Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. DV írakar koma Bandaríkjamönnum á óvart með eldílaugaárás: Scud-eldflaug varð 27 hermönnum að bana - 98 eru særðir eftir að hermannabraggi var eyðilagður Mikil skelfing greip um sig í herbúðum Bandaríkjamanna þegar hermannabragginn varð fyrir Scud-flauginni. í árásinni létu 27 hermenn lífið og 98 særðust. Símamynd Reuter Útlönd Kólera komin Kólera er komin upp i Kávæt- borg vegna þess að ibúarnir eiga ekki lengur möguleika á að fá hreint vatn og íraska hernámslið- ið hefur ekki veitt heimild til aö fallnir borgarar verið jarðaðir. Þessar fréttir koma frá Kúvæt- um í útlegð en þeir hafa sambnd við andspymuhreyfinguna í landinu. Samkvæmt heimildum írá útlögunum hafa nú í það minnsta tveir menn látist vegna sjúkdómsins og er óttast að hann geti orðið að faraldri ef ekki verð- ur bmgðist við í tíma. „Hreinlætisaðstaða í borginni er hræðileg. írakar hafa eyðilagt holræsakerfið og flutt vatns- leiðslur á brott með sér,“ sagði einn útlaginn við fréttamann Re- uters. Víða um heim ákváðu kúvæsk- ir útlagar aö fagna ekki þjóö- hátíðardegi land síns vegna hörmunganna sem dunið hafa yfir þá landa þeirra sem era í heimalandinu. Þrátt fyrir að sókn bandamanna hafi gengið vel þá hafa hermenn þeirra ekki enn • náð að frelsa Kúvætborg en frétt- ir era af ódæðisverkum íraka í borginni. Skriðdrekar skjóta á bygg- ingar í Kúvæt Fréttir hafa borist um að írask- ir hermenn noti skriðdreka til að skjóta á byggingar í Kuvætborg og eyðileggja þær. Kúvæskir út- lagar segja að herinn hafi í gær hafiö skipulagða eyðileggingu í borginni með því að velja úr opin- berar byggingar og bijóta þær niður með fallbyssuskothríö. Þá er sagt aö hermönnum fjölgi mjög í borginni því að margir ír- akar hafi lagt á flótta frá vígstöðv- unum og haldið til borgarinnar. Útlagarnir segja að nú ríði á að herinn nái aö frelsa Kúvætborg áður en meiri liryðjuverk eru unnin þar. Þá er sagt að hermennimir haldi áfram aö taka fólk höndum og lífláta þaö. í Saudi-Arabíu segja yfirmenn herliðsins þar að helstu „afrek“ íraka eftir að sókn bandamanna hófst séu að myrða saklausa borgara. 600 olíulindir standa í Ijós- um logum Nú er talið að um 600 olíulindir f Kúvæt standi í ljósum logum eftir að íraskir hermenn hafa lagt eld að þeim. írakar hafa gengið skipulega fram i að kveikja í lind- unum til að raynda reykský yfir landinu og gera þannig hermönn- um bandamanna erfitt um vik að athafna sig. Sérfræðingar í að beijast við olíuelda segja að það geti tekið allt að Qögur ár að slökkva eldana ef haflst er handa nú. Þó er ekki víst hvenær verkið getur hafist því áður verður að vera kominn á friður í landinu. Sérfræöingarnir segja að ekki sé raunhæft að ætla að þaö taki minna en tvö ár að ljúka verkinu ef allt gengur að óskum. Útlaga- stjóm Kúvæts leitar nú eftir samningum við fyrirtæki um all- an heim til að vinna við slökkvi- starfiö. Kúvætum liggur mikið á að fá tekjur af olíusölu um leiö og stríðinu lýkur því gífurlegt tjón hefur orðið í landinu og mikl- ir fjármunir fara í endurreisn þess. Talið er aö hundruö sér- fræðinga í aö slökkva oliuelda verði send til Kúvæts að stríöinu loknu. Iteuter Nú er vitað að 27 bandarískir her- menn létu lífið í Scud-eldflaugaárás íraka á herstöð í Khobar við strönd Persaflóans nærri Dhahran í Saudi- Arabíu. Þá særðustu 98 í árásinni. Þetta er mesti skaði sem írakar hafa náð að valda með Scud-flaugum sínum frá upphafi stríðsins við Persaflóa. Flaugin lent á tvílyftum hermannabragga þar sem hermenn- irnir vora ýmist í mat eða í rúmum sínum. írakar hafa oft gert tilraunir til að skjóta flaugum að herstöðinni í Dha- hran en án þess að hafa árangur sem erfiði. í Dharhan er helsta herstöð Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu. Ekki er vitað til að áður hafi verið gerð tilraun til að