Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. 25 Lifsstm Reikningar frá Pósti og síma: Vaskur vitlaust reiknaður - meira en ein milljón króna ofgreidd til ríkisins — PÓSTUR OG Sírvi! vsknr. 10982 Kenm,5la ,nnhe'm!u Símanúmer innneimtu Tegund reikmngj REYKJAVÍK 490784-2119 91-28000 S Í.MARE IKN INGUR Greiðandi Kennita'a greiöanda Gjalddagi 01.01.91 Timabil atnotagjalds ;■ ■ - Reikningsnúmer / símanúmer Skretanotkun 0 Timabil skretanotkunar Fjöldi Emmgaverö Verö alls E5 LOKUNARGJÖLD: 20.11.90 LOKUNARGJALD 1 192,95 193,00 G1 GAGNANET.-: í OKTÓBER 1990 31.10.90 NOTKUN Á GAGNANETI 56,80 30.11.90 NGTKUN Á GAGNANETI í NÓVEMBER 1990 6159,75 VSK-sk\ld gjöld <án VSK) 5.143,15 VSK ^^^^Gjöld meö VSK 1.261 ,40J 6.409,55 Samtals til g'eiöslu k: Seöilnúmer Gjöld sem bera ekki \ SK 0611582 0,00 6.409,55 Virðisaukaskatturinn er rangt útreiknaður á þessum reikningi hjá Pósti og síma, en hann á að vera 24,5%. Neytendasíðu DV hefur borist í hendur reikningur frá Pósti og síma fyrir símanotkun einstaklings. Það vakti athygli notandans að í sundur- liðun reikningsins er gefinn upp virðisaukaskattur. Virðisaukaskatt- ur er 24,5% en ef reiknaður er 24,5% virðisaukaskattur af þeirri upphæð sem gefin er upp á reikningnum kemur ekki sama upphæð út og gefrn er upp á reikningnum. Það skakkar ekki miklu, aðeins 10 aurum, en skekkjan er samt sem áður fyrir hendi. Upphæð virðisaukaskattsins sem gefln er upp á reikningi Pósts og síma er 10 aurum hærri en hún á í raun að vera. Neytendur Stuðull frá ríkisskattstjóra Upphæðin á reikningnum sem er „vsk-skyld gjöld (án vsk) er 5.148,15 krónur. Til hliðar við hana er reikn- aður virðisaukaskattur (vsk) og er gefln upp talan 1.261,40 krónur. Hins vegar er 24,5% af 5.148,15 krónum ekki nema 1.261,30 krónur (það er að segja námundagildi af 1.261,29675). Til að fá einhvem botn í af hverju þessi mismunur stafaði, hafði blaða- maður samband við Ólaf Karlsson, aðalendurskoðanda Pósts og síma. „Hjá ríkisskattstjóra er gefinn upp ákveðinn stuðull sem er 19,68%. Hann er notaður til að afreikna upp- hæðir. Ef fmna þarf hve hár virðis- aukaskattur er af gjöldum með virð- isaukaskatti, þá er stuðullinn 19,68% notaður. Heildarupphæð reiknings- ins er 6.409,55 krónur og 19,68% af þeirri upphæð er 1.261,40 (1.261.39944). Það er sú tala sem gefin er upp á reikningnum sem virðis- aukaskattur. Eftir því sem ég best veit felst mis- munurinn í því að talan 19,68% er námundagildi. Hún er ekki alveg nákvæm ofe rúnnuð af í tvo auka- stafi og í því er þessi munur fólginn. Þegar söluskattur var reiknaður áð- ur en vsk tók gildi, var hann 25%. Til að afreikna söluskatt var reikn- ingsdæmið einfalt, nákvæmlega 20%. Virðisaukaskatturinn er flókn- ara dæmi,“ sagði Ólafur. Reikna frá öfugum enda Guðrún Brynleifsdóttir, deildar- stjóri hjá ríkisskattstjóra, sagði það rétt vera að stofnunin gæfi upp þenn- an stuðul, 19,68% til viðmiðunar. Hins vegar væru þeir hjá Pósti og sima að byija á öfugum enda í reikn- ingum sínum. Þegar virðisauka- skattur er reiknaður út á sundurlið- uðum reikningum, eigi að byrja á hinum endanum. Reikna 24,5% ofan á gjöld án vsk. Ekki að finna út vsk með því að