Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. Mennirig Ljódatónleikar Dóra Reyndal sópransöngkona og Vilhelmína Ólafs- dóttir píanóleikari héldu ljóðatónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi. Á efnisskránni voru verk eft- ir Felix Mendelsohn Bartholdy, Franz Schubert, Carl Loewe, Robert Schumann, Richard Strauss, Enrique Granados og Joaquin Rodrigo, Verkefnavaliö á þessum tónleikum var fjölbreytt og ekki af auðveldari endanum. Tónleikarnir hófust á Madchenblumen eftir Strauss, ástleitnum stúlkulýs- mgum þar sem blóm eru notuð sem líkingar. Þetta eru vel samin og falleg lög, töluvert hugmyndaauðug og í sjálfstæðum stíl. Das erste Veilchen eftir Mendelsohn og Die schla.nke Wasserlilie eftir Loewe eru ekki eins viðamiklar tónsmíðar en einkar ljúflegar. Schumann átti þarna tvö ágæt lög, Schneeglöckchen og Er ist. Það var skemmtileg tilbreyting að heyra stutta ljóða- flokka eftir spönsku tónskáldin Granados og Rodrigo. Ekki skal fullyrt án nánari athugunar í hverju felst sá spánski hreimur sem þessi lög greinilega höfðu en skáldlegur glæsileiki er partur af því. Eitt lag skar sig Tónlist Finnur Torfi Stefánsson úr í þessari annars góðu efnisskrá og bar af öðrum. Heidenröslein Schuberts er ein af þessum perlum sem sá mikli garpur átti til að sáldra í kring um sig. Af hverju hljómar þetta látlausa og einfalda lag svo full- komið? Því er vandsvarað en hluti svarsins liggur trú- legast í því hve hugmyndin er skýr og útfærslan ein- fóld. Söngur Dóru Reyndal á þessum tónleikum var svolít- ið misjafn. Sum lögin hljómuðu þó ágætlega, einkum Schumann og nokkur spönsku laganna. Píanóleikur Vilhelmínu var einkar þokkafullur og tónn hennar oft fallegur. Dóra Reyndal sópransöngkona og Vilhelmína Olafsdóttir pianóleikari. Bridge Bridgefélag byrjenda Bridgefélag byrjenda hóf starf- semi sína þriðjudagskvöldið 19. fe- brúar. Spilað var á 15 borðum sem er mjög góð þátttaka á fyrsta kvöldi. Næsta spilakvöld félagsins er þriðjudaginn 5. mars klukkan 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Það var sérstaklega ánægjulegt á fyrsta spilakvöldi hve margir komu einir og fengu mótspilara á staön- um. Þeir sem hafa ekki fastan spila- félaga eru sérstaklega hvattir til aö koma í fyrra lagi til að fá aðstoð á staðnum með spilafélaga. íslandsmót í sveitakeppni, undanúrslit Undanúrslitin í íslandsmótinu í sveitakeppni verða haldin á Hótel Loftleiðum dagana 14.-17. mars næstkomandi. Svæðasamböndin eru sérstaklega minnt á aö 4. mars verður að vera búið að skila til BSÍ nöfnum allra þeirra sem eiga að spila og greiða keppnisgjaldið sem er 22 þúsund krónur á sveit. Dregið veröur í riðla strax að þessum fresti loknum. Dagskrá mótsins verður sem hér segir: Fimmtudagur 14. mars, 1. og 2. umferð kl. 13.00 og 19.30. Föstudagur 15. mars, 3. og 4. um- ferð kl. 13.00 og 19.30. Laugardagur 16. mars, 5. og,6. um- ferð kl. 13.00 og 19.30. Sunnudagur 17. mars, 7. umferð kl. 10.00. Úrslit íslandsmóts í sveitakeppni verða spiluð á Hótel Loftleiðum í páskavikunni. Spilamennska í úr- slitum hefst 27. mars og lýkur laug- ardaginn 30. mars (fyrir páskadag). Landsliðsmál Landsliösmál fyrir landsliðin sem keppa á þessu ári eru nú farin að skýrast. Björn Eysteinsson hef- ur tekið að sér að vera einvaldur í opnum flokki og flokki yngri spil- ara. Helgi Jóhannsson verður ein- valdur kvennalandsliösins. Verk- efnin sem liggja fyrir á þessu ári eru Evrópumót á írlandi 15.