Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. 23 Menning Suðræn sveif la Föstudagskvöldið 23.2. lék argent- ínski píanóleikarinn Hernan Lug- ano í Púlsinum ásamt hljómsveit sinni. Á efnisskránni voru níu frumsamin verk eftir Lugano, sem voru n.k. bræðingar úr nútíma- djassi og tónlist víðs vegar úr Róm- önsku Ameríku. Stundum kom þessi blanda mjög vel út en stund- um var eins og skiptingar milli módalstíls og sölsu væru eilítið þvingaðar. Hugsanlega á hljóm- sveitin eftir aö spila sig betur sam- an en ísland er fyrsti viðkomustað- ur í Evrópuferð hennar. Tónleikarnir hófust á verki sem hljómaði ekki rétt vel í fyrstu, en virtist orðið miklu betra er það var endurtekið sem annað aukalag eft- ir annað uppklapp en áheyrendur Djass Ingvi Þór Kormáksson virtust helst ekki vilja sleppa Arg- entínumönnunum af sviðinu í lok- in. Argentína og Brasilía eru ekki nágrannaríki eingöngu í land- fræðilegum skilningi heldur líka tónlistarlegum. Samba er líka leik- in í Argentínu og í BrasOíu hefur þróast viss tegund af tónlist sem minnir meira á tangó en sömbu, og þarlendir kalla stundum í gamni „grátmúsík", enda er dálítið þyngra yfir argentínsku músík- Smáauglýsingar - Sími 27022 [teleFAXbúðinI Arfax 1000 hágæðamyndsenditæki, fax/ljósritunarvél/sími/símsvari. Allt í sama tækinu, 10 síðna sjálfvirk send- ing, sjálfvirkt endurval, skammval, með 100 númera minni, villu- og bil- anagreining, ljósritun með minnkun og stækkun o.m.fl. Telefaxbúðin, Hambraborg 1, Kóp., símar 91-642485, 91-642375 og fax 642375, einnig á kvöldin. jGifia KRINGLUNNI 689666 LAUGAVEGI 19 t» 17480 Útsala! Allt að 70% afsláttur. Allar nýju, æðislegu frönsku vörurnar. Tækifæri sem aldrei aftur býðst. SKIÐATILBOÐ Blizzard Firebird skiði, 180-200 cm, Look bindingar með skíðastoppurum, verð aðeins kr. 11.800. Ath. takmarkað magn. Póstsendum. S. 91-82922. Útilíf, Glæsibæ. Vagnar - kerrur Jeppakerrur. Getum útvegað frá USA 1/4 tonn original jeppakerrur M.416, verð kr. 79.800 + vsk. Pantið tíman- lega. Markaðsþjónustan, sími 91-26984. Bílar til sölu Volvo 740 GL ’87, ekinn 55.000, dráttar- krókur, spoilerar allan hringinn, sportfeígur og ýmsir aðrir aukahlutir, súpereintak, skipti ath. á ódýari. Uppl. í símum 92-68553 og 92-68350. Dusar baðkarshurðir í miklu úrvali, verð frá kr. 12.900. A & B, Skeifunni 11, sími 91-681570. Subaru '89, specila edition, ekinn 38 þús. Verð 1.200.000, skipti á nýlegum smábíl. Uppl. í síma 91-625170 eftir kl. 17. Til sölu Scout 1980 disil (ath., origi- nal). Nýuppgerð Nissan turbo dísilvél og gírkassi, dekk 31". Allur mjög góð- ur7 Uppl. í síma 93-41193. Jóhannes. Til sölu Nissan pickup, árg. ’90, ekinn 16 þús. Góður bíll. Uppl. í símum 92-68553 og 92-68350. ■ STÓRK0STLEG ASKRIFTAR Ertþúmeð? inni; hún er meira í moll, en sú brasilíska yfirleitt meira í dúr, ef svo má segja. Það kom því ekki á óvart að lag í bossa-nova takti væri með angurværum moll- og „hálf- dim“-hljómum, þótt það rifi sig upp í hraða sömbu rétt fyrir sóló hljóm- sveitarstjórans, en hinn fingrafimi Lugano virtist kunna einna best við sig á hálsbrjótandi hraða. Eftir því sem leið á tónleikana virtist hljómsvéitin ná upp meira dampi, og sölsur og sömbur streymdu fram í bland við þyngri pælingar. Eitt aðalglansnúmerið, sem endurtekið var sem fyrra upp- klappslag, var t.a.m. mjög