afreikna 19,68% af gjöld- um með VSK. Samkvæmt útreikningum blaða- manns er það ekki símnotandinn sem greiðir þennan mismun. Það er Póstur og sími sem er þarna að reikna vsk-gjöldin vitlaust. Hver símnotandi greiðir sömu upphæð eft- ir sem áður. Það er Póstur og sími sem ofreiknar lítillega vsk-upphæð hvers reiknings til ríkisins. Þó að upphæðin sé ekki mikil fyrir hvern einstakan símnotanda, telur hún þegar allir símareikningar eru teknir með í reikninginn. Þarna getur verið um upphæð að ræða sem er meira en ein milljón króna - sem Póstur og sími ofgreiðir til ríkisins. -ÍS Gegn hrotum og munnþurrki Hrotustopparinn Nozovent, sem er lítil plastklemma í nef, hefur náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Hann hefur fært mörgum bata við hrot- um sem er hvimleitt vandamál. Þann 18. febrúar síðastliðinn var á Neytendasíðu DV umfjöllun um hrotustopparann nýja. Ástæða er til þess að benda á að Nozovent- klemman er fáanleg hér á landi, en hún er til sölu í Kópavogsapóteki. Seldar eru 2 klemmur í pakka á 922 krónur. Klemmurnar má sjóða til þess að hreinsa þær upp á nýtt. Nozovent klemmurnar hafa ekki einungis verið notaðar gegn hrot- um, heldur hafa þær einnig komið í góðar þarfir til að koma í veg fyr- ir munnþurrk. Munnþurrkur er oft fylgikvilli stíflaðs nefs. ÍS Afgreiðslutímar bókamarkaðarins Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Kringlunni, sem hófst síðastliðinn fimmtudag, stendur yfir fram til sunnudagsins 3. mars. Hann er opinn frá 10-19 mánudaga til fimmtudaga, 10-20 á föstudögum, 10-18 á laugardögum og 12-18 á sunnudögum. Að sögn aðstandenda bókamark- aðarins hefur salan ekki verið minni en síðustu ár. Þessi mikla sala kemur á óvart ef tekið er tillit til þess hve mikið hefur verið um bókamarkaði og bókaútsölur und- anfarnar vikur. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRADA A VALDA ÞÉR SKAÐA! iii™ Hitaveita Reykjavíkur hefur gert samning við greiðslukortafyrirtækin um boðgreiðslur hitaveitureikninga. DV-mynd S Bodgreiðslur kortafyrirtækja: Hitaveitureikn - ingar á kortum Það færist sífellt í vöxt að neytend- um gefist kostur á að standa skil á reikningum meö boðgreiðslum á kortum. Fyrir stuttu gerði Póstur og sími innheimtusamning við korta- fyrirtækin. Nú í fyrri hluta febrúar- mánaðar bættist Hitaveita Reykja- víkur í hópinn. Eins og flestir þekkja hafa reikn- ingar frá Hitaveitunni borist orku- notendum annan hvern mánuð, en ef greitt er með korti, þá færist mán- aðarlega á kortið upphæð sem sam- svarar mánaðarlegri notkun. Eins og verið hefur er lesið af mælum einu sinni á ári og fá korthafar þá sent yfirlit yfir notkun ársins og sam- anburö við áætlaða notkun. Hitaveita Reykjavíkur gekk frá samningum við Visa og Eurocard samtímis um boðgreiðslukerfið og eiga því notendur beggja korta að geta nýtt sér kerfið. Með þessum hætti eru gjöldin dreifðari og jafnari en’ áður og dreifast á 12 gjalddaga í stað 6 áður fyrir þá sem færa sér kerfið í nyt. Það ætti einnig að spara tíma og fyrirhöfn. Eyðublað mun fylgja næsta hitaveitureikningi fyrir þá sem vilja nýta sér þennan mögu- leika. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.