Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. íþróttir Stúfarfrá Englandi Gutvnar Sveinbjömss., DV, Englandx: Chelsea heldur áfram aö leita að miöveröi í Skotlandi. Fyrr í vetur reyndi Lundúnafélag- iö að kaupa Paul Elliot frá Celtic en ekkert varð ur því og nú hefur Bobby Cambell snúið sér að Dave McPherson, leikmanni Hearts. Chelsea er tilbúið aö borga um það bil 800 þúsund pund og þeir peningar ættu að koma sér vel fyrir Edinborgarliðið sem á i nokkrum fjárhagskröggum um þessar mundir. Southampton reyndi fyrr í vetur að kaupa McPherson en þá var sett upp ein milljón punda sem suðurstrand- arliðinu þótti of mikiö. LawrieMadden erfarinn frá Leicester City Lawrie Madden, varn- arleikmaður Shefíield Wednesday, er farinn frá Leicester City eftir tæplega mánaðarlánstíma. Leic- ester vildi hafa Madden áfram í mánuð til viðbótar en leikmaður- inn sagöi þvert nei við þeírri bón. Örlítið meira um gang mála á Filbert Street. Forráðamenn Leicester hafa borið til baka allar sögusagnir um að þeir væru á höttunum eftir Archie GemmiU, þjálfara Nottingham Forest, til að taka við starfi framkvæmda- stjóra. Eins og kunnugt er var David Pleat látínn taka pokann sinn fyrir nokkrum vikum en enginn hefur verið ráöinn i stað- inn enn sem komið er. Howells á sjúkra- húsvegna andlitsmeiðsla? David Howells, leik- maður Tottenham, hefur veriö lagður inn á sjúkrahús og mun gangast undir aðgerð vegna and- litsmeiðsla sem hann er talinn hafa fengið á knæpu einni í síð- ustu viku. Fréttir herma að How- ells og Paul Stewart hafi setið við drykkju á fyrmefndri knæpu og lentu í útistööum við dyravörð- inn sem lét sig engu skipta þótt þar færa frægir fótboltakappar. Viöskiptum þeirra lauk með ein- hverjum pústrum sem Howells hefur greinilega farið verst út úr. Leikmennirnir voru hvorugir með gegn Portsmouth um helgina en þegar Terry Venables var spurður um allt saman sagði hann aðeíns að „atvik“ hefði átt sér stað en Howells hefði lagst inn á sjúkrahús vegna ökklameiðsla. Palace vill kaupa Rodney Wallace Crystal Palace hefur nú bæst í hóp þeirra liöa sem hafa augastað á Rodney Wallace hjá Southamp- ton. Steve Coppell telur óhjá- kvæmilegt að styrkja hópinn svo að hægt sé að veita Liverpool og Arsenal einhverja keppni um meistaratitilinn. Samningur Wallace við Southampton rennur út í sumar en Coppell vill fá leik- manninn mun fyrr. Þess má geta að Wallace er ekki ókunnugur í - suðurhluta Lundúnaborgar, enda er hann fæddur í næsta nágrenni viö The Den sem er heimkynni MilIwaU. Port Vale kaupir óþekktan Hollending 2. deildar liö Port Vale hefur keypt hollenskan framherja að nafni Robin van der Laan. Port Vale snaraði frara 80 þúsund pundum fyrir leikmanninn sem enginn hafði heyrt um áður. Enn bæfir Ragga sig - synti vel í Bandaríkjunum um helgina fæst þó ekki staðfestur þar sem hann var tekinn í spretti hennar í 4x100 m fjórsundi. Alls kepptu sundmenn frá átta há- skólum á mótinu sem fram fór í Kentucky. Flórídaháskóli vann keppnina en margir af bestu sund- mönnum Bandaríkjanna stunda þar nám. Ragnheiður bætti engu að síður staðfestan tíma sinn í 100 jarda bringusundsgreininni. Hún varð þar í 2. sæti og synti á 1:02,61 mínútu. Bætti besta árangur sinn á vega- lengdinni um 90/100 úr sekúndu. Þá sigraði Ragnheiður í 200 jarda bringusundinu á tímanum 2:16,92 mínútum sem er mjög góður tími. Með sigri sínum varð hún fyrsta stúlkan frá Alabamaháskóla til þess að vinna sigur í þessari grein í 8 ár. Ragnheiður keppti einnig í 200 jarda fjórsundi og náði þar mjög góð- um tíma. Synti á 2:06,30 mínútum. Sá tími er þremur sekúndum betri en er hún synti fyrir skömmu í keppni Alabama og Louisiana há- skólanna. Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Ragnheiður Runólfsdóttir náði um helgina besta tíma sínum til þessa í 100 jarda bringusundi. Hún synti þá vegalengdina á 1:01,9 mín. er hún keppti fyrir Alabamaháskóla á meistarámóti Suðurríkjaskólanna um helgina. Þessi tími Ragnheiðar • Ragnheiður Runólfsdóttir. Bnar Páll æfir með Helsingör IF - dvelur hjá hðinu til 10. mars Einar Páll Tómasson, knattspyrnu- maður úr Val, hélt utan í gær og mun Körfubolti Tveir leikir fóra fram í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær- kvöldi. KR tapaði fyrir Haukum á heimavelli, 37-45, og ÍS tapaði einnig heima fyrir ÍBK,. 