beina Scud-flaug- um að herstöðinni í Khobar. Mikill eldur kviknaði í hermanna- bragganum þegar flaugin eða brak úr henni lenti þar. í bragganum bjuggu að jafnaði um 250 menn. Vitni segja að flaugin hafi hæft braggann í heilu lagi og sundrað honum. Her- stjórn Bandaríkjamanna segir að tekist hafi að hæfa flaugina með Patriot gagnflaug og brotin fallið nið- ur á braggann. Þar á meðal var Gífurlegir efnahagsörðugleikar blasa viö írökum að stríðinu loknu. Innrásin í Kúvæt var meðal annars gerö í þeim tilgangi að fjármagna enduruppbyggingu Iraks eftir stríðið við íran. Árangurinn hefur hins veg- ar orðið enn meiri eyðilegging. Efnahagsástandinu í írak er lýst í nýjasta hefti tímaritsins Survival sem gefið er út af Alþjóðlegu her- málarannsóknastofnuninni í Lon- don. Áætlað hafði verið að endur- byggingin eftir stríðið við íran myndi kosta 230 milljarða dollara. Þó að hverjum einasta dollara af olíutekj- um landsins hefði verið varið til end- urappbyggingar heföi það tekið tutt- ugu ár að koma öllu í lag á ný. Fyrir innrásina í Kúvæt voru tekj- ur Iraka af olíuframleiðslu allt aö 13 milljarðar dollara á ári. Nauðsynja- vörur voru hins vegar fluttar inn fyrir 12 milljarða dollara á ári, þar af matvæli fyrir 3 milljarða dollara. Árlega vora keypt vopn fyrir 5 millj- arða dollara og jafnmiklu var varið til að greiða vexti af erlendum skuld- um. Alls nam hallinn tíu milljörðum dollara á ári áöur en nokkru fé hafði veriö varið til endurappbyggingar. Aö loknu stríðinu við íran voru erlendar skuldir íraka orðnar 80 milljarðar dollara og vora helstu lán- ardrottnamir Saudi-Arabía og Kú- sprengihleðslan ósprungin. Nú hafa írakar skotið 42 Scud- flaugum að herstöðvum banda- manna í Saudi-Arabíu en aldrei áður náð að valda viðlíka tjóni og nú. Eft- væt sem stutt höfðu írak gegn íran. Þessi mikla skuldabyröi varð til þess að mörg erlend fyrirtæki voru ófús til aö veita írökum frekari lán. Nokk- ur lönd neituðu að kaupa olíu af írök- ir atburðinn í gær hafa alls 125 menn úr liði bandamanna fallið eftir að átök hófust við Flóann með gagnsókn þeirra 17. janúar. írakar skutu einnig Scud-flaugum um nema upp í afborganir af erlend- um skuldum landsins. Saddam Hussein íraksforseti ætl- aði því að láta Kúvæt fjármagna end- uruppbygginguna sem hann hafði að Bahrain og Qatar í gær en þær ollu engu tjóni. Þá var í nótt enn reynt að skjóta flaug að Bahrain en hún var eyðilögð áöur en nokkurt tjón hlaust af. Reuter lofaðv þjóð sinni. Eftir innrásina í Kúvæt gerði hann ráð fyrir að hafa yfirráð yfir 21,5 prósentum af olíu- birgðum OPEC, samtaka olíuútflutn- ingsríkja. Þar með gæti hann stjórn- að olíuveröinu og komið fram sem leiðtogi arabaheimsins. Saudi-Arab- ar hafa yfirráð yfir 19 prósentum ol- íubirgðanna. Saddam tókst reyndar að leggja undir sig gullforöa Kúvæts sem nam 3 milljörðum dollara en hann hafði ekki reiknað með hinum sterku við- brögðum umheimsins. Samkvæmt eigin upplýsingum íraka nemur tjón- ið af völdum loftárása bandamanna í írak 200 milljörðum dollara. Vestrænir og arabískir stjórnarer- indrekar segja að írakar muni ekki hafa neina möguleika á lánum ef Saddam Hussein verður við völd að loknu stríðinu. En stjórn án hans myndi samt eiga í miklum erfiðleik- um með að afla lána. Bent hefur verið á að einu mögu- leikar íraka til að brjótast út úr ein- angruninni gætu verið að leita á náð- ir Sovétríkjanna og írans sem hvað ákafast hafa reynt að miðla málum í Persaflóadeilunni. Efnahagsástand- ið í báðum þessum löndum er þó slæmt og þau bæði háð stuðningi Vesturlanda. Reuter og DN Gjaldþrot blasir við írökum írakar segja tjónið af völdum loftárása bandamanna nema 200 milljörðum dollara. Áætlað hafði verið að enduruppbyggingin eftir stríðið við íran myndi kosta íraka 230 milljaröa dollara. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.