Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. Útönd Hvergi hvikað frá fyrri hemaðaráætlunum þrátt fyrir yfirlýsingar Saddams: Bandamenn ætla að króa af herlið íraka - á þriðja tug þúsunda íraskra hermanna teknir höndum og margir á flótta Háttsettir embættismenn í varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna segja að hernaðaráætlun þeirra miðist við að hernema suðausturhluta íraks og halda því landsvæði þegar kemur að viðræðum um friö þegar írakar hafa lagt niður alla mótspyrnu í Kúvæt. Embættismennirnir vilja ekki tala opinberlega en bandaríska stórblað- ið Washington Post telur upplýsing- ar þeirra áreiöanlega/. Embættis- mennirnir sögðu að ætlunin væri að ná í stóra skák af írak og nota hana sem skiptimynt þegar farið væri að ræða um frið að átökum loknum. Þá er þaö markmið herstjórnar Bandaríkjamanna að koma í veg fyr- ir að Saddam Hussein geti haldist Bandamenn segjast hafa tekið yfir 20 þúsund iraka höndum og eiga nú í erfiðleikum með að koma striðsföngunum af vígstöðvunum. Simamynd Reuter áfram við völd í skjóli sérsveita sinna. Gangi hernaðaráætlunin upp króast sérsveitirnar af inni á hernámssvæði bandamanna. Þrátt fyrir þessa hernaðaráætlun er það ekki ætlun bandamanna að hernema landsvæði í írak til lang- frama heldur er ætlunin að tryggja yfirburðastöðu hersveita þeirra á svæðinu. írakar reyndu í gærkvöldi að snúa atburðarásinni sér í vil með því að bjóðast til að fara með her sinni frá Kúvæt og fara að ályktum Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóöanna um skil- yrðislausa brottfór frá landinu. Þeir sögðu þó ætla að halda áfram að berj- as_t ef á þá yrði ráðist. í Bandaríkjunum var þessari yfir- lýsingu tekið fálega enda einungis um óljósar útvarpsfréttir að ræða. Síðar í nótt hafnaöi Bush Banda- ríkjaforeti tilmælum íraka enda byggðust þau á sömu forsendum og fyrri áætlanir þeirra um flutning herliðsins frá Kúvæt. Þar á meðal er að írakar ætla að koma herliði sínu í sömu stöðu og það var fyrir innrás- ina í Kúvæt og þeir ætla ekki að fara að öðrum ályktunum Öryggisráðsins en þeirri að fara frá Kúvæt. Hernaðurin í írak og Kúvæt heldur því áfram af fullum krafti. Banda- menn krefjast þess að írakar skilji hergögn sín eftir. í morgun sögðu yfirmenn liðs bandamanna að engin merki sæjust enn um að írakar væru að draga lið sitt frá Kúvæt. Þó hafa verið óljósar fréttir um liösflutninga þeirra. Flugmenn bandamanna sögðust hafa séð til liðsafla sem stefndi í norður í átt frá Kúvæt. Bandamenn segja að um óverulegt lið sé að ræða og allt eins geti verið að írakar séu að reyna að endurskipuleggja vörn sína. í nótt áttu hersveitir Breta og Bandaríkjamanna í bardögum við skriðdrekasveitir íraka á tveimur stöðum á átakasvæðinu. í báðum til- vikum fóru írakar halloka að sögn bandamanna og misstu töluvert af hergögnum. Ekki fékkst gefið upp hvar þessar orrustur voru háðar. Bnadamenn segja aö fjöldi stríðs- fanga úr liði íraka valdi þeim erf- iðleikum. Fleiri hermenn hafa gefist upp en gert var ráð fyrir og hafa bandamenn átt í erfiðleikum viö að koma föngunum í búðir í Saudi- Arabíu. Bandamenn segja að stríðs- fangarnir séu nú orönir á þriðja tug þúsunda og fari enn fjölgandi. Reuter Hugsanlegt að fjórðungur Kúvæta liggi í valnum Eftir heimildum frá bandaríska hernum er talið mögulegt að allt að fjórði hve Kúvæti hafi fallið eöa særst þann tíma sem írkar hafa hersetið landið. Þá á eftir að bætast við sá tollur sem sjúk- dómar eiga eftir að taka ef ekki tekst að koma neyðarhjálp til helstu borga í bráö. Þessar upplýsingar hefur bandaríska blaðið Los Angeles Times úr gögnum sem kynnt hafa verið bandarískum hermönnum til að undirbúa þá fyrir komuna til Kúvætborgar. Herinn gerir ráð fyrir að hjálparstofnanir verði að leggja allt sem þær eiga af mörk- um til að bjarga um 800 