hröð samba sem breyttist í dæmigerðan salsa-rytma þegar á leið en hægði svo á yfir í rólegt cha-eha-cha áður en snúið var við sömu leið til baka. Tónhst Luganos og félaga er heit og skemmtileg og minnir að sumu Argentinski píanóleikarinn Hernan Lugano. leyti á latín-djass Kúbverjans Paquitos D’Rivera og hans manna, en kannski enn meira á Gato Barbi- eri, sem reyndar er líka frá Argent- ínu. Það fer heldur ekki hjá því að manni detti líka í hug píanósnill- ingurinn frá Santa Domingo, Mic- hel Camilo, þegar hlustað er á Lug- ano, og er það vel, en samanburður yrði líklega þeim síðarnefnda í óhag, enn sem komið er a.m.k., þrátt fyrir mikla yfirferð og tækni, en kannski dálitla ónákvæmni öðru hvoru. Aðrir hljómsveitar- menn stóðu vel fyrir sínu. Ekki veit ég nöfn þeirra en hljóðfæra- skipan auk píanós var sópransax, bassi, trommur og gitarleikari sem var aldeilis fínn. Ég þakka svo þeim sem stóðu að hingaðkomu sveitarinnar, þetta var sannarlega óvæntur og vel þeg- inn glaðningur. „Félagi“ Svavar Nú fer að líða að kosningum. Og ekki er ráð nema í tíma sé tekiö. Almenningur segir að það sé sami rassinn undir þeim öllum. En það er ekki nema hálfur sannleikur og naumast það. Fullyrðingin stafar m.a. af tilhneigingu til að sýnast hlutlægur og sömuleiðis'af dóm- greindarskorti. „Rassarnir" á þeim eru um margt líkir en hausarnir eru ekki alls kostar eins. Síðan kýs fólkið af gömlum og rótgrónum vana („að ljúga sjálfan sig dauð- an“). Hvernig á þá að kjósa? Steingrímur er ágætur og vill vel. En enginn heilvita maður kýs angurgapann Finn. Finnur finnst ekki á hinu pólitíska korti. Finnist hann er heitið fundarlaunum. Konurnar? Þær voru ansi heitar um tíma. Þær hafa hugsjón. Hafa barist fyrir nokkrum góðum mál- um. En þær eru í pólitískri sóttkví. Eru á þingi til að taka helst ekki þátt í stjómmálum - hvað þá ríkis- stjóm. Þær halda sér hugsjónalega hreinum meyjum með því aö taka ekki þátt í samkrulli. Það gengur bara ekki - því miður. Eru ekkert að óhreinka sig á eldhúsverkunum. Pólitískt séð eru þær „afturbatap- íkur“. Jú - þú átt kollgátuna. Það er útilokunaraðferðinni sem beitt er. Hún hefir oft gefist vel. Jón Baldvin? Ekki var fæðingar- staðurinn slorlegur. Alþýðuhúsið á Ísaílröi. Víst kann hann að telja - en bara á fingrunum. Hvernig færi fyrir honum ef hann hefði hönd í fatla? Gæti hann þá hugsað? Naum- ast. í hreinskilni sagt: Hann ætti að taka sér tíma í almennri rök- fræði áður en hann opnar túlann næst. Hæg eru heimatökin. Stóri bróðir gæti mætavel kennt honum. Víst hefir hann hatt. Ekki spillir hann. En augun era á ská og skjön. Ekki er það gott. Svo kyssir hann varaformanninn Júdasar-kossi - svona opinberlega. Hvað er þá eiginlega að? Tveir Jónar Jón Baldvin hélt kosningafundi um land allt héma áður en hann komst sjálfur að. Hann hélt líka amerískan popp-kosningafund í höfuðborginni. Þá var uppi áonum typpið. En hvursu lengi? En hvern- ig gekk að moka út úr framsóknar- fjósinu? Er flórinn þurr? Hann auglýsi í útvarp (heyrði það með eigin eyrum): Hver á ísland? Jón Baldvin á Höfn í Homafirði. Hver á ísland í dag? Hafa orðið eigendaskipti? Jón Baldvin er ekki ánægður með eignarhald á íslandi. Hann vill bæta úr. En hvernig? Jú - hann vill að vísu ekki selja landið. En Kjallarinn Skúli Magnússon yogakennari „Almenningi er þannig varið - því mið- ur - að hann er nokkrum taktslögum á eftir þróun mála. íslendingurinn fer að tygja sig til brottferðar þegar rútan er þegar komin upp 1 Mosfellsbæ.