Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. Fréttir Það voru biðraðir við stólalyft- una i Bláfjöllum um helgina þeg- ar höfuðborgarbúar mættu í blið- skaparveðri til að renna sér á skíöum. DV-mynd GVA Skíðamenn kætast: Firnagott f æri í Bláfjöllum Mjög gott skíðafæri var í Blá- fjöllunum um helgina og sérstak- lega á sunnudaginn. Ibúar höfuðborgarsvæðisins mættu til leiks í langþráðan snjó- inn en að sögn Þorsteins Hjalta- sonar, umsjónarmanns Bláfjalla- svæðisins, hefðu þó fleiri mátt koma. Um 2000 manns fóru á skíöi um helgina og skemmtu sér hið besta. Þorsteinn segir að snjórinn hafi verið afburða góður til skíðaiðk- ana og menn hafi ekki kunnað sér læti. „Það var náttúrlega bara á aðalskíðaleiðunum sem al- mennilegur snjór var og það var hálf horað á milli. En það kom ekki aö sök ef menn héldu sig á leiðunum. Þessi umræða um hættuástand vegna snjóleysis var alveg út í hött. Það meiddist eng- inn hérna vegna þess,“ segir Þor- steinn. -ns Ráðhúsið í Tjöminni fer í 2,2 milljarða: Þetta er vítaverð meðferð á almannafé - segir Guðrún Pétursdóttir, talsmaður samtakanna Tjömin lifi „Þetta er vítaverð meðferð á al- mannafé. Þegar slagurinn um ráð- húsbygginguna stóð sem hæst, frá haustdögum 1987 og fram á vor 1988, var því haldiö fram að kostnaður viö hana myndi nema 750 milljónum króna. Þar af færu 500 milljónir í að byggja húsið og 250 milljónir í bíl- geymslu undir þvi. Þessi upphæð framreiknuð til dagsins í dag nemur um 1,2 milljörðum króna. Stefán Hermannsson aðstoðarborgarverk- fræöingur sagði í viðtali við Ríkisút- varpið í haust að kostnaður við ráð- húsið myndi nema að minnsta kosti 2,2 milljörðum króna. Þetta er tvö- foldun frá áætluðum kostnaði. Það er ómögulegt að halda því fram að þetta sé eðlileg hækkun á byggingar- tímanum," segir Guðrún Pétursdótt- ir, dósent við Háskóla íslands og einn af talsmönnum samtakanna Tjörnin lifi. „Þegar yfirvöld setja fram kostnað- aráætlanir á að gera það af ábyrgð og á þann hátt að almenningur geti treyst þeim upplýsingum sem hann fær. Með því að setja fram slíkar áætlanir er verið að hafa áhrif á skoðanir fólks á ákveðnu verki sem Kostnaöartölur fyrir Ráöhús , .. 1987 í þessu tilviki var ráðhúsið í Tjöm- inni. Það er því miður ekki til neinn opinber óháður aðili sem endurskoð- ar reikninga borgarinnar heldur endurskoðar hún reikninga sína sjálf. Samtökin Tjörnin lifi hafði þegar í upphafi miklar efasemdir um kostn- aðaráætlun borgaryfirvalda og nú kemur í ljós að þær efasemdir voru á rökum reistar. Sú spuming hlýtur að vakna hvort yfirvöldum leyfist að gera marklausar kostnaðaráætlanir í skjóli þess að þeir ráða yfir al- mannafé og geta veitt því til fram- kvæmda eftir þörfum," segir Guð- rún. „Haustið 1987 var lauslega metið að ráöhúsið í Tjörninni myndi kosta 750 milljónir. Það var áður en byrjað var að vinna hönnunarvinnu húss- ins. Þessi tala var því aðeins lausleg ágiskun," segir Stefán Hermannsson aðstoðarborgarverkfræðingur. „í janúar 1989 var lögð fyrir í borg- arráði kostnaðaráætlun ráðhússins og í henni var gert ráð fyrir að það myndi kosta 1507 milljónir fullbúið og við höfum miðað við þá áætlun síðan. Ef upphæðin er framreiknuð til verðlags í dag er hún orðin rúm- lega 2,2 milljarðar. Inn í þeirri upp- hæö er þá reiknaöur virðisauka- skattur en hann kom til í ársbyrjun 1990. Þegar ráðhúsið verður tekið í notkun í apríl 1992 má búast við að kostnaður við það verði um það bil 2,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi eða 20 prósent hærri en hin samþykkta áætlun. Það má því segja að kostnaður við ráðhúsið sé enn innan eðlilegra marka því ekki er óeðlilegt að reikna með 15 til 20 pró- sent frávikum frá shkri áætlun og var það sérstaklega kynnt við fram- lagningu hennar," segir Stefán. -J.Mar Sjópróf í Keflavlk í gær: Stýrimaður sofnaði í - enginn vökustaur í Steindóri Sjópróf fóru fram hjá bæjarfógeta- embættinu í Keflavík í gær vegna Steindórs GK 101 frá Grindavík, sem strandaði við Krísuvíkurberg í síð- ustu viku. Þar kom fram aö orsök strandsins var að vakthafandi stýri- maður í brúnni sofnaði meö þeim afleiðingum að báturinn tók niðri við stórgrýtið hjá Krýsuvikurbergi. Eng- inn vökustaur var í stýrishúsinu. Aðrir skipverjar voru neðan þilja og var skipið að toga þegar það strand- aði. Málið verður sent til ríkissaksókn- ara, Rannsóknarnefndar sjóslysa og til