þúsund mönnum frá neyð í Kúvæt þegar stríðinu lýkur. Þá er gert ráð fyrir að enn fleiri óbreyttir borgara eigi eftir að falla ákveði herlið íraka að verj- ast í Kúvætborg. Þá verða íbú- arnir fyrir barðinu á hernaðará- tökunum og mannfall gæti orðið mikið. Þá vill yfirstjórn hersins ekki útiloka að hryðjuverk fylgi í kjölfar þess að írakar hrekist frá landinu. Þegar írakar gerðu innrás í Kúvæt 2. ágúst í sumar bjuggu þar um 1,8 milljónir manna. Frá þ-ví innrásin var gerð er taliö að allt að ein milljón manna haíi flú- ið landið eða verið fluttir til íraks. Reuter Mikil eyðilegging fylgir hernaðinum í Kúvæt og er óttast að (jöldi óbreyttra borgara liggi þegar í valnum. Símamynd Reuter Persaflóastríðið: Atburðarásin 25. febrúar 9.44 - Útvarpið i Bagdad segir íraska heriim hafa náð aftur á sitt vald stöðvum frá banda- mönnum._ 10.27 - ísraelsmenn aflétta út- göngubanni á flestum stöðum á herteknu svæðunum. 13.22 - Bandamenn gera loftá- rásir á skriðdreka úrvalssveita Saddams Hussein íraksforseta sem eru á leið suöur til móts við her bandamanna. 15.23 - Bandarískur herforingi segir fjóra bandaríska hermenn haía látið lífið og tuttugu og eínn særstí og umhverfis Kúvæt. Enn- fremur segir hann bandamenn hafa eyðilagt tvö hundruð og sjö- tíu skríðdreka íraka. 16.11 - Bush Bandaríkjaforseti segir stórsóknina ganga sam- kvæmt áætlun. 18.14 - Yfirmaöur bandaríska flotans við Persaflóa spáir sigri bandamanna innan fárra daga. 18.31 - írakar segja hermenn sína taka þátt í hörðum bardög- um á landamærunum og að þeir hafl valdið bandamönnum miklu tjóni. 19.08 - Bandarískir hermenn sagðir hafa látiö iifið þegar ír- askri Scud-eldflaug var skotið að herstöð bandamanna við Kho- barborg í austurhluta Saudi- Arabíu. 19.54 - Bandamenn sagðir hafa gert loftárás á Bagdad að minnsta kosti níu sinnum yfir daginn. 20.52 - Tilkynnt er að það geti tekið marga mánuði að slökkva elda í yfir fimm hundruð olíulind- um í Kúvæt. 22.54 - Útvarpið i Bagdad hefur það eftir íröskum embættismanni að íraskir hermenn veröi kallaðir heim frá Kúvæt. 23.59 - Hvíta húsið í Washing- ton tilkynnir að írakar hafi ekki haft samband við Bandaríkja- menn og að hernaði gegn írak verði haldið áfram. 26. febrúar 00.01 - Breskir embættismenn segja að þeir hafi engar sannanir fyrir því að írakar séu aö hörfa. 00.09 - 01.12 - Bandamenn gera loftárásir á íraska skriðdreka í Kúvæt. 1.37 - Yfirvöld í Bahrain segja að eldflaug frá írak hafi verið skotin niður. 2.27 - Greint frá uppgjöf fleiri íraskra hermanna. 3.36 - Bandarísk yfirvöld kreQ- ast þess að Saddam Hussein hlíti öllum ákvæðum ályktana Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. 3.40 - Útlagastjórn Kúvæts sak- ar írösku stjórnina um brögð og lygar. Ekki sé hægt að treysta yfirlýsingunni um að írakar séu að hörfa frá Kúvæt. 4.15 - í fyrstu morgunfréttum í útvarpinu í Bagdad er ekki gi'eint frá fyrirskipun íraskra yfirvalda til hermanna sinna um að fara frá Kúvæt. 4.29 - Bush Bandaríkjaforseti skorar á Saddam Hussein að sam- þykkja allar kröfur bandamanna og skipa hermönnum sínum að leggja niður vopn. 4.30 - Sovétríkin íhuga beiðni Saddams um að koma í kring vopnahléi á vettvangi Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóöanna ef ír- akar tilkynna formlega um brott- hvarf. 5.00 - Talsmaður Bandaríkja- hers segir tuttugu og sjö banda- ríska hermenn hafa látið lífiö og níutíu og átta særst i eldflauga- árásinni á herstöðina í Saudi- Arabíu. 6.00 - Sendiherra Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum segir Saddam hafa verið í sam- bandi við Gorbatsjov ogtjáð hon- um að hann væri reiðubúinn að hörfa tafarlaust frá Kúvæt. 8.30 - Saddam Hussein segir í útvarpsávarpi í Bagdad að írösku hermennirnir muni allir fara frá Kúvæt í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.