“ hann vill gera betur: Hann vill gefa landiö. Hverjum? Efnahagsbanda- laginu eða hvað skal það heita á morgun eða hinn. Og fyrir ekki neitt. Hvers vegna? Viö skulum nú hafa uppi puttana og reyna að telja - a la Jón Baldvin. Það þarf ekki nema einn putta. Til þess það verði ekki stríð í Evrópu. Ég heyrði hann sjálfur segja það. Hvað segir stóri bróðir um svona rökfræði? Jón Baldvin títtnefndur og annar Jón (þjóöhagi) voru kúarektorar á sama bænum í Djúpinu. Nú eru þeir sölumenn í sömu ríkisstjóm - gefendur ætlaði ég að segja. Jón hinn vill selja undir álver og meng- un. Jón - kúarektor nr. eitt - vill gefa fyrir hvað? Hattinn? Eiginn frama eða hvað? Allt í einu lagi. Ekkert að vera að tvínóna við það. Bara að skella sér út í það. Þá verð- ur kannski loks mokaður fram- sóknarflórinn. Jóni Baldvin var oft tíðrætt um „félaga” Svavar. En hvers „félagi“ er Jón Baldvin sjálfur? Félagi Re- agans og Bush og þeirra sem á eft- ir þeim munu koma. Hann stóð með ísraelsmönnum og Bandaríkj- unum þegar þeir fyrrnefndu vora að murka lífið úr smábörnum. Það verður aldrei fyrirgefið. Hvaða af- rek sem Jón Baldvin kann að vinna í framtíðinni og jafnvel þótt hann moki út úr nokkrum framsóknar- fjósum skal hann aldrei fá syndaaf- lausn. En hvers „félagi“ er Svavar? Ekki Stalíns. Ekki Gorba. Hvers? Ein- faldlega sinnar eigin þjóðar. Vel- viljaður maður sem gerir margt vel og annað miður - eins og gerist og gengur. Einn kostur eftir Með útilokunaraöferðinni er að- eins einn kostur eftir: Svavar Gestsson. En það er afleitt sam- komulagið í Alþýöubandalaginu. Það er staðreynd. Fyrirbæri að nafni Ólafur Ragnar Grímsson ber að vísu í sífellu lokkabjörtum koll- inum við harða klöpp. En hversu lengi? Þeir flýja Alþýðubandalagið í hrönnum. En hverjir? Jú - tæki- færisinnar og asnar. En hvursu lengi? Alþýðubandalagið hefir ekki ver- ið kommúniskur flokkur svo ára- tugum skiptir. Og ekki hallur undir Rússann. Hefir tekið eigin afstöðu. Það er síður en svo neinn hnekkir fyrir Ab. þótt kommúnisminn hafi hrunið í Austur-Evrópu. Síður en svo. Þvert á móti. Ab. er and- kommúniskari en Sjálfstæðisflokk- urinn - ef eitthvað er. Hvers vegna? Jú - einfaldlega vegna þess að brennt barn forðast eldinn - hitt síður. Ólafur Ragnar veröur úti í kuld- anum eftir næstu kosningar í flokknum. Annars líöur flokkurinn undir lok. Og það væri miður. Flokkurinn er eina pólitíska aflið í landinu (ásamt Kvennalistanum) sem heldur í þjóðleg menningar- gildi. Valið verður því auðvelt. Almenningi er þannig varið - því miður, að hann er nokkrum takt- slögum á eftir þróun mála. íslend- ingurinn fer aö tygja sig til brott- ferðar þegar rútan er þegar komin upp í Mosfellsbæ. Látið mig þekkja mína heimamenn. Hann tekur því mið af aðstæðum sem voru fyrir hendi þegar „amma var ung“ - ekki deginum í dag - hvað þá morg- undeginum. En þaö er um seinan. Innganga í eitthvert Evrópu- samlag, hverju nafni sem nefnist, mun ga-anga, ganga (með vestf. framburði), að íslenskri þjóðmenn- ingu endanlega dauðri. Þess vegna hljóta skynsamir menn að kjósa Svavar Gestsson. Skúli Magnússon C-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.