-29. júní. Þangað verður sent lið í opinn flokk og kvennaflokk. Norður- landamót yngri spilara verður í Finnlandi að þessu sinni og sent verður eitt'lið í þá keppni. Fyrirkomulag vegna undirbún- ings fyrir þessi mót mun liggja fyr- ir á næstunni og verður birt í fjöl- miðlum um leið og það liggur fyrir. Bridgefélag Breiðfirðinga Aðaltvímenningskeppni félags- ins er nú hafin og er þátttakan 42 pör, Það er nokkru færra en undan- farin ár, hverju sem um er að kenna. Spilaður er tölvugefinn ba- rómeter og eins og undanfarin ár, sér Kristján Hauksson um útreikn- ing. Spilaöar voru 7 umferðir fyrsta kvöldið, 28 spil, og er staöa efstu para þessi: 1. Sveinn Sgurgeirsson- Hallgrímur Hallgrímsson 179 2. Jörundur Þórðarson- Páll Bergsson 125 3. Guðmundur Karlsson- Karl Jóhannsson 97 4. Kjartan Jóhannsson- Jón Þorkelsson 92 5. Elvar Guðmundsson- Marinó Kristinsson 88 6. Pétur Jónsson- Kristján Jónsson 82 7. Þórður Jónsson- Gunnar Karlsson 79 8. Óskar Þráinsson- Guðlaugur Karlsson 73 9. Sigríður Pálsdóttir- Eyvindur Valdimarsson 56 10. —11. Albert Þorsteinsson- Kristófer Magnússon 47 10.—11. Guðmundur Kr. Sigurðsson-Valdimar Jóhannsson 47 ÍS BLIND aíSn H/FnA U BHiBu h|umferðar WrAð Andlát Jórunn Skúladóttir, Tunguseli 4, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 24. febrúar. Bjarni Ólafsson, Hringbraut 51, Keflavík, lést aðfaranótt 23. febrúar. Rafnkell Jónsson frá Dýhóli lést á elli og hjúkrunarheimilinu Skjól- garði, Höfn, 23. febrúar. Ósk Guðfinnsdóttir frá Litla-Galtar- dal, Grenimel 17, Reykjavík, lést í Landspítalanum 23. febrúar. Leifur Þorleifsson, Hólkoti, Staðar- sveit, lést þann 24. febrúar. Guðrún K. Pétursdóttir, Hverfisgötu 63, lést í Landspítalanum 23. febrúar. Benóný Benediktsson, fyrrum skák- meistari, frá Kambhóli í Víðidal, lést í Borgarspítalanum 25. febrúar. Sigríður Helgadóttir, Njálsgötu 64, andaðist sunnudaginn 24. febrúar. Tómas Geirsson, Kirkjuvegi 72, Vest- mannaeyjum, varð bráðkvaddur 24. febrúar. Bjarni Ólafsson verkstjóri, Hring- braut 71, Keflavík, lést aðfaranótt 23. febrúar. Kristín Halldórsdóttir frá Vest- mannaeyjum, Sævangi 47, Hafnar- firði, lést 22. febrúar. Jarðarfarir Guðmundur Hólm, Skeggjagötu 23, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 27. febrúar kl. 15. Útför Laufeyjar Jónsdóttur, Bólstað- arhlíð 45, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 27. febrú- ar kl. 13.30. Útfor Ragnheiðar Pétursdóttur, Furugrund 70, Kópavogi, verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 27. febrúar kl. 15. Útfór Kjartans G. Jónssonar, fyrr- verandi kaupmanns, Sóleyjargötu 23, Reykjavík, verður gerð frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 1. mars nk. kl. 10.30. Útför Guðbjarts G. Egilssonar fyrr- verandi framkvæmdastjóra, sem lést á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík, mánudaginn 18. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 27. febrúar kl. 13.30. Árni Guðmundsson lést 13. febrúar. Hann fæddist 18. júlí 1919 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamíns- son og Anna Jónsdóttir. Árni lauk námi í múrverki og starfaði lengst af við þá iðn. Hann giftist Önnu Guð- mundsdóttur, en hún lést árið 1982. Útför Árna verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Björg Sveinbjörnsdóttir lést 13. fe- brúar. Hún fæddist í Sæmundarhlíð í Reykjavík 13. ágúst 1913, dóttir hjónanna Ólafiu Jónsdóttur og Jóns Sveinbjörns Sæmundssonar. Björg vann lengst af við ræstingar hjá Slökkviliðinu í Reykjavík og Sjóvá- tryggingarfélagi íslands. Útfor henn- ar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Nils ísaksson, fv. skrifstofustjóri, lést 16. febrúar. Hann var fæddur á Eyr- arbakka 3. mars 1893. Foreldrar hans voru hjónin ísak Jónsson og Ólöf Ólafsdóttir. Árið 1946 hóf Nils störf á skrifstofu Síldarútvegsnefndar á Siglufirði og starfaði þar í rúmlega tvo áratugi, lengst af sem skrifstofu- stjóri. Eftirlifandi eiginkona hans er Steinunn Stefánsdóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útfór Nils verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Safnaðarstarf Þriöjudagur Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma á framfæri við sóknarprest í viðtalstím- um hans þriðjudaga til fóstudaga kl. 17-18. Dómkirkjan: Mömmumorgnar í safnað- arheimilinu miðvikudaga kl. 10-12. Grensáskirkja: Biblíulestur í dag kl. 14 í umsjón sr. Halldórs S. Gröndal. Síðdeg- iskaffi. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguösþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18. Kársnessókn: Biblíulestur í safnaðar- heimilinu Borgum í kvöld kl. 20.30. Langholtskirkja: Foreldramorgnar mið- vikudag kl. 10 f.h. í umsjón Sigrúnar E. Hákonardóttur. Starf fyrir 10 ára og eldri miðvikudaga kl. 17. Þór Hauksson og Óskar Ingi Ingason leiða.starfið. Seltjarnarneskirkja: Opiö hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 15-17. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10. Herdís Sargaard fjallar um slysa- vamir fyrir böm í heimahúsum. Tilkyimingar Keramikhúsið opnar nýja verslun Keramikhúsið hefur verið flutt úr Skip- holti og hefur verið opnuö ný verslun og verkstæði að Faxafeni 10 í Reykjavík. Húsnæðið er alls 460 m- og skiptist í sýn- ingarsal, verslun og stórt verkstæði í kjallara. Jafnframt aukast möguleikar fyrir leirlistafólk því nú er hægt að bjóða námskeið í hnoðleir og postulínsmálun. Kennari er Gréta Sturludóttir. Keramik- húsið býður enn gott úrval af steyptum, ógleijuðum munum svo og fullunninni vöru. í versluninni er sýningarsalur sem leigður verður listamönnum endur- gjaldslaust. Keramikhúsið er nú 20 ára og verslunarstjóri er Kolbrún Svein- björnsdóttir. Gamlar myndir úr Kópavogi Út er komin mappa með gömlum mynd- um úr Kópavogi. Mappan er gefin út í 99 númeruðum eintökum og inniheldur hver þeirra 5 myndir í stærðinni 43 sm x 32 sm. Myndirnar eru teknar í Kópa- vogi frá því um 1920 til 1969 og sýna á skemmtilegan hátt þær breytingar er orðiö hafa á bænum á sl. áratugum. Björn Þorsteinsson bæjarritari skrifaði ágrip af sögu bæjarins sem fylgir hverri möppu ásamt upplýsingum um myndirnar. Út- gáfufyrirtækið Líf og saga gefur möpp- urnar út. Handknattleiksdeild Breiða- bliks mun sjá um sölu á möppunum. Mappan kostar 9.900 kr. Þeir sem hafa áhuga geta fengjð nánari upplýsingar í síma 40354 á daginn og í símum 46949 eða 679434 á kvöldin. Á myndinni tekur Sig- urður Geirdal bæjarstjóri við fyrstu möppunni. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld í félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. Barnaskákmót Sunnudaginn 3. mars }d. 14 verður haldiö barnaskákmót,, ABC mótið, á vegum Skáksambands íslands og Fróða hf. Mót- ið verður haldið í húsnæði skákhreyfmg- arinnar að Faxafeni 12 og er opið öllum börnum sem fædd eru 1978 og síöar. Góð verðlaun eru í boöi og allir keppendur fá viðurkenningarskjal. Skráning á mótið fer fram í síma Skáksambandsins 689141 vikuna 25. febrúar til 1. mars milli kl. 11 og 12. Námstefna: Glerbyggingar og glerþök Notkun glers í byggingum hefur farið mjög vaxandi undanfarin ár. Nægir þar að nefna stórbyggingar, eins og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Þjóðarbókhlöðuna, veitingahúsið á Öskjuhlíð, auk fjölda smærri mannvirkja. Mikil þörf er fyrir aukna þekkingu hjá islenskum hönnuð- um og byggingaraðilum á þessu sviði og því mun Endurmenntunarnefnd Háskóla Islands þann 28. febrúar kl. 8.30-17 og 1. mars kl. 8.30-13 standa fyrir námstefnu um hönnum glerbygginga við íslenskar eða norrænar aðstæður. Námstefnan er ætluð hönnuðum bygginga, s.s. arkitekt- um, tæknifræðingum, verkfræðingum og umsjónaraðilum glerbygginga. Markmið námstefnunnar er að reyna að sýna hvað hægt er að gera með glerbyggingum í dag, hvað þarf að varast og hvaða kröfur þarf að gera til slíkra bygginga á Norður- slóðum. Fyrirlesarar verða sérfræðingar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð auk íslenskra arkitekta og verkfræðinga. Skráning þátttakenda er í sima 694949 í símum 694923-24.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.