Siglingamálastofnunar. Áhöfn TF-SIF bjargaði öllum skipverjun- um giftusamlega, átta talsins, um brúnni borð í þyrluna eftir að skipið hafði strandað. Steindór GK hefur á síð- ustu dögum slegist illa við grjótið í fjörunni við Krísuvikurberg og er það talið nánast ónýtt. -ÓTT í dag mælir Dagfari Ég, Davíð Oddsson Þá er Davið búinn að lýsa framboði sínu. Nú er hann kominn í slaginn og enda þótt hann labbi ekki yfir Þorstein Pálsson eins og hann labb- aði yfir Friðrik Sophusson á síðasta landsfundi er ekki að efa að Davíð verði kosinn formaður áður en yfir lýkur. Hans er mátturinn og hans er dýrðin. Davíð Oddsson er eini maðurinn í Sjálfstæðisflokknum sem stendur undir því að vera eitthvað og geta eitthvað. Þegar hann var borgar- fulltrúi og íhaldið vantaði borgar- stjóraefni kom enginn annar til greina en Davíð. Nú er hann búinn að vera borgarstjóri í tvö kjörtíma- bil og getur ekki hætt vegna þess að enginn er til sem getur tekið við af honum. Davíð er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og var kosinn eftir að hann tók þá ákvörðun að gefa kost á sér sama dag og kjörið fór fram. Meira þurfti hann ekki að hafa fyrir því að labba yfir þá- verandi varaformann sem hét Friö- rik Sophusson. Friðrik var svo glaður yfir því að Davíð skyldi gefa kost á sér að hann var fyrstur til að lýsa yfir stuðningi og sagðist ekki vilja standa í veginum fyrir þessum framtíöarformanni flokks- ins. Næst fóru alþingiskosningar í hönd og þá kom auðvitað enginn annar til greina en Davíð Oddsson í fyrsta sæti í Reykjavík og þangað var Davíð kosinn meö rússneskri kosningu. Aðrir frambjóðendur viku til hliðar, þakklátir Davíð fyr- ir að vilja gefa kost á sér. Sem Dav- íð gerði í greiðaskyni við flokkinn, enda haföi hann uppgötvað að borgarstjóri væri betur settur með því aö vera þingmaöur líka og þing- menn Reykvíkinga verða helst að vera borgarstjórar til að skilja þarf- ir Reykjavíkur. í raun og veru er óþarfi fyrir Reykvíkinga að hafa aðra menn á þingi en Davíð því hann er margra manna maki og eini sjálfstæðismaðurinn sem getur sinnt þessum verkum svo að vel sé. Nú hefur Davíð fundið það út að eölOegt framhald á frama sínum og skyldustörfum fyrir flókk og þjóð sé að taka við formennsku í flokknum. Enda óþarfi aö vera púkka upp á einhvern annan í því starfi úr því Davíð getur tekið það aö sér sjálfur. Öðrum mönnum er ekki neinn greiði gerður með því að sitja í embættum hjá Sjálfstæð- isflokknum þegar flokkurinn hefur Davíð til aö taka þetta allt saman að sér. í raun og veru er það hálfasna- legt fyrir Davíð að þurfa að fara í kosningar til að setjast í þau emb- ætti sem hann tekur að sér. Þegar Davíð er orðinn formaður ætti hann að láta það verða sitt fyrsta verk að leggja niður ótímabærar og óþarfar kosningar í Sjálfstæðis- flokknum, enda kemur hann hvort sem er til með að ráöa því sem hann vill ráða. Til að mynda þegar fyrsti þingmaður Reykvíkinga þarf að tala við borgarstjórann og borg- arstjórinn þarf að tala við for- manninn, þá er það tiltölulega ein- falt þegar þingmaöurinn, borgar- stjórinn og formaðurinn eru einn og sami maðurinn. Þá þarf auðvit- að engar kosningar lengur og enga samráðsfundi og allt verður starfið einfaldara og fljótvirkara í sniðum. Þá getur Davíö komiö sér upp sams konar stjórnskipun og tíðkast í löndum eins og írak, þar sem Saddam Hussein hefur einmitt ver- ið í sams konar aðstöðu og Davíð Oddsson. Það hafa engir aörir verið til meðal þjóðarinnar sem geta sinnt þeim störfum sem Saddam Hussein hefur þurft að taka að sér. Davíð hefur meira að segja komið sér upp neðanjarðarbyrgi að hætti Saddams Hussein og er þá átt við myndarlegar vistarverur sem grafnar hafa verið niöur 1 Tiörnina fyrir neðan nýja ráðhúsið. Davíð hefur sagt Reykvíkingum að þetta væru bílskýli en auðvitað hefur hann verið að undirbúa valdatöku sína og híbýli þegar að því kæmi að hann þyrfti að taka að sér stjórn- ina einn og sjálfur. Svoleiðis yfir- burðamenn þurfa vitaskuld aö búa í traustum híbýlum þar sem þeir geta verið óhultir fyrir ónæðinu frá samborgurunum. Valdataka Davíðs er skammt undan og Þorsteinn Pálsson og aðr- ir minni spámenn í Sjálfstæðis- flokknum og í öðrum flokkum eiga að skilja sinn vitjunartíma. Á með- al okkar er risinn nýr konungur, ég, Davíð Oddsson. Lengi lifi kóng- urinn, Bubbi kóngur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.