd Reuter förðunarfræðingarnir lært iðn sína víða um heim á námskeiðum sem eru þriggja til níu mánaða löng. Að sögn eins þeirra er förðun víða hstgrein út af fyrir sig, en mikil vinna felst í að skapa andlit eins og þau sem hér sjást. Það voru þær Svanhvít, Kristín F., Helena, Kristín S., Gréta, Anna Guð- flnna, Magga og Lilja, allar förðunar- fræðingar, sem sáu um verkið. Dans- ararnir, sem eru frá World Class heilsuræktinni, voru að tjá hroll- vekju og rómantík á sama augnablik- inu og var sviðsetningin kirkjugarð- ur. Þetta var lítið brot úr atriði sem sýnt var á Hótel íslandi síðstliðinn vetur Um þessar mundir er félagið að undirbúa nýtt atriði fyrir sýningu sem verður 3. mars næstkomandi inni í dagskrá Freestyle-keppninnar sem tímaritið Hár og fegurð stendur fyrir árlega. Jón Páll styður Krýsuvíkursamtökin Krýsuvíkursamtökunum var fyrir nokkru gefinn dreifmgarréttur að bókinni um Jón Pál. Nú eru samtök- in að fara af stað með söfnunarátak með þaö að markmiði að geta flutt inn í fyrsta áfanga skólahússins í Krýsuvík og er áætlað að til þess þurfi um þrjár mhljónir króna. Ný stjórn var kjörin hjá samtökun- um þann 26. janúar síðastliðinn. í henni eiga sæti Ágúst Pétursson, Ásgeir Hannes Eiríksson, séra Birgir Ásgeirsson, Ferdinand Ferdinands- son, Gunnar Sigtryggsson, Hrafnkeh A. Jónsson, Jón Guðbergsson, séra Valgeir Ástráðsson og séra Vigfús Þór Árnason. Formaður er Sigurlína Davíðsdóttir. í framkvæmdastjórn sitja þeir Gunnlaugur Hahdórsson, Jón Eiríksson og Snorri Welding. Um þessar mundir eru bæði íslensk og sænsk ungmenni í meðferð undir stjórn landlæknis í Krýsuvík. Hafa þau aðsetur í gömlu starfsmanna- húsi nálægt skólanum. Mun það hús þarfnast nokkurra viðgerða til þess Jón Páll áritar bók sína til stuðnings átaki Krýsuvíkursamtakanna. DV-mynd Hson að teljast fullnægjandi. Sér því fram ur að flytja í skólahúsið þar sem öh á mikinn aðstöðumun er hægt verð- aðstaða verður mjög glæsheg. Striðsástandið í heiminum kemur víða við. Nýlega var þetta ádeiluatriði með léttu ívafi sýnt á skemmtistaðnum Casablanca í Reykjavík. Að sögn kunnugra vakti atriðið mikla athygli gesta og þótti það mjög áhrifaríkt. Hinir ungu herklæddu menn heita Magnús Scheving, Sigurjón, Þórir og Jón. Einhell vandaðar vörur Loftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin Siðumula 33 símar 603878 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.