49-61. Staðan í deildinni er nú þessi: ÍS..........12 10 2 638-511 20 Haukar.......12 9 3 641-476 18 Keflavík.....12 8 4 794-559 16 ÍR..........11 6 5 564-509 12 KR..........11 2 9 462-575 4 Grindavík...l2 0 12 367-826 0 æfa með danska 1. deildar liöinu Helsingör IF fram til 10. mars. For- ráðamenn liðsins vildu fá Einar Pál á þessum tíma og tók hann þátt í fyrstu æfingu liðsins í gærkvöldi. í kvöld leikur hann æfingaleik með liðinu gegn B 1903. ■ „Ég er spenntur að sjá hvaö kemur út úr þessu dæmi en það eru mikil viöbrigði að koma af gervigrasinu heima í grasið hér úti og ég er svolít- ið þreyttur eftir fyrstu æfinguna. Ég mun leika nokkra æfingaleiki meðan ég verð hér úti og það er aldrei að vita hvað gerist," sagði Einar Páll í samtali við DV í gærkvöldi. Keppnistímabilið í Danmörku byrj- ar 16. mars næstkomandi. -JKS/GH í myrkri gildir að sjást. NOtaÖU gf UMFERÐAR endurskinsmerki! WRÁÐ Firmakeppni Skallagríms og Hótel Borgarness í knattspyrnu fer fram 8. og 9. mars nk. Keppninni lýkur á laugardeginum og er þátttakend- um bent á gistingu og stórdansleik á Hótel Borgar- nesi um kvöldið. Þátttökugjald er 8.000 á lið. Upplýsingar og skráning í síma 93-71703 Þórður og 93-71465 Þorsteinn. Ath. Skráningu lýkur sunnudaginn 3. mars. • Einar Einarsson hefur leikið vel í Austurríki í vetur og er lið hans komið í úrslitakeppnina um meistaratitilinn. Framtíð Einars í Austumki óráðin - hð hans féll úr EM um helgina Austurríska félagið Vogel-Pumpen Stockerau, liðið sem Einar Einarsson leikur með, er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir að það tapaði fyrir ungverska liðinu Veszprem, 36-26, í síðari ieik liðanna í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar í Ungverjalandi um helgýia. Vogel-Pumpen vann fyrri leikinn í Austurríki, 27-26, og tapaði því samanlagt, 53-62. „Úrslitin í leiknum réðust í fyrri hálfleik en þá höfðu þeir náð 10 marka forskoti, 18-8. Við náðum ágætiskafla í siðari hálfleik og minnkuðum muninn niður í 6 mörk en nær kdíhumst við ekki. Ung- verska liðið lék nánast á einni hæð fyrir ofan okkur, enda margir leik- menn liðsins um og yfir 2 metrar á hæð. Við getum þó verið sáttir með frammistöðu okkar í Evrópukeppn- inni en þetta er það lengsta sem aust- urrískt lið hefur náð,“ sagði Einar Einarsson í samtali við DV. Einar skoraði 3 mörk í leiknum. Vogel-Pumpen tryggði sér í síðustu viku sæti í úrslitum um austurríska meistaratitilinn. Félagið hafnaði í 4. sæti í deildinói en 6 efstu liðin leika tvöfalda umferö um meistaratignina. Þá eru Einar og félagar komnir í 8 liða úrslit í bikarkeppninni og um næstu helgi leikur lið gegn Linz sem er í efsta sæti í deildakeppninni. Einar sagði í samtali við DV að ekkert væri farið að ræða framtíð hans hjá félaginu, enda nokkuð eftir af keppnistímabilinu. Einar samdi til eins árs við austurríska liðið og er ánægður með dvöl sína. -GH Bandaríski körfuboltinn: Portland stendur best allra liða - beið þó lægri hlut fyrir Indiana Liö Portland Trailblazers er með besta vinningshlutfall allra liða í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir leiki helgarinnar. Portland varð þó aö láta í minni pokann fyrir Indiana í fyrrinótt en mesta spennan var í leik meistara Detroit og LA Lakers. Lakers hafði sigur í framlengdum leik og er í öðru sæti í Kyrrahafs- riðli á eftir Portland. Úrslit leikja í fyrrinótt urðu sem hér segir: Indiana-Boston...........115-102 Detroit-LALakers..........96-102 Minnesota-Houston.........91-100 Miami-New York............92-108 Orlando-Sacramento........120-90 LA Clippers-Denver.......129-112 Portland-SA Spurs.........88-95 Seattle-Utah Jazz.........91-103 • Staðan í riðlum NBA-deildarinnar eftir þessi leiki er eftirfarandi: Atlantshafsriðill Boston................40 14 74,1% 76ers.................29 24 54,7% New York..............24 31 43,6% Washington............22 33 40,0% NewJersey.............17 37 31,5% Miami.................16 38 29,6% Miðriðill Chicago 39 14 73,6% Detroit 37 19 66,1% Milwaukee 34 21 61,8% Atlanta 30 24 55,6% Indiana 25 28 47,2% Cleveland 19 36 34J>% Charlotte 16 37 30,2% Miðvesturriðill SASpurs 34 17 66,7% UtahJazz 35 18 66,0% Houston 31 23 57,4% Dallas 20 32 38,5% Minnesota 17 36 32,1% Orlando 17 36 32,1% Denver 15 38 28,3% Kyrrahafsriðill Portland ... 44 11 80,0% LA Lakers 40 14 74,1% Phoenix 35 18 66,0% Golden State 29 24 54,7% Seattle 25 28 47,2% LAClippers ....18 35 34,0% Sacramento 15 37